Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 Breyting á Grunnskólalögum: Heimild til stofnunar nýrra fræðsluumdæma Menntamálarádherra beid lægri hlut vid lokaafgreidslu MEÐAL mála sem vakið hafa hvað mesta athygli á Alþingi undanfarið er frv. til breytinga á lögum um grunnskóla, sem felur í sér heimild til ráðherra að stofna sérstakt fræðsluumdæmi í sveitarfélagi með 10.000 íbúa eða fleiri, ef sveitarstjórn óskar þess og fjárveiting verður fyrir hendi, eins og segir í frv. I þessum tilfellum greiðir hlutaðeigandi sveitarfélag allan kostnað af rekstri fræðsluskrifstofu annan en föst laun fræðslustjóra, helming kostnaðar við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu og helming húsaleigu. Frv. þetta var flutt af Ólafi G. Einarssyni (S), Gils Guðmunds- syni (Abl), Jóni Skaftasyni (F) og Benedikt Gröndal (A) — að beiðni bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. F'rv. þetta vakti einkum athygli vefjna þess, hve hart menntamála- ráðherra, Vilhjálmur Hjálmars- son, beitti sér fjegn því, enda taldi hann það stríða gegn því kerfi, er fjrunnskólalögin hefðu komið á fót, ot; leiða til „óþarfa rikisútfíjalda". Talsmenn frv. bentu hins vegar á, að íbúar Hafnarfjarðar væru um 12.000 — eða fleiri en í ýmsum fræðsluumdæmum. Hafnarfjörður' væri ekki aðili að samtökum sveitarfélafja í Reykjanesumdæmi ofí hefði því engin áhrif í fræðslu- ráði umdæmisins. Hafnarfjarðar- kaupstaður hefði sett á fót eigin fræðsluskrifstofu þegar árið 1969 og eðlilegt væri að hin stærri sveitarfélög ættu þess kost að stýra málum sínum sjálf á þessum vettvangi. Frv. þetta hafði fengið sam- þykki í n.d. Alþingis, en kom í gær til lokaatkvæðis í e.d. Þrír þing- menn: Jón Helgason (F), Axel Jónsson (S) og Helgi F. Seljan (Abl) fluttu frávísunartillögu. Segir þar m.a. að frumvarpið, ef að lögum verði, muni auká ríkisút- gjöld, veikja það skipulag, sem verið er að byggja upp og leysi ekki þann vanda, er upp komi, er sveitarfélag segi sig úr umdæmis- samtökum. Þessi breytingartillaga var felld, að viðhöfðu nafnakalli, með 11 atkv. gegn 8, einn sat hjá. Já sögðu allir þingmenn Fram- sóknarflokksins í e.d., auk Axels Jónssonar (S) og Helga F. Seljan (Abl). Þá kom til atkvæða breyt- ingartillaga frá menntamálaráð- herra. Þar segir m.a. að ef landshlutasamtök leggist niður geti hver sýslunefnd og hver bæjarstjórn i fræðsluumdæmi kosið einn fulltrúa í fræðsluráð. Þessi tillaga var felld, einnig að viðhöfðu nafnakalli, með 12 at- kvæðum gegn 6, 2 sátu hjá. Gegn tillögunni greiddu atkvæði 7 sjálf- stæðismenn, 2 alþýðuflokksmenn og 3 alþýðubandalagsmenn. Tveir þingmenn sátu hjá: Einar Agústs- son utanríkisráðherra og Helgi F. Seljan (Abl). Frumvarpið var síðan afgreitt sem lög frá Alþingi með 112 atkvæðum gegn 7. sölumet, fleiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING máíningh/f Ólafur Óskarsson Gunnar J. Friðriksson Nýir þingmenn TVEIR nýir þingmenn hafa tekið sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og báðir í neðri deild. Eru það Ólafur Óskarsson, sem kemur inn fyrir Eyjólf Konráð Jónsson í Norðurlandskjördæmi vestra, og Gunnar J. Friðriksson sem er varamaður Péturs Sigurðssonar í Reykjavík. AIMnCI V Utan dagskrár: Kröfluskýrsla verð- ur rædd — að ráð- herra viðstöddum Sighvatur Björgvinsson (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær. Vitnaði hann til orða sinna daginn áður, þess efnis, að fregnir væru á lofti að hæstv. orkuráðherra kæmi ekki heim erlendis frá fyrr en eftir þinglausnir, þann veg að hann gæti ekki mælt fyrir skýrslu sinni um Kröflu, svo sem þingsköp stæðu til. Ég mæltist þá til þess við hæstv. forsætisráðherra að hann beitti áhrifum sínum til þess, að orkuráðherra kæmi heim og stæði við þinglegar skyldur sínar. Ég hefi þá trú að það hafi verið gert. Nú spyr ég enn hæstv. forsætisráðherra, hvort Gunnar „snúi aftur“. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði: „Sem svar við fyrirspurn háttv. þingmanns vil ég upplýsa, að hæst. iðnaðar- ráðherra kemur til landsins á morgun.“ Sighvatur Björgvinsson (A) þakkaði svarið. Ég hefi þá trú að forsætisráðherra hafi látið málið til sín taka. Ég fagna því að iðnaðarráðherra kemur til þings þá tvo daga, sem eftir eru starfstíma þingsins, og að Kröflu- skýrsla verður rædd með þingleg- um hætti. Lagaregn Undanfarna daga hafa verið miklar annir á Alþingi og fundir staðið fram á nætur, enda stefnt á þinglausnir um næstu helgi. Mikill fjöldi mála hefur þokast áfram og allmörg þingmál fengið fullnaðarafgrciðslu sem þingsályktanir og lög. Meðal frumvarpa. sem hlotið hafa lagagildi síðustu daga, erui • Frv. um verðlag samkeppnishömlur og óréttmæta verzlunar- hætti. • Frv. að lögum um hlutafélög. • Frv. um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. • Frv. um ónæmisaðgerðir. • Frv. um lyfjafræðinga. • Frv. um manneldisráð. • Frv. um eftirlit með fóðurvörum. • Frv. um erfðafjárskatt. • Frv. um vátryggingarstarfsemi. • Frv. að umferðarlögum. • Frv. um lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og Seltjarnarness. • Frv. um sáttastörf í vinnudeilum. • Frv. um heyrnar- og talmeinastöð íslands. • Frv. að lyfjalögum. • Frv. til br. á lögum um grunnskóla (fræðsluumdæmi í stærri kaupstöðum). • Frv. til laga um Þjóðleikhús. • Frv. til laga um stofnlánadeild landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.