Morgunblaðið - 03.05.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 03.05.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1978 23 HK VANN MEÐ 9 MÖRKUM OG FER [ 1. DEILD EN KR FÉLL ÞAÐ verður HK úr Kúpavogi sem leikur í 1. deild karla næsta keppnistímabil. Það ótrúlega gerðist í síðari aukaleik HK og KR sem fram íór í gærkveldi í íþróttahúsinu í Mosfellssveit að HK sigraði með níu marka mun. 29 mörkum gegn 20. KR-ingar höfðu sigrað í fyrri leik liðanna 22—15. og ílestir bjuggust við að þeir hefðu gulltryggt sæti sitt í 1. deild, en HK menn voru á öðru máli og það sönnuðu þeir rækilega í gærkveldi. Leikurinn var allan tímann geysispennandi og skemmtilegur á að horfa og stemmningin í íþrótta- húsinu var með ólíkindum, aðdáendur og fylgismenn HK höfðu fjölmennt og áttu þeir sinn þátt í því að sigurinn varð svo stór sem raun ber vitni því að hvatningarhróp þeirra gáfu HK byr undir báða vængi þegar mest á reyndi. HK byrjaði leikinn af krafti og var strax augljóst að þeir ætluðu að selja sig dýrt, KR-ingar virtust hins vegar frekar tauga- óstyrkir og voru furðu mistækir og um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 11—7. HK bætti um betur og hafði yfir í leikhléi 17—11. Nú var að bíða og sjá hvort sama sagan endurtæki sig og í fyrri leiknum en þá var allur vindur úr HK í síðari hálfleik, og KR sigraði þá létt. Nú var annað upp á teningnum, það var Ingi Steinn sem skoraði fyrsta mark hálfleiksins, 17—12, en þá komu tvö mörk frá Hilmari og Stefáni og spennan jókst jafnt og þétt út allan hálfleikinn. KR-mgar Mönnum óheimilt að fara án leyfis - segir Ellert B. Schram, formaður KSI Síðastliðinn sunnudag birtist í Morgunblaðinu auglýsing. þar scm danskt 1. deildar lið f knattspyrnu óskar eftir góðum knattspyrnumönnum. Heitið er hálfri eða fullri atvinnumennsku og eru föst laun í boði ásamt bónus. Eins og kunnugt er hafa Danir tekið upp hjá sér atvinnu- mennsku f knattspyrnu og auglýsingar sem þessi hafa sést vfða í dagblöðum á Bretlandi og á Norðurlöndum að undanförnu. Við spurðum Ellert B. Schram formann KSÍ álits á auglýsingu þessari. Ellert kvaðst ekki hafa séð auglýsinguna og KSI hefði enn ekki tekið afstöðu til hennar, en hann vildi benda á reglur sem stjórn KSI samþykkti í fyrra varðandi leikmenn, sem ætluðu sér að leika með erlendum félagslið- Fylkir hlaut sín fyrstu stig FYLKIR hlaut sín fyrstu stig í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkveldi með 2:0 sigri sínum «TI1 t1—: ,Qt,»ðan í leikhléi var 2:0. Mörkin skoruðu Hiimai hvatsson og Hörður Antonsson. Þetta eru fyrstu mörk Fylkis í mótinu. Júgöslavar í úrslitin LANDSLIÐ Júgóslavíu í knatt- spyrnu, leikmenn 21 árs og yngri, vann sér í gærkvöldi þátttökurétt í úrslitum Evrópukeppninnar með því að gera jafntefli við enska landsliðið í sama aldursflokki. Leikið var á Maine Road í Manchester og lauk leiknum 1:1. Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Novi Sad í Júgóslavíu lauk með sigri Júgóslava 2:1. Júgóslavarnir voru fyrri til að skora í gærkvöldi en Steve Sims frá Leicester jafnaði skömmu fyrir leikslok. Ahorfendur voru 20 þúsund. Mjög margir af beztu mönnum enska liðsins voru fjarverandi í gær- kvöldi vegna meiðsla. um. Samkvæmt þeim væri óheim- ilt að fara burt eftir að keppnis- tímabilið væri hafið, nema með fullu samþykki þess félags sem leikmaðurinn væri í svo og stjórn- ar KSÍ. Benti Ellert á að full ástæða væri fyrir íslensk félagslið að vera á varðbergi gagnvart slíkum auglýsingum og flutningi leikmanna til erlendra liða. Samt væri þetta eins og hver önnur starfsauglýsing og efaðist hann um að lög bönnuðu slíkar auglýs- mgar. -Þr. |Knattspyrnumenn óskast Danskt 1. deildarliö óskar eftir 1—2 góðum knattspyrnumönnum, framherjum eöa miö- framherjum. Hálf eöa full atvinnumennska. Föst laun ásamt bónus í boði. Tilvaliö fyrir menn sem hugsuöu sér nám í Danmörku. Þeir sem hafa áhuga fyrir þessu vinsamlegast leggiö inn til blaösins nöfn og helstu upplýsingar í lokuöu umslagi merkt: „Knatt- I spyrna — 4486" fyrir miövikudaginn 3. maí.J Láta rannsaka 12:0 sigur Borussia ÞÝZKA knattspyrnusambandið hyggst láta rannsóknarncfnd kanna sérstaklega hin einstæðu iok keppnistímabilsins þar í landi um s.l. helgi þegar Borussia Mönchengladbach missti titilinn naumlega tii FC Köln þrátt fyrir 12,0 sigur yfir Borussia Dortmund. Frammistaða leikmanna leik- manna Dortmund í leiknum þykir hafa verið grunsamlega slök. Verður kannað gaumgæfi- lega hvort mútur hafi verið í spilinu, en engar sannanir um slíkt liggja þó fyrir. Dortmund rak þjálfarann Otto Rehhagel strax eftir leik- inn og sektaði hvern einasta leikmann liðsins um 250 þúsund krónur. léku mjög fálmkennda sókn og gerðu sig seka um of mikið af niðurstungum í stað þess að leika knettinum á milli sín og láta hann vinna fyrir sig þeim tókst ekki einu sinni að notfæra sér þótt HK liðið hefði þrisvar sinnum í hálfleiknum manni færra vegna Ragnar Ólafsson átti stóran þátt í því að slá KR út úr 1. deild. brottvísunar leikmanna. Vörn HK var vel leikin og baráttan var góð, þá var markvarsla Einars sterk. Þegar 10 mínútur voru ti leiksloka var staðan 24—15, og þá sýndi Ragnar Ólafsson frábæran leik og skoraði fjögur mikilvæg mörk á lokakaflanum. Þegar 1 mínúta var til leiksloka og all’t á suðupunkti reyndu KR-ingar að hleypa leiknum upp og taka tvo úr umferð en Kristinn Ólafsson braust laglega í gegn úr hægra horninu og innsiglaði þennan sæta sigur yfir KR, sem sendir þá rakleiðis niður í 2. deild aftur, eftir stutta viðdvöl í 1. deild. KR-liðið er hreint út sagt alveg óútreiknanlegt, tvívegis hafa þeir verið með pálmann í höndunum, og Svo gott sem tryggt sæti sitt í 1. deild en í bæði skiptin gloprað þeim á hreinu kæruleysi og óyfirveguðum leik sínum. Liðið virkaði afar ósamstillt í þessum leik, og var enginn leikmaður öðrum fremri. HK á hrós skilið fyrir þann mikla baráttuvilja og samstöðu sem liðið sýndi í þessum leik, þeir voru augsýnilega komnir til að sigra og það tókst þeim, enda fögnuðu þeir ákaft í lokin og tolleruðu þjálfara sinn Axel Axelsson sem gert hefur góða hiuti með liðið. Allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið og erfitt að taka einn fram yfir annan. Þó er óhætt að segja að Ragnar Ólafsson hafi verið einn besti maður liðs síns, hann gafst aldrei upp (ekki frekar en á golfvellinum), sýndi óhemju dugnað í varnarleiknum og var útsjónarsamur í sóknarleiknum jafnframt því sem hann skoraði mikilvæg mörk eins og áður greinir. Til haminaiu HK. Markhæstir HK: Ragnar Ólafs- son 8, Hilmar Sigurgíslason 5. Markhæstir KR: Björn Péturs- son 5, Símon Unndórsson 4,— þr. Þessi mynd er tekin í fyrra er Karl Jóhannsson tók við sigur- launum þriðju deildar. Nú leikur þessi gamla kempa í 1. deild á næsta ári. að nýju á fimmtugsaldri. // // Gaman að leika í 1. deild að nýju VIÐ GERÐUM okkur grein fyrir því að við höfðum tapað orrustu en ekki stríði eftir að fyrri leikur liðanna hafði verið leikinn og við tapað með sjö marka mun, sagði Karl Jóhannsson, fyrirliði HK í gærkvöldi. En nú vorum við ákveðnir í að berjast til þrautar og tapa þá með sæmd, en með geysilegri samstöðu og baráttu- vilja allra liðsmanna tókst að koma sigrinum í höfn, og ánægjan er ólýsanleg og það verður skemmtilegt að ieika í 1 deild að nýju. Að lokum sagði Karl að þjálfari liðsins, Axel Axelsson ætti sinn stóra þátt í hve vel hefði gengið hjá liðinu og ætti hann þakkir skilið. -þr. Wolves bjargaði sér með góðum sigri yfir Villa ÞAÐ VAR endanlega útkljáð í ga>rkvöldi að West Ham fellur í 2. deild í ensku knattspyrnunni. Eina von liðsins var fólgin í því að Wolves tapaði tveimur síðustu KiKj„m m05 niiklum mun en í gærkvöldi vann Woiven u« Aston Villa örugglega 3il og þur með féll West Ilam. Urslit í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi urðu þessi: 1. deild: Chelsea — QPR 3:1 West Bromwich — Nottingham F. 2:2 Wolverhamton — Aston Villa 3:1 2. deild: Millwall — Mansfield 1:0 Happdrætti Fram • Dregið hefur verið í happ- drætti Ilandknattleiksdeildar Fram. Vinningar komu á eftirtal- in númer, 19364, 7397. 15547, 7854 og 7853. Upplýsingar um vinninga eru veittar í síma 53213. Vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar. Skozka úrvalsdeildin: Clydebank — Dundee Utd. 2:0 Þeir John Richards, Mel Eves og Billy Rafferty skoruðu mörkin fyrir Wolves, sem tryggðu liðinu áframhaldandi setu í 1. deild. Brian Dittie ^,Qrk Aston VlHar' Englandsmeistarar Nottingham Forest gerðu enn eitt jafnteflið í gærkvöldi. Ian Boywer og John Robertsson (vítaspyrna) skoruðu mörk liðsins en fyrir West Ham skoruðu Tony Brown og Wayne Hughes. Millwall vann sinn sjötta sigur í röð og tryggði sér áframhald í 2. deild, en um tíma í vetur var liðið langneðst og virtist dæmt til að falla. JOnn ckoraði eina márk leiksins gegn Mansfield. Líklegt er að annað hvort Orient eða Charlton fylgi Hull og Mans- field niður í 3. deild. Lokahóf handknattleiks- manna í Sigtúni í kvöld Lokahóf handknattleiksmanna fer fram í Sigtúni í kvöld. Húsið opnar kl. 19. Á boðstólum verður kvöld- verður fyrir þá sem þess óska. Að loknu borðhaldi fer fram verð- launaafhending fyrir deildir og bikarkeppni karla og kvenna. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi og skemmtikraftar koma fram. Grillbarinn á 2. hæð er opinn. Hófið stendur til klukkan 2. Verð aðgöngumiða er kr. 3000 sé snæddur kvöldverður, en annars kr. 1500. Miðar verða seldir við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.