Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 1
80 SIÐUR 89. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaösins. Aldo Moro hvetur enn til samninga í sjöunda bréfi sínu KómahorK- 29. aprfl. Rcuter. ÍTALSKI stjórnmálamaðurinn Aldo Moro grátbiður enn stjórnvöld um að hafast eitthvað að svo lííi hans verði þyrmt, í bréli sem birtist í blaðinu II Messaggero í dag, en í því gagnrýnir hann einnig harðlega leiðtoga kristilegra demókrata. Bréf Moros er hið sjöunda frá honum frá því að honum var rænt 16. marz. Moro gagnrýnir í bréfinu flokksmenn sína fyrir afstöðu þeirra til mannræningjanna, en þeir hafa þverneitað að semja við ræningja Moros, Rauðu herdeildina. Gagnrýni Moros er bitur, og segir hann félaga sína 1 raun og veru fallast á „dauðadóm" sér, með því að neita samningum við herdeildarinnar yfir hr yð j uver kasamtökin Giulio Andreotti forsætisráð- herra lagði í gærkvöldi áherzlu á þá afstöðu stjórnarinnar að semja ekki við ræningja Moros, og virðist sem bréf Moros sé beint svar við ummælum Andreottis, að því er heimildir herma. „Það verður að taka það enn einu sinni fram við þessa harðlínumenn kristilegra demókrata, að skipti á föngum hafa átt sér stað áður í mörgum Hussein í Páfagarði Páfagarði, 29. apr. AP. HUSSEIN Jórdaníukonungur flaug á fund Páls páfa á laugardagsmorgun. Hafði Hussein komið til Rómaborgar síðla í gærkvöldi og fór svo með þyrlu til Páfagarðs. Þeir hafa einu sinni hitzt að máli í aðsetri páfa. Hussein hafði verið að koma frá heim- sókn í Júgóslavíu. Hann heldur heimleiðis í dag. Páfagarður og Jórdan hafa ekki með sér stjórnmálasamband. Hussein mún síðan hitta Leone forseta Italíu að máli. tilfellum svo að þyrma mætti lífi gísla og saklausra fórnarlamba," sagði Moro í bréfinu. Engin dagsetning var á bréfi Moros, en í því fer hann orðum um áskorun leiðtoga sósíalista, Bettino Craxi, að Rauðu herdeild- inni verði sýnt eitthvert viðmót sem hugsanlega gæti leitt til þess að samtökin láti Moro af hendi. „Til vandræða kemur, Craxi vinur, ef uppástungur þínar verða virtar að vettugi," segir Moro í bréfinu. í bréfinu þakkaði Moro fjól- skyldu sinni fyrir skilaboð til hans sem birtust í blöðum í Mílanó fyrir þremur dögum. Hann sagðist ennfremur harma að ýmsir vina sinna skyldu hafa dregið í efa sannleiksgildi bréfa sinna að undanförnu. Hann sagðist ekki hafa hlotið illa meðferð í fanga- vistinni. Aldo Moro krefst þess einnig í bréfinu sem birtist í morgun að flokksráð kristilegra demókrata verði kallað saman hið snarasta til að ráðgast um mál sín. Sem formaður flokksins hefur Moro vald til þess að kalla flokksráðið saman og einnig getur hann skipað forsvarsmenn í fjarveru sinni. Flokksráðið kveður að öllu jöfnu á um stefnu flokksins í þjóðmálum. Enn barist í Afghanistan Nýju Dehlí, 29. apríl, Reuter. AP. SVEITIR uppreisnarmanna sem efndu til blóðugrar bylt- ingar og steyptu Mohammad Daoud forseta í vikunni, áttu enn í bardögum í gærkvöld. Uppreisnarmö'nnunum er enn veitt mótspyrna í einslökum hverfum Kabul, að því er árciðanlegar heimildir skýrðu frá. Hinir nýju valdhafar í Kabul staðfestu í dag að þeir hefðu ráðið Daoud forseta og bróður hans og aðstoðarmann, Mo- hammad Naim, af dögum á fyrsta degi byltingarinnar. Daoud var skotinn til bana þár sem hann þvertók fyrir að gefast upp fyrir sveitum upp- reisnarmanna sem umkringdu forsetahöllina. Þegar uppreisn- in var gerð stóð yfir fundur ráðherra ríkisstjórnar Afghan- istan, og áreiðanlegar heimildir herma að Ghulam Haider Rasuli hershöfðingi og varnar- málaráðherra landsins hafi einnig verið líflátnir. Areiðanlegar heimildir hafa skýrt frá því að hinir nýju valdhafar séu vinstrisinnar sem aðhyllast valdhafa í Moskvu. Sendiráð Afghanistan í Nýju Dehlí skýrði frá því í dag Framhald á bls. 47. Moshe Dayan, utanríkisráðherra Israels hefur verið í Bandaríkjunum síðustu daga og m.a. setið á löngum fundum með Cyrus Vancc, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist óljóst hver árangur verður af þeim. Þeir sjást hér á myndinni í móttöku sem haldin var skömmu eftir að Dayan kom til Washington. Kínverjar handtaka svikahrapp Peking, 29. apr. Reuter. HIN opinbera kínverska fréttastota Hshinua tilkynnti í morgun aö porpari einn hefði verio handtekinn sem bæri ábyrgð á bví að 166 menn voru handteknir og sumir létust. Bar maðurinn sem heitir Shan Kuei Chang á Þessa menn sem ftestir voru samstarfsmenn hans, falskar og lognar njósnaákærur. Sumir peirra sem voru handteknir vegna svikabragoa hans dóu við pynding- ar og aðrir frömdu sjálfsmorð. Nú eru uppi eindregnar kröfur um að pessum manni verði refsað harö- lega. í frétt Hshinua sagöi að máliö heföi veriö tekiö fyrir í Noröaustur-Kína, í Kirin-héraði fyrir níu árum. Málið var síöan tekiö til endurskoðunar eftir handtöku „bófanna fjögurra" í októ- ber 1976 og er nú komið í Ijós að fólkið var allt saklaust borið sökum. Þá er tekið fram aö Shan hafi sjálfur haldiö því vendilega leyndu að hann hafi starfaö í þágu Japana um og upp úr 1940. Þeir af sakborningum sem eru á lífi hafa nú allir fengiö uppreisn aaru og reynt að bæta þeim fyrir þaer þjáningar sem svikarinn hefur valdiö þessu fólki sem sumir voru merkir vísindamenn. Sovétar sleppa kór- eska flugstjóranum Seul, 29. apr. Reuter. ÁREIDANLEGAR heimildir Reuterfréttastofunnar sögðu í dag að Sovétmenn myndu láta lausa úr haldi í dag flugstjóra suður-kóresku þotunnar og sigl- ingafræðinginn, sem hafa verið í haldi þar síðan vélin villtist inn yfir sovézkt land fyrir nokkrum dögum. bar sagði að Kóreumenn- irnir tveir myndu fara frá Lenin- grad síðdegis i dag, laugardag. og að trulega færu þeir til Kaup- mannahafnar i' fyrsta áfanga. Fréttir um þetta munu hafa verið sendar til Seulstjórnarinnar með milligöngu bandaríska sendi- ráðsins í Moskvu, sem hefur m.a. haft afskipti af málinu, þar sem engin stjórnmálatengsl eru milli S-Kóreu og Sovétríkjanna. Skömmu eftir að fréttir komust á kreik um þetta birti Tass stuttorða tilkynningu um málið. Þar- sagði að flugstjórinn og loftsiglingafræðingurinn hefðu játað að hafa rofið lofthelgi Sovétríkjanna og myndi þeim verða vísað úr landi tafarlaust, en ekki aöhafst frekar í málinu. I orðsendingunni var sagt að það hefði verið Leonid Brezhnev sem ákvaö að haga málinu á þennan veg, einvörðungu af „mannúðar- ástæðum". Talsmaður KAL-flugfélagsins sagði þegar þessar fréttir voru bornar undir hann að þaö kæmi óneitanlega nokkuð á óvart að mönnunum yrði sleppt svona fljótt. Væri ástæða til að þakka Sovétmönnum fyrir hversu liprir þeir hefðu verið. Hann sagði að þeir myndu koma heim á þriðju- dag eða miðvikudag og KAL myndi ekki senda sérstaka vél til að ná í þá. Iibanskir flóttamenn f órust er hús hrundi Þessa daga stendur yfir Alþjóðleg flugvélasýning í Hannover í Þýzkalandi. Þar á mcðal er þessi Tornado-orrustuvél sem hönnuð heíur verið í samvinnu brezkra, ítalskra og vestur þýzkra sérfræðinga. Er búizt við að vélin verði komin í umferð eftir tvö ár. Beirút. 29. apr. Reuter. UNNIÐ var að því árdegis á laugardag að Icita að fólki sem kynni að hafa komizt lífs af í rústum fjögurra hæða húss í Beirut sem hrundi í gær. Er vitað að þrettán manns létu lífið og 40 slösuðust. Ekki er vitað hversu margir voru í húsinu þegar það hrundi.'en venjulega héldu þar til um 150 manns. Fólkið var flest flóttafólk frá Suður-Líbanon sem kom til Beirut í kjölfar innrásar ísraela í S-Líbanon í marzmán- uði. Björgunarmenn sögðu að þeir bvggjust við því að tala látinna myndi hækka verulega þegar á liði daginn. Hús þetta er í fyrrverandi hótelhverfi Beirut þar sem nú er allt í rúst og rétt hjá leifum gistihússins Holiday Inn sem áður var vinsæll gististaður í borginni. Þá sprakk sprengja í bíl í úthverfi Beirut og öruggt að tveir létust og ef til vill þrír. Þá mun að sögn lögreglunnar hafa verið kastað handsprengjum að óþekkt- um byssumönnum í öðru úthverfi Beirut. Leyniskyttur eru á kreiki í þessu hverfi og eru einkum úr röðum vinstri sinnaðra Múhamm- eðstrúarmanna. Öflug sólgos Boulder, Colorado, 29. apríl. AP. SÖLGOS hafa verið einkar öflug undanfarna daga og á föstudagsmorgun voru gosin þau öflugustu í fjögur ár. Ollu gosin miklum truflunum á fjarskiptum, einkum á hærri tíðni bylgjusviðsins, í yfir þrjár klukkustundir á þeim svæðurri jarðar sem sneru að sólu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.