Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 17 BLÚM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Hvaða runnar henta í garðinn? komnir eru vordagar og allur gróður óðum að vakna til lífs, og þess tíma sem nú fer í hönd hafa allir garð- ræktendur beðið með eftir- væntingu. Á lóðum í þéttbýli er frost víðast hvar úr jörð vegna mikilla hlýinda að undanförnu, og jarðvegur því að verða hæfur til vinnslu fyrir gróðursetningu á trjá- kenndum gróðri. Gnægð raka er ennþá í jörð og gróðurinn tekur skjótt við sér að mynda r*tur. Lítinn ótta þarf að bera í brjósti um að kuldaköst verði ný gróðursettum trjá- gróðri að fjörtjóni, þótt settur sé í fyrra lagi niður að vori, ef hann er lítið sem ekkert farinn að lifna við. Öllu verra er að setja seirit niður, þegar laufgun er komin í fullan gang og vatnsforði jarðvegs- ms hefur jafnframt stórlega niinnkað. Reynir þá meira á Plöntuna jafnvel þótt mögu- leikar séu fyrir hendi að vökva því slík vökvun kemur aldrei að sama gagni og síðkastið hefur örlað dálítið á breytingu hvað þetta snertir. Runnar geta ekki síður orðið tilkomumiklir en tré ef vel hefur verið búið að þeim í upphafi og þeim veitt hófleg umhirða. Sumar tegundir geta náð því að verða mjög vöxtulegar. Þannig verður Dúnyllir (Sambucus pubens) 2,5-3 m á hæð og svipaður á breidd. GULTOPPUR (Loni- cera deflexicalyx) sefti máske væri réttara að nefna GULL- TOPP getur orðið 3 m á hæð en breiðir ekki eins úr sér og dúnyllirinn. Stöku villirósa- tegundir, einsog MEYJARÓS (Rosa moyesii) og HJÓNA- RÓS (R. Sweginzowii) geta orðið hátt á 4. m á hæð. Aðrir runnar halda sig ætíð nær jörð og eru jafnvel skriðulir en slíkur gróður unir sér oft vel innanum grjót vegna hlýju þess. Ýmsar lágvaxnar mistiltegundir eru þar á meðal. Um vaxtarlag runna gætir öllu meiri breytileika en hjá SNÆKÓRÓNA - Philadelphus In no öáttúrulegur raki jarðar. I Þessu spjalli og væntanlega nokkrum öðrum þáttu m mun vikið að ýmsum runnategund- nni sem áhugaverðar eru y^ir ræktendur þá sem gjarnan vilja setja eitthvað í °öir sínar nú í vor. Tré og mnnar eiga heima í sérhverj- r'1? en(fa eiga þeir s*nn 'nþátt í mótun þeirra, veita Jol og byrgja fyrir innsýn !em ^ess er óskað. Á lítilli ,. nentar betur að gróður- )a meira af runnum en .^v' trén eru þurftar- n ar' haeéi á pláss og st;n'ngm Trjáfjölda skal því rvm? 1 hÓf’ gefa þeim gott b;m' og fylla upp á milli pKi ra með runnum. Sé þessa hera trén garðinn Slð' pr fram líða stundir. húsa gmnnflöt íbúðar- litlar 6aU margar lóðir hér °ft Auk þess nýtast þær áberaiL-111 ræktunar sökum staðsetn- vanhugsunar við þein, í n'ngu húsa, en oft er Skai ^m'é fyrir á miðri lóð. þ° játað að upp a trjám, enda er fjölbreytni þeirra meiri. Svipuðu máli gildir ef litið er á blöð þeirra, stærð, lögun, litur og áferð er allt miklum breytileikum háð. Mjög kveður að biómsælni margra runnategunda en það er einmitt sá þáttur í fari garðagróðurs sem flestir ræktendur sækjast eftir. Auk þeirra runna sem áður voru nefndir og allir eru blómsæl- ir, skal bent á RAUÐTOPP (Lonicera talarica), RUNNA- MURU (Potentilla fruticosa í ýmsum afbrigðum) flestar kvisttegundir (Spiraea) SNÆKORÓNU (Philadelph- us), margvíslegar villirósir og sumar sírenur. En það er með blómgun eins og annan unað, að oft stendur hún skamman tíma, fer það þó vissulega nokkuð eftir veðurskilyrðum á blómgunarskeiðinu. Sumir runnar eiga það einnig til að bera fagurlituð aldin er halla tekur sumri og fram á vetur. Er þó margfalt minna um slíkt hér en annars staðar. Ó.V.H. Fyrsta krossferðin Mynt kross- férðariddaranna Myntsafnarar, sem komist hafa nokkuð vel áfram í söfnun sinni, hafa fyrir löngu síðan komist að því að þeir verða að takmarka sig á einhvern hátt, því af svo mörgu er að taka. Sumir takmarka söfnunina við ákveðið land t.d. ísland, aðrir við tegundir peninga frá ýmsum löndum t.d. dollara frá Banda- ríkjunum, Kanada o.s.frv. Sumir ákveða að safna mynt frá einhverju ákveðnu tímabili, löngu eða stuttu t.d. Frakk- landskonungum, og svona mætti lengi telja. Eg ætla að benda hér á eitt tímaskeið mannkynssög- unnar, sem allir að vísu kannast við, en ég veit ekki til þess að neinn safnari hérlendis hafi enn safnað peningum frá þessum tíma, en hér á ég við krossferða- tímabilið. Ég ætla að byrja á því að rifja upp nokkur atriði um þetta tímabil, mönnum til glöggvunar. Það hafði rikt friður milli kristinna manna og áhangenda Islam, nema auðvitað á Spáni og í Austur Rómverska keisara- dæminu, en á þessum tveim stöðum vörðu menn innrásar- leiðirnar inn í Evrópu. Múhameðstrúarmenn, sem höfðu hertekið Sýrland á sjöttu öld réðu einnig yfir Landinu helga. Þeir litu samt á Jesús Krist sem mikinn spámann (þó ekki alveg eins mikinn og Múhameð) og ömuðust því ekki við ferðum pílagríma til hinnar helgu grafar. En snemma á elleftu öld réðst þjóðflokkur tartara úr auðnum Asíu, Seld- sjúkar eða Tyrkir voru þeir kallaðir, inn í ríki vestur Asíu og hertóku þau, lokuðu verzlunarleiðum og harðbönn- uðu pílagrímsferðir. Alexis keis- ari í Miklagarði leitaði eftir aðstoð kristinna manna og benti á þá hættu sem væri á ferðum ef Tyrkirnir næðu Miklagarði. Urban annar, páfi, tók þetta mál upp á kirkjuþingi í Clermont á Frakklandi árið 1095 og skoraði á alla kristna menn í Evrópu að fara nú austur og frelsa Landið helga úr höndum Tyrkja. Það var eins og éinhvers konar æði kæmi yfir mcnn um allt meginland Evrópu við þetta ákall páfans. Öll skynsöm hugs- un var útilokuð. Menn slepptu hamri og sög og löbbuðu út úr vinnustofum sínum, fóru fyrsta veg sem lá í.austurátt til þess að fara að berja á bölvuðum Tyrkjanum. Börn flykktust af stað til þess eins að láta Tyrkjann knékrjúpa fyrir ein- tómri guðhræðslu barnanna. Þjófar, ræningjar og allt mis- indisfólk og flökkulýður slóst í Dínar úr billon. sem Baldvin 3. lét slá í Jerúsalem um 1180. Y'Vjy; Dínar úr billon, sem Bohemundur 5. lét slá í Antí- okkíu á árunum 1098 tilllOO hópinn, sem fór eins og logi yfir akur rænandi og betlandi með menn í fararbroddi eins og Pétur einbúa og Walther blanka. Þessi fyrsti hópur kross- fara komst ekki lengra en til Ungverjalands en þar var öllum hópnum, um 250.000 manns gereytt. Þarna lærði kirkjan lexíu. Ekki var hægt að útrýma Tyrkjum með áhuganum einum. Það þurfti bæði skipulag, þjálf- un, útbúnað og hugrekki. Varið var einu ári til að útbúa um 200.000 manna her, sem var undir stjórn frægra riddara og síðan var lagt af stað árið 1096 í þessa aðra krossferð. Herinn réðist inn í Asíu og þar voru allir Múhameðstrúarmenn drepnir sem í náðist, Jerúsalem var tekin og allir Múhameðs- trúarmenn þar sömuleiðis drepnir. Að því loknu táruðust riddararnir af þakklæti og miskunnsemi. Brátt náðu Tyrkir sér aftur á strik og hertóku Jerúsalem á ný og borguðu fyrir sig með því að drepa alla kristna menn sem þeir náðu í. Á næstu tveim öldum voru svo farnar sjö aðrar krossferðir, en það er of löng saga til að segja hér. Á þessum ferðum þurftu riddararnir oft að sitja lengi um borgir eða landsvæði og létu þeir slá nokkra peninga, sem fáanlegir eru hjá þekktum myntsölum t.d. í London. Þótt peningar þessir séu svona gaml- ir eru þeir ekki eins dýrir og margir skyldu halda. Margir þeirra eru fáanlegir fyrir um 500 krónur eða eitt sterlings- pund. Aðrir eru auðvitað dýrari ef þeir eru sjaldgæfir og kosta þetta 5 til 15 þúsund krónur. Peningarnir eru úr eir og silfri sumir úr biilon. I framhaldi af söfnun á mynt krossferða- riddaranna má athuga með söfnun á nokkrum peningum frá Kýpur eða Möltu en þar ríktu afkomendur krossferðariddar- anna í mörg hundruð ár eftir að krossferðum lauk. Það er uppboðs og skiptafund- ur hjá Myntsafnarafélaginu í dag klukkan hálf þrjú í Templarahöllinni. Á uppboðinu eru 99 númer. Þar á meðal eru mynt og seðlar frá Kína, rúss- nesk mynt og seðlar frá Brasil- íu, vöruávísanir íslenzkar, mynt frá Irlandi, Gibraltar, Vestur Sarnoa, Kuwait, Belgíu, Austur- ríki, Danmörku og víöar að. Ennfremur verða nú boðnir upp Selsvarardalir Péturs Hoffmann úr eir og silfri, brauðpeningar og mikið af íslenzkri mvnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.