Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 STDÐVUNAR VEGALENGDIN UMFERÐARRAÐ Tvö ný rit U mf er ðarráðs UmfprOarráO hofur nýlotía sont frá sór tvo ba'klinjía um um forðarmál ug fjalla þoir um stöðvunarvoKalonjfd ok framúr- akstur. F’ramúrakstur er 24 síðtia fræðslurit ojí Stöðvunarve};alenfíd 12 síðna og fjalla ritin bæði um vandámálið ókuhraðann <>}í nokkur vei};amikil atriði sem hafa þarf í hu};a þe}jar ökumenn by}í}ya upp hraða — lifandi kraft — sem oft þarf að minnka á örstuttri ve«a- lenjíd þegar óvænt atvik bera fyrir, eins og segir í frétt frá Umferðarráði. Fræðsluritin verða notuð á hifreiðanámskeiðum oj; verða þau til sölu fyrir almenning fyrst um sinn á skrifstofu Umferðarráðs. I þeim er m.a. að finna töflur um hraða og mismunandi færð, sem eru taldar lærdómsríkar fyrir ökumenn og aðra sem um um- ferðarmál fjalla segir í lokum í frétt Umferðarráðs. Bæjarstjórn Bolungarvíkur ályktar um samgöngumál Mbl. hefur borizt eftirfarandi samþykkt bæjarstjórnar Bolung- arvikur um samgöngumáh Samgöngur á sjó Ljóst er, að samgöngur við núverandi aðstæður að vetrarlagi eru á þann veg að einvörðungu verður að treysta á vöruflutninga á sjó yfir háveturinn ti! hafna á Vestfjörðum. Bæjarstjórn Bolungarvíkur fagn- ar því þeirri viðleitni forstjóra Skipaútgerðar ríkisins að endur- skoða og endurskipuleggja ferðir Skipaútgerðarinnar með það í huga að auka tíðni ferða og fá fram hagkvæmi í rekstri fyrirtækisins. Þess verði þó gætt við enn frekari endurskoðun að þjónustan við hinn smærri byggðarlög skerðist ekki frá því sem áður var. Samgöngur á landi Norðursvæði Vestfjarða, þar sem býr um helmingur Vestfirðinga, er ekki í tengslum við aðalvegakerfi landsins um tra—6 mánaða skeið. Undanfarnir 2—3 vetur hafa verið fremur snjóléttir. Ljóst er að með frekari uppbyggingu vega og auk- inni tæknivæðingu og stórvirkari snjómoksturstækjum en áður þekktust, er hægt að lengja aksturs- tíma á landi verulega frá því sem nú er. Nú er til dæmis akfært um allt ísafjarðardjúp. Eini farartálm- inn milli Norðursvæðisins og Reykjavíkur er Þorskafjarðarheiði sem er um 20 km á milli brúna. Það álit bæjarstjórnar Bolungar- víkur að ekki verði lengur við unað né hjá komist að ákveða vegarstæði og tengingu Djúpvegar við aðal- akvegakerfi landsins, hefja þegar framkvæmdir og skapa þannig jafnrétti í samgöngum milli lands- hluta. Samgöngur á lofti Óhindraðar flugsamgöngur eru nú orðið ein af meginforsendum fyrir búsetu og eðlilegri byggðaþró- un. Má ljóst vera að ástand sem jafnan skapast þegar ekki er hægt, vegna anmarka ísafjarðarflugvall- ar, að halda uppi eðlilegum flug- samgöngum krefst þess að tekin verði ákvörðun um byggingu vara- flugvallar fyrir ísafjarðarfiugvöll sem fyrst, og skorar því bæjar- stjórn á allsherjarnefnd að hraða afgreiðslu ályktunar um flugsam- göngur á Vestfjörðum. Sæmundur G. Jóhannesson: Hugleiðing um „Hugvekju” í „Morgunblaðinu“ 16. þ.m. segir síra Jón Auðuns margt fallegt í „Hugvekju" sinni, eins og búast mátti við af honum. Þó hefði hann sagt þar sumt á annan hátt, hefði hann haldið sig að þeim heimild- um, sem heilög ritning gefur. Síra Jón Auðuns segir: „Hvarf hann (Jesús Kristur) þeim (læri- sveinum sínum) sjónum út í dauðans miklu móðu, en á þriðja degi fengu þeir að sjá hann aftur og þá í ójarðneskum Ijósvaka- líkama, sem þeir sáu þó bæði og heyrðu." Hér hefði sr. J.A. átt að bæta við: „og þreifuðu á,“ því að Lúkas ritar á þessa leið: „Þegar þeir (postularnir) voru að tala um þetta, stóð hann sjálfur mitt á meðal þeirra og segir við þá: „Friður sé með yður!“ En þeir urðu skelfdir og hræddir og hugðust sjá anda. Og hann sagði við þá: „Hví eruð þér óttaslegnir, og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta yðar? Lítið á hendur mínar og fætur, og það er ég sjálfur. Þreifið á mér og lítið á, því að andi hefur ekki hold og bein eins og þér sjáið mig hafa. „Og er hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og fætur. En er.þeir ennþá trúðu ekki fyrir fögnuði og voru fullir undrunar, sagði hann við þá: „Hafið þér hér nokkuð til matar?" Og þeir fengu honum stykki af steiktum fiski. Og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeirn." (Lúk. 24.36—43.) Postularnir héldu, að þeir sæu anda. Ef til vill má segja, að andar hafi „ójarðneskan ljósvaka- iíkama". Jesús sannfærði þá um hið gagnstæða. Hann er hjá þeim í líkama, sem getur neytt matar. Tómas var ekki þarna viðstadd- ur. Hann vildi ekki trúa því, að Jesús væri upprisinn, nema hann gæti lagt fingur sinn í naglaförin og hönd sína í sárið eftir spjótslag í síðu hans. Jesús bauð honum að gera þetta, er hann viku síðar kom til lærisveinanna. Þá sannfærðist Tómas svo sem kunnugt er. Hvernig ójarðneskur ljósvaka- líkami gæti neytt matar og látið þreifa á sér, það er skilningi mínum ofraun. Hitt get ég skilið, og trúi því Lúkasi og Jóhannesi, en ekki sr. Jóni Auðuns. Akureyri, 23. apríl 1978. Sæmundur G. Jóhannesson. Iðnskólinn í Hafnarfírði held- ur kynningu á afmælisári IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði er 50 ára á þessu ári. í gær hófst kynning á starfi skólans og þoim námshrautum, sem þar eru kenndar. Kynningunni vorður fram haldið í dag og for hún fram í húsi verkdeildar skólans að Flatahrauni. í tilefni þess að 50 ár eru frá stofnun skólans mun verknáms- aðstaða skólans verða opin og til sýnis almenningi ásamt kennslugögnum og sýnishorni af vinnu nemenda. Iðnskóli Hafnarfjarðar var stofnaður haustið 1928. Haustið 1978 eru því liðin fimmtíu ár frá stofnun hans. Stofnandi skólans og fyrsti skólastjóri var Emil Jónsson þáverandi bæjarveri- fræðingur, síðar ráðherra. Vet- urna tvo á undan hafði hann haldið námskeið fyrir iðnaðar- menn í bænum. Iðnaðarmanna- félag Hafnarfjarðar rak skólann frá upphafi enda var það í raun stofnað til að sjá honum borgið. Félagið rak skólann til ársins 1956, þegar nú iðnfræðslulög tóku gildi. Þar var svo fyrir mælt að iðnskólar skyldu reknir af bæ og ríki að jöfnu, en kennarar urðu ríkisstarfsmenn. Skólinn var kvöldskóli til ársins 1957. Iðnskólinn var fyrst til húsa í barnaskólanum (Lækjarskóla), árin 1937—57 í Flensborgar- skóla, árin 1957—72 í bókasafns- húsinu við Mjósund og síöan 1972 að Reykjavíkurvegi 74. Emil Jónsson var skólastjóri til ársins 1944, Bergur Vigfús- son 1944—56, Snæbjörn Bjarna- son 1956—57 og Sigurgeir Guð- mundsson 1957—76. Núverandi skólastjóri er Steinar Steinsson. Fastráðnir kennarar við skól- ann eru nú 7 talsins og stunda- kennarar 11. Nemendur á skóla- árinu 1977—1978 eru samtals 235, þar af 45 í verkdeild. Fljótlega eftir að skólinn varð Emil Jónsson ráðherra var stofn- andi og fyrsti skólastjóri Iðn- skólans í Hafnarfirði. dagskóli vaknaði áhugi skóla- stjóra og skólanefndar á að koma á verklegu námi samhliða bóknáminu. Þetta varð árið 1974 þegar verkdeild skólans" tók til starfa. Skömmu áður höfðu gömul fiskhús á Flatahrauni verið tekin á leigu og þar voru útbúin verkstæði og þiljuð nauðsynleg salarkynni. Hafist var handa í járniðnaðardeild, en tréiðnaðardeild tók til starfa í ársbyrjun 1977 og um haustið hófst kennsla í hárgreiðsludeild og tækniteiknun. Vonir starida til að rafiðnaðardeild og fleiri greinar verknáms verði komið á fót á næstunni. Verkdeildin skyldi frá upphafi hafa þríþættan tilgang: 1. Að gefa unglingum al- mennt kost á meðferð tækja og verkfæra og veita þeim tilsögn og þjálfun í smíðum — og beina þeim á þann hátt inn á þær brautir í verklegu námi sem þeir hefðu áhuga á og kysu að velja sér. 2. Að veita nemendum skól- ans stuðning í bóklega náminu með verklegri þjálfun. 3. Að koma á fót endurhæf- ingar- og nýbreytninámskeiðum fyrir starfandi iðnaðarmenn. I tilefni kynningarinnar á starfi skólans hefur verið gefinn út bæklingur um starfsemina og þær námsbrautir, sem skólinn býður uppá. Hlutverk þessa bæklings er að freista þess að vekja almenning til vaxandi skilnings á þýðingi og gildi verklegs náms í þjóðfélagi sem með ári hverju á sífellt meira komið undir iðju og margvísleg- um iðnaðarstörfum. Einkum og aðallega er þó tilgangurinn sá að benda ungmennum, sem enn eru óráðin í starfsvali, á brautir og leiðir í verknámi og tækni- störfum. Og á þennan hátt vill Iðnskólinn í Hafnarfirði jafn- framt stuðla að því að gera þjóðinni Ijóst hver nauðsyn er á meiri framlögum og betri skil- yrðum til verkmenntunar og iðnfræðslu á komandi árum. Sigríður Magný Jóhannesdóttir: Um lækningar Ég vjl þakka mjög góða grein, sem var í Morgunblaðinu 6/4 1978 eftir Jóhann Guðmundsson. Kom hann þar vel með trúna og málefni trúarinnar. Það er mikið skrifað, talað og horft á í sjónvarpinu, þessa daga um svokallaðar anda- lækningar. Ég þakka sjónvarpinu er kom þessari skriðu af stað núna og skrifa ég sem kristin kona, er trúi því, að Jesús lifir. í sjónvarpinu 31/3 s.l. kom skýrt í ljós að fólk trúir, en á hvað? Mér finnst margir gera sér ekki grein fyrir hvar þeir standa, aðeins trúa einhverju. Ég leyfi mér að benda þessu fólki, sem hefir þessa „einhverja trú“, — á alveg frábæra bók. Hún heitir „Ég trúi á kraftaverk" eftir Kathryn Kuhl- man, þekktan predikara, sem andaðist í Bandaríkjunum fyrir skömmu síðan. Bókin er full af frásögnum af lækningaundrum, sem skeð hafa í Nafni Jesú Krists, þegar bæn trúarinnar hefir verið borin fram. Einar Jónsson bóndi og miðill á Einarsstöðum segir sitt hlutverk að koma sjúklingum í samband við framliðna lækna. Þó stendur skýrt í Biblíunni, að þeir sem leita frétta frá framliðnum, séu Drottni and- styggilegir 3. Mós. 19, 31. 5. Mós. 18. 9-15. Jes. 8. 19-20 og 1. Tím 4. 1—2. Við lestur Biblíunnar sjáum við hvernig í þessum málum liggur og bók Kathrynar Kuhlman sýnir hvernig Jesús læknaði og læknar. Hann fór aldrei inn í fólk, eins og myndin frá Filippseyjum sýndi. Ég leyfi mér að benda fólki á Fíladelfíusöfnuðinn Hátúni 2. Þar er mikið beðið fyrir sjúkum, án áróðurs eða auglýsinga. Fyrir bæn og miskunn Drottins, þá hafa þar skeð mörg kraftaverk. Þar er máttur Guðs að verki. Mér finnst að gefa ætti Einar J. Gíslasyni forstöðumanni eða séra Halldóri Gröndal sóknarpresti í Grensás- kirkjusöfnuði, tækifæri í sjónvarp- inu, í áframhaldi af þessum umræðum um andalækningar. Þeir fara báðir rétt með lækningar Jesú Krists. Með þeim myndugleika og þekk- ingu, sem biskup lands okkar hefir, þá má hann vera skeleggri, tala opinskárra, svo allir skilji hann, tæpitungulaust. Það er svo mikil ábyrgð á þeim, sem leyfa spiritismanum að þrífast innan kirkjunnar. Ég skora á biskupinn og presta þjóðkirkjunnar, að segja þjóðinni hreint frá fagnaðarerindi Jesú og mætti Hans. Hreinsa til í kirkjunni og viðhalda spiritisman- um þar ekki innan dyra. Séra Sigurður Haukur í Langholts- prestakalli virðist standa með Einari Jónssyni og andatrúnni. Hann sem prestur ætti að fræða fólkið um hvað Biblían, Gamla og Nýja testamenntið segir um þessa hluti. Biblían fræðir okkur um líkamlega upprisu Jesú. Líkama sem bæði hafði hold og bein. Andlegur líkami, sem ekki þurfti blóð til lífs, heldur Heilagan Anda. Því var hann óháður jarðneskum lögmálum. Flnnfremur má minna prestinn á að Jesús læknaði aldrei í gegnum dána menn. Ég sem þessar línur rita, er húsmóðir hér í Reykjavík og móðir tveggja dætra. Þegar dóttir mín var þriggja ára, hún er núna átta ára, var farið með hana í rannsókn vegna yfirliða. Var barnið viku í sjúkrahúsi vegna rannsóknarinn- ar. Læknarnir gáfu yfirlýsingu um heilbrigði barnsins. Fyrir rösku ári síðan, mars 1977, var dóttir mín lögð inn á sama sjúkrahús, vegna kviðslits. Læknar hennar athuga gömlu Skýrslurnar hennar. Þá fræddu læknarnir mig um að heili barnsins starfaði aðeins 75% rétt. Eftir ýtarlega rannsókn var gefin ný yfirlýsing um að ekkert væri að heilanum. Hann starfaði 100% rétt. Þarna komu fram mistök hjá lækninum, sem hélt því fram að heili gæti ekki læknast, eins og hjá dóttur minni. Tengda- móðir mín er frelsuð og fór hún að biðja fyrir ömmubarni sínu. Eftir þrjú ár er sagt að barnið var með skemmdan heila. En Drottinn hlustaði á bænii' okkar og Jesús læknaði skemmdan heila. Þetta sýnir okkur að Jesús lifir og gerir dásamleg kraftaverk enn í dag. Við erum mannleg. Öll getum við gert mistök. Ég er ekki á móti læknum, læknavísindum eða lyfja- notkun. En ég trúi á mátt bænarinnar í Jesú Nafni og lækningamátt Guðs. Sigríður Magný Jóhannosdóttir Suðurhólum 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.