Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 17
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRIL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 65 „Við lærðum að bera virð- ingu fyrir þorskinum...” — Það vantar orðið á vinnu- gleðina meðal yngra fólksins nú. Það er svoleiðis alið upp. I mínu ungdæmi voru allir ánægðir bæði með að fá að vinna og höfðu einnig ánægju af vinn- unni í sjálfri sér. Eg tel þetta neikvæða þróun. Það sagði Þorbjörgn Eyjólfs- son, afgreiðslumaður í E-skála Eimskips í Sundagörðum. Hann hefur unnið í rösk tíu ár hjá Eimskip, en áður var hann verkstjóri í 46 ár hjá útgerðar- fyrirtæki Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði. — Jú, ég er gaflari sjálfur, segir hann og skýtur hattinum aftur á hnakka. — En móðurætt mín er nú úr Biskupstungunum og föðurættin er komin úr Selvoginum. Faðir minn var fyrsti organistinn j>ar og hafði lært hjá Isólfi Pálssyni. — Við erum fædd í Hafnar- firði systkinin, ég hinn 6. apríl 1909 með þrjú hár á höfðinu og ellefu merkur að þyngd. Við vorum fimm systkinin. Einn bróðir minn dó í spönsku veikinni og allir á heimilinu nema ég og afi minn, tóku veikina. Það veiktust allir frá Jófriðarstöðum og niðurúr nema við, held ég. Við afi vorum við gegningarnar meðan þessi veik- indi stóðu yfir og á hverjum degi fór hann með mig upp á Öldur og sagði mér að anda að mér hreinu lofti svo að ég yrði ekki veikur. Og hvað sem því nú líður slapp ég. A sumrin var ég í sveit, t.d. í Krísuvík og á Hlíðarenda í Olfusi. Svo drukknaði faðir minn á Snorra goða þegar ég var tíu ára. Mamma fékk 1500 krónur í tryggingabætur. Thor blessaður Jensen sendi Ólaf son sinn með annað eins suður eftir til okkar. Mamma lagði þetta inn á banka og við höfðum oftast nóg að borða. En maður hafði ekki uppi miklar kröfur heldur. Ég fékk fyrstu gúmmí- stígvélin mín þegar ég var tólf ára enda hafði maður alltaf verið blautur. Við höfðum nokk- uð gott húsnæði en eldiviðurinn var stundum af skornum skammti því að skippundið af kolum kostaði sitt. Það er svo árið 1923 sem ég fer að vinna hjá Einari Þorgilssyni útgerðar- manni. Þar fékk ég þá í fyrstu hundrað krónur á mánuði. I fyrstu var ég að telja frá hjá fiskstúlkunum og svo var ég sendill að kvöldin. Svo varð ég verkstjóri yfir fiskverkuninni og gegndi því starfi lengi. Það var gott að vera hjá þessu fyrirtæki og það hafði á sér traust orð fyrir vandaða vöru. A þessum árum voru umsvif þess mikil, gerðir út tveir togarar og auk þess keyptur fiskur af Suður- nesjum og úr færeyskum bátum. Þrátt fyrir mikið verðhrun á fiski upp úr 1931 hélt Einar sínu þá. Vegna þess aö orðsporið var gott og traust. — Það var byrjað að vaska fiskinn venjulega í janúar eða febrúar og við það unnu svona tuttugu stúlkur. Einar varð fyrstur til að byggja yfir stúlk- Rabbað við Þorbjörn Eyjólfsson hjá Eimskip urnar sem unnu við slíka vinnu og setti ofn í skemmuna. A reitunum vann fjöldi manns og þar af voru margir unglingar. Það var góður skóli unglingum, þeir lærðu handtök stundvísi og þeir lærðu að bera virðingu fyrir þorskinum. Það skortir nú al- deilis á það núorðið hjá mönn- um. Það er hörmung að sjá hvernig fólk fer með fiskinn sem það fær í hendur og á að gera úr verðmætari vöru. — Þetta var hörkutími og mikil vinna. En margt vildi ég gjarnan lifa aftur, því að mannlífið var fagurt. Samt er það tvennt sem ég vildi ekki þurfa að sjá sem var á þessum árum: fátæktin og atvinnuleys- ið. Þessar aðgerðir hjá ríkis- stjórninni núna finnst mér réttar svo framarlega sem þær bera árangur og koma í veg fyrir atvinnuleysi sem er mesti böl- valdur sem ég hef kynnst. Ég gef glaður þá peninga sem þarf til að leggja lið mitt því að slík plága dynji ekki yfir. Það vita engir það sem ekki hafa reynt hvílíkt ástand þetta var. Sjálfur hafði ég alltaf mína góðu vinnu og komst af með mig og mína en það voru ekki allir svo lánsamir. — Svo færði ég mig um set, og hingað til Eimskips fyrir svoha tíu árum. Þó bý ég enn í Hafnarfirði. Ég vinn hér ásamt lyftumanni og við tökum á móti varningi sem þarf góða geymslu og má ekki frjósa. Mér líkar vel að vinna hér og fólkið er ágætt. Forstjórinn sýnist mér prýð- ismaður, hann er oft kominn fyrir allar aldir og keyrir hér um og talar við okkur og er vakandi fyrir þessu. Það er gott að hafa slíkan húsbónda. Þannig maður var líka Einar Þorgils- son. Og þeir hafa fleiri verið slíkir. Það kunna ekki allir alltaf að meta þá menn sem upp úr standa. Það hefur alltaf verið svoleiðis. — Það er mín einlæg ósk að við berum gæfu hér á landi til að halda friðinn — þar í meina ég einnig vinnufriðinn. Ef okkur tekst það held ég líka að við getum haldið þeirri velmegun sem hefur verið hér á landi síðustu árin og margir virðast orðið telja sjálfsagðan hlut sem ekkert ógni. Við þurfum þess vegna að huga að og virða vinnufriðinn. Það er lóðið. Vöxtur okkar þjóðfélags og framtíð er komin undir öflugum og síauknum við- gangi hinna innlendu atvinnuvega, skynsamlegri verkaskiptingu og umfram allt réttlátum kjörum allra þeirra, sem leggja hönd á plóginn. Sívaxandi þörf kröftugra íslenskra atvinnuvega beinir viðleitni samvinnu- manna stöðugt inn á nýjar brautir í leit að auknum möguleikum í atvinnu- málum. Samvinnuhreyfingin og verkalýðs- félögin eru greinar á sama stofni, almenn samtök með samskonar mark- mið: sjálfstæði og fullan rétt ein- staklingsins yfir arði vinnu sinnar, hvar sem hann býr og hvað sem hann stundar. Þessar hreyfingar hljóta alltaf að eiga samleið: efling annarar er endanlega sama og viðgangur beggja. Samvinnufélögin árna hinu vinn- andi fólki til lands og sjávar allra heilla á hinum löngu helgaða baráttu- og hátíðsdegi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Guðjón Jónsson rafgreinir: „Kappræður á nætiirvöktunum ’ ’ Einn af eldri starfsmönnum í kerjaskálanum, af þeim 175 sem þar vinna, er Guðjón Jónsson en hann er 66 ára og eru þeir tveir sem hafa náð þeim aldri. Það er ekki mjög langt síðan Guðjón hóf störf hjá Álverinu og hann var spurður hvað hann hefði gert fyrrum: — Ég hef verið sjómaður, rakari, bóndi ... og þó það tekur því varla að nefna það, en sjómaður og rakari. Ég lærði að raka í Vestmannaeyjum og starfaði við klippingu í Reykja- vík í ein 14 ár. Éftir það fór ég svo á sjóinn í 7 ár og sé ekki eftir því. Það var alveg orðið nauðsynlegt fyrir mig að breyta eitthvað til og ef ég hefði ekki gert það væri ég sjálfsagt kominn undir græna torfu. En eftir sjö ára sjómennsku hvarf ég aftur að rakarastörfum og þá á Húsavík og var rakari þar í 23 ár. Þar kynntist ég m.a. Jóel sem hér starfar sem yfirskála- stjóri og fyrir um fimm árum sótti ég um vinnu hér og fékk. Engin þrælkun Guðjón sagði að hann hefði verið þá orðinn um sextugt og því hefðu eðlilega mætt honum nokkur viðbrögð á þann veg að hann væri orðinn það aldraður að hann gæti ekki sinnt þessu starfi. — En þá var bara að taka sig til og sýna hvað maður gæti, sagði Guðjón og mér finnst ég hafa mætt mjög miklum sam- starfsvilja og skilningi hjá öllum mönnum hér bæði öllum yfirmönnum og þeim sem ég starfa mest með í skálanum og tel ég það mjög mikils virði. Yfirmennirnir eru allir þægileg- ir ef mannskapurinn stendur sig, sem vissulega þarf að gera í hvaða starfi sem er. Hér er engin vinnuþrælkun, vinnan er ekki erfið á neinn hátt, en hún byggist á árvekni og því að fylgjast vel með kerjunum og þjóna þeim af samvizkusemi en það getur verið rólegt á milli. — I þessum „pásum" er líka oft rætt um landsins gagn og nauðsynjar, ekki sízt á_ nætur- vöktunum, segir Guðjón, en þá er jafnvel svo að menn eru komnir í hálfgerðar kappræður um stjórnmálin, ekki í fúlustu alvöru en svona til að heyra hver stendur sig bezt í rökræð- unum. En í hverju er þá starf Guðjóns fólgið? — Starfsheitið er rafgreinir og er fólgið í því að annast um kerín, en hver maður sér um 40 Bjöm Þórhallsson form. Landssambands verzlunarmanna: ,yerðmætari er fríðurinn en 2—3 verðbólgustig” Á baráttudegi verkalýðs- hreyfingarinnar 1. maí 1978 verður óhjákvæmilega efst í huga það ófriðarástand, sem nú ríkir á íslenzkum vinnumarkaði. Þegar staðið var upp frá „sól- stöðusamningunum" á s.l. sumri voru flestir vongóðir um að nú myndi friður haldast út samnings- tímabilið. Þetta rættist því miður ekki. Friðurinn var rofinn í febrúar s.l. með setningu laganna um skerðingu verðlagsbóta á laun. Ekki er hægt að fallast á að mikla nauðsyn hafi borið til að þetta yrði gert og verðmætari er friðurinn en 2—3 verðgólgustig. Hinn magnaði áróður, sem ýmsir efnahagsmálaspekingar og vinnuveitendur flytja um þessar myndir fyrir því að nokkuð bætt kaupgeta launafólks sé höfuð- valdur verðbólgunnar, er að verða óþolandi. Einkum er gremjulegt hvað hann snýst nær alfarið gegn aðildarsamtökum Alþýðusam- bandsins. Það er líkast því að launahækkanir til annarra, og sumra þeirra alltekjuhárra, valdi hér litlu um. Breyting kjarasamninga með lögum getur í svipinn náð þeim tilgangi sem löggjafinn ætlast til þótt andstætt sé vilja verkalýðs- hreyfingarinnar, en þegar litið er til lengri tíma er eins líklegt að áhrifin verði gagnstæð. Það sem mestu máli skiptir er að valdbeitingaraðgerðum linni. Þar á ég við lagasetninguna frá í febrúar s.l., sem er þó langt frá að vera fyrsta eða versta aðgerð sinnar tegundar, svo og verkfalls- og verkbannsaðgerðir. Efnahagsvandamál okkar verða ekki leyst nema til komi samstaða allra meginafla þjóðfélagsins og engra ráða má láta ófreistað til þess að svo megi verða. Það er fyrir löngu orðið tómt mál að tala um „frjálsa samninga við aðila vinnumarkaðarins" þegar jafnan má búast við því að ríkisvaldið breyti samningum með löggjöf sinni eins og því þykir þurfa hverju sinni. Ganga verður hreint til verks þar sem þessir aðilar allir vinna að lausn mál- anna og ábyrgjast sameiginlega að við gerða samninga verði staðið. Núverandi forsætisráðherra og a.m.k, sumir af samráðherrum hans hafa, eins og ýmsar fyrri ríkisstjórnir, talsvert reynt til þess að gréíða fyrir gerð kjara- samninga á undanförnum árum, þótt ekki væri um beina aðild að ræða að samninsgerð. Þó var s.l.. vor veitt af hálfu ríkisstjórnar- innar fyrirgreiðsla við samnings- gerðina sem skilyrt hafði verið við það, að niðurstaða samninganna yrði innan þess ramma sem efnahagskerfið þyldi. í hugum þeirra sem að samningunum stóðu var þetta trygging fyrir því að ríkisvaldið myndi virða samning- ana. Það voru mikil mistök hjá ríkisstjórninni þegar hún „rifti“ kjarasamningunum í febrúar s.l. Nú er ekki myndarskapur ríkis- stjórnarinnar mestu í því að standa sem fastast á febrúar- lögunum til þess að sýna fram á það hver ráði málum hér á landi, heldur ber henni að viðurkenna mistökin og leiðrétta þau. Af því verður sómi hennar meiri. ker á sinni vakt, sér um að þau starfi eðlilega, en svo koma aðrir og taka úr þeim álið. Að öðru leyti geri ég það sem til þarf er t.d. varamaður í stjórn- herbergi þegar leysa þarf af o.fl. Það kom fram í spjallinu við Jóel að nokkuð er um að menn séu á biðlista eftir störfum og Guðjón greindi frá í hverju það gæti legið: Góð laun — Ég held að óhætt sé að segja að laun séu einna bezt hér fyrir menn sem ekki hafa sérstaka menntun og á þessum þrískiptu vöktum eins og ég starfa á þá fara laun eftir 5 ára í tæplega 300 þúsund á mánuði. Þar við bætist frítt fæði og vinnuföt og fríar ferðir til og frá vinnustað og þá er e.t.v. nokkuð meira um frí en hjá almennum verkamönnum. Þetta held ég að hafi fyrsti og fremst þau áhrif að störfin séu eftirsótt. Hér er líka allt mjög í föstum skorðum, launin koma á réttum tíma og frí eru vel skipulögð og yfir- menn góðir eins og ég gat um áðan. Ég held að menn meti þessi atriði mest og ekki er mikið um að menn finni að loftinu hér, það er að vísu frekar þungt, en ekki svo að til óþæginda sé. Þá nefndi Guðjón að sér fyndist á allan hátt gott að starfa í Álverinu, þar ríkti gagnkvæmt traust milli manna og — það þarf engu að leyna ef einhver verður fyrir óhappi, það þarf enginn að skammast sin fyrir það, menn vita að það er ekki gert af ásettu ráði, heldur Guðjón Jónsson við „Brjótinn“ en með honum er bortin álskel- in í kerjunum pegar ekið er eftir endilögnum kerjaskálanum. Ljósm. Rax. eiga þau sínar eðlilegu skýring- ar. Að lokum, hvort er meira þreytandi að vera rakari eða rafgreinir? — Það er mun meira þreyt- andi að vera rakari, það er maður að fást við lifandi fólk og hefur einhvern veginn meiri áhyggjur af starfinu. Hér þarf að sjálfsögðu að fylgjast vel með öllu en þetta lærist með þjálfun og má t.d benda á að raunur á kaupi á 1. og 5. ári er um eða yfir 12% þannig að starfs- þjálfunin er metin. Ameriku & júni. I annað sinn efnum við til hópferðar til Florida. Fyrsta ferðin tókst stórkostlega vel og hin þriðja verður sennilega farin í ágúst. Dvalið verður á góðu hóteli, Ivanhoe á hinni skjannahvítu og hreinu Miamiströnd, þar sem sjórinn er notalega hlýr og ómengaður. Frá hótelinu bjóðast skoðunarferðir til: Disney World - heitns teiknimyndapersónanna. Seaquarium - stærsta sædýrasafns heims. Safari Park - eftirmyndar frumskóga Afríku Everglades þjóðgarðsins sem á engan sinn líka og fjölmargra atinarra áhugaverðra staða. BrottfÖr 9. júnt. Komudagur 1. júlt. Verð kr. 189.000,- á mann í tveggja manna herb. Aukagjald fyrir eldunaraðstöðu kr. 10.800. - fyrir hvorn. Fæ%LsAC LOFmmm Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hétel Esju, sfmi 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og fcrðaskrifstofur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.