Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAl 1978 Hrein tilviljun aö ökumaðurinn slapp ómeiddur HÉR birtist síðbúin mynd, sem Mbl. áskotnaðist nýlega af umferðaróhappi á mótum Lækjargötu og Reykjanes- brautar í Hafnarfirði í fyrra. Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bílnum með peim afleiðingum að bíllinn fór á handriðið og bókstaflega præddist upp á paö. Gekk endi handriðsins nokkra metra út úr bílnum að aftan. Ökumaöurinn slapp ómeidd- ur og pað fyrir hreina tilviljun eins og myndin ber með sér. Þetta var nefnilega önnur tveggja Volkswagenbifreiöa á landinu með stýrið hægra megin. Þetta óhapp minnir á, að betur parf aö vanda frágang handriða meðfram veggjum en parna er gert og öruggast væri ef endarnir væru látnir ganga niður í jöröina eins og gert er erlendis. Ljósm. Eðvar Ólafs- son. Utankjörstaðakosninií vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 28. maí n.k. hófst s.l. sunnudag, og var þessi mynd tekin í Miðbæjarskólanum í Reykjavík I gær. þegar kjósandi kom til að greiða atkvæði. bá rennur kærufrestur vegna kjörskrár út n.k. sunnudag 7. mai. Innflutningsbann á FYRIR rúmum hálfum mánuði hófst gröftur fyrir grunni Litlu-Grundar. nýbyggingar clli- og hjúkrunarhcimilisins Grund- ar. Byggingin verður við Brá- vallagötu við Minni-Grund. Vcrð- ur í þessari nýbyggingu m.a. pláss fyrir 30 vistmenn. Fyrir nokkrum dögum var vinnu við grunninn hætt og liggur hún nú niðri. Mbl. spurði Gísla Sigurbjörns- son, forstjóra Grundar, um þetta í gaer. Sagði hann að hér væri um að ræða sína ákvörðun, eftir tilskrif sem byggingarfulltrúi borgarinnar í nafni bygginga- nefndar hefði sent Grlind. Er þar um að ræða viðvörun til Grundar um að haida ekki áfram fram- kvæmdum við húsgrunninn. Þetta urðu mér mjög mikil vonbrigði. Ég taldi okkur hafa fengið leyfi til að hefjast handa við grunninn. — Ég veit ekki betur en búið sé að kynna fyrir öllum aðilum málsins áætlanir okkar. Á þessu stigi tel ég ekki ástæðu til að fjalla nánar um þetta leiðinda- mál. Vona aðeins að þessir dagar sem fallið hafa úr við grunngröft- inn, verði ekki til þess að setja alvarlegt strik í reikninginn, og að borgaryfirvöld, sem hafa verið málefnum Grundar hliðholl, taki fljótt og vel þetta mál í sínar hendur. Byggingafulltrúi Reykjavíkur- borgar, Gunnar Sigurðsson verk- fræðingur, sagði í samtali við Mbl. í gær um þetta mál, að bygginga- Frarnhald á bls 18. 5. hverfafundur borg- arstjóra á laugardag FIMMTI hverfafundur Birgis ísleifs Gunnarssonar borgar- stjóra verður haldinn í Domus Medica Egilsgötu 3, n.k. laugar- dag. 6. mai. kl. 14.30. Þessi fundur er fyrir íbúa í Austurbæ. Norðurmýri. Hlfða- og Holta- hveríi. Fundarstjóri á fundinum verður Barði Friðriksson hæsta- réttarlögmaður, en fundarritari Magnús Ásgeirsson viðskipta- fræðinemi og Rúna Guðmunds- dóttir verzlunarstjóri. Vinna stödvud við Litlu-Grund olíu í fjórum hömum TVÖ verkalýðsfélög til viðbótar hafa nú hoðað innflutningsbann á olíu frá og með 11. maí næst- komandi. Eru það Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðsfélagið Fram á Seyðisfirði. Verkamannafélagið Illff boðar bannið um ótiltekinn tíma, en hin félögin í hálfan mánuð. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær voru Dagsbrún og Hörður í Hvalfirði fyrst til að boða inn- flutningsbannið. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar J. Guðmundssonar, for- manns Verkamannasambands ís- lands, eru þetta aðalolíuhafnir landsins. Stærst er Reykjavík, þá Hvalfjörður og Seyðisfjörður og loks Hafnarfjörður. Hvað útflutnings- bann snerti, kvað Guðmundur alvar- legt ástand vera farið að skapast t.d. í Vestmannaeyjum í frystihúsum þar, hjá mjölframleiðendum og eins kvað hann skóinn vera farinn að kreppa að hjá saltfiskframleiðend- um víða. Kvað Guðmundur Verka- Framhald á bls 18. 10% hækkun á f argjöldum SVRog SVK FARGJÖLD Strætisvagna Reykjavíkur og Kópavogs hækka frá og með morgundeginum um 10% að mcðaltali. Vcrða fargjöld- in, sem hér segir. Fullorðnir Einstök fargjöld úr kr. 90 í kr. 100 Stór farm.spj. úr kr. 3000 (42 miðar) í kr. 3000 (38 miðar) Lítil farm.spj. úr kr. 1000 (12 miðar) í kr. 1000 (11 miðar) Farm.spj. aldr. úr kr. 1500 (42 miðar) í kr. 1500 (38 miðar) Börn Einstök fargjöld kr. 30 (óbreytt) Farm.spj. kr. 500 (34 miðar óbreytt) Hjá Strætisvögnum Kópavogs eru stóru farmiðaspjöldin ekki til sölu. Gagnlegar umræður á full- trúaþingi Evrópuráðsins — segja þingmenn er sátu þingið. Evrópudagurinn á morgun Börkur með 400 tonn af kolmunna: NÝLEGA var haldinn i Strassborg fulltrúaping Evrópuráðsins en pingið var áður nefnt Ráðgjafaping Evrópu- ráðsins. Er petta samkoma 168 pjóðpingsmanna frá hinum 20 aðildarríkjum ráðsins og eiga að- ildarlöndin 3—18 fulltrúa á pessu pingi eftir fólksfjölda. ísland á rétt til þriggja fulltrúa á þinginu en þeir eru alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Jónas Árnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Jónas og Þorvaldur Garðar áttu ekki heimangengt og sat því Pétur Sigurðsson fundinn ásamt Ingvari, en Pétur er varamaður. Stofndagur Evrópuráðsins er 5. maí og er þess dags minnst ár hvert sem Evrópudagsins. Hefur kjörorð dagsins veriö ákveðið „Evrópa varöar okkur öll“ og hefur Samband ísl. sveitarfé- laga fariö þess á leit við sveitarfélög að þau minnist dagsins með því aö hafa við hún þjóðfánann eða Evrópu- fánann. Þingmennirnir Ingvar Gíslason og Pétur Sigurósson, Ingvar Gíslason og Jónas Árnason. Líósm OI K M Pétur Sigurösson, sem sátu fulltrúa- þing Evrópuráðsins, efndu ásamt Jónasi Árnasyni til fundar með fréttamönnum, en þeir sögöu það vera nýlundu, þar sem ekki heföi áöur verið kallað á fréttamenn aö loknum þessum fundum, en þá heföu ís- lendingar sótt mörg undanfarin ár. Dagskrármál þingsins voru m.a. kosning aðalþingforseta, kosning 12 fulltrúa til forsætisnefndar, en einn þeirra var Ingvar Gíslason, kosning dómara til Mannréttindadómstóls Evrópu, en sá dómstóll tekur til meðferðar mál er mannréttindanefnd Framhald á bls 18. , ,Kolmunninn ekki nógu þéttur enn” — segir Magni Kristjánsson skipstjóri „VIÐ erum komnir með rösklega 400 tonn, en ég veit ekki gjörla um afla Víkings og Bjarna ólafssonar, nema hvað Víkingur fékk góðan afla fyrsta daginn, síðan sprengdi hann vörpuna og þurfti að fara inn til Fugla- fjarðar,“ sagði Magni Krist- jánsson skipstjóri á Berki NK þegar Morgunblaðið náði tali af honum á kol- mannaslóðinni suður af Færeyjum í gær. Magni saKði í samtalinu við Morgunblaðið, að þeir á Berki væru búnir að vera 3 daga á kolmunnamiðunum við Færeyjar og á þeim tíma tekið fimm höl. „Fyrsta daginn var ansi líflegt á miðunum, en í gær og í dag hefur þetta verið dauði og djöfull. Það vantar ekki að það er nægur kolmunni, hann er aðeins það dreifður í sjónum þessa dagana. Kolmunninn þéttir sig aftur þegar hann kemur í kantinn hér suður af eyjunum og það verður örugglega innan nokkurra daga,“ sagði Magni. Handtökumáliö: Kærur á gæzlu- varðhald dregn- ar til baka Þrið ji lögreglumaöurinn leystur frá störfum um stundarsakir Réttargæzlumenn Þeirra Hauks Guðmundssonar og Viðars Olsens drógu í gær til baka kærur á úrskurð um gæzluvarðhald yfir Þeim Hauki og Viðari, sem kveðinn var upp um síðustu helgi. Gæzluvarðhaldsúrskurðirnir voru strax kærðir til Hæsta- réttar. Aö sögn Þóris Oddssonar vararann- sóknarlögreglustjóra miðar rannsókn handtökumálsins vel áfram. Eins og kom fram í Mbl. í gær hefur Viöari Olsen veriö sleppt úr gæzluvaröhaldi en Haukur situr áfram í gæzluvarð- haldi í Síðumúlafangelsinu. Allmargir aðilar hafa verið yfirheyrðir að undanförnu vegna málsins, þeirra á meöal Skarphéðinn Njálsson, yfirlög- Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.