Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 91. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nkomo hafnar Lusaka, 3. maí AP. Blökkumannaleiðtoginn Joshua Nkomo hafnaði í dag tilboði stjórnarinnar í Salisbury um að veita skæruliðum skilyrðislausa uppKjöf saka og sagði að stríðinu yrði haldið áfram unz yfir lyki. Um þá ráðstöfun stjórnarinnar að aflétta 15 ára gömlu banni við starfsemi blökkumannasamtak- anna ZAPU og ZANU sagði Nkomo: „Enginn getur lögleitt Framhald á bls. 18 Landráð kölluðu fiskimenn í Höfn Kaupmannahöfn, 3. maí AP Reuter. RÚMLEGA 2.000 reiðir fiskimenn bjuggu um sig í höfninni í Kaupmannahöfn í dag með um 100 bátum til þess að mótmæla skertum aflakvótum hótuðu að loka höfninni ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra og hrópuðu „landráð“ þegar Svend Jakobsen sjávarútvegsráðherra sagði að hann gæti lítið gert til að hjálpa þeim nema lofa því að þingið og stjórnin athuguðu vandamál þeirra. Fiskimennirnir gengu fylktu liði til þinghússins þar sem þeir kröfðust þess að kvótunum yrði aflétt eða að þéir fengju greiddar skaðabætur. Svend Jakobsen vísuðu kröfum þeirra á bug og sagði að hann sæi enga möguleika á viðræðum milli dönsku stjórnarinnar og Eystra- saltslanda sem standa utan við Efnahagsbandalagið. „Það er aðeins til ein leið til þess að sniðganga EBE og hún er sú að fara úr bandalaginu," sagði Jakobsen. Fiskimennirnir fögnuðu þessari yfirlýsingu með d.vnjandi lófataki, en Jakobsen Framhald á bls. 18 Franskur hermaður. Christian Galluelle, í ísraelsku sjúkrahúsi eftir bardaga umhverfis Tyrus í Suður-Líbanon þar sem hann særðist. Aldo Moro Hættulegir Bonn 3. maí Reuter. SAMTÖK úkraínskra stúdenta sögðu í dag að tveir félagar úr þeim hefðu verið handteknir grun- aðir um áform um að ráða af dögum Sovétleiðtogann Leonid Brezhnev sem kemur til Vestur- -Þýzkalands á morgun í fjögurra daga heimsókn. Lögreglan vill hvorki staðfesta fréttina né bera hana til baka. Jarðskjálfti Ankara, 3. maí AP. FIMMTÁN skólabyggingar og 270 hús skemmdust í vægum jarð- skjálfta í bænum Pulumur í Austur-Tyrklandi og nágrenni bæjarins í dag en manntjón varð ekkert að sögn tyrknesku frétta- stofunnar. Tyros, Líbanon, 3. maí. Reuter. AP. FRIÐARGÆZLULIÐ Sameinuðu þjóöanna í Líbanon var í viðbragðs- stöðu í' dag eftir átökin í gærkvöldi. fimm klukkutíma snarpa bardaga, sem hófust tíu mínútum eftir að viðræður hófust um vopnahlé umhverfis Tyros, og hörðustu orrustuna sem gæzlusveitirnar hafa háð si'ðan þær komu til Suður-Líbanon f síðasta mánuði. Tveir franskir hermenn og einn senegalskur féllu og níu Frakkar særðust í þessum bardögum um- hverfis Tyros. Brynvögnum, eld- flaugum, fallbyssum og vélbyssum var beitt í bardögunum sem geisuðu á rúmlega fimm kílómetra víglínu. Yfirmaður frönsku gæzlulið- anna, Jean-Germain Salvan of- ursti, var skotinn í fæturna þegar hann fór á vettvang í bifreið Frelsissamtaka Palestínu til að reyna að binda enda á átökin. Jean Menegaux höfuðsmaður sagði fréttamanni Reuters að hann hefði barizt við hlið ofurstans og lét svo um mælt að þetta hefði verið enginn smábardagi. „Þetta var raunveruleg orrusta háð með þungum vopnum,“ sagði hann. Palestínskir skæruliðaleiðtogar neituðu því í dag að þeir hefðu verið viðriðnir bardagana. Þeir gáfu í skyn að skæruliðarnir sem börðust við gæzluliðana hefðu verið úr hópum líbanskra vinstri- sinna sem eru í bandalagi með PLO. Vinstrisamtökin Andspyrnu- fylking alþýðunnar til frelsunar Suður-Líbanon frá hernámi og fasisma sögðu að átökin umhverfis Tyros hefðu byrjað þegar gæzlu- flokkur SÞ hefði skotið á skæru- Glasgow, 3. maí AP. ÚRSLIT héraðsstjórnarkosninga í Skotlandi sýndu í dag að skozkir þjóðernissinnar hafa orðið fyrir meiri háttar áfalli og þar með aukast verulega sigurlíkur Verkamannaflokksins í þing- kosningum sem almennt er talið að eínt verði til í haust. Verkamannaflokknum tókst að liðahóp sem sótti að víglínu Israelsmanna. Samtökin hafa misst tvo menn fallna í fyrri átökum við franska hermenn. Þau sögðu í yfirlýsingu: „Enginn mannlegur máttur getur aftrað okkur frá því að berjast gegn innrásarmönnum zionista.“ BEGIN HARÐUR Forsætisráðherra Israels, Menachem Begin, sagði á fundi með Gyðingum í Chicago í dag að Framhald á bls. 18 afstýra hættu á því að Skozki þjóðernissinnaflokkurinn fengi hreinan meirihluta í mikilvægum héraðsstjórnum, sem voru taldar í hættu, og hélt meirihluta sínum í Strathclyde, hinu svokallaða iðn- aðarbelti umhverfis Glasgow, sem er gamalt vígi Verkamannaflokks- ins, en með nokkuð minni meiri- hluta en áður. Framh á bls. 18 Þjóðernissinnar í Skotlandi töpuðu Símamynd AP Danskir fiskimenn leggja af stað í mótmælagöngu til þinghússins í Kaupmannahöfn frá Löngulínu. Róm, 3. maí, AP. FLOKKUR kristilegra demókrata á Ítalíu mildaði í dag þá stefnu sína að semja ekki við hryðjuverkamenn og lofaði að sýna nokkrum föngum „veglyndi og miskunn" ef hryðjuverkamenn slepptu Aldo Moro fyrrverandi forsætisráðherra úr haldi og drægju úr borgarhryðjuverkum. afstöðu sinni í sama mund og 15 stofnendur Rauðu herdeildanna fordæmdu aðbúnað í fangelsum í yfirlýsingu sem lesin var upp við réttarhald þeirra í Torino. I yfirlýsingu hryðjuverkamann- anna var ekki minnzt á Moro. Stjórnin hefur hafnað kröfu ræningja hans um að 13 hryðju- verkamönnum verði sleppt úr fangelsi. Jafnframt yfirheyrðu Framhald á bls. 18 Gæzluliðið viðbúið eftír harða orrustu Seinna gaf stjórnin til kynna að ef til mála kæmi að sleppa föngum yrði ekki sleppt úr haldi hryðju- verkamönnum sem hefðu verið dæmdir fyrir morð. í yfirlýsingu frá skrifstofu Giulio Andreotti forsætisráðherra sagði áð stjórnin mundi „ekki gleyma þjáningum fjölskyldna sem gráta yfir hörmu- legum afleiðingum glæpsamlegrar starfsemi tortímingarmanna.“ í yfirlýsingunni frá skrifstofu forsætisráðherra sagði að sam- starfsnefnd ráðuneyta um öryggis- mál mundi koma saman til fundar eftir nokkra daga til að ræða „mannúðarlausn" sem gæti tryggt að Moro yrði látinn laus. En í yfirlýsingunni er ítrekuð sú af- staða stjórnarinnar að hún taki ekki í mál að hvika hið minnsta frá lögum ríkisins. Flokkurinn skýrði frá hinni nýju Samþykkja að aflétta vopnabanni Washington, 3. maí. AP. UTANRÍKISNEFND fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings sam- þykkti í dag að aflétta þriggja ára gömlu banni þingsins við vopnasölu til Tyrklands og samþykktin er talin sigur fyrir Carter forseta. Beiðni Carters var samþykkt með naumum meirihluta: 18 atkvæðum gegn 17. Demókrat- inn Lee Hamilton frá Indiana, leiðtogi þingmanna sem hafa barizt fyrir því að vopnasölu- banninu verði aflétt, sagði að úrslit yrðu tvísýn þegar deildin í heild greiddi atkvæði um tillöguna og kvaðst engu geta spáð um hvort hún yrði sam- þykkt. „Bannið hefur ekki borið árangur," sagði Hamilton. „Það stofnar öryggi okkar og banda- manna okkar í- hættu." En andstæðingar hans segja að Tyrkir haldi enn hluta Kýpur á valdi sínu og þar með sé ekki hægt samkvæmt banda- rískum lögum að veita Tyrkjum aðstoð og það var ástæðan til þess að bannið var sett. Þeir vilja ekki aflétta banninu fyrr en hernámi Tyrkja lýkur á Kýpur. Stjómvöld á Ítalíu linast í máli Moros

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.