Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 „Aukinn áhugi fyrir útskurði” Sveinn Ólafsson myndskeri er einn af fáum lærðum fa(ímönn- um í þeirri iistnrein á landinu. Hann hefur verkstæði við Skejjftjagötu í Reykjavík og hefur smíðað og skorið út þúsundir hluta sem hafa farið víða út á land. Vinnuherbergið hans er ekki stórt, en það er vel nýtt og þótt þröngt sé'til veggja er hugmyndaflug myndskerans í verkefnum í öfugu hlutfalli við það, síbreytilegt og sérkenni- legt. Sveinn lærði myndskurð í Reykjavík hjá Karli Guðmunds- syni sem var með vinnustofu á Laufásvegi 18 A. Þetta var á árunum 1945—1949, en Karl hafði lært hjá Ríkarði Jónssyni. „Síðan hef ég unnið í þessu að mestu,“ sagði Sveinn, „og verið áður með verkstæði við Laufás- veg, Freyjugötu og Grettisgötu. Ég var í tvö ár í höggmynda- námi í Myndlistarskóla Reykja- víkur hjá Ásmundi. Uppruninn? Ég er fæddur á Lambavatni á Rauðasandi, b.Vggðinni milli Látrabjargs og Skorar. Pabbi var bóndi og fékkst við smíðar í sveitinni. Áður en ég byrjaði í útskurðin- um var ég einn vetur í smíða- námi hjá Gunnari Klængssyni. Efnið? Það er alls konar efni sem maður vinnur úr, en íslenzka birkið er alltaf skemmtilegt í lampafætur, borðfána og ýmislegt þar sem hægt er að láta stöfninn njóta sín. Birkið getur verið svo fallega hvítt. Þá er alls kyns harðviður, maghony hnota, teak, eik, palisander og fleira og ekki má gleyma horni og tönn. Verkefnin spanna alls konar hluti, bæði brúklega og til skreytinga. Þá vinn ég við húsgagnaskreytingar og alls konar tækifærisgjafir, bæði sem fólk á sjálft hugmyndir að eða felur mér að leysa málið að vild, því að sumir vita ekkert hvað þeir vilja þegar þeir koma, en vilja þó. Útskurðurinn í tækifærisgjöf- um er yfirleitt tileiknaður þeim sem á að hljóta og algengt er að fangamark viðkomandi sé á hlutnum. Oft er skemmtilegt að tengja hlutinn og útskurðinn þeim aila sem um ræðir, en það algengasta • í þeim efnum eru gestabækur, vindlakassar, bóka- stoðir, pappírshnífar, askar, spænir, pappírspressur og.fleira og fleira. Það virðist þó nokkur áhugi vera fyrir útskornum og sér- smíðuðum hlutum, en það eru fáir sem starfa við þetta. Tízkan spilar þarna inn í, t.d. varðandi húsgagnaskreytingar og af 8 lærðum í faginu erum við aðeins 4 sem störfum við þetta, auk mín þeir Benedikt Eyþórs- son, Bolli Ólafsson og Sigurður Blómsturberg. Seinni árin hefur áhugi fólks fyrir útskurði aukizt verulega, en á tímabili þegar nútímahús- gögnin gengu yfir, kom lægð í þetta. En það er eins og með annað sígilt, það kemur ávallt aftur. Þetta er fjölbreytilegt, bæði hvað snertir sköpun og útfærslu, því þótt sumir komi með ákveðna hugmynd um skreyt- ingu þarf að útfæra hlutinn eftir því og ég teikna upp hvern hlut þannig að aldrei getur verið um fjöldaframleiðslu að ræða, enda hef ég ekkert verið í minjagripagerð. Postularnir Andrés og Matteus í handverki Sveins Ólafssonar, en Þessar styttur voru gefnar Sauðárkrókskirkju í des. s.l. í tilefni 85 ára afmælis kirkjunnar. Ýmsir aðilar stóðu saman að gjöfunum og var önnur styttan gefin til minningar um hjónin Harald Júlíusson kaupmann og Guðrúnu Bjarnadóttur, foreldra Guðrúnar, og bróður hennar Magnús. Hin styttan var gefin til minningar um Sigurð P. Stefánsson kaupmann. Báðir postularnir eru tengdir Sauðárkrókskirkju að pví leyti aö kirkjan var reist úr tveimur kirkjum, kirkjunni á Fagranesi og kirkjunni á Sjávarborg, en önnur peirra fauk og hin var aflögð. Þessar kirkjur áttu hvor sinn dýrðlinginn, Andrés og Matteus, og pví pótti vel til fallið að pessar styttur prýddu Sauðárkrókskirkju, en hún hefur á undanförnum árum eignast marga góða hluti fyrir tilhlutan fjölda velunnara kirkjunnar. Allt er þetta handavinna og þar af leiðandi seinunnið, en þó sennilega ekki eins seinunnið og fólk heldur fyrir þá sem eru búnir að fá sæmilega æfingu í þessu. Menn læra sitt starf. I húsaskreytingum er stærsti flötur sem ég hef unnið vegg- mynd yfir sófa í Hrafnistu. Það er mynd af víkingaskipi á siglingu á Atlantshafinu 150 x 250 sentimetrar. Það er skemmtilegt að fást við slíkt og gefur alls kyns möguleika, því það getur tengst sögunni, atvinnuvegunum eða verið sem sjálfstæð skreyting. Þá eru kirkjugripir einnig með í dæminu og nýlega er ég t.d. búinn að gera postulana Andrés og Matteus í tré fyrir Norðlend- inga. Þá hef ég einnig gert nokkuð af skírnarfontum, minningartöflum, stjökum- og öðrum kirkjumunum og í seinni tíð hefur það færst í aukana að fólk láti gera nafnskilti á hús sín. Vinnan? Oft á tíðum fer eins mikill timi í undirbúning eins og vinhuna sjálfa eins og sagt er. Það getur farið ótrúlega mikill tími í að koma sér niður á hlutina, undirbúa og teikna upp áður en ráðist er í framkvæmd- ina á fullu. Það er rétt að geta þess í sambandi við húsgagnaskreyt- ingarnar að ég hef einnig unnið slíkt fyrir húsgagnaverkstæði. Þeir senda þá til mín t.d. stólfætur sem ég sker út og sendi þá aftur til þeirra þar sem þeir eru teknir til samsetningar. Eiginleikar efnisins? Það fer eftir hlutnum hvort maður er með fíngert eða grófgert efni. Eik er góð í stærri hluti með kraftmeiri skurði og hún er skemmtileg í margt því efnið er svo líflegt, en í fínni skurð er hnota og maghony eða birki æskilegra, fínni og þéttari efni. Sumir halda að það sé mikill munur að vinna í efni, en ég finn engan mun á því og finnst jafnvel betra að vinna í hart efni en mjúkt. Það er t.d. verra að vinna í furu en birki. Furan er svo mjúk og það má ekki skera á móti viðnum, því að þá er hætta á skemmdum." KETICSSTflÐIR IQ71 Húsaskilti Bókastoðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.