Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 3 Menntamálaráðherra er andvígur sjálf- stæðri fræðsluskrif- stofu i Hafnarfirði TÖLUVERÐAR umræður uröu í efri deild á föstudag um frumvarp til laga um grunnskóla, sem flutt er af nokkrum pingmönnum Reykjanes- kjördæmis aö beiöni Hafnarfjaröar- kaupstaðar en frumvarpið felur í sér aö bæjarfélögum með 10 Þúsund íbúa eöa fleiri veröi heimilað að setja á laggirnar sjálfstæöa fræðsluskrif- stofu. Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ekki tekið pátt í starfsemi fræðslu- skrifstofu kjördæmisins. Jón Ármann Héðinsson mælti fyrir áliti meirihluta menntamálanefndar, sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Axel Jónsson (S) mælti fyrir minnihluta áliti, og lagðist gegn frumvarpinu. Kom fram í máli hans að Kópavogskaupstaður er því mótfall- inn. í sama streng tók Jón Helgason (F) sem einnig á sæti í menntamála- nefnd en tók ekki þátt í afgreiðslu nefndarinnar. Taldi hann frumvarp þetta fráleitt og benti á að miklu Islenzka S króna myntin Mynt með líku útliti 2500 ára ámilli Myntin frá SM f. Kr. NÝ ÍSLENZK mynt hefur verið hönnuð og birt mynd af peningunum í blöðun- um. Önnur hlið fimm króna peningsins minnir óneitanlega nokkuð á pening, sem var í umferð árið 580 fyrir Krists burð. Slikur peningur fannst á eyjunni Santorino. Er á honum mynd af stökkvandi höfrungum. Á Þeim tíma, eöa tyrír 2500 árum purfti 20 slíka peninga til að kaupa fyrir einn bát. Nú er pessi hlið peningsins notuð sem einkennismerki skipafálags, sem siglir um Miðjarðarhafið. Hvaö skyldi þurfa marga íslenzka 5 króna peninga til að kaupa einn bát, þegar kemur aö því aö myntin veröi út gefin hér. Sennilega nokkuð marga, jafnvel þó búiö veröi aö taka tvö núll aftan af. Hvað um það, þessir tveir peningar, sem gefnir eru út meö 2500 ára millibili, sinn á hvorum staönum, eru býsna líkir. frekar bæri að taka tillit til landfræði- legra aðstæöna en íbúatölu, ef á annað borð væri talin ástæða til aö leysa upp fræðsluumdæmin núver- andi, sem hann kvaðst mótfallinn. Nefndi hann í þessu sambandi að Vestmannaeyingar þyrftu t.d. að leita með sín mál til fræðsluskrifstofunnar á Selfossi en þeir kvörtuðu ekki. Vilhjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra, gerði ítarlega grein fyrir þessu máli og lýsti algjörri andstööu sinni við frumvarpið, sem hann kvað þarflaust og aðeins til þess fallið að vekja fræðsluskrifstofuumdæmin. Hafði ráðherra orð á því að honum þætti fjármálaráðherra og sumir þingmenn kjördæmis hans sækja þetta mál af miklu kappi, og taidi einsdæmi að einn ráðhérra hefði sig svo í frammi í máli sem ráöherra sá er máliö heyrði undir, væri andvígur. Taldi hann að erlendis mundi viðkom- andi ráðherra hafa sagt af sér í mótmælaskyni, en hér væri þó tæpast nógu stórt mál til að hann brygðist þannig við. Ragnar Arnalds (Abl) taldi umkvart- anir menntamálaráðherra um kapp fjármálaráðherra á að þröngva þessu máli í gegn þrátt fyrir andstöðu meðráöherra hans, nokkuð seint fram komnar. Kvaðst Ragnar ekki sjá að með samþykkt þessa frumvarps væri verið að gefa nein fordæmi í þá veru að leysa upp fræðsluumdæmin og kvaðst því styðja frumvarpið til annarrar umræðu. VIÐ SETNINGU Náttúruvernd- arþings á Hótel Loítleiðum í gærmorgun skýrði Vilhjálmur Iijálmarsson menntamálaráð- herra frá því að Eysteinn Jóns- son sem verið hefur formaður síðastliðin 6 ár léti af því starfi að eigin ósk. Þakkaði ráðherra Eysteini mikilvægt brautryðj- endastarf. Jafnframt skýrði ráðherra frá því að Eyþór Ein- arsson sem verið hefur varafor maður ráðsins tæki við for mennsku en Jónas Jónsson yrði varaformaður. Síðar kýs Nátt- úruverndarþing scx menn í ráðið og sex varamenn. Forseti þings- ins var kjörinn Hákon Guð- mundsson. í skýrslu sinni til þingsins sagði Eysteinn Jónsson m.a. að talsvert hefði áunnizt í friðunar og útivistarmálum á vegum ráðsins og náttúruverndarsam- takanna í landinu. Þjóðgarðar Eysteinn hættir formennsku Nátt- eru tveir á vegum ráðsins. Náttúruvætti, friðlönd og fólk- vangar eru 46 talsins og þar á meðal svæði sem telja má þjóð- garðsígildi. Hann sagði að á náttúruminjaskrá væru 150 svæði og staðir og kæmi þar glögglega í ljós hvflfkt óhemju verkefni væri framundan í friðunarmálum. Síðar í ræðu sinni ræddi Eysteinn nauðsyn þess að koma á landnýtingarskipulagi sem smátt og smátt næði til alls landsins, að menn gerðu sér grcin fyrir því hvernig nýta skyldi landið. Ætti þess háttar skipulag að vaxa upp í byggðarlögunum sjálfum á vegum heimafólks með aðstoð þeirra sem til þess væru settir að hafa yfirlit um landið allt. Erindi voru flutt á þinginu í gærmorgun, m.a. lögðu dr. Sig- urður Þórarinsson og Arnþór Garðarsson fram áfangaskýrslu um fossa á íslandi og skýrslu um hveri og laugar og skrá um vatnasvæði. Náttúruverndarþing stendur í Framhald á bls. 37. Jón Ármann Héðinsson: Segist hafa ordid fyr- ir óréttmætu aðkasti flokksbræðra sinna JÓN ÁRMANN Héðinsson alpingis- maöur lýsti pví yfir í efri deild á föstudag að hann teldi sig hafa orðið fyrir óréttmætu aðkasti flokksbræðra sinna í Alpýðuflokkn- um út af pví að hann væri meðflutn- ingsmaður að frumvarpinu um bann við fjárhagslegum stuöningi er- lendra aðila við íslenzka stjórn- málaflokka, en petta mál var til annarrar umræðu í efri deild Alpingis í gær. Lýsti pingmaðurinn pví jafnframt yfir, að hann teldi mun heiðarlegra að pau dagblöð er stæðu höllustum fætí væru hrein- lega styrkt beint úr ríkissjóöi en kvaðst pó hafa vissar efasemdir par um eftir nýleg dæmi um skrif íslenzkra dagblaða. í umræðum um þetta mál gerði Jón Ármann Héðinsson sérstaklega að umtalsefni dreifibréf Alþýðu- flokksins um fjárhagsstuðning þann er Alþýðuþlaðið og flokkurinn hefðu fengið frá norrænum jafnaðarmönn- um, en þar væri því haldið fram á einum stað að ef frumvarp þetta væri í gildi, sæti forsvarsmaður flokksins í fangelsi og dæmdur til að greiða milljónir króna í sektir. Jón kvaöst hafa mótmælt málflutningi sem þessum og krafizt þess að hann yrði dreginn til baka en því ekki sinnt, og hann þá ekki tekið þátt í störfum flokksins eftir það. Hins vegar kvað Jón Ármann það skipta sig engu máli, þótt hann væri stimplaður flokkssvikari vegna aöildar að þessu frumvarpi, hann hefði aðeins fylgt sannfæringu sinni, því að hann teldi algjörlega óeðlilegt að stjórnmála- flokkar hér nytu fjárhagsstuönings erlendis frá. Á svipuðum forsendum hefði hann á sínum tíma gerzt hvatamaður þess að auglýsingar á tóbaki væru bannaðar í íslenzkum fjölmiðlum, en þessar auglýsingar hefðu verið kostaðar erlendis frá. Jón kvaðst viðurkenna að dag- blöðin sum og þá sérstaklega Alþýðublaðið stæöu höllum fæti, en miklu hreinlegra væri að taka upp verulegan ríkisstyrk við þessi blöð og gæta þess þá að þau blöð fengju mest sem verst væru stæð, en þannig kerfi taldi Jón Ármann aö væri í Noregi. Þingmaðurinn kvaöst geta hugsaö sér að stuöla að máli af þessu tagi, enda þótt hann efaðist um að því yrði vel tekið á þingi og samstaða næöist um þaö. Engu að síður kom það fram í máli Jóns að hann haföi vissar efasemdir um hvort ríkisstyrkur af þessu tagi væri réttlætanlegur vegna æsiskrifa er þingmaðurinn kvaöst hafa orðið var í blöðum undanfariö, þar sem stöðugt væri verið að ráðast á alþingismenn og ata þá auri. Nefndi þingmaðurinn sem dæmi Landsvirkj- unarferð þingmanna og fleiri á sumardaginn fyrsta en vegna hennar hefði Morgunblaöiö í leiðara leyft sér að líkja stjórnarmönnum Landsvirkj- unar við Bokassa, einhvern versta einræöisherra í Afríku. Einnig nefndi þingmaðurinn leiðara Alþýöublaösins nýlega: „Ekki ein báran stök við Kröflu" þar sem reynt væri að sýna fram á tengsl Rafafls og Þjóöviljans viöKröfluframkvæmdina. Kvað þing- maðurinn fulla ástæðu að krefjast rannsóknar á þessum skrifum. Sagði þingmaðurinn að ef blöðin þyrftu óvandaða blaðamennsku og æsinga- skrif til að halda í sér lífinu, teldi hann betra að þau fengju að deyja drottni sínum. Einnig tók til máls í þessum umræðum Steingrímur Hermannsson (F), og Stefán Jónsson (Abl) sem Framhald á bls. 37. Erró-bókin ÞAÐ mishermi varð í Morgunblað- inu í gær í frétt um Erró-bók Iceland Review og bókaklúbbs AB, sem út kemur um mánaðamót maí og júní, að sagt var að í bókinni yrðu viðtöl við Erró og Matthías Johannessen. Hið rétta er að með myndum Errós ritar Bragi As- geirsson grein um listamanninn og samtalsgrein um Erró er eftir Matthías Johannessen. Mæðrablómið á mæðradag MÆÐRADAGURINN er í dag og mun mæðrastyrksnefnd að venju hafa mæðrablómið til siilu í tilefni dagsins. Öllum ágóða af siilu merkisins verður nú sem fyrr varið til orlolsdvalar efnalít- illa eldri kvenna, sem ekki eiga ella kost á hvíldarviku í sumar. Mæðrastyrksnefnd hefur efnt til slíkrar hvíldarviku fyrir efnalitlar eldri konur um margra ára skeið. Eru þær konur fjolmargar, sem þess hafa notið en hefðu ella farið með öllu á mis við sumarhvíid. A síðasta sumri dvöldu 40 konur að Flúðum í Arnessýslu á vegum nefndarinnar og er það einlæg von hennar, að ágóði af sölu mæðra- blómsins að þessu sinni nægi til þess að unnt verði að bjóða a.m.k. jafnmörgum konum til vikudvalar á komandi sumri. Mæðrablóm mæðrastyrksnefndar verður ekki, fremur en áður, selt í hlóma- verzlunum en sölubörn munu að venju ganga í hús og bjóða það til sölu og eins verður reynt að selja það við samkomuhús borgarinnar. Mæðrastyrksnefnd skorar á Reyk- víkinga að taka sölubörnum henn- ar vel, svo að mæðrablóm hennar geti verið í barmi sem flestra á mæðradaginn. (Fréttatilkynning) Veizlukaffi KVENNADEILD Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík verður með sitt árlega veizlukaffi og happdrætti í Lindarbæ 1. maí kl. 14. Að venju verður þar margt gómsætt á veizluborðinu og nytsamir og góðir vinningar í happdrættinu. Allur ágóðinn rennur til hinna ýmsu verkefna félagsins bæði í líknar- og menningarmálum. Veizlukaffi VEIZLUKAFFI verður í Iðnó 1. maí eins og verið hefur á undan- förnum árum á þeim degi, og alltaf er vel til þess vandað. Húsið verður opnað kl. 2.30 og verður opið fram eftir degi. 1NNLEN"T FERÐAGETRAUN Verðlaun Útsýnarferö fyrir 2 til Grikklands. Sjá Útsýnarauglýsingu á baksíðu Morgunblaðsins í dag,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.