Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 35 Líkan af smábátahöfninni. Súðarvogurinn er efst á myndinni, en vesturáll Elliðaánna fremst. Austurállinn sést ekki. í höfninni verður rúm fyrir 200 báta við flotbryggjur. Höfn fýrir 200 smábáta ákveðin við Elliðavog SMÁBÁTAHÖFNIN, sem borgar- stjórn sampykkti nýlega, veröur gerð á jarðvegsfyllingu milli lónsins framan við Súðarvoginn og vesturáls Elliðaánna, og verður vestanvert við enda upp- fyllingarinnar, pannig að bátum er ætlaö að fara út rennu með Elliðavogi vestanverðum. í skipu- lagstillögunni að bátahöfn, sem sampykkt hefur verið, er Reykja- vikurhöfn falin umsjón og eftirlit með umgengni á sjo og landi og strangar reglur um slíkt. Félags- skap smábátaeigenda verður úthlutað hafnarsvæðinu og á að annas! og bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi svæðisins undir eftirliti hafnarstjórnar. j sam- pykktinni er gert ráð fyrir að hægt sé að setja fyrirvaralausa takmörkun á notkun hafnarinnar í júlímánuði vegna laxagangna, ef purfa pykir. • Smábátahöfnin verður fremst í uppfyllingunni. sem gengur lcngst til vinstri út í Elliðavog- inn. í skipulagstillögunni að smá- bátahöfn er gert ráð fyrir viðlegu- rými fyrir 200 báta af stærðinni 15—25 fet og möguleiki til að skapa 100 bátum undir 20 fetum aöstöðu í skemmu í landi, sem er pannig útbúin að bátar eru fluttir til sjósetningar með hlaupaketti. Ætlunin er að dýpka hafnarsvæð- ið og siglingarennu og gera garða, sem mynda viðlegurými, en vegna mikils munar flóðs og fjöru verða flotbryggjur til við- legu. I skipulagi, sem teiknistofa Reynis Vilhjálmssonar hefur unn- ið, ásamt Hannesi Valdimarssyni verkfræðingi, er ætlast til að hafnarsvæðið og umhverfi pess sé hluti af útivistarsvæði Elliðaár- svæðisins og opið almenningi. Er par gert ráð fyrir aö í stað grasflatar verði landslagið mótað upp í hæöarhryggjum, sem veita nokkurt skjól gegn austanátt og afmarka svæðið aö austan og sunnan (ármegin). En mannvirki hafnarinnar og athafnasvæði eru í skjóli hæðarhryggjarins í kvos í landslaginu upp af höfninni. Þá er gert ráð fyrir grænum grundum til leikja og skjólgóðum lautum, og lagt til að gróðursettur veröi trjágróður í talsveröum mæli til skjóls og prýðis. Er reiknað með að svæðið geti Þannig haft mikið aðdráttarafl fyrir borgarbúa auk Þess sem Það veitir hinum fjölmörgu bátaeigendum að- stööu. Á þessari mynd af líkaninu af smábátahöfninni sést tilhögun í höfninni sjálfri. Meðfram landi að sunnan er gert ráð fyrir samfelldri flotbryggju, en síðan yrði bætt við þverbryggjum. 2—3 landgangar verða af pöllum í landi. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS m/s Esja fer frá Reykjavík þrlöjudaginn 9. þ.m. vestur um land í hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísafjörð, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn Bakkafjörö, Vopna- fjörð og Borgarfjörö eystri. Móttaka til hádegis á mánudag. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 19. og 21. tölublaöi Lögbirtinga- blaðsins 1978 á hluta í Auöbrekku 19, þinglýstri eign Páls Sæmundssonar, til slita á sameign hans og Bjarneyjar Sighvatsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 10. maí 1978 kl. 16 að kröfu sameiganda, Bjarneyjar Sighvatsdóttur. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 105. og 107 tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1977 á hluta í Kársnesbraut 79 (íbúð á 1. hæð í suöurenda), þinglýstri eign Indriöa Indriöasonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 12. maí 1978 kl. 10. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.