Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRIL 1978 53 í tilefni dagsins Hilmar Jónsson formaður Verkalýðsfélagsins Rangæings: „Að samningsrétturinn sé viðurkenndur í reynd....” Það sem er efst á baugi í félagsmálum Verkalýðsfélags- ins Rangæings er það að viðhöf- um flutt í okkar eigið húsnæði sem er nýbyggt og þar er starfsaðstaða fyrir félagið og Lífeyrissjóð Rangæinga. I þessu nýja húsi er góð aðstaða í fundarsal sem er mjög rúmgóð- ur og ætti það að auka starfs- gleðina á sviði félagsmála. Við eigum hér um slíkir við sama vanda að glíma og fyrr, óstöðuga vinna nema á sumrin, en þannig er hætt við að þetta verði meðan hálendisvinnan verður við lýði. Félagsmenn okkar eru 400 talsins en með aukafélögum eru þeir um 800 og er Rangæingur stærsta verka- lýðsfélag Suðurlands. Árið 1975 var stofnuð at- vinnumálanefnd að tilhlutan félagsmálaráðherra til þess að gera athugun á atvinnumálum hér á svæðinu og hefur nefndin lokið við að gera úttekt á atvinnuástandinu og í framhaldi af því er verið að vinna að gerð iðnþróunaráætlunar í Rangár- vallasýslu í samstarfi við Byggðadeild Framkvæmda- stofnunarinnar. Við lítum með bjartari augum til næstu þriggja ára þar sem Hrauneyjafossvirkjun fer í gang með vorinu, en eftir það verður eitthvað stórkostlegt að koma til. I kjaramálum er það númer eitt að fá samningana í gildi, en það er nú orðið spursmál hvort Hilmar Jónasson það eitt dugi og hvort ekki þarf að koma eitthvað meira til. í vetur hafa staðið yfir samningar við ráðamenn vegna Hrauneyjarfossvirkjunar og er farið að síga á seinni hlutann í þeim efnum, en þorri félags- manna mun vinna þar. Þá má benda á að atvinnuupp- bygging í Rangárvallasýslu hef- ur ekki haldið í við aðrar sýslur landsins og skiptir þar ugglaust miklu máli hafnleysið, en einmitt í sjávarplássum og út frá þeim hefur gróska orðið mest. Þarna verður að bæta úr, en aðalmarkmið okkar er að kjarasamningarnir séu í fullu gildi og að samningsrétturinn sé viðurkenndur í reynd. elztu synirnir sem eru farnir að vinna greiði til heimilisins. — Það er allt á góðri leið hjá mér núna, segir hún. — Það er oft ys á heimilinu því að öllum þessum drengjum fylgir eðlilega mikið umstang. En ég er líka fegin því að þeir koma með vini sína heim og yfirleitt held ég að ég hafi verið heppin með strák- ana og þeim hefur alltaf fundizt eðlilegt og sjálfsagt að leggja sitt af mörkum til heimilisins enda hefði þetta ekki gengið upp annars. Nú er ég mest að hugsa um þetta tvennt: hvernig ég leysi málin næsta vetur ef ekki verður komið skóladagheimili því að ég tel alveg fráleitt að láta sex ára barn ganga umhirðulaust og sjálfala mest- allan daginn. Og auk þess leyfi ég mér að láta mig dreyma um að komast í eitthvert nám eða einhverja smánámsþjálfun með það fyrir augum að fá léttari vinnu. Mér finnst ég verði að fara að slaka á. Ég er oftast nær svo þreytt eftir vinnudag að ég kem-mér varla til þess að fara í bíó hvað þá að sinna ýmsu öðru bæði á heimilinu og fara í heimsóknir sem ég hefði gaman af. Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. í meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki. Timburverzlunin Vólundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.