Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 17
Á þessum degi fyrir ári hófst yfirvinnubann A.S.I., sem stóð til 22. júní, þegar samningar loks tókust við vinnuveitendur. Þegar yfirvinnubanninu var aflétt höfðu mál þróast þannig á mörgum vinnustöðum að vinnuafköst í 8 klst. dagvinnu voru svipuð og áður þegar unnin var veruleg og stundum mikil yfirvinna. I kjölfar þessarar niðurstöðu, fóru margir að velta því fyrir sér, hvort ekki væri þörf á að taka til endurskoðunar ýmis atriði kjarabaráttunnar, s.s. óhóflega yfirvinnu, vinnuaf- köst, hækkun dagvinnukaupsins o.s.frv. Nú, ári síðar er nær aigert útflutningsbann á framleiðslu landsmanna og fleiri og víðtæk- Þórhallur Halldórsson form. Starfs- mannafélags Reykjavíkur- borgar: ari aðgerðir boðaðar á næst- unni, af hálfu A.S.Í. Þetta svar verkalýðshreyfingarinnar við þeirri ákvörðun Alþingis, að skerða launakjör í gildandi kjarasamningi með nýrri lög- gjöf, sem einnig varð til þess að rýra mjög traust launþega á gildi kjarasamninga yfirleitt. Hér hefur sem sé enn einu sinni fyrst verið leitað fanga hjá launþegum þegar hinn sam- eiginlegi sjóður landsmanna var orðinn tómur. Ef haft er í huga hið uggvænlega ástand efna- hags- og kjaramála okkar nú, þá koma óneitanlega upp í hugann nokkrar áleitnar spurningar er varða þá aðila sem hér eiga aðallega hlut að máli þ.e. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 17 ríkisvaldið annarsvegar og laun- þegasamtökin hinsvegar. Hefur ríkisvaldið (Alþingi) gert skyldu sína í því efni að láta þegna þjóðfélagsins greiða til heimilishaldsins í samræmi við raunverulegar tekjur hvers og eins? Hve mikla raunveru- lega kjarabót væri hægt að veita launþegum, ef takast mætti að innheimta lögboðna skatta af tekjum fyrirtækja og einstakl- inga? Fróðlegt væri að fá það dæmi reiknað. Hefur ríkisvaldið (Alþingi) ráðstafað heimilispen- ingunum skynsamlega, ekki eytt um efni fram, fjárfest hyggilega og sýnt hagsýni og sparað við rekstur þessa litla þjóðfélags okkar? Hve miklum fjármunum væri hægt að ráðstafa til að bæta kjör launþega ef nútíma hagræðingu og hagsýni væri gætt hjá hinu opinbera og í einkarekstri? Væri könnun á því ekki ómaksins verð? Þórhallur Halldórsson er hér í ræðustól á fundi hjá Starfsmannafélaginu. Takmarkinu náð með markvissri hagræðingu Launþegasamtökin í landinu eru einnig aðilar að vandanum í dag og því þörf á að beina nokkrum spurningum til þeirra. Eru þau á réttri leið í sinni kjarabaráttu? Er ekkert árang- ursríkara í nútima hagsmuna- bráttu en verkföll og verkbönn? Eru þeir sérhæfðu starfskraftar sem til eru innan samtaka okkar opinberra starfsmanna (B.S.R.B. og B.H.M.) nýttir sem skyldi til þess að finna nýjar leiðir í kjarabaráttunni og vera forystu samtaka okkar til halds og trausts í henni? Er samstarf opinberra starfsmanna traust og árangursríkt, bæði innan hverra samtaka og samtakanna í milli? Þvi miður tel ég svarið við öllum þessum spurningum neikvætt. Þess verður að krefjast af stjórnvöldum (Alþingi) að sett verði raunhæf skattalöggjöf er tryggi eftir mætti að skattgreið- endur greiði hlutfallslega sinn skerf til þjóðarbúsins í sam- ræmi við raunverulegar tekjur og hætt verði að styrkja beint eða óbeint allskyns rekstur, sem skilar arði til eigenda oft á tíðum óhóflegum þegar vel gengur, en sækir framlög í ríkiskassann, þegar illa árar. Þá er og löngu tímabært að gera raunhæft átak í þá átt að auka hagræðingu, sparnað og afköst í öllum rekstri og veita viður- kenningu þeim stofnunum, fyr- irtækjum og einstaklingum sem sýna árangur á því sviði. Loks, er full þörf á, að við opinberir starfsmenn tökum uppbyggingu og skipulag okkar eigin samtaka til endurskoðunar og ræðum um hvort núverandi kjarastefna samtakanna sé sú árangursrík- asta. í upphafi var hér getið reynslu margra vinnustaða af yfirvinnubanninu á s.l. vori. Því skal að lokum varpað fram þeirri hugmynd til athugunar fyrir ríki og sveitarstjórnir svo og starfsmenn þeirra, hvort ekki væri vert að láta rannsaka hvort og að hve miklu leyti væri hægt að taka upp launahvetjandi eða kaupaukakerfi á samningasviði þessara aðila. Sérfræðingar full- yrða að báðir aðilar gætu hagnast mjög verulega á því að hagnýta sér slík kerfi í ýmsum stofnunum t.d. sjúkrahúsum og skrifstofum. Að sjáifsögðu er ljóst að árangurs er hér ekki að vænta, nema rétt verði að toálinu staðið, og þá með nauð- synlegri vinnu og fjármagni. Er ekki orðin þörf á nokkurri hugarfarsbreytingu varðandi kaupgreiðslu, vinnuafköst og vinnuf.vrirkomulag hérlendis, ekki sízt í opinberum rekstri? Mín skoðun er að svo sé, og að forystumönnum launþegasam- takanna beri að einbeita kjara- baráttunni fyrst og fremst að kröfunni um mannsæmandi laun fyrir 8 stunda dagvinnu. Því takmarki verður eflaust bezt náð með markvissri hagræðingu í hverskonar rekstri og afkasta- aukningu sem af henni leiðir, en slíkt hlýtur að vera sameigin- legt áhugamál launþega og vinnuveitenda. Þórhallur Halldórsson. Alþjóöleg bílasýning í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa sýnigunni lýkur ídag opió frá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. frá 14— til 22— Símar sýningarstjórnar: 83596 og 83567

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.