Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRIL 1978 Ávarp meirihluta 1. maí-nefndarinnar: Samningana í gildi 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands Islands árið 1978. 1. 1. maí 1978 fylkir íslensk alþýða liði til bættra lífskjara og fyrir því að gerðir kjarasamningar verði haldnir. Enn á ný þarf íslensk alþýða að heyja öfluga varnarbaráttu. Enn er nauðsyn samstöðu heildarsam- taka launafólks, styrkrar einingar alþýðu gegn samningsrofum og áformum óbilgjarns ríkisvalds og auðstéttar um frekari kjaraskerð- ingu. Fyrir réttu ári fylkti íslensk alþýðá sér til sóknarbaráttu eftir áralangt varnartímabil. Sóknin bar þann árangur að stéttarfé- lögum tókst að vega nokkuð upp kjaraskerðingu liðinna missera. Varla var blekið þornað á undir- skriftum kjarasamninganna þegar ríkisstjórnin rifti þeim einhliða og afnam helming vísitölubóta á laun, sem hefur í för með sér stórfellda kjaraskerðingu, sem kemur verst við þá sem lægst hafa launin, aldraða og öryrkja. Jafn- framt ólögum ríkisstjórnarinnar óg samningsrofi heyrast háværar raddir um að ganga lengra eftir kosningar með því að skerða kjörin enn frekar, meðal annars á þann hátt að taka óbeina skatta út úr vísitölunni. Kjarasamningar eru því í raun gerðir marklausir. Hótað er aukinni skerðingu samn- ings- og verkfallsréttar og banni við verkföllum. Frammi fyrir þessum stað- reyndum hefur verkalýðshreyfing- in reist víðtæka baráttu undir kjörorðinu „Samningana í gildi“. Til áherslu þessari kröfu lögðu tugþúsundir launamanna niður vinnu 1. og 2. mars s.l. þrátt fyrir grófustu hótanir um hýrudrátt og sektir atvinnurekenda með ríkis- stjórnina í broddi fylkingar. Hin mikla þátttaka i' verkfallinu 1. og 2. mars sýndi glöggt baráttuhug alþýðunnar sem er staðráðin i að sækja sinn rétt. Verkamannasamband íslands hefur nú komið á víðtæku útskip- unarbanni og frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Ljóst er af öllum viðbrögðum ríkisstjórnarinnar að hana skortir skilning og vilja til þess að verða við skýlausum og réttmætum kröfum alþýðusam- takanna um samningana í gildi. Verkalýðshreyfingin hafði fag- legt afl til þess að knýja fram kauphækkanir 1977, en skorti pólitískan styrk til þess að standa vörð um ávinning kjarasamning- anna. Éigi að nást varanlegur árangur verður pólitísk og fagleg barátta verkalýðssamtakanna að haldast í hendur. Með því móti einu er unnt að gjörbreyta ís- lenska þjóðfélaginu, valda straum- hvörfum. Við þessar aðstæður fylkir íslensk alþýða liði 1. maí 1978. II. Núverandi ríkisstjórn landsins hefur rofið samninga og magnað stéttastríð. Ríkisstjórnin hefur kennt verkafólki um verðbólguna enda þótt fyrir liggi að stjórnvöld hafa notað verðbólguna til þess að skerða kjör verkafólks. Stefna hennar hefur leitt af sér stórfelfda sóun fjármuna í skipulagslausa fjárfestingu og verðbólgubrask, sem launafólk hefur orðið að þola með álögum og stórum lakari kjörum en launafólk í grannlönd- unum. íslenskur verkalýður minnir á kröfu 33. þings Alþýðusambands Islands um að ríkisstjórn, sem beitir verðbólgunni sem hag- stjórnartæki gegn verkalýðshreyf- ingunni, á að víkja. III. 1. maí 1978 f.vlkir alþýða íslands liði um aðalkröfu dagsins: Samningana í gildi. Jafnframt er lögð áhersla á: • Mannsæmandi laun fyrir dag- vinnu. • Tekjujöfnun í þjóðfélaginu. • Félagslegar íbúðabyggingar verði efldar og lánakjör samrýmd fjárhag launafólks. • Tryggt verði jafnrétti í lífeyris- málum þannig að allir njóti verðtryggðra lífeyrisréttinda. • Skattalögum veröi breytt þann- ig að fyrirtæki beri eðlilegan hluta skattbyrðarinnar. Settar verði reglur til þess að tryggja undan- bragðalaus skil söluskatts. • Allir launamenn fái fullan samnings- og verkfallsrétt. •Gerðardómar verði afnumdir. • Verkalýðshreyfingin mótmælir hvers konar skerðingu verkfalls- réttarins. IV. íslensk verkalýðshreyfing lýsir samstöðu með öllum þeim sem berjast gegn arðráni, kúgun, ný- lendustefnu, hungri og fáfræði. íslenskri verkalýðshreyfingu ber að styðja fátækar þjóðir í frelsis- baráttu þeirra. íslensk verkalýðshreyfing styð- ur baráttu fyrir mannréttindum gegn hvers konar frelsisskerðingu. Islensk verkalýðshreyfing styð- ur undirokaðar þjóðir í baráttu þeirra fyrir efnahagslegu og póli- tísku sjálfstæði. Verkalýðshreyf- ingunni ber að standa vörð um efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn áhrifum érlends auðmagns, gegn ágengni fjölþjóðafyrirtækja og vaxandi hlutdeildar þeirra í íslensku atvinnulífi. Verkalýðs- hreyfingin berst fyrir íslenskri atvinnustefnu. íslensk verkalýðshreyfing minn- ir á samþykkt 33. þings ASÍ um brottför herstns og úrsögn úr NATO og mótmælir kröftuglega öllum hugmyndum um leigugjald- töku fvrir herstöðina. V. 1. maí 1978 fylkir íslensk alþýða liði minnug hugsjóna frum- herjanna, alþjóðahyggju verka- lýðsins, og skyldu sinnar við íslensku þjóðina í nútíð og fram- tíð. 1. maí 1978 er ljóst að unnt er að beita samtakamættinum til að knýja fram þáttaskil í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar, ef hver launamaður tekur stéttvísa afstöðu til faglegra og pólitískra vandamála líðandi stundar. í þeim átökum getur unnist varanlegur og árangursríkur sigur, ef hver einasti launamaður gerir skyldu sína. 1. maí 1978 fylkir íslensk alþýða liði til sóknar gegn óbilgjörnu ríkisvaldi og auðstétt undir kjör- orðinu: Samningana í gildi Islensk alþýða! Fram til sigurs í kjarabarátt- unni! Fram fyrir hugsjónum verkalýðs allra landa! Frelsi — jafnrétti — bræðralag! 1. maí nefnd Fulltrúaráðs Verkalýðsfélaganna í Reykjavík Kristvin Kristinsson (sign) Skjöldur Þorgrímsson (sign) Þorbjörn Guðmundsson (sign) Ragna Bergmann (sign) Guðmundur Bjarnleifsson (sign) F.h. Bandalags starfsmanna rikis og bæjai Jónas Jónasson (sign) Örlygur Geirsson (sign) F.h. Iðnnemasamhands íslands> Sveinn Ingvarsson (sign). „Nú erum við búin að fá okkur Philips litsjónvarpstæki, og ég get sagt þér það, að ég var búinn að ganga hús úr húsi að kíkja á litinn hjá kunningjunum, áður en ég skellti mér á Philips. Sko, maður þarf að geta borið saman, til þess að geta áttað sig á því hvað maður vill. Svo heyrir maður, að þetta sé allt sama tóbakið, að þetta sé allt eins en það er nú öðru nær ... Við vitum að Philips stendur fram- arlega í tækninni, nú, og svo sér maður það, sem maður sér. Litirnir eru svo eðlilegir að maður hefði bara ekki trúað þessu. PHILIPS — litsjónvarpstæki með eðlilegum litum. Blessaðu líttu til okkar í kvöld og taktu konuna og krakkana með. Ég vil endilega að þið sjáið í okkar tæki áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kaupa. Geriði það ... V Jonereinnaf okkar bestu sölumönnum samt vinnur hann alls ekki hjá okkur Hann notar hvert tækifæri til að segja kunningjunum frá því, hvað Philips litsjónvarpstækið hans sé frábært. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.