Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 Jón Grímsson. Jón Grlmsson formadur Sjó- mannafélags ísafjardar: Þrir af skuttogurum Isfirðinga, Júlíus Geirmundsson, Guðbjartur og Guöbjörg. „Gott hljóðið í okkur Vestfjarða- sjómönnum og enginn barlómur” Jón Grímsson háseti á skut- tojfaranum Páli Pálssyni hefur verið formaður Sjómannafélafís Isafjarðar síðan s.l. haust en um 300 félaKsmenn eru í félaginu. í talstöðvarsamtali við Jón á miðunum úti af Vestfjörðum satjði hann: Það sem er efst á baugi í okkar félaKsmálum eru væntan- lenar viðræður við útvegsmenn um sjúkra- og slysabætur sjó- manna, því þar stöndum við ekki jafnt öðrum stéttum lands- ins. Það er ætlunin að kanna mötiuleika á að kaupa tryggingu til að spanna einnig landtíma sjómanna. Það er einnig ávallt ofarlega á baugi hjá okkur sú sérstaða sjómanna að geta ekki haldið uppi eðlilegu félagsstarfi vegna eðlis starfsins. Kjaramálin eru að sjálfsögðu stóra málið, en við erum með samninga í gildi til haustsins og væntanlega verða þeir endur- skoðaðir í sumar innan ramma Alþýðusambands Vestfjarða þ.e. ef um verður að ræða eðlilega þróun í fiskverðshækk- un. Aðalatriðið hjá okkur kjaramálunum er að ná aftui skiptaprósentunni sem var fyrii breytinguna á sjóðakerfinu. Það kerfi var stokkað upp fyrir atbeina sjómanna, en hagræð- ingin rann að mestu til útvegs- manna. Hitt er svo að það er gott hljóðið í okkur Vestfjarða- sjómönnum og enginn barlómur. Varðandi efnahagsráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar höfum við ekki tekið neina beina afstöðu þar sem þær koma svo lítiö við okkur, en hér um slóðir fiska allir sjómenn fyrir hlut. Hins vegar koma þær illa við óbeina kjaraliði eins og sjúkrasjóð, orlofssjóð og þær greiðslur sem eru vísitölubundnar. Sjómennskan gengur vel hjá vestfirskum sjómönnum og við erum bjartsýnir, svo fremi að við fáum að stunda eðiilegar veiðar, þ.e. eðlilega sókn. Að okkar mati er staða okkar góð miðað við allt landið, en sumu er hér á annan veg farið en annars staðar á landinu. A vestfirsku skuttogurunum er þetta yfirleitt þannig að við vinnum á ársgrundvelli þegar meiri mannaskipti eru á flestum togurum öðrum. Þetta er stærsti munurinn á þessum vettvangi en þýðir það að við höfum meira öryggi um leið og við búum við trygg aflasvæði, góða skipstjóra og aflasæla og vel búin skip. Þegar mannskapurinn er ár eftir ár á sama skipinu er útkoman betri en annars staðar, og mörg dæmi eru þess að útgerðir eigi í erfiðleikum vegna óstöðugleika skipverja. Það er dýrt að háfa ekki traust starfs- ' lið. I 38 daga var þorskveiðibann hjá flotanum hér s.l. ár án þess að við segðum orð, en það þarf að liggja fyrir í ramma í byrjun hvers árs hve mikið og hvenær má veiða til þess að unnt sé að skipuleggja frí og sókn hjá mannskapnum. Helzti munurinn á róðrum fyrr og nú er sá að nú eru þeir styttri en áður, 7—10 dagar • lengst á togurunum, en flottroll- ið skilar okkur mestum árangri á skemmstum tíma um leið og þetta er léttari veiðiskapur. Okkar meginmarkmið í naéstu framtíð er að í fiskverðsákvörð- uninni verði hagsmunir fiskiðn- aðarins ekki eilíft hafðir að leiðarljósi. isafjaröarkaupstaður Rætt við Svölu Haukdal í kvenfataverzluninni Garbó „Mitt áhugamál er fljótnefnt, fyrst og fremst fatnaður," sagði hún, „það er allt sem snýst í kringum hann, selja hann, sýna hann og eiga.“ Það er Svala Haukdal í kvenfataverzluninni Garbó í Austurstræti sem er að ræða málin, starf sitt og áhuga- mál. Hún byrjaði að vinna hjá Karnabæ í marz 1975 með starfi í Bonaparte, síðan í Mary Quant og Garbó frá 76, en áður en hún tók til starfa hjá Karnabæ hafði hún lokið námi sem snyrtisér- fræðingur í Danmörku og m.a. unnið við slík störf á Sheraton-hótelinu í Höfn. Taug- in heim var þó römm og áður en hún hóf störf á sviði verzlunar vann hún í Heilsuræktinni í Glæsibæ og um tíma á snyrti- stofu. „Að selja föt, sýna og eiga* „Þessi áhugi á fötum,“ hélt hún áfram, „er þó fyrst og fremst tengdur því að allir þurfa að eiga föt, hafa eitthvað til þess að vera í. í verzluninni er það okkar að útskýra fyrir' fólki, sem það vill, og allt byggist þetta á því að hafa á boðstólum fatnað sem er í tízku. Við tökum einnig sígilda sér- klæðnaði, aðallega enskan fatn- að og franskan og sá fatnaður selst ávallt. Það er skemmtilegt í verzlun- inni, viðskiptavinirnir ræða mikið málin og það er gaman að selja slíku fólki. Ahuginn verður að fylgja í þessu starfi, því þá er bæði auðveldara og skemmti- legra að selja flíkipa. Aliir fara út með eitthvað í poka.“ „Það er náttúrufólk í kringum mig“ „Áhugamálin fyrir utan starf- ið?“ „Íþróttir, hiklaust. Ég stunda að vísu lítið íþróttir þessa dagana, en áður var ég mikið í sundi og körfubolta. Ég er frá Patreksfirði og lærði körfubolta þar 14 ára gömul og spilaði í mörg ár. Ég fer í sund og leikfimi í dag, en ekki sem keppandi. Tvíburasystur mínar hafa tekið við. Þær eru í þessu í KR og ég fylgist vel með. Á sumrin er margt sem heillar, Þórsmörk, gönguferðir og annað. Það er náttúrufólk í kringum mig og ég hef rekið mig á að þegar maður er utan af landi snúast áhugamálin í kringum útilíf og útiveru. Mað- ur grípur tækifærið þegar það gefst í þeim efnum. Ég tala nú ekki um hér í bænum þegar aldrei virðist vera tími til neins. „Beint út í hring- iðuna á eigin fótum“ Annars held ég að ég gæti hvergi hugsað mér að búa utan Reykjavíkur. Maður kemur frá litlum bæ á 18. ári til Kaup- mannahafnar, beint út í hring- iðuna með það markmið að ætla að standa á eigin fótum. Fólk hafði litla trú á slíku fyrirtæki, táningsstelpa frá Patró ein síns liðs í heimsborginni Kaup- mannahöfn. En þessi vantrú hleypti kergju í stelpuna og stappaði i hana stálinu og á þessu flandri fékk ég ferða- mannabakteríuna sem ég hef síðan verið haldin. Mér finnst svo .gaman að ferðast, ein eða með fleirum, mér er alveg sama. Það er tilbreytingin sem gildir, lífið er ekkert annað en tilbreyt- ing og maður verður að sækja eftir henni. Af þessari ástæðu vil ég heldur vera í hringiðunni heldur en á rólegum, litlum stað úti á landi. Ég vil fá að vera með fjölbreytilegu fólki á öllum aldri og það er gott tækifæri til þess i; Svala Haukdal í verzluninni, íþróttunum og slíku sem hressir og kætir. „Jú, mér líkar Reykjavík“ Jú, mér líkar við Reykjavík sem bæ, að vísu bæði kostir og „Að smuga opnaðist fyrir eina og eina hug- mynd” gallar. Kostirnir eru m.a. að hér eru kjörin fækifæri í skóla, hér er stytzt í allt, jafnvel til þeirra staða sem lengst eru frá vegna miðstöðvar í samgöngum. Hér er mest við að vera en samt getur maður haft það eins rólegt og maður vill, en gallinn er hin eilífa keppni sem um leið kallar á tímaleysi. Fólk ætti að standa saman um að slappa svolítið meira af, gera meira úr því raunverulega, byggja í kringum atvikin í stað þess að æða áfram. Ég hlaut strangan aga í uppeldinu og það hefur verið mér gott veganesti í því að velja og hafna.“ „íslendingur og þakkar fyrir“ „Engar sérstakar áhyggjur?" „Island er ísland og því er ekki viðbjargandi. Við erum^öll skuldunautar og viljum ekki annað, en það er heimskulegt og við hljótum að komast yfir það ef við ætlum eitthvað i alvöru. ísland er landið mitt, náttúr- an og fegurðin hvort sem er á nóttu eða degi, vetur eða sumar og því þráir maður alltaf landið og fær aldrei nóg af því. Maður verður bara að taka því að vera Islendingur og er svo sannarlega þakklátur fyrir það. Ég hef trú á þessu landi, þetta land hefur góða stemmningu en fólk ætti að standa betur saman gegn erfiðleikum þegar á reynir. Ég vildi vera meira með í þessu, vera í forsæti þar sem mál eru tekin til meðferðar og framkvæmda. Mér finnst svo gaman að skynsamlegum fram- kvæmdum. Þarna vildi ég koma með hugmyndir mínar og það er allt í lagi þótt þær séu felldar. Ég kæmi bara með nýjar, það hlyti að koma að því að smuga opnaðist fyrir eina og eina hugmynd.“ Þaer voru prjár að afgreiða í Garbó pegar okkur bar að garði, Erla, Svala og Erla. Ljósmyndir Mbl. Friöpjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.