Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 Samkomulagið er beggja hagur — segir Ragnar S. Halldórsson forstjóri ÍSALS flutningsbannsins. Ragnar kvað enn ekki komna tilkynningu um það hvenaer Kínverjarnir kæmu til þess að sækja álið, en ISAL hefði tilkynnt þeim að hentugasti tíminn væri á bilinu 10. til 20. maí vegna komu súrálsskipa. „VIÐ teljum að samkomulagið sé beggja hagur. Slíkt kerfi, sem hvetur starfsmenn tii þess að ná betri árangri. kemur bæði þcim og fyrirtækinu til góða. Batni árangur frá þvi' sem nú er það báðum aðilum til hagsbóta.“ sagði Ragnar S. Halldórsson. forstjóri íslenzka ál- féiagsins h.f. í samtali við Morgun- blaðið í gær. Morgunblaðið spurði Ragnar, hvers vegna samingurinn gilti frá 1. janúar síðastliðnum og kvað hann það hafa verið vegna þess að í samningunum frá því í júní hafi verið samþykkt að taka upp þetta kerfi. Borinn hafi verið saman árangurinn fyrstu þrjá mánuðina eftir samninga og aftur árangurinn fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Kom þá í ljós um 3% bati og hefðu forráðamenn ISAL ekki séð ástæðu til annars en láta starfsmennina njóta þess. Lítill munur hafi verið á þriðja og fjórða ársfjórðungi en hins vegar hafi árangurinn orðið áberandi um áramótin. Ragnar S. Halldórsson kvað ráðstafanir ríkisstjórnarinnar engin áhrif hafa haft á þessa samnings- gerð, en hins vegar hefðu þær flýtt því að viðræður hefðu verið teknar upp á ný og þar með að samkomulag yrði gert. Viðræðurnar hófust þegar útflutningsbannið skall á og þá vildu forráðamenn ISAL láta reyna á það, hvort ekki væri unnt að leysa þann vanda, sem útflutningsbannið hefði í för með sér í sambandi við saminga um þetta kerfi. Um miðjan apríl var væntanlegt hingað kínverskt skip til þess að sækja 5 þúsund tonn af áli. Þessu skipi var snúið við vegna út- Einar gefur kost á sér áfram AÐALFUNDUR Skáksambands íslands verður haldinn í nýjum húsakynnum sambandsins á Laugavegi 71 n.k. laugardag klukkan 13,30. Fyrir liggur að forseti sam- bandsins, Einar S. Einarsson, ætlar að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Fimm ný taflfélög verða tekin inn í sambandið á aðalfundinum. Tafl- félag Seltirninga, Taflfélag Grindavíkur, Taflfélag Rangæ- inga, Taflfélag Hornafjarðar og Skákfélag Búrfells. Nú er að vísu sumar, en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Væri ekki viturlegt að hugsa núna um fyrirhugaðar framkvæmdir í vetur? Margir hyggja t.d. á utanlandsferð með fjölskylduna um næstu jól eða einhvern tíma í vetur. Til sólarlanda eða á skíði. Og sjaldnast eru auraráðin of mikil þegar ætlunin er að gera góöa reisu. Við segjum aðeins þetta: Fyrirhyggja léttir framkvæmdir. Fyrirhyggjan felst í því að eiga kost á IB láni. Með reglubundnum sparnaði og IB-láni geturðu tryggt þér nægilegt ráðstöf- unarfé. Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðaitankinn Aðalbanki og útibú Flugstjóri kóresku farþegaþotunnar sem villtist inn í sovézka lofthelgi faðmar að sér konu sína og dætur við heimkomuna til Seoul í gær. Siglingafræðingurinn til hægri. Grásleppuhrognaframleið- endur opna skrifstofu í FRÉTTATILKYNNINGU, sem Morgunhlaðinu hefur horizt frá samtökum grásleppuhrognafram- leiðenda segir. að meðlimir sam- takanna hafi nánast enga fyrir- greiðslu fengið úr sjóðakerfum sjávarútvegsins, þrátt fyrir að þessir aðilar hafi skilað á land sjávarafla að verðmæti um 800 milljónir króna á ári hvcrju. á því 3ja mánaða ti'mabili. sem vertíðin standi. Samtök grásieppuhrognafram- leiðenda voru stofnuð á s.l. ári og eru landssamtök sjómanna og verkenda grásleppuhrogna. Til- gangur samtakanna er að vinna að hinum ýmsu hagsmunamálum sjómanna og verkenda er þennan útveg stunda, t.d. verðákvörðun á grásleppuhrognum upp úr sjó, útflutningi fyrir meðlimi samtak- anna, að ná hærra verði á söltuðum grásleppuhrognum til útflutnings, að ná betri nýtingu sjávaraflans og ná fram aðild meðlima að sjóðakerfi sjávarút- vegsins. Þá segir að með nýjum lögum um Sölustofnun lagmetis er sam- þykkt voru á alþingi 28. apríl s.l. sé lagt sérstakt gjald á útflutt grásleppuhrogn, svokallað full- vinnslugjald, sem sé 3%. Þá fá grásleppuhrognaframleiðendur 1% af almennu útflutningagjaldi sjávarafurða til sinna nota á sama hátt og L.Í.Ú. og samtök sjó- manna. Þá segir að samtök grásleppu- hrognaframleiðenda opni eigin skrifstofu á næstunni að Síðumúla 33 í Reykjavík. Vortónleikar í Ólafsvíkurkirkju Ólafsvík 3. maí Samkór Ólafsvíkur hélt fjórðu vortónleika sína í Ólafsvíkurkirkju 1. maí s.l. Voru tónleikar kórsins aðlagaðir 1. maí hátíðahöldunum hér. Til að gefa nokkra mynd af verkefnaskrá krósins' má nefna að á þessum tónleikum flutti kórinn meðal annars þrjú íslenzk sálmalög, bæn úr Finnlandíu eftir Sibelius og íslenzk, sænsk, amerísk og ensk þjóðlög. Einnig söng barnakór ásamt kvenröddum samkórsins módettu er nefnist á latínu „Tota pulchra est“, og er lofsöngur til Maríu guðsmóður. — 3661 lóð... Framhald af bls. 16 borgarstjóra, Birgis ísleifs Gunn- arssonar, á hverfafundi með íbúum Árbæjar og Seláshverfis á laugar dag. Á árunum 1973—77 voru smíðaðar 3753 íbúðir í Reykjavík og um síðustu áramót voru 1250 ibúðir í smiðum. Birgir ísleifur setti fram eftirfar- andi tölur um lóðaúthlutanir: 1973 — 903 lóðir, 1974 - 756, 1975 - 288, 1976 - 714, 1977 - 217 og í ár 783, en í þeirri tölu eru Seláslóðir, sem borgin úthlutar ekki. Um íbúðabyggingar nefndi borg- arstjóri, að 1973 hefðu verið smíðað- ar 794 íbúðir, 1974 - 918, 1975 - 743, 1976 - 561 og 1977 - 737. „Á sama tíma og þessar framkvæmdir hafa verið hefur íbúafjöldi borgar- innar nær staðið í stað,“ sagði borgarstjóri. „Þær eru því ekki afleiðing aukinnar fólksfjölgunar, heldur koma aðrar ástæður til.“ Nefndi borgarstjóri í því sambandi, að „fjárfestingarsjónarmið réðu einhverju. Einnig lánastefna hús- næðismálastjórnar, sem hvetur til nýbygginga en ekki til kaupa á gömlu húsnæði. Fólk býr nú rýmra en áður,“ og loks nefndi borgarstjóri að „yngra fólk sækir nú fyrr úr foreldrahúsum en áður tíðkaðist." Höfundurinn er franskur Boris Duruffp. Stjórnandi kórsins sem er amerískur Charles Brown að nafni og jafnframt skólastjóri Tónlistar- skólans hér, lék á þessum tónleikum einleik á orgel og naut aðstoðar norsks trompetleikara Arne Björhey. Hvert sæti var setið í kirkjunni og mikil ánægja með söng kórsins og annan tónlistarflutning. — Skreið... Framhald af bls. 32. Þeir 115 þús. ballar af skreið sem nú hefur tekizt að selja til Nígeríu, eru rúmlega 5000 lestir, og er þetta talið nema skreiðarframleiðslu Is- lendinga 1976 og 1977, en nú er talið að um 150 þús. ballar af skreið séu til í landinu. Hannes Hall hjá Samlagi skreiðarframleiðenda sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem hann hefði fengið frá Lagos, þá fengjust um 1000 kr. fyrir kílóið af skreiðinni að meðaltali. Annars væri ekki hægt að reikna út meðalverðið enn, þar sem nú ætti eftir að pakka skreiðinni og flokka hana í gæðategundir og þá fyrst kæmi í ljós hvert meðalverðið yrði. Þá sagði hann að samkvæmt samningnum væri gert ráð fyrir að fyrstu afskipanir yrðu í júní en þær síðustu í nóvember. Hannes sagði, að í vetur hefði lítið sem ekkert verið hengt upp af fiski fyrir Nígeríumarkað vegna óviss- unnar, sem þar ríkti. Því yrði ekki hægt að hengja upp á ný fyrr en í haust, þar sem maðkatíminn færi nú í hönd. Þá sagði Hannes, að sér væri ekki kunnugt um að frekari samn- ingaviðræður væri fyrirhugaðar alveg á næstunni, en sjálfsagt yrði hugað að frekari samningum eftir nokkurn tíma. Kaupendur skreiðarinnar í Nígeríu er ríkisfyrirtæki, sem sér um skreiðarinnflutning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.