Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 48
Demantur M æðstur eðalsteina #tiU Sc é’iUur Laugavegi 35 PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingargóðar Hagstætt verð cffij Nýborg? O Ármúla 23 — Sími 86755 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 IIUGSAÐ FYRIR OLLU — Það er ennþá snjór í Bláfjöllum, og veðrið í gær var vissulega ekki amalegt til skíðaiðkunar, og vaentanlega grípa menn ekki síður daginn í dag til þess að skreppa þarna uppeftir, ef veðurguðirnir halda áfram að vera okkur svona eftirlátir. Annað mál er það, að ekki er víst að allir verði svo hagsýnir að hafa með sér stól. Ljósm. Mbl. Frióþjófur. Neðri deild Alþingis: Skattafrumvarp sam- þykkt án mótatkvæða FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um tekju- og eignarskatt var samþykkt mótatkvæðalaust i neðri deild Alþingis iaust eftir miðnætti fiistudags. Höfðu þá verið teknar til greina allar breytingartillögur er komu frá meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar. Frumvarpið fer nú til meðferðar efri deildar þingsins. en vænta má þess að frumvarpið fái þar grciða afgreiðslu, þar eð Ijóst er af umræðum í neðri deild að ekki ■ er um að ræða andstöðu stjórnar- andstæðinga við frumvarpið. þótt þeir hafi gert athugasemdir og horið fram hreytingartillögur við einstakar greinar þess. I umræðum í neðri deild um frumvarpið sl. föstudag, sem stóðu fram undir kl. 01 aðfaranótt laugar- dags, mælti Olafur G. Einarsson formaður fjárhags- og viðskipta- nefndar fyrir nefndaráliti meiri- hluta nefndarinnar og gerði grein fyrir breytingartillögum nefndar- innar en þeir Lúðvík Jósepsson og Gylfi Þ. Gíslason mæltu fyrir nefndarálitum minnihlutanna og gerðu grein fyrir breytingartillögum sínum. I umræðunum kom ennfremur á daginn að mest andstaða innan stjórnarliðsins var við 59. grein frumvarpsins þess efnis að starfi maður við eigin atvinnurekstúr eða sjálfstæða starfsemi sé heimilt að ákvarða viðkomandi tekjur af starf- inu, hafi hann talið sér til tekna lægri upphæð en ætla mætti að hann hefði fengið sem Iaunþegi hjá óskyldum aðila. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Guðmund- ur H. Garðarsson, Pálmi Jónsson og Ól?ifur Óskarsson, varaþingmaður úr Norðurlandskjördæmi vestra, lýstu allir andstöðu sinni við þessa grein frumvarpsins og kváðust ekki mundu greiða henni atkvæði sitt. í atkvæðagreiðslu um þessa frum- varpsgrein var síðar beðið um nafnakall en hún var samþykkt með Framhald á bls. 47. Skiptakjörin á Vestfjörðum: Sjómaðurinn tapaði málinu fyrir dómi Bruni í Fá- skrúðsfirði Fáskrúósfirði. 29. aprfi. SLÖKKVILIÐ Fáskrúðsfjarðar var kallað út um kl. 4 í nótt, en þá var eldur laus í verzlunar- húsi Viðars og Péturs og þegar að var komið var allmikill eldur í kjallara hússins. Ekki tók þó nema 10 mínútur að slökkva eldinn, en húsið er kjallari, hæð og ris. Um það leyti sem tókst að slökkva eldinn, munaði litlu að hann næði að brjótast upp á hæðina og mátti því vart tæpara standa með slökkvi- starfið. Eldsupptök eru ókunn, en svo virðist sem kviknað hafi í á tveimur stöðum. Fróttaritari. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Gunnvör á ísafirði hefur verið sýknað í máli sem skipverji á skuttogaran- um Júlíusi Geirmundssyni höfð- aði á hendur félaginu vegna ágreinings um skiptakjör sjó- manna. Mál þetta er nokkurs konar prófmál. en þegar bráða- birgðalögin sem sett voru um skiptakjör í ágúst 1976 runnu út hinn 15. maí 1977 taldi Alþýðu- samhand Vestfjarða að þeirra gamli skiptakjarasamningur hefði tekið gildi á ný, þar scm hvorugur aðilinn hafði sagt honum upp. Útgerðarmenn voru á öndverðum meiði og héldu sig við samkomulag. sem gert var í Reykjavík í fcbrúar 1976. Skipverjinn á Júlíusi Geir- mundssyni krafðist þess að fá uppgert samkvæmt samningi, sem gilti á Vestfjörðum þegar bráða- birgðalögin voru sett, en í bæjar- þingi Isafjarðar var kveðið á um að stefndi skyldi sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu og stefn- andi skyldi greiða stefnda 100 þús. kr. í málskostnað. I dómsniðurstöðum segir m.a.: „Alkunnugt er að laun sjómanna ráðast af tvennu, aflaverðmæti til skipta og skiptaprósentu. Sam- kvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar, þeirra er hafðir voru til hliðsjónar við þá breytingu á sjóðakerfi sjávarútvegsins, er unn- ið var að í byrjun árs 1976, er ljóst, að sú breyting ásamt fiskverði því sem ákveðið var, að þeirri breyt- ingu gerðri, þar sem tekið var tillit til hinna breyttu aðstæðna, eru skiptakjör honum hagstæðari en Framhaid á bls. 47. Tveir hverf afundir borgarstjóra í dag og á þriðjudaginn ANNAR hverfafundur Birgis ísleifs Gunnarssonar borgar- stjóra verður í dag í Nes- og Melahverfi. Vestur- og Miðba'jar- hverfi. Verður fundurinn haldinn kl. 15 í dag. sunnudag í Átthaga- sal Hótel Sögu. Fundarstjóri verður Hörður Sigurgestsson. en fundarritarar Garðar Pálsson skipherra og Helga Bachmann leikari. Á þriðjudaginn 2. maí verður borgarstjóri með þriðja hverfa- fundinn. Sá fundur verður í Laugarneshverfi og Langholti og hefst kl. 20.30 í Glæsibæ, Álfheim- um 74. Fundarstjóir verður Þor- steinn Gíslason skipstjóri, en fundarritarar Ólöf Benediktsdótt- ir kennari og Sigmar Jónsson framkvæmdastjóri. ÍSAL greiðir 3% launaauka ÍSLENZKA álfélagið greiðir 3% lágmarks launaauka sem reiknast frá og með 1. janúar sl. samkvæmt samkomulagi því sem undirritað var milli fsals og viðkomandi verkalýðsfélaga aðfaranótt fimmtu- dagsins. f samkomulaginu er vísað til hagstæðra rekstrartalna, orku- og skautnotkunar fyrir fyrsta ársfjórðung 1978 samanborið við 3ja ársfjórðung 1977 og væntanlegs sparnaðar í sambandi við nám- skeiðahald til aukningar á starfs- hæfni starfsmanna og framieiðni og/ eða hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins. Með samþykkt launa- aukans líta verkalýðsfélögin svo á að aflétt verði útflutningshanni og viðræður um fullar verðlagsbætur verði teknar upp eigi síðar en 1. ágúst n.k. Samkomulagið fer hér á eftir í heild': „1. I sambandi við undirritun kjarasamnings milli hlutaðeigandi verkalýðsfélaga og ISAL, sem gerður var 23. júní 1977, var gert samkomu- lag varðandi námskeiðahald í því skyni að auka starfshæfni starfs- manna annars vegar og framleiðni og/ eða hagkvæmni í rekstri fyrir- tækisins hins vegar. Síðan hafa verið haldin ýmis fræðslunámskeið. Með tilliti til hagstæðra rekstrar- talna, orku- og skautnotkunar, fyrir 1. ársfjórðung 1978 samanborið við 3. ársfjórðung 1977 og væntanlegs sparnaðar í sambandi við hin ýmsu viðbótarnámskeið, sem samkomulag er um að haldin verði á næstu mánuðum, verður greiddur launa- auki, semkvæmt reglum sem hér fara á eftir. Launaaukinn reiknast frá og með 1. janúar 1978. 2. Ef rekstrartölur fyrir einhvern heilan ársfjórðung batna miðað við 3. ársfjórðung 1977, greiðist launa- auki L%, sem reiknast sem hér segir (með 2 aukastöfum): L = F/N (3,0186 x X F N I X Y 0,005030 x I - 0,05671 - 0,0047496 x Y) % Álframleiðsla í tonnum Meðalfjöldi starfsmanna Meðalstraumur í kA Meðalorkunotkun í kWh/kg áls Meðalskautnotkun í g/kg áls Framhald á bls. 47. Wjtoi- Smiðir Hallgrímskirkju hóf- ust handa við að steypa topp- inn á kúpul kórbyggingarinn- ar á föstudag og tók Ol.K.M. þessa mynd er framkvæmdirn- ar voru að hefjast. NÚ ERU liðin tæp 33 ár frá því að undirstöður kórs kirkjunnar voru lagðar. 1 beinu framhaldi af kórbyggingunni mun verða hafizt handa við yfirbyggingu kirkjuskipsins en áætlaður kostnaður við að gera kirkju- skipið fokhelt er 38,2 milljónir króna miðað við byggingarvísi- tölu í nóvember 1977. Þrjú íslenzk skip eru f arin til kolmunnaveiða Kolmunninn að koma í færeyska lögsögu Þrjú íslenzk skip, Bjarni Ólafsson AK, Börkur NK og Víkingur AK, eru nú farin til kolmunnaveiða við Fær- eyjar. Bjarni Ólafsson og Víkingur fóru um miðja viku, en Börkur hélt áleiðis á miðin í fyrrinótt. Sam- kvæmt fregnum frá Fær- eyjum í gær hefur verið allsæmileg veiði á kol- munnamiðunum norður af St. Kilda að undanförnu. Islenzku skipin mega hins vegar ekki hefja veiðarnar fyrr en kolmunninn er kominn inn fyrir færeyska fiskveiðilögsögu. í fyrradag virtist kol- munninn vera á hraðri norðurleið og áttu færeysk- ir skipstjórnarmenn von á að hann yrði kominn í færeyska lögsögu nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.