Morgunblaðið - 07.05.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 07.05.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 35 Líkan af smábátahöfninni. Súðarvogurinn er efst á myndinni, en vesturáll Elliðaánna fremst. Austurállinn sést ekki. í höfninni verður rúm fyrir 200 báta við flotbryggjur. Höfn fyrir 200 smábáta ákveðin við Elliðavog SMÁBÁTAHÖFNIN, sem borgar- stjórn sambykkti nýlega, verður gerð á jarðvegsfyllingu milli lónsins framan við Súðarvoginn og vesturóls Elliðaánna, og verður vestanvert við enda upp- fyllingarinnar, pannig að bátum er aetlað að fara út rennu með Elliðavogi vestanverðum. í skipu- lagstillögunni aö bátahöfn, sem sampykkt hefur verið, er Reykja- víkurhöfn falin umsjón og eftirlit meö umgengni á sjó og landi og strangar reglur um slíkt. Félags- skap smábátaeigenda verður úthlutað hafnarsvæðinu og á að annast og bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi svæðisins undir eftirliti hafnarstjórnar. i sam- bykktinni er gert ráð fyrir að hægt sé að setja fyrirvaralausa takmörkun á notkun hafnarinnar í júlímánuði vegna laxagangna, ef purfa pykir. Smábátahöfnin verður fremst í uppfyllingunni, sem gengur lengst til vinstri út í Elliðavog- inn. í skipulagstillögunni aö smá- bátahöfn er gert ráö fyrir viðlegu- rými fyrir 200 báta af stærðinni 15—25 fet og möguleiki til að skapa 100 bátum undir 20 fetum aöstöðu í skemmu í landi, sem er bannig útbúin aö bátar eru fluttir til sjósetningar með hlaupaketti. Ætlunin er að dýpka hafnarsvæð- ið og siglingarennu og gera garða, sem mynda viðlegurými, en vegna mikils munar flóðs og fjöru verða flotbryggjur til við- legu. I skipulagi, sem teiknistofa Reynís Vilhjálmssonar hefur unn- ið, ásamt Hannesi Valdimarssyni verkfræðingi, er ætlast til að hafnarsvæðið og umhverfi bess sé hluti af útivistarsvæði Elliðaár- svæðisins og opið almenningi. Er bar gert ráð fyrir aö í stað grasflatar veröi landslagið mótaö upp i hæðarhryggjum, sem veita nokkurt skjól gegn austanátt og afmarka svæðið að austan og sunnan (ármegin). En mannvirki hafnarinnar og athafnasvæði eru í skjóli hæðarhryggjarins í kvos í landslaginu upp af höfninni. Þá er gert ráð fyrir grænum grundum til leikja og skjólgóðum lautum, og lagt til að gróðursettur verði trjágróður í talsveröum mæli til skjóls og prýðis. Er reiknað með að svæðið geti bannig haft mikið aðdráttarafl fyrir borgarbúa auk bess sem bað veitir hinum fjölmörgu bátaeigendum að- stöðu. Á þessari mynd aí líkaninu af smábátahöfninni sést tilhögun í höfninni sjálfri. Meðfram landi að sunnan er gert ráð fyrir samfelldri flotbryggju, en síðan yrði bætt við þverbryggjum. 2—3 landgangar verða af pölium í landi. 4 SKIPAUTGCRB RÍKISINS m/s Esja fer frá Reykjavík þriöjudaginn 9. þ.m. vestur um land í hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísafjörö, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn Bakkafjörö, Vopna- fjörð og Borgarfjörö eystri. Móttaka til hádegis á mánudag. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 19. og 21. tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1978 á hluta í Auðbrekku 19, þinglýstri eign Páls Sæmundssonar, til slita á sameign hans og Bjarneyjar Sighvatsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. maí 1978 kl. 16 að kröfu sameiganda, Bjarneyjar Sighvatsdóttur. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 105. og 107 tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1977 á hluta í Kársnesbraut 79 (íbúð á 1. hæö í suöurenda), þinglýstri eign Indriða Indriöasonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 12. maí 1978 kl. 10. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.