Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 41 þegar litið er yfir farinn veg. En góð heilsa og lífsgleði hefur verið ein af hans heilla vættum, sem hjálpað hefur til að ryðja veginn, og gera leiðina greiðfærari. Það mætti ætla að kominn væri tími til að taka sér hvíld frá störfum, og setjast í helgan stein, og ylja sér við minningar liðinna ára, en rík athafnarþrá gefur ekki grið, en léttir störfin, og gefur arð, en litla hvíld. Hann hefur nú seinni árin verið sjálfs síns húsbóndi, hefur alla tíð verið hneigður til verzlunarstarfa, enda unnið við þau meiri hluta ævi sinnar. Nú flytur hann sjálfur inn sína vöru, og fer enn í dag til útlanda að kaupa inn, og líta eftir því, sem inn er flutt, að það sé i góðu lagi. Hann vill að það standi, sem lofað er, enda með afbrigðum heiðarleg- ur í öllum viðskiptum. Hann fer sjálfur sem sölumaður út um alla landsbyggðina með sína vöru í verslanir, sölumennskan er honum lagin, enda hefur sölumannafélag- ið sýnt honum sóma og viðurkenn- ingu fyrir þau störf. Ymsum trúnaðarstörfum hefur Axel gegnt um dagana fyrir sveita- og byggðafélög, og fyrir góðtemplararegluna hefur hann unnið margvísleg störf um langt árabil, og verið þar mikilvægur þátttakandi, enda afbragðs söng- maður og ljóðelskur, og hrókur alls fagnaðar í vinahópi og kann frá mörgu að segja á skemmtileg- an hátt, minnið með afbrigðum gott og fróðleiksbrunni af að taka. Þegar Axel bjó á Hellissandi voru honum falin margvísleg og mikilvæg trúnaðarstörf, fyrir utan sitt aðalstarf, sem var við verslun, ýmist fyrir sjálfan sig eða aðra. Hann var í hreppsnefnd og oddviti byggðalagsins, um áraraðir, sýslu- nefndarmaður og formaður skóla- nefndar, svo eitthvað sé nefnt. Það fer því ekki hjá á þessum tíma- mótum, er Axel lítur til baka, þá er margs að minnast á svo langri leið. Þegar ég sem rita þessar línur ræði við hann um þetta tímabil, verð ég þess ávallt vís að hann ber sérstakt vinarþel til þess byggða- lags og sterkir þræðir liggja þar á milli, sem aldrei hafa brostið. Það er margt ótalið sem Axel Clausen hefur lagt á gjorva hönd og góðan hug að um dagana, enda ekki aetlun mí n önnur en að stikla á ýmsum atvikum, af nógu væri að taka. Átthagafélag Sandara hefur átt því láni að fagna að njóta starfs- krafta Axels. Fyrst sem eins af stofnendum þess, og í stjórn um 20 ára bil, og alltaf jafn fús til að starfa í þeim félagsskap. Og þótt hann væri öðrum störfum hlaðinn, þá var alltaf jafn gott að leita til hans, alltaf var hann úrræðagóður og athugull og samvinnuþýður, og gott með honum að starfa. Ég hef víst áður sagt, og það á við enn í dag, að árafjöldinn hefur ekki náð tökum á þér, þú safnar þeim að baki, en berð þau ekki í fanginu, eins og allir geta séð. Og að lokum kæri vinur óska ég þér og þinni fjölskyldu alls hins besta, og þakka þér góða og drengilega framkomu í samfylgd og starfi og ég vona að þín ævikvöld verði friðsæl og björt, og þegar kvöldsól- in gengur til viðar og Snæfellsjök- ull rís við hafsbrún, kannt þú manna best að meta tign hans og fegurð. Hann tekur á móti gestum í Templarahöllinni milli kl. 3—7 síöd. í dag. Sigurður Bjarnason. fl IVEVTEIVDA ■b.1978 BLADÍD W Wt >2 * 118 NBiiJ HPi' lr Í - ’iíka B 1 wTiir ***; Börnin og neyslusamfélagið Hvile-vask málió Um barnabilstóla Afmælisrit Neytenda- samtakanna NÝKOMIÐ er út rit Neyt- endasamtakanna en fyrir nokkru voru liðin 25 ár frá því starfsemi samtakanna hófst. Meðal efnis í ritinu er grein formanns Neytenda- samtakanna, Reynis Ár- mannssonar, um réttleysi neytandans og nokkrir fyrr- verandi formenn samtakanna rita greinar um ýmis efni. Þá er í ritinu grein er nefnist Börnin og neyzlusam- félagið, rætt um neytandann og bílana, húseigandann sem neytanda og ýmislegt fleira efni er í ritinu. Hús og híbýli HÚSogHÍBÝLI Kaupmáll Trygglngar Vlðtal vlð Kfartan Svelnaaon Tfðld fyrlr gluggana • I nýju tölublaði er m.a. viðtal við Kjartan Sveinsson bygginga- tæknifræðing: „Ég er duglegur og bjartsýnn, eins og íslenska bjóð- in.“ Þar er einnig myndagrein um tjöld fyrir gluggana, sérfræði- greinar eru um kaupmála og tryggingar — og ótal margt fleira er í blaðinu. • Áskrift að 4 tölublöðum kostar aðeins 1.325 krónur, núna en þrjú þeirra eru komin út og það fjórða er á leiðinni. Fyrir þessa greiöslu fást 128 síður fullar af alls konar fróðleik og hugmyndum um hús og híbýli. Sendið greinilega útfyllta áskriftarpöntun og greiöslu, kr. 1.325 til: Útgáfufélagið hf. íprótta- miðstöðinni Laugardal 105 Reykjavík. Síminn er 86544. Til útgáfufélagsins hf. Undirr. pantar Hús og híbýli í áskrift og sendir hér með greiðslu fyrir 4. áskr. árgang (4 tölublöð), kr. 1.325. Nafn Nafnnúmer Heimili Sími Pnststóð KYNNING C^wrfet Kynning verður á hinum víðfrægu snyrtivörum í eftirfarandi snyrtivöruverzlunum: Þriðjudagur 2/5 frá kl. 13.30—17.30, Laugavegsapótek, snyrtivörudeild. Miðvikudagur 3/5 frá kl. 13.30—17.30, Snyrtivöruverzlunin, Sylvía, Verzlanahöllinni. Leiðbeinandi verður frú Þóra Þórarinsdóttir, fegrun arsérfræðingur. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞÚ AUGLÝSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR I MORGLNBLADIM Solex blöndungar fyrirliggjandi í ýmsar geröir bifreiöa. Einnig blöökur í Zenith blöndunga. Útvegum blöndunga í flestar geröir Evrópskra bifreiöa. Hagstætt verö. Gamall og slitinn blöndungur sóar bensfni sá nýi er sparsamur og nýtinn. Laugavegi 1 70—172 — Sfmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.