Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1978 25 Rabbað viðnokkra tugi mosfellskra kvenna í myndlist- arnámi hjá Sverri f Haralds- i sgni ] Helmingur þátttakenda í myndlistarnámskeiðinu ásamt Sverri Haraldssyni í Hlégarði í gær þegar verið var að setja upp málverkasýninKuna sem verður opin milli 2 og 10 í dag. Málað í Mosfellssveit í mikilli stemningu Sverrir leiðbeinir einni konunni. Frá námskeiðinu Uppstilling, málverk eins byrjaddans. Nær 40 konur og tveir karlmenn í Mosfellssveit hafa stundað myndlistarnám hjá Sverri Haraldssyni listmálara í vetur og afraksturinn, um 100 málverk, verður til sýnis í Hlégarði í dag milli kl. 2 og 10 fyrir þá sem hafa áhuga. Morgunblaðsmenn heim- sóttu listafólkið í gær þegar verið var að setja upp sýninguna og ræddu við það um þetta sérstæða námskeið sem Sverrir tók að sér. Það er ótrúlegt að fólkið sem sýnir þarna hafði aldrei snert á pensli til listmálunar áður en það fór á námskeiðið hjá Sverri og hver einasti sem byrjaði að mála hélt út allan námskeiðstímann, en slíkt mun sjaldgæft þegar um óreynt fólk er að ræða. „Þetta hófst með þvi að það varð mikill áhugi hjá konum í Kvenfé- lagi Lágafellssóknar að fá mynd- listarkennslu og Sverrir féllst á að liðsinna okkur," sagði ein af félagskonunum," en þetta varð allt stærra í sniðum en reiknað hafði verið með. Fyrst var miðað við 10 konur en þetta blés út og Sverrir lenti bara í fullu starfi fyrr en varði.“ „Hann Sverrir er svo kven- hollur," skaut ein inn í, „og stöllur hennar sem sátu hjá okkur í salnum á Hlégarði tóku undir gegn mótmælum Sverris, en það var auðheyrt að það hafði ríkt góð stemmning á námskeiðinu í vetur. Þetta starf hófst í febrúarbyrjun og var 36 þátttakendum skipt í 4 hópa sem námu hjá Sverri einu sinni í viku. Af 36 þátttakendum voru tveir karlmenn. „Karlmennirnir gátu ekki á sér setið og komu að vörmu spori," sagði ein úr hópi kvennanna, „og þetta undirstrikar náttúrulega að við megum ekki fara andartak að heiman." „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt," sagði ein konan, „enda Sverrir svo góður kennari og skemmtilegur og að auki þolinmóður og útsjónarsamur.“ Nú baöst Sverrir afsökunar og taldi konurnar miklu snjallari í að mála vel en halda slíkar lofræður. Blaðamaðurinn spurði hvort Sverrir hefði ekki verið erfiður í sambúð. „Ekki niðri í Brúarlandi," svaraði ein um hæl, „og við munum koma til með að sakna þessara stunda." „Ég hef bara ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Sverrir, „þið Prófasturinn. hafið stjórnað þessu og ég hef verið þjónninn. En námskeiðið hefur hins vegar ekki verið líkt neinu slíku sem ég hef kynnst. Þetta hefur verið eins og ein fjölskylda, en það vantar að vísu fleiri eiginmenn í hópinn til þess að þetta sé löglegt. En konurnar hafa verið afskaplega góðar í sambúð, eiginlega frábærar og stemmningin hefur verið mjög góð. Ég hef oft kennt áður en aldrei komizt í svona góða stemmningu og fólkið hefur sýnt mikinn áhuga og dugnað." „Það eru aðeins svæsnustu flensur sem hafa hindrað okkur í að mæta,“ sagði ein konan og vakti athygli á því að Sverrir ætti heiðurinn af því hve vel hefði gengið. „Sverrir sagðist vera marga mánuði með hverja mynd, en hann var alveg undrandi á því hvað við vorum fljót“ sagði ein úr hópnum og það var hlegið dátt í hópi fólksins. Sverrir hafði gaman af og sagðist líklega hafa lært heilmikið á þessu „og þetta eykur manni bjartsýni," sagði hann, „að vinna með svona hressu fólki." Nokkrar myndanna. Blaðamaöurinn spurði hvort þetta væri sölusýning? „Það tímir enginn að selja sínar myndir," svaraði ein konan, og annar karlmaðurinn benti á að nokkrar myndir væru ekki alveg fullmálaðar en það mætti þá breyta þeim fyrir viðskiptavini. „Það er stór kostur fyrir konurnar sem hafa verið í þessu,“ sagði Sverrir, „að þær losna við að verzla við þessa banditta sem kallast listamenn. Þetta sem þær hafa gert eru ekki verri og talsvert betri myndir en á ýmsum sýningum þar sem verið er að selja myndir. Þó má geta þess að þetta er allt gert við frum- stæðustu aðstæður og sumir vissu ekki einu sinni hvaða litur kæmi úr bláu og gulu þegar við byrjuð- um. Það var í rauninni ekkert til að teikna eftir í upphafi nám- skeiðsins, en það var gripið til þess sem hendi var næst og byrjað að fást við myndgerðina." Þær kváðu myndir af dagatölum og póstkortum hafa verið vinsæl- ustu fyrirmyndirnar og reyndar allt milli himins og jarðar. Ein konan málaði t.d. aðra þar sem hún var að mála, önnur málaði fugla og svo voru bátar á verk- efnaskánni, landslag, ævintýri og alls kyns hugmyndir. Það var rabbað um vetrar- starfið og gantast í orðaleikjum og góðu glensi, og svo var talað um áframhald næsta vetur. „Já, þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og þegar við vorum komin í strand í mál- verkinu, ýtti Sverrir okkur á flot með þekkingu sinni og lipurð.“ „Mér fannst svo hressilegt hvað hann bölvaði oft hraustlega þegar hann byrjaði með okkur, en ég held bara að hann hafi lagast," sagði ein konan en aðrar voru ekki alveg eins vissar. „Ég hef ekkert hætt því,“ skaut Sverrir inn í. „Ég hef líklega verið farin að venjast því,“ svaraði sú sama. „Annars skil ég ekkert í því hvernig þær hafa tekið mér,“ hélt Sverrir áfram, „þær hefðu átt að henda mér út.“ „Af hverju?" spurði ein konan. „Fyrir ljót orð og sitthvað fleira." „Við fyrirgáfum þér það,“ svaraði þá ein konan, „af því að þú sagðist aldrei hafa blótað í æsku.“ - á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.