Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRIL 1978 61 Magnús L. Sveinsson varaformaður Verzlunarmanna- félags Regkjavíkur: Verkefnið að leiðrétta ósam- ræmi í launum VRog BSRB KJARAMÁLIN í víðri merkingu eru ævinlega efst á baugi hjá verkalýðshreyfingunni, en ber þó eðlilega hæst þegar kjarasamning- ar eru lausir og samningaviðræður standa yfir. Þannig er það nú, á hátíðisdegi verkalýðshreyfingar- innar 1. maí. Það virðist vera orðið vonlaust fyrir aðila vinnumarkaðarins að semja nema til nokkurra mánaða í senn, því annars vofir sú hætta yfir að ákvæði samninganna séu rofin með lagaboði fljótlega eftir gerð þeirra og skiptir ekki máli hvaða ríkisstjórn er við völd eins og dæmin sýna. Slíkar aðgerðir eru ekki aðeins alvarlegar frá kjaralegu sjónar- miði, þær hafa djúpstæö áhrif á hugarfar og viðhorf almennings til þess stjórnkerfis, sem við búum við. Þær skapa öryggisleysi meðal launþega um gildi samninga, fólk fyllist vonleysi, þær framkalla gagnaðgerðir, auka á upplausn i þjóðfélaginu og gefa talsmönnum stjórnleysis byr sem þeir nýta út í æsar. Stjórnvöld réttlæta slíkar að- gerðir jafnan með því, að þjóðar- hagur hafi krafist aðgerða. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram, að þegar stjórn- völd hafa gripið til slíkra aðgerða, að þá hafi ekki verið nauðsynlegt að gera sérstakar efnahagsráð- stafanir. Ég ætla hinsvegar að halda því ákveðiö fram, að engin ástæða hafi verið til áð grípa nú til ráðstafana, sem leiddu til þess, að launataxtar almennu verkalýðsfélaganna voru skertir frá því sem samið var um þann 22. júní 1977. Hvaða launataxta höfðu al- mennu verkalýðsfélögin samið um, sem skert voru með lagaboði og komu í veg fyrir umsamdar vísitölubætur 1. marz s.K Það voru laun á bilinu frá 106 þúsund til 150 þúsund. Ég hygg að það séu ekki margir sem vilja halda því fram að það fólk, sem verður að sætta sig við að taka laun samkvæmt þessum töxtum sé of sælt af sínum kjörum. Allir vita að þessi laun gera hvergi nærri að nægja fyrir nauðþurftum meðalfjölskyldu. Það fólk, sem er á þessum launatöxt- um, en það er mjög stór hluti launþega í landinu, bjargast með því, að vinna alla þá yfirvinnu, sem gefst og fleiri en einn úr fjölskyldunni vinnur utan heimils- ins. Ef nauðsynlegt var, að skerða gildandi launataxta, þá átti að láta það koma frarm á hærri launa- töxtum. Með því hefðu stjórnvöld líka sýnt, að þau stóðu vörð um kjör þeirra lægri launuðu, sem verka- lýðshreyfingunni sjálfri hefur því miður ekki tekist. Það er einlæg von min, að ríkisstjórnin breyti sem fyrst gildandi lögum og afnemi skerðingu á launatöxtum almennu verkalýðsfélaganna. Þá ósk á ég bezta á þessum hátíðis- degi verkalýðsins. Verzlunar- og skrifstofufólk hefur þá sérstöðu um þessar mundir, að við gerð kjarasamn- inga opinberra starfsmanna s.l. haust, var lögð fram skýrsla, sem Hagstofan vann úr upplýsingum fyrirtækja, sem félagsfólk V.R. vinnur hjá, um raunverulegar launagreiðslur. Kjarasamningar opinberra starfsmanna tóku að hluta mið af þessum upplýsingum. Við samanburð á launatöxtum V.R. og B.S.R.B. kemur í ljós, að launataxtar B.S.R.B. eru frá 10—60% hærri en launataxtar V.R. fyrir sambærileg störf. Verkefnið, sem nú blasir við í kjaramálum verzlunar- og skrif- stofufólks er að fá leiðréttingu á þessu ósamræmi, sem ekki er hægt að una við. Við skrifstofustörf Magnús L. Svoinsson á skrifstofu VR ásamt samstarfsfólki sínu. gjafavorur „ J ,X\\ >11 ' M li, '[y. ij . W. JIV . -1 § J. L. »• % .JL'C. ^r3g'|Tj'lL vr H Rosenthal býður yður ýmislegt fleira en postulín og platta. Komið i verzlun okkar og skoðið hinar frábæru gjafavörur, — glervöru, postulín og borðbúnað í ýmsum verðflokkum. Rosenthal merkið tryggir frábæra hönnun fyrir heimilið. Rosenthal vörur - gullfallegar — gulltryggðar A. EINARSSON & FUNK Lnu£nve£i 85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.