Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 3 Borgarstjórnarkosningar: 1966 munaði 276 atkvæð- um að Sjálfstæðisflokkur- inn missti meirihlutann — en þá hafði flokkurinn 9 fulltrúa . og reyndar höfum við aldrei verið nær pví að missa meirihlutann en einmitt pegar við höfðum 9 borgarfulltrúa 1966,“ sagði Birgír ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, m.a. i samtali sem birtist í Mbl. í gær, par sem hann lagöi áherzlu á að nauösynlegt er aö allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík leggi sitt af mörkum eigi meirihlutínn í borgarstjórn að haldast. í borgarstjórnarkosningunum 1966 náði 9. fulltrúinn ekki kjöri og munaði aðeíns 276 atkvæðum að áttundi maður D-listans næði heldur ekki kjöri. ikosningunum 1970 munaði 483 atkvæðum að áttundi maðurinn næði ekki kjöri. Þegar gengið var til borgarstjórnarkosninga 1966 höfðu sjálfstæðismenn 9 borgarfulltrúa. í kosningunum hlaut D-listinn 18.929 atkvæði og B-listinn 6.714 atkvæði. Á bak við áttunda mann D-listans voru 2.366 atkvæði og 2.238 atkvæði á bak við priðja mann B-listans. í borgarstjórnarkosningunum 1970 hlaut D-listinn 20.902 atkvæöi og G-listinn 7.167 atkvæði. Á bak viö áttunda mann D-listans voru 2.613 atkvæði og á bak við priðja mann G-listans 2.389 atkvæði. ÞURRKAÐ iteak ■ liilll Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir parket. Sendum í póstkröfu um land allt. • U Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184 Fjölmenni við útf ör Jökuls Jakobs- sonar ÚTFÖR Jökuls Jakobssonar rit- höfundar fór fram frá Dóm- kirkjunni í gær. Fjölmenni var við útförina og meðal þeirra sem voru viðstaddir voru forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra. Jón Hnefill Aðalsteinsson, mágur Jökuls heitins, jarðsöng og Rut Ingólfsdóttir lék einleik á fiðlu.'Leikhússtjórar leikhúsanna, leikarar og leikritahöfundar báru hinn látna rithöfund úr kirkju. Stórskemmd- irunnar á gród- urhúsum í Hafnarfirði Á UNDANFÖRNUM vikum hafa ítrekað verið unnar skemmdir á fjórum gróðurhúsum, sem eru í byggingu við Hraunbrún í Hafnar- firði. Er talið að tjónið nemi hundruðum þúsunda króna. Það er ósk lögreglunnar í Hafnarfirði að foreldrar brýni fyrir börnum í nágrenninu að stunda ekki þennan ljóta leik. Mótorhjóla- slys í Ey jum MÓTORHJÓLASLYS varð á mót- um Kirkjuvegar og Illugagötu í Vestmannaeyjum á laugardags- kvöldið. 16 ára gamall réttindalaus piltur var þar á ferð á hjóli en missti stjórn á því með þeim afleiðingum, að hann féll í götuna. Pilturinn var hjálmlaus og slasað- ist hann talsvert í andliti. Hann var lagður inn á sjúkrahúsið í Eyjum. AUGLÝSlNGASÍMtNN ER: 22410 jnorgnnblabib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.