Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978
15
Austurlandi fór fram dagana 27.
og 28. ágúst við Þríhyrningsvatn í
Arnardal. Til þessarar æfingar
komu menn úr björgunarsveitum
og deildum innan umdæma 8 og 9.
Það var björgunarsveitin á Egils-
stöðum ásamt Skúla Magnússyni,
Eskifirði, umdæmisstjóra um-
dæmis 8, sem hafði veg og vanda
af undirbúningi æfingarinnar og
annaðist framkvæmd hennar í
samvinnu við umdæmisstjóra um-
dæmis 9.
Um sömu helgi fór fram samæf-
ing björgunarsveita í umdæmi 10.
Fór hún fram í Vestmannaeyjum.
Björgunarfélag Vestmannaeyja sá
um undirbúning æfingarinnar
ásamt umdæmisstjóranum, Reyni
Ragnarssyni.
Þá var einnig efnt til samæfing-
ar björgunarsveita í umdæmi 2, og
fór hún fram við félagsheimilið
Ölver í Melasveit. Undirbúning
æfingarinnar annaðist björgunar-
sveitin Hjálp á Akranesi, og sá
hún einnig um framkvæmd hennar
ásamt umdæmisstjóranum, Guð-
mundi Finnssyni.
Loks er að geta samfæingar
björgunarsveita í umdæmi 1, sem
fór fram í Mosfellssveit og ná-
'grenni 11. mars, eins og ég hef
þegar getið.
Undirbúningur þessarar æfing-
ar var frábrugðinn öðrum að því
leyti, að hann skiptist milli
nokkurra sveita, þar sem hver sá
um sinn ákveðna þátt æfingarinn-
ar, en leitarstjórn umdæmisins
stjórnaði „hjálpar- og leitarað-
gerðum" á æfingunni.
Æfingar þessar sóttu samtals
um 600 manns, og er hægt að
fullyrða, að allir höfðu gagn og
ánægju af, enda voru æfingarnar
jafnframt fjölskyldumót fyrir
slysavarnafólk og því ómetanlegar
til að treysta bönd björgunar-
sveitarmanna innbygðis og ann-
arra, sem vilja veg samtakanna
sem rtiestan.
Það er mikil vinna, sem liggur
að baki undirbúningi slíkra sam-
æfinga, en hann og framkvæmd
þeirra var öllum til sóma, sem áttu
aðild að þeim.
Þessar samæfingar eru nú orðn-
ar fastur liður í starfsemi SVFI,
og er þegar ákveðið, að landssam-
æfing verður haldinn í júlímánuði
n.k., annaðhvort í Vatnsfirði á
Barðaströnd eða Reykjarfirði við
Djúp.
Stofnun nýrra
deilda og
björgunarsveita
Eins og jafnan áður og svo sem
vikið hefur verið að, hefur áfram
verið unnið kappsamlega við að
efla björgunarsveitirnar og stofna
nýjar, þar sem þörf hefur verið
talin á. A síðasta hausti voru til
dæmis stofnaðar þrjár björgunar-
sveitir og eru þær í Reykjar-
fjarðarhreppi, Austur-Barða-
strandarsýslu, með aðsetri á Reyk-
hólum og í Árneshreppi á Strönd-
um.
Þá er og stöðugt unnið að
eflingu og uppbyggingu björgunar-
sveita, sem fyrir eru, með því að
afla þeim nýs búnaðar og tækja,
en mest og fjárfrekast af einstök-
um verkefnum eru þó húsnæðis-
mál sveita og deilda. Er nú hnnið
að eða nýlokið við byggingarfram-
kvæmdir á mörgum stöðum víða
um land, og eru þessar þar á
meðal:
Hafnarfjörður, Sandgerði,
Re.vkholt, Hellissandur, Grundar-
fjörður, Reykhólar, Patreksfjörð-
ur, Tálknafjörður, Bildudalur,
Þingeyri, Bolungarvík, Dalvík,
Fáskrúðsfjörður og Hornafjörður.
Auk þess gáfu þútgerðarfélögin í
Súðavík 500 þús. kr. til byggingar
björgunarstöðvar þar.
Engin hvíld
framundan
Þetta er þó engan veginn tæm-
andi upptalning á því, sem gert
hefur verið eða stendur yfir um
þessar mundir. En af þessu má
öllum ljóst vera, að engrr hvíldar-
tímar fara í hönd, því að auk þess
sem allar þessar framkvæmdir
kosta óhemju fé, liggur það og í
augum uppi, að þær verða ekki að
veruleika nema til komi auk þess
ómælt fórnarstarf af hálfu björg-
unarsveita og slysavarnadeilda —
bæði karla og kvenna.
Auk þess hyggja fleiri deildir og
björgunarsveitir á framkvæmdir á
þessu sviði á næstu árum, svo að
komandi tímar verða ekki síður
tímabil mikilla athafna en síðustu
ár, tímabil mikillar þarfar fyrir
fjárframlög og vinnu. Og jafn-
framt vertur — að sjálfsögðu — að
halda áfram uppbyggingarstarfi í
þágu björgunarsveitanna og
búnaðar þeirra. Ástandið er raun-
ar þannig hjá sumum sveitum, að
þær hafa ekki enn fengið allan
þann fjölþætta búnað, sem þeim er
nauðsynlegur, til þess að þær geti
gegnt hlutverki sínu sem best —
hvenær sem kallið kemur. Þar þarf
því einnig úr að bæta og það sem
fyrst.
I þessu sambandi er rétt að taka
fram, að stundum eru beiðnirnar
það miklar, að ekki er hægt að
anna þeim öllum strax, og verður
þá að dreifa þeim yfir lengri tíma.
Þá er og oft erfitt að meta hvort
beri að hafa forgang, stuðningur
við byggingu nýrra björgunar-
skýla eða rékstur og viðbætur við
björgunarbúnað sveitanna.
Gjafir
Á þessum tímamótum eru þeir
margir, sem minnst hafa félagsins
með því að færa því góðar gjafir.
Hinn 29. janúar s.l. var félaginu
afhent minningargjöf um hjónin
Ólínu Andrésdóttur og Ólaf E.
Thoroddsen og son þeirra Birgi O.
Thoroddsen frá systkinunum í
Vatnsdal, Patreksfirði, kr.
275.440.00.
Þá barst einnig í þeim mánuði
kr. 200.000.- frá Síldarvinnslunni,
Neskaupsstað, og frá ýmsum
öðrum aðilum kr. 121.656.00.
I febrúar barst félaginu frá
Verband der Deutschen Hochsee
Fischereien e.v., Bremerhaven, kr.
973.456.-, en auk þess barst í þeim
mánuði frá Utgerðarfélagi Akur-
eyringa kr. 500.000.-, Ragnari
Þorsteinssyni rithöfundi og
björgunarmanni kr. 160.000.-, frá
Sigurjóni Hallsteinssyni, Borgar-
firði, kr. 100.000.-, Kvennadeild
SVFÍ, Reykjavík, kr. 1.000.000.-,
ónefndum daglaunamanni kr.
1.000.000.-, og frá smsum öðrum
aðilum k%. 172.00.-.
í marsmánuði barst félaginu frá
Sjóvátryggingarfélagi Isjands kr.
200.000.-, m/b Gísla Árna kr.
100.000.-, Bæjarútgerð Reykjavík-
ur kr. 100.000.-, Hampiðjunni,
Reykjavík, kr. IOO.OOO.t, frá aðil-
um, sem ekki vildu láta sín getið
kr. 1.000.000.-, Sparisjóði vélstjóra
kr. 100.000.-, Kvennadeild SVFÍ,
Rvk., kr. 500.000.-, frá Útgerðar-
félaginu Hrönn h/f, ísaf., kr.
200.000.-, og ýmsum öðrum kr.
95.000.-.
Samtals hefur félaginu því
borist í gjöfum á þremur fyrstu
mánuðum afmælisársins kr.
6.898.052.-.
Öllum ofangreindum aðilum eru
hér með færðar sérstakar þakkir
Slysavarnafélags íslands fyrir
þann velvilja í garð félagsins, er
þessar gjafir bera vott um.
Fjármál
Varðandi fjármál féiagsins vísa
ég til ársreikninganna og skýrslu
gjaldkera, en vil þó drepa hér á
eftirfarandi:
IA skýrslu minni, sem ég flutti
á aðalfundi félagsins í Hornafirði
síðastliðið sumar, ræddi ég um þá
ánægjulegu þróun, að fjárhagur
felagsins árið áður hefði verið
betri en lengstum áður.
Mér er því meiri ánægja að því
að geta sagt slíkt nú annað árið í
röð, þrátt fyrir þá þróun sem varð
í efnahagslífi þjoðarinnar á árinu
1977. Eignaaukning varð 7.5 millj.
kr. meiri en árið áður.
Eignaaukninguna má rekja til
rekstrarafgangs, sem varð hjá
félaginu sakir ötullar fjáröflunar
félagsdeilda, svo og þess, að seld
voru ríkistryggð skuldabréf og
innleystar áfallnar verðbætur á
höfuðstól bréfanna.
Ennfremur má bæta við, að nú
fyrstu þrjá mánuði þessa árs nema
framlög deildar rúmar 12 milljónir
króna, og er það 5.1 millj. kr.
meira en á sama tíma síðastliðið
ár.
Enn sem fyrr hefur happdrættið
skilað drjúgum tekjum, þótt þeim
aðilum fjölgi stöðugt, sem reyna
fjáröflun á þann hátt.
Sýna viðtökurnar, þegar happ-
drættismiðar félagsins eru boðnir
til kaups, að félagið á vissulega
marga velunnara.
Eins og ég hefi minnst á áður,
hefur Slysavarnafélag íslands
notið nokkurs stuðnings hins
opinbera öll árin, frá því að félagið
var stofnað. I því fólst frá
öndverðu viðurkenning á mikil-
vægi og aðkallandi nauðsyn þess
verkefnis, sem félagið hafði tekist
á hendur. Þessi fjárframlög fer-
földuðust árið 1964, og síðan hafa
þau aukist árlega eftir þvi, sem
verkefni félagsins hafa færst í
vöxt, þjónusta þess aukist og það
hefur í ríkara mæli orðið fram-
kvæmandi aðili um velferðarmál,
sem opinber stjórnvöld hljóta að
láta til sín taka í nútímaþjóðfé-
lagi. Árið 1976 námu þessi framlög
15 milljónir kr., á síðastliðnu ári
námu þau 24.8 millj., og á
fjárlögum 1978 eru ætlaðar 38
millj. kr. til félagsins. Er því
ástæða til að vona, að framlög hins
opinbera fylgi á komandi árum að
minnsta kosti þeirri verðlagsþró-
un, sem á sér stað í landinu.
Verkefnin skortir
aldrei
Nú þegar litið er yfir 50 ára sögu
SVFÍ og reynt að skyggnast lítið
eitt fram á veginn, er ljóst, að það
fólk, sem skipar sér í raðir þessara
samtaka, mun ekki skorta verkefni
í framtíðinni — frekar en á liðnum
áratugum.
Enda þótt við, sem höfum átt
því láni að fagna að geta verið með
í þessu starfi á liðnum árum,
teljum að margt hafi allvel tekist,
þá er það svo, að alltaf koma upp
ný og aðkallandi verkefni, sem
þola enga bið og leysa verður fljótt
og vel af hendi. En þá gildir hið
fornkveðna, að margar hendur
vinna létt verk — og það sem
einum og einum kann að vaxa í
augum, verður oft sem leikur,
þegar samstilltir hugir og hendur
takast á við vandann.
Það mál, sem sýnir hvað best
hvernig hugsjónir slysavarnafólks
verða að veruleika, er hin mikla og
skjóta uppbygging björgunarskýla
og björgunarstöðvarhúsa. Frá
upphafi beittu konur sér öðrum
fremur fyrir fjársöfnun til bygg-
ingar skýla, og því hafa þær haldið
áfram öll árin af einstæðum
dugnaði, svo að vakið hefur
verðskuldaða athygli og aðdáun
alþjóðar.
Eg gat þess meðal annars, þegar
við komum saman til aðalfundar á
Hornafirði á s.l. sumri, að hér
hefðu viss undur Skeð.
Risið hafa af grunni mörg
björgunarstöðvarhús til viðbótar
þeim fjölmörgu skýlum, sem reist
hafa verið á liðnum árum með-
fram ströndum landsins og uppi til
heiöa. Þessum björgunarstöðvar-
húsum er ætlað það tvíþætta
hlutverk að vera samastaður fyrir
björgunarsveitirnar og tæki
þeirra, en jafnframt samkomu-
staður fyrir félagsdeildirnar á
viðkomandi svæði. Þessi hús, sem
með réttu má kalla hús mannúðar-
innar, eru svo einstæð, að ég geri
ekki tilraun til að lýsa þeim hér,
— og enn síður því fórnarstarfi,
sem liggur að baki byggingu
þeirra, en til að gefa nokkra
hugmynd um, hvað hér er og hefur
verið að gerast, höfum við ákveðið
að efna næstkoinandi sunnudag
30. apríl — til heimsóknar í tvær
þeirra björgunarstöðva, sem nú
eru komnar svo vel á veg, að verið
er að ljúka smíði þeirra. Þetta eru
björgunarstöðvarnar í Hafnarfirði
og Sandgerðí. Og ferð' okkar til
þeirra er farin vegna þess, að í
þessu efni — sem öðrum — er sjón
sögu ríkari. Og á það má minna í
þessu sambandi, að það var
einmitt í Sandgerði, sem fyrsta
björgunarstöð SVFÍ var reist árið
1929.
Eitt er víst, og það er, að þeir,
sem að slíkum framkvæmdum
standa, hafa ekki gleymt hugsjón-
um mæðra sinna og feðra — þeim
hugsjónum, sem urðu kveikjan að
stofnun SVFI fyrir 50 árum, og við
minnumst nú.
Þakkir og
árnaðaróskir
Eg vil nú við lok máls míns nota
tækifæri til að þakka öllum þeim,
lífs og liðnum, sem stuðlað hafa að
því að gera þessa hreyfingu að því,
sem hún er í dag. • Ég þakka
Alþingi og ríkisstjórn aukinn
skilning og stuðning við málstað
félagsins, svo og Fiskifélagi Is-
lands, Landssíma og Landhelgis-
gæslu fyrir stuðning, fyrirgreiðslu
og aðstoð við félagið og þá hina
mörgu, sem njóta góðs af starf-
semi þess. Þakkir eru einnig
færðar fjölmörgum öðrum, sem
stutt hafa Slysavarnafélagið
drengilega frá upphafi vega — allt
frá stofnun þess og fram á þennan
dag.
En fyrst og síðast þökkum við
öllum þeim fjölmörgu — þeim
ónefndu og ótöldu íslendingum —
sem hafa skipað sér undir merki
félagsins og sýnt með fordæmi og
starfi, að þeir hafa leitt til
öndvegis þær hugsjónir mannkær-
leika, sem eru kjarni þess, sem hér
er að unnið — og gert um leið
þetta félag okkar að þjóðarhreyf-.
ingu.
Á liðnum 50 árum hefur það
margoft hent í baráttu íslenskra
og erlendra sjómanna við storma
og stórviðri, hafrót og brimskafla
við ströndina, að eina vonin um að
bjargast úr bráðum háska hefur
verið björgunarsveitir félagsins og
líflínan, sem þær skjóta æfðum
höndum út í skip í neyð og tengja
þannig land og líf. Þessari starf-
semi eiga þúsund íslenskir og
erlendir sjómenn líf að launa. Því
þakka ég björgunarsveitunum
mörg og frábær afrek, og ég færi
einnig alúðarþakkir meðstjórn-
endum mínum og starfsfólki fé-
lagsins, sem og öðrum, sem hafa
jafnan verið boðnir og búnir til
átaka í þágu samtaka okkar.
Fjórir mánuðir eru nú liðnir af,
þessu afmælisári Slysavarnafé-
lagsins og við höfum nú sameinast
hér, eins og jafnan áður, til að
vinna að framkvæmd þeirra mála,
sem við teljum að til heilla megi
verða fyrir land og lýð. Ég vona og
óska, að við getum látið nokkuð
gott af okkur leiða á þessum
landsfundi, því að á þann hátt
minnumst við líka best þeirra, sem
á undan hafa gengið, brautryðj-
endanna, sem lögðu grunninn að
þessari þjóðarhreyfingu, sem ég
treysti, að muni enn eflast um
mörg ókomin ár.
Hátíðarfundur SVFI er settur.
Nokkrir báta SVFÍ í Reykjavíkurhöfn.
Nokkrir björgunarsveitarmanna Meðlendinga.