Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 Ailir Akureyringar þekkja hann undir nafninu Kjartan póstur, þó aö hann hafi ekki borið út bréf síðustu 13 árin. Hins vegar starfaði hann að póstdreifingu við Póststofuna á Akureyri frá 1943 til 1965. — Já, ég var oft þreyttur eftir röltið um bæinn allan liðlangan dajíinn. Þó að ég hefði reiðhjól, var ekki alltaf hægt að koma því við, af því að brekkurnar hérna í bænum eru svo brattar. Fæturnir þoldi illa þetta álag, svo að éf; hætti póstburði ofí gerðist starfsmaður Olíuversl- unar Islands hf. Þar hef ég unnið síðan 1965. — Bln hvenær byrjaðir þú að leika? — Það mun hafa verið 1936, að ég var drifinn í að leika í Fyrstu fiðlu. Þá var Leikfélagið illa statt fjárhagslega, víst ærið skuldugt, svo að við lékum óke.vpis í þessu stykki til þess að rétta við fjárhaginn, og það tókst. Meira að segja björguðum við bæjarstyrknum til félagsins þetta árið, en hann var bundinn því skilyrði, að félagið sýndi a.m.k. tvö leikrit á ári. Svo koma fleiri vinsælir og vel sóttir sjónleikir eins og Dansinn í Hruna og Eruð þér frímúrari?, og þar með var Leikfélagið komið vel á flot fjárhagslega. — Veistu, hvað þú ert búinn að koma fram í mörgum sjón- leikjum? — Ég held ég fari nærri um það. Ég hef leikið í 35 leikjum á 491 sýningu og verið hvíslari í 24 leikjum á 299 sýningum. Ut úr þessu dæmi mun koma, að ég hef starfað við leiksýningar í 790 kvöld fyrir utan allar æfingar og annað stúss. — En svo hefirðu víst haft sitthvað annað fyrir stafni í tómstundunum. — Ójú, það er hú víst og satt. Þegar ég kom þreyttur heim úr — Nú nú, hann bað mig að halda áfram að hlusta og skrifa sér, hvað ég gerði. Hann skrifaði mér oft til baka og talaði líka oft til mín í útvarpinu. Tvisvar sendi ég honum dagskrárefni. I fyrra skiptið var það um Heklu- gosið 1947, frásögn og svo myndir, svo að ''ann ætti auðveldara með að átta sig á eðli atburðarins. Hann setti svo tónlist með þrumum og elding- um við allt saman, og úr þessu varð ágætis dagskrárliður. í hitt skiptið sendi ég honum jóladag- skrá héðan frá Akureyri. Ég lýsti bænum dálítið, tók upp klukknahringingu í kirkjunni með aðstoð Dúa Björnssonar kirkjuvarðar, Jakob Tryggvason lék á kirkjuorgelið og Smára- kvartettinn söng. Þessi dagskrá heyrðist um allan heim tvo sunnudaga í röð um jólaleytið. — Svo hef ég oft sent honum íslenskar hljómplötur og segul- bandsspotta. Ég hef líka fengið margt fallegt frá honum og hollenska útvarpinu, mánaðar- daga, handmálað postulín, út- skorna tréskó, raðspil, skraut- veifur, brjóstnælur og margt og margt. Sumt er viðurkenning fyrir hlustun og upplýsingar um hlustunarskilyrði, en annað er verðlaun, sem ég hef stundum slysast til að fá í .getrauna- keppni af ýmsu tagi. — Einu sinni skrifaði mér hollenskur stúdent og vildi ólmur, að ég tefldi við sig bréfaskák. Hann hafði heyrt nafnið mitt í útvarpinu, þó ekki nema föðurnafnið, og hélt, að ég væri Friðrik Ólafsson skák- meistari, sem um þær mundir var nú orðinn kunnur í skák- heiminum. — Einnig skrifaði mér maður nokkur í Ottawa í Kanada, kallaði mig Carter Ólafsson, og bað um frímerki handa sonum sínum. Ég sendi hlustendagetraunum í 5 löndum Kjartan póstur við útvarpstækió sitt. Rabbað við Kjartan póst á Akureyri Tekur þátt í dálítinn slatta í bréfi, en heyrði aldrei neitt meira frá þeim fróma manni. Frímerkjakvabbið er eiginlega dálítill skuggi á þessari skemmtilegu tóm- stundaiðju. — Ég var nú kominn í hóp þeirra, sem kallaðir eru DX- menn og hafa það fyrir tóm- stundastarf að hlusta reglulega á útvarpsstöðvar og veita þeim síðan upplýsingar um hlustun- arskilyrðin hver á sínum stað. Kona, sem ég kannast við, fékkst nokkuð við þetta hér í bænum fyrir nokkrum árum, en er nú hætt. Eínu sinni fyrir alllöngu heyrði ég Startz þakka einhverjum piltum í Reykjavík fyrir bréf, en bara i eitt skipti. Um aðra DX-menn veit ég ekki hér á landi, en sums staðar í útlöndum éru þeir margir og heila árganga af fyrstadagsfrí- merkjum á sérprentuðum umslög- um, auk póstkorta og ógrynna af upplýsingum um Japan. Það var gaman að þessu. — Svo hef ég tekið þátt í getraunum fyrir hlustendur í mörgum löndum, ef þær fara fram á ensku, og oft hef ég verið svo heppinn að vinna ýmisleg verð- laun. Frá Póllandi hefi ég fengið úrvalshljómplötur með Chop- in-tónlist, frímerki og margar bækur um Póllandi. — Margar getraunir hafa verið í franska útvarpinu, t.d. er getraun um Afriku (Paris Calling Africa) búin að standa nú nokkur ár. Ég hef því miður aldrei unnið þar til verð- launa, en þeir hafa alltaf svarað mér bréflega af mikilli kurteisi og sagt, að nú hlyti röðin að fara að koma að mér að njóta heppninnar. Þeir hafa líka stundum kallað mig upp í útvarpinu. Út á það fékk ég m.a. afskaplega elskulegt bréf í hitteðfyrra frá 19 ára Suður- afríkumanni af indverskum ætt- um, sem býr í Durban og var þá að læra að fara með tölvur. — I Austurevrópu hef ég auk Póllands einkum haft samband við Tékkóslóvakíu, Ungverjaland og Rúmeníu. Rúmenar buðu mér einu sinni að velja mér dagskrár- efni. Ég valdi rúmensk þjóðlög. Þeir skrifuðu aftur og tilkynntu útsendingartíma. Ég náði útsend- ingunni, sem stóð í um 15 mínútur með kveðjum til mín og Islands. — Frá Ungverjalandi fæ ég mánað- arlega stórmerkt tímarit á ensku með mjög fróðlegum upplýsingum um ungversku þjóðina, sögu henn- ar og tungumálsins, lifnaðarhætti, atvinnuhagi, stjórnmál, listir og yfirleitt alla skapaða hluti. — Frá Englandi og Kanada fæ ég sendar tímatöflur og dagskrár, en fátt spennandi. Þó er ég í stöðugu sambandi við þá. — Fer ekki mikill tími í þetta? — Ég læt það vera. Ég veit póstinum á kvöldin, þótti mér mikil hvíld og afþreying í því að opna útvarpstækið og hlusta á fallega tónlist. Það leyndi sér ekki, að það var miklu meira af góðri tónlist í erlendum út- varpsstöðvum en íslenska Ríkis- útvarpinu, án þess ég ætli að lasta það í sjálfu sér. Þannig atvikaðist það, að ég fór að hlusta að staðaldri á ýmsar útlendar stöðvar og veija mér þar dagskráratriði til að fylgj- ast með, ef ég hafði sérlegan áhug á þeim. — Það var svo nokkrum árum eftir að ég byrjaði á þessu, — ég held það hafi verið 1947, — að ég var að hlusta á útsendingu í hollenska útvarpinu hjá manni, sem heitir Edward Startz og sá um árabil um Happy Station Show við útvarpsstöðina í Hilverjum. Hann bað þá um, að sér yrðu sendar sem víðast að upplýsingar um hlustunarskil- yrði og hvernig mönnum líkaði dagskrárefnið. Ég lét til leiðast og sendi honum línu, og þetta var upphafið að langri sögu. Þessi maður var búinn að vinna við hollenska útvarpið frá upp- hafi þess og m.a. séð um hlustendaþjónustuna. Hann er nú nýlega hættur fyrir aldurs sakir og ungur maður tekinn við starfi hans. Ég hef haft lang- mest saman við þennan Startz að sælda allra erlendra útvarps- manna, og ég tel hann með bestu vinum mínum, enda búinn að hafa mikil og góð skipti við hann í þrjá áratugi. I garöinum í hlíöum Akureyrar. hafa jafnvel með sér öflugan félagsskap, eins og t.d. í Svíþjóð. Ýmsir hafa talað um það við mig, að þá langi til að komast í þetta. Ég hef reynt að aðstoða þá eins og ég hef getað og veitt þeim ýmiss konar upplýsingar, en þeir hafa samt einhvern veginn aldrei komist í gang. — Eins og aðrir vildi ég ná æ lengra, ná stöðvum lengra og lengra í burtu, og það tókst sæmilega. í Ástralíu er náungi, sem heitir Keith Glover og sér um hlustendaþjónustuna og bréfavið- skiptin. Ég fór að hlusta á hann og senda honum skýrslur. Hlust- unarskilyrði voru mjög misjöfn, stundum afleit, en stundum ágæt. Stundum kallaði hann sérstaklega til mín á sunnudagsmorgnum — þá er kvöld hjá þeim — með kveðjum og gamanyrðum, og þá lét hann hlátur hláturfuglsins hljóma um alla stofuna hjá okkur. Þessi hlátur er annars þagnar- merki hjá ástralska útvarpinu. — Ég heyrði einu sinni ávæn- ing af sendingu frá Japan, þar sem beðið var um upplýsingar um hlustunarskilyrðin og móttöku. Ég skrifaði þeim, og þeir báðu mig þá um 6 mánaða þjónustu. Þeir vilja helst fá slíkar upplýsingar frá stöðum sem allra lengst í burtu, til að komast að því, hve langt sendingin dregur. Ég varð fúslega við þessu, en heyrði oft illa til þeirra. En fyrir ómakið fékk ég stórgjafir í hverjum mánuði, listaverkabækur, málverk, fróð- leiksbækur af vandaðasta tagi, nákvæmlega, hvenær útsending- arnar eru frá hverri stöð og hvenær ég er beðinn að hlusta eða mig langar að hlusta. Ég svara svo með nákvæmum skýrslum um skilyrði tii hlustunar á hverjum tíma. Ef illa heyrist eða ekki, þýðir ekkert annað en loka fyrir. Vitneskja um það eru líka hagnýt- ar upplýsingar fyrir útvarpsstöð- ina. Yfirleitt heyrði ég frekar illa í Japan, en stundum ágætlega í Ástralíu, af hverju sem það nú var. Þessar sendingar eru helst á laugardögum og sunnudögum, þegar fólk almennt á frí frá vinnu sinni. — Hvers konar útvarpstæki áttu? — Það er þýskt Telefunk- en-tæki, 7 lampa. Það er ágætt tæki. En annars hefur ekki allt að segja, að viðtækin séu góð, hitt er miklu meira atriði, að maður hafi gott loftnet og af réttri gerð. Það verður að vera stuttbylgjuloftnet, sérstaklega gert, því að þessar sendingar fara einkum fram á stuttbylgju. Ég hef kannski ekki alveg nógu gott loftnet, en það hefur bjargast. — Ég fæst við þetta, þegar mér sýnist og þegar ég vil gefa mér tíma til þess. Því ræð ég algerlega sjálfur. Ég er ekki háður því að hafa aðra menn með mér við þetta, eins og t.d. þeir, sem iðka skák eða bridge. Auðvitað verður maður að lesa sér heilmikið til í bókum til þess að geta fylgst með og ég tala nú ekki um, ef menn taka þátt í getraunum, enda er Encyclopædia Britannica orðin með nánari kunningjum mínum. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.