Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRIL 1978 „Handa- vinnukenn- arinn má helzt ekki veikjast” — segir Júlíus Sigurbjörnsson Júlíus SÍKurbjörnsson heitir smíðakennari í Hvassaleitis- skóla og hefur hann fengist við kennslustörf í um 13 ár. Auk þess að kenna smíðar hefur hann með höndum umsjónar- starf hjá Æskulýðsráði Re.vkja- víkur, þar sem hann sinnir skipulanninfju tómstundastarfs í skólum. Hann var spurður hvort honum líkaði þá ekki vel að starfa meðal barna ofí unnlin(;a: — Jú, það er ábyggilega rétt, annars hefði ég ekki smíða- kennslu sem aðalstarf og hefði heldur ekki að aukastarfi að sinna unfílinfium í þessu tóm- stundastarfi sem Æskulýðsráð hefur með höndum í flestum skólum. I hverju felst það starf? — Það er einkum skipulagn- ing tómstundastarfsins, að fá leiðbeinendur, skipulegKja ýmis mót, t.d. skákmót, borðtennis- mót ofi ýmislegt fleira sem þessu viðkemur. Tók ég við þessu starfi eftir Jón Pálsson, en hann hefur verið að draga sig í hlé frá þessu starfi vegna aldurs. Það er nokkuð erfitt að feta í fótspor Jóns, hann hefur unnið gífurlega mikið og gott starf á þessum vettvangi um margra ára skeið, og er hann mjög frábær starfskraftur. Júlíus ræddi nokkuð breyting- ar sem gerðar hefðu verið á smíðakennslunni og hvenig unn- ið væti að ýmsum tilraunum í Hvassaleitisskóla: — Smíðakennslan hefur tekið nokkrum breytingum að undan- förnu og er það t.d. þannig núna að piltar og stúlkur fá nokkra nasasjón af handavinnu hvors kyns, eða um 12—16 vikustundir á hverjum vetri hér hjá okkur. Við höfum ekki viljað fara út í meiri skiptingu, því við teljum það verða frekar til þess að þau geri ekki meira en rétt að kynnast viðkomandi greinum, og kannski kynnast þeim báðum rétt á yfirborðinu, en eins og það er í dag, þá fá þau tækifæri til að kynnast hvoru um sig en eru betur heima í öðru faginu, stúlkur í sinni handavinnu og piltarnir í smíðum. — Annars fer hér fram nokk- ur tilraunakennsla fyrir skóla- rannsóknir í 9 ára bekkjunum þar sem állur handavinnutím- inn er tvöfaldaður og bætist það við heildartímafjöldann á viku hverri. Þá fá nemendur betra tækifæri til að kynnast þessum vinnubrögðum og má segja að árangurinn verði mun betri. Þá skiptum við bekkjunum þannig að í öðrum 9 ára bekknum er blandað stúlkum og piltum og kemur það vel út. Piltarnir geta leiðbeint stúlkunum við smíðarnar og létt undir með kennaranum og öfugt í handa- vinnu stúlkna, en í hinum bekknum er skipt eftir kyni og þá mæðir meira á kennaranum og hann getur ekki sinnt hverj- um og einum nemanda eins vel fyrir vikið. Vilja mikla _______handavinnu_________ — Þetta fyrirkomulag viljum við gjarnan fá í öllum bekkjum grunnskólans, það hefur komið greinilega í ljós að nemendur hafa sjálfir mikinn áhuga fyrir því að hafa þetta syona, þau vilja fá sem mesta kennslu í handavinnugreinum, og kennari í þessum greinum má helzt ekki veikjast því þá getur hann jafnvel skapað sér óvinsældir! Hvernig líkar þér að fást við unglingana, eru þeir eins óal- andi og stundum er látið af? — Nei, það eru þeir ekki og ég held að þessi vandamál ungl- inga, sem alltaf er verið að tala um, séu fullt eins mikið vanda- mál foreldranna sjálfra. Það verður alltaf til eitthvert „hall- ærisplan" og það ber vitanlega meira á því í 100 þúsund manna Þessi nemandi Júlíusar er e.t.v. að saga eitthvert stykki í jeppann, sem er næstum full- smíðaður á bekknum hjá peim. Ljósm. Kristján. borg en í nokkuð hundruð manna þorpi úti á landi. Það er greiður aðgangur frá nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur á Hallærisplanið og þangað leita unglingar jafnvel þótt þeirra eigin heimabyggð hafi upp á mjög margt að bjóða, þau leita þangað sem eitthvað er að gerast. Ég er sjálfur alinn upp í sveit og var í skóla í smáþorpi og við vorum ekki gamlir piltarnir þegar við héldum að við værum að fara á okkar fyrsta fyllerí, en það var auðvit- að miklu fremur einhvers konar ærsl. Þannig held ég að þetta sé enn í dag, auðvitað er til að unglingar neyti áfengis og það ekki lítið, en samt held ég það vera í minnihluta og það hefur áreiðanlega farið minnkandi a.m.k. hér í Hvassaleitisskóla. En þetta læra börnin heima, þar fá foreldrarnir sér í glas áður en haldið er í partý og þau alast upp með það íTiuga að áfengi sé fastur fylgifiskur hinna full- orðnu g því leita þau eftir áfenginu líka. Vandamál fullorðinna? — Ég held því að þessi áfengismál og það sem nefnt er unglingavandamál sé miklu fremur vandamál hinna full- orðnu. Og það sem ég þekki bezt, hérna í þessum skóla, þar hef ég orðið þess var að bæði reykingar og áfengisneyzla hefur farið minnkandi. Sú tilhneiging er alltof ríkjandi líka að skella allri sök á skóla eða einhverja opinbera aðila þegar rætt er um unglinga, en til er líka nokkuð sem heitir uppeldi og heimili og ef eitthvað er öðruvísi en það á að vera með unglingana, þá er það oft um að kenna einhverjum vanköntum á uppeldinu sjálfu. Þess vegna held ég að um 80% af því sem kallað er unglinga- „Það þótti mér helvíti hart” Finnbogi Pétursson fluttist til ísafjarðar frá Hjöllum í Skötu- firði 1942. Hann reri nokkrar vetrarvertíðir frá ísafirði en vann þess á milli í slippnum á Torfnesi. Arið 1952 réðst hann sem vélstjóri á togarann Sól- borgu og var þar til 1956. Frá 1960 hefur hann starfað hjá Hraðfrystihúsinu Norðurtanga h.f., fyrst í fiskvinnu en síðan í allskonar viðgerðum og smíðum. Finnbogi hefur enga skóla- menntun hlotið.utan 1 árs nám í Reykjanesskóla. Þrátt fyrir það hefur hann alla tíð verið eftirsóttur maður til hvers konar smíðavinnu og vélgæslu. Við hittum hann að máli þar sem hann er að vinna að bátasmíði niður við Sundahöfn. — Ég keypti þennan bát Skúla fógeta ÍS 429 af trygging- unum fyrir u.þ.b. 5 árum á eittþúsund krónur. Báturinn er upphaflega smíðaður af hinum kunna bátasmið Fali Jakbossyni í Bolungavík, sennilega 1916. Þegar ég keypti bátinn var hann mikið skemmdur eftir að hafa rekið upp. Ég hélt satt að segja ekki að þetta væri svona mikið þegar ég byrjaði, en ég er búinn að smíða nýtt nánast allt nema botninn. Báturinn er 4 'k tonn með lúkar fyrir 2—3 menn. Ég keypti 48 ha. Perkins díselvél í hann og vökvastýri -af nýjustu gerð. Síðan þarf að kaupa talstöð, dýptarmæli og gúmbát, raflögn og ljósabúnað. Ilvenær reiknarðu með að sjósetja? — Ég vonast til að vera á sjó í lok júní á þessu ári. Ilefur þú fengið aðstoð við smíðina? — Nei, ég hef unnið hvert einasta handtak sjálfur og borgað allt efni úr vasanum jöfnum höndum, nema hvað bankinn lánaði mér smávegis í fyrra í skamman tíma. Annars þótti mér það helvíti hart, að Fiskveiðasjóður skyldi neita mér afdráttarlaust um lán, vegna þess að báturinn væri upphaflega nokkuð gamall og korhinn út af skrá, þótt engin spýta sé lengur í honum upp- runaleg. Ilvaða veiðar ætlar þú svo að stunda? — Það er nú það. Smíðin hefur nú bara verið tómstunda- starf og ég veit ekki enn hvað tekur við þegar báturinn er kominn á sjóinn. Hvenær hefur þú helst unnið við þetta? — I frítímum mínum að sumrinu og í sumarfríinu. Getur þú sagt okkur í stuttu máli sögu Skúla fógeta? — Já, Falur smíðaði bátinn fyrir sig sjálfan og gerði hann út í tvö ár. Síðan seldi hann Sveini Jónssyni bátinn. Sveinn gerði bátinn út á línu í nokkur ár, en seldi síðan Kristjáni Jónssyni síðar skólastjóra í Hnífsdal. Kristján gerði bátinn út á smásíld á sumrum. Síldina seldi hann í beitu. Seinna keyptu bræðurnir Brynjólfur og Albert Jónssynir bátinn, en þeir voru þá með tvo báta við smásíldarveiðarnar. Var Skúli fógeti aðallega notaður til að flytja smásíldina úr lásunum, sem vanalega voru í einhverjum fjarðarbotninum í Inndjúpinu á markað í sjávarplássunum, þar sem nýveidd síldin þótti af- bragðs beita. Þegar smásíldar- veiðarnar liðu undir lok í kring um 1950 lenti Skúli fógeti uppi á kambi, þar sem hann var í u.þ.b. 10 ár. Þá keypti Jóhannes Bjarnason bátinn ásamt Eyjólfi bróður sínum. Jóhannes var á handfæraveiðum nokkur sumur og fiskaði mjög vel. Hann lét skipta um allan botninn í bátnum, en skömmu síðar slitn- aði Skúli úr legufærum í Dokkunni og rak á land yfir á Skipeyri. Síðan hefur hann legið brotinn í nausti, þar til ég keypti hann. Úlfar Rætt vid Finnboga Pétursson á ísafirdi sem smíðar skip í frístundunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.