Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 |Hjólbörur — Flutningsvagnarl Stekkjatrillur — Póstkassar. Ávallt fyrirliggjandi hjá okkur. í Nýju blikksmiöjunni, Ármúla 30, símar 81172 og 81104. P"i™■■mmmmmmmmmwmwm Hávaða- og titringsmælingar Briiel & Kiær. Danmörku mun halda námskeiö og sýningu á hávaöa- og titrings- mælum og meðferö þeirra. Námskeiöiö veröur haldið þriöjudaginn 9. maí aö Hótel Loftleiðum. Nánari uppl. hjá umboðsmönnum Brúel & Kjær, Rafvís h.f. í síma 86620 alla virka daga milli kl. 13—17. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands SUMARDVALIR Þeir sem ætla aö sækja um sumardvöl fyrir börn hjá Reykjavíkurdeild Rauöa kross íslands komi í skrifstofuna, Öldu- götu 4 priðjudaginn 2. maí n.k. kl. 9—17. Tekin verða 6, 7 og 8 ára börn. Gefinn verður kostur á 5 vikna og 6 vikna sumardvöl. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. URSUS með drifi á öllum Þessi 90 ha dráttarvél, URSUS C-385 A, er meö drifi á öllum hjólum. Nokkrar vélar í pöntun og er verðið áætlað kr. 3.600.000.— Vinsamlega hafiö samband sem fyrst. Vélaborg h/f. Sími 86655 Sundaborg 10, Rvk. Axel Clausen sölumaður 90 ára Barnsburöur í húsi eða á bæ er að vísu talinn nokkur viðburður viðkomandi aðila hverju sinni, en hversdaKslegur þó, því oft ber það við á sæ að selur er skotinn í auga. Þessi barnsburður sem hér um ræðir, bar við í húsi einu í Stykkishólmi um miðaftanleytið mánudaginn í annarri viku sumars þrítugasta apríl 1888. Þetta var sveinbarn heldur óburðugt í fyrstu, en dafnaði vel að eðlilegum hætti, og hlaut í skírninni nafnið Axel. Þetta eru að vísu munnmæli sem mér hafa einhvern tíma borist til eyrna frá einhverjum sem þóst hefur vita þetta með sannindum, þetta verður undirritaður að hafa fyrir satt því að sjálfur fæddist hann ekki fyrri en nítjan árum eftir framangreindan atburð. For- eldrar þessa áður greinda sveins voru kaupmannshjón þar á staðn- um og í Ólafsvík, Holger Clausen og kona hans frú Guðrún Þorkels- dóttir prests Eyjúlfssonar að Stað á Ölduhrygg og konu hans frú Ragnheiðar Pálsdóttur prests Pálssonar í Hörgsdal á Siðu. Víst má ætla að mér verði það ofraun að gera æviferil þessa kunna atorkumanns nokkur viðhlítandi skil því eðliega eru ýmsir ann- markar þar á og sumir óyfir- stíganlegir. En af því að leiðir okkar hafa legið saman í nærfellt sextíu ár allt frá æskuárum mínum heima á Hellissandi ber mér raunar skylda til að minnast hans að nokkru á þessum merku tímaniótum í lífi hans. Þótt frá minni hendi verði ver á handið en efni standa til og þótt ég hinsvegar vilji ekki láta hann liggja óbættan hjá garði að öðrum frágengnum til að ef svo mætti að orðum komast að gjalda honum að einhverju leyti fósturlaunin frá æskuárunum og hafi ekki viljað láta aðra sjá að ekki hafi þurft að minna mig á það. En hvernig sem til tekst þá ætla ég að hér fari sem fyrr að sú verði ræðan best sem aldrei var haldin. Níutíu ár er löng manns- ævi, og hlýtur því að skilja eftir margþætta atburði, úr lífi dugnað- ar og athafnamanns og hér hefur einmitt sú raunin orðið á. Innan við tvítugt réðst Axel fyrst til verzlunarstarfa á ýmsum stöðum svo sem í Ólafsvík hjá Jóni Proppé, þá var hann um nokkurra ára skeið verzlunarmaður og verk- stjóri hjáMilljónafélaginu svo- nefnda og þar á eftir verð hann starfsmaður við verzlun Proppé- bræðra á Héllissandi og þar næst verzlunarstjóri við útibú Sæmund- ar Halldórssonar á Hellissandi, þar til hann stofnaði sjálfstæðpn atvinnurekstur á sama stað og áður var útibú Sæmundar Hall- dórssonar. Þetta var nálægt nítján hundruð og tuttugu og starfaði verzlun hans við góðan orðstír allt fram til 1929 er heimskreppan mikla skall á. Hafði efnahagur hans, þrátt fyrir mikinn barna- fjölda, farið mjög batnandi þenn- an tæpa áratug sem verslun hans starfaði. Varð skuldasöfnun við- skiptamanna hans honum að fótakefli, því hann fann sig aldrei geta neitað þeim um vörur úr verzlun sinni og þá allra síst barnmörgum fjölskyldum sem stóðu í sömu sporum og hann sjálfur því á þann hátt fannst honum hann helst geta þakkað forsjóninni mörg þroskavænleg börn. Kona Axels var mikil atgerðiskona, Svanfríður Árna- dóttir að nafni, sem studdi mann sinn með dáð og kærleika. Hún er nú látin fyrir mörgum árum. Þegar Axel fluttist frá Hellis- sandi, snauður að fjámunum, gerðist hann um allmörg ár starfsmaður í fyrirtæki bróður síns hér í borg, en síðar sölumaður ýmissa fyrirtækja hér í borginni, en hin síðari ár hefur hann rekið eigið fyrirtæki með mikilli fyrir- hyggju og góðum árangri. Axel gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt meðan hann bjó á Hellissandi svo sem tuttugu ár i hreppsnefnd og lengi oddviti hennar og sýslunefndarmaður var hann mörg ár, þá má geta þess í leiðinni að hann var lengi sóknar- nefndarmaður, þá var hann .lengi afgreiðslumaður strandferðar- skipanna, svo og umboðsmaður Brunabótafélags íslands. Margt fleira starfaði hann á þessum árum sem of langt yrði upp að telja að þessu sinni. Hann var um langt árabil einn helsti forgöngu- maður um skemmtanahald á Hellissandi, vann hann á því sviði mikið brautryðjendastarf. Axel er ákaflega söngelskur maður og söng meðal annars lengi í krikju- kór Ingjaldshólskirkju. Hann hef- ur einnig sungið allmikið í ýmsum kórum síðan hann fluttist til Reykjavíkur og var á fyrri árum talinn meðal fremstu einsöngvara. Axel er í mörgum félögum hér i borg, svo sem í félagi sölumanna og er þar heiðursfélagi og hefir hlotið gullmerki félagsins. Auk þess er hann heiðursfélagi í þremur öðrum samtökum. Hann er til dæmis mikilvirkur félagi í Góðtemplarareglunni. Axel sat um alllangt skeið í stjórn Átthaga- félags Sandara og með ötulu starfi sínu fyrir félagið hefur hann viljað sýna hlýjar kenndir sínar til Hellissands og íbúa byggðarlags- ins, og það sýnir máski hvað bezt hugarfar hans til fornra slóða að þegar hann minnist veru sinnar þar þá segir hann ávallt heim á Hellissand, svo rík eru honum í huga manndómsárin þar vestra. Ég veit að Hellissandsbúar ásamt öðrunl vinum og vandamönnum hugsa til hans með hlýhug og virðingu á þessum merku tíma- mótum í lífi hans. Axel er enn mjög vel ern og sér ekki á að hann sé að feta sig yfir á tíunda áratuginn. Að síðustu árna ég honum heilla og hamingju á komandi árum. Kristján Þórsteinsson. í dag, 30. apríl er Axel Clausen 90 ára. Það er löng lífsganga, og viðburðarík hlýtur sú leið að vera, Kappræóufundur í Njarðvík Samband ungra sjálfstæöismanna og Æskulýösnefnda Alþýöu- bandalagsins gangast fyrir kappræöufundi í Stapa, Njarðvík, sunnudaginn 30. apríl klukkan 14.30 í Stapa, Njarövík, sunnudaginn 30. apríl klukkan 14.30 um efnið. Höfuðágreiningur íslenskra stjórnmála efnahagsmál — utanríkismál Fundarstjórar veröa Kristbjörn Albertsson af hálfu S.U.S., og Jóhann Geirdal af hálfu /EnAb. Ræöumenn S.U.S.: Friörik Sophusson, Anders Hansen og Hannes H. Gissurarson. Ræöumenn ÆnAb.: Arthúr Morthens, Guömundur Ólafsson og Svavar Gestsson. Sjálfstæöisfólk í Reykjaneskjördæmi er eindregið hvatt til aö fjölmenna og mæta stundvíslega. Ath.: Ferö erfrá Umferöarmiðstöðinni klukkan 13.30. s.u.s. Anders Hdnsen. Hannes H. Gissurarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.