Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 Avarp minnihluta 1. maí-nefndar: Aðrir en lœgst taunaða fólkið verða að axla byrðar verðbólgunnar í dag sendir ísienzk alþýða félögum sínum um heim allan hugheilar óskir um velgengni í sleitulausri baráttu þeirra fyrir betra og fegurra mannlífi. í dag fylkir íslenzk alþýöa liði til að fagna unnum sigrum með þakklæti í huga til brautryðjend- anna. í dag fylkir íslenzk alþýða liði til öflugrar varnarbaráttu. íslenzk alþýða harmar þá af- stöðu sem stjórnvöld hafa tekið gegn hinum frjálsa samningsrétti verkalýðshreyfingarinnar, með ógildingu verðbótaákvæða síðustu kjarasamninga. íslenzk alþýða mótmælir síend- urteknum afskiptum stjórnvalda af gerðum kjarasamningum. Verkafólk krefst þess, að staðið verið við þá samninga, sem við það hafa verið gerðir. Skerðing á vísitölugreiðslum til iáglaunafólks getur engu ráðið um afkomu atvinnuveganna eða framvindu verðbóigunnar en getur hins vegar skipt sköpum um lífskjör þess fólks, sem við bágastan hag býr. Það verða aðrir en lægst launaða fólkið að axla þær byrðar, sem af óðaverðbólgunni leiða. Verkalýðshreyfingin krefst þess og höfðar til réttlætiskenndar og sómatilfinningar hvers einasta Islendings, að hlutur lægst laun- aða fóiksins verði réttur á ný. Áður en það hefur verið gert er ekki hægt að búast við vinnufriði. 1. maí fagnar íslenzk alþýða að á Islandi hefur verið full atvinna á undanförnum árum. Þjóðin hefur nú yfir að ráða öflugum framleiðslutækjum og miklum framtíðarmöguleikum í sókninni til bættra lífskjara, ef af einurð og festu verður spyrnt við hinni geigvænlegu verðbólgu. I flestum nágrannalöndum herjar mikið atvinnuleysi. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda og verkalýðshreyfing- ar þessara ríkja, hefur ekki tekizt að tr.vggja fulla atvinnu, svo sem hér hefur verið gert. Mikilvægt atriði í mannrétt- indabaráttu aiþýðu manna er að ætíð sé tryggð full atvinna. Það er því ein af meginkröfum dagsins að áframhaldandi fuli atvinna verði tryggð og að stjórnvöld gæti þess sérstaklega að ungt fólk fái verkefni við sitt hæfi. Á baráttudegi verkalýðshreyf- ingarinnar leggur því íslenzk alþýða áherziu á eftirfarandi kröfur: 1. Kaupmáttur launa verði tryggður. 2. Efnahagsaðgerðir, er kveði niður verðbólgu. 3. Tryggð verði áframhaldandi full atvinna. 4. Almennar launatekjur verði tekjuskattsfrjálsar. 5. Vextir verði lækkaðir. 6. Verðtryggður lífeyrir til allra iífeyrisþega. 7. Lífeyrissjóðunum verði heim- ilað að byggja leiguíbúðir fyrir öryrkja- og lífeyrisþega. Islenzk verkalýðshreyfing lýsir stuðningi og samúð með baráttu alþýðufólks í þróunarlöndum þriðja heimsins. Átökin milli ríkra þjóða og fátækra hljóta að fara vaxandi á næstu árum og áratug- um, nema hinar auðugu þjóðir heims komi til móts við þriðja heiminn og leggi sitt af mörkum til þess að jafna lífskjörin milli ríkra og fátækra um heimsbyggð alla og til þess að útrýma því hungri og þeirri eymd og fátækt, sem þar ríkir. I stórum hluta heims býr verkalýðurinn við ófrelsi og kúgun. I alþýðuveldum eru almenn mann- Ævintýraferð tU írlands fyrir ungtinga á aldrinum 14-17ára. 13 daga ferð til írlands ásamt ofsafjörugri ferð innan írlands sjálfs. Dvalið verður í tjaldbúðum og á farfuglaheimilum. Verð er aðeins kr. 68.000.— fyrir manninn. Innifalið er flug, ferðir innan írlands, fararstjórn, leiga á tjald- stæðum, önnur gisting, viðleguútbúnaður, sem samanstendur af tjaldi, svefnpoka, vindsæng, eldunaráhöldum og mataráhöldum. Þú þarft aðeins að hafa með þér hlý föt, gott skap og peninga fyrir hráefni til matargerðar. Komdu með í ofsaskemmtilegt ferðalag til írlands með jafnöldrum þínum. íslenskir fararstjórar, sem tryggja foreldrum að börn þeirra séu í góðum höndum. TSamvinnu- ferðir SÍMI 27077 m LANDSYN %/m# ~' - SIMI 28899 réttindi, frelsi og sjálfstæði ein- staklingsins fótum troðinn. Þrátt fyrir miklar fórnir og gefin fyrirheit valdamanna þessara ríkja, býr alþýða manna við ófrelsi, léleg lífskjör og óbærilega persónulega áþján. Islenzk frjáls alþýða styður einhuga stéttarsystkini sín í þess- um ríkjum í hinni erfiðu og örvæntingarfullu baráttu þeirra fyrir frelsi og fullum mannréttind- um. Islenzk alþýða krefst þess að forustumenn hennar hætti óbein- um stuðningi sínum við kúgunar- öfl þessara einræðisríkja. Islenzk alþýða gerir þá kröfu til forustu- manna sinna, að þeir styðji með öllum mætti íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar alþýðu manna í þessum ríkjum í baráttu hennar gegn skoðanakúgun og fangelsunum. Meðan slíkt sem þetta viðgengst í heiminum getur íslenzk verka- lýðshreyfing ekki setið auðum höndum. Höfuðmarkmið frjálsrar verka- lýðshreyfingar er að tryggja frelsi sitt og sjálfstæði. Að tryggja þau almennu mannréttindi hvers ein- staklings, að hugsa og tjá sig án þess að eiga á hættu ofsóknir og frelsissviptingu af hendi valdhafa. Islenzk alþýða fordæmir ofbeldi og kúgun í hvaða mynd sem er og heitir á frjalshuga fólk að'standa vörð um hugsjónir frelsis, jafn- réttis og bræðralags. I stjórn Fulltrúaráðsins. Bjarni Jakobsson, Hilmar Guðlaugsson, I 1. maí nefnd. Kristján Ilaraldsson. 1. maí í Hafnarfirði MORGUNBLAÐINU hefur borizt 1. maí-ávarp Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Ilafnarfirði og Starfsmannafélags Hafnar- fjarðarkaupstaðar. bað cr svo- hljóðandii „Að þessu sinni rennur 1. maí upp við þær aðstæður að íslensk verkalýðshreyfing þarf að heyja öfluga baráttu við andsnúið og fjandsamlegt ríkisvald, sem undir fölsku yfirskini hefur með ólögum rofið gildandi samninga við verka- lýðssamtökin, afnumið helming vísitölu og framkvæmt stórfellda kjaraskerðingu þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og til viðbótar hótað afnámi verkfalls- réttar og frekari árásum á kjör launamanna. Sú barátta sem nú er hafin fyrir því að fá samninga aftur í gildi, krefst skilnings á hinni faglegu og póiitísku einingu verkalýðssam- takanna. I því stéttarstríði sem ríkis- stjórnin og fylgifiskar hennar hafa nú knúið fram dugir engin hálfvelgja. Aliir launamenn verða að vera virkir, það má enginn sitja hjá, því barist er fyrir tiiveru verkalýðsr samtakanna. Munum að einhuga verkalýðshreyfing getur unnið stórvirki. x Ilafnfirskur verkalýðuri Fram til sóknar fyrir því að fá samningana í gildi. Berjumst gegn- öllum kjaraskerðingum og afnámi réttinda verkalýðssamtakanna." AUGLYSING UM AÐALSKOÐUN í MAÍ 1978. Þriðjudagur 2. maí R-18401 til R-18800 Miðvikudagur 3. maí R-18801 til R-19200 Föstudagur 5. maí R-19201 til R-19600 Mánudagur 8. maí R-19601 til R-20000 Þriöjudagur 9. maí R-2001 til R-20400 Miðvikudagur 10. maí R-20401 til R-20800 Fimmtudagur 11. maí R-20801 til R-21200 Föstudagur 12. maí R-21201 til R-21600 Þriðjusagur 16. maí R-21601 til R-22000 Miövikudagur 17. maí R-22001 til R-22400 Fimmtudagur 18. maí R-22401 til R-22800 Föstudagur 19. maí R-22801 til R-23200 Mánudagur 22. maí R-23201 til R-23600 Þriöjudagur 23. maí R-23601 til R-24000 Miðvikudagur 24. maí R-24001 til R-24400 Fimmtudagur 25. maí R-24401 til R-24800 Föstudagur 26. maí R-24801 til R-25200 Mánudagur 29. maí R-25201 til R-25600 Þriðjudagur 30. maí R-25601 til R-26000 Miövikudagur 31. maí R-26001 til R-26400 Bifreiöaeigendum ber aö koma meö bifreiöar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Bíldshöföa 8 og veröur skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00—16:00. Bifreiðaeftirlitið er lokaö á laugardögum, Festivagnar, gengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoöunar. Viö skoöun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild ökuskír- teini. Sýna ber skilríki fyrir því aö bifreiöaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreiö sé í gildi. Athygli skal vakin á því, aö skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga aö máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 26. apríl, 1978. Sigurjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.