Morgunblaðið - 07.05.1978, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.05.1978, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 „Menn aka allt að 150 km á viku til að sækja söngæfingarnar” „I>að örlar stundum á þreytu hjá mér en ánægjan sem íylgir þessu staríi er það mikil. að hún vinnur þreytuna upp. Svo er söng- gleðin svo rík í manni. að það verður erfitt að hætta.“ sajíði borvaldur óskarsson formaður Karlakórsins Ileimis í Skagafirði og hifvélavirkjameistari á Sleitustöðum í samtali við Morgunblaðið þegar hann var heimsóttur á heimili sitt á Sleitustöðum. „Eg hef búið hér á Sleitu- stöðum alla mína tíð, eða svo til, nema hvað ég var við nám í Reykjavík hér fyrr á árum. Bifreiðaverkstæðið hef ég rekið lengi. Verkstæð- ið var stofnsett árið 1949 og var fyrsta bifreiðaverkstæði í Skagafirði utan Sauðár- króks. Sjálfur hef ég rekið verkstæðið síðan 1955, er ég keypti það ásamt Jóni Sig- urðssyni. Það var lengi svo að við sáum algjörlega um viðhald á áætlunarbílunum fyrir Siglufjarðarleið, en það fyr- irtæki átti um tíma 6 rútur. I því skyni byggðum við stórt verkstæðishús hér, sem kemur enn að góðum notum, þótt þjónusca okkar sé nú orðin víðtækari." — Hvernig hefur þjónust- an breytzt? Mest landbúnaðar- tæki og fólksbílar „Nú orðið gerum við mest við fólksbíla og síðan við landbúnaðartæki. Með vax- andi einkabílaeign fólks hef- ur þörf fyrir stóru áætlunar- bílana minnkað. Hins vegar er það enn svo, að verkefni yfir vetrartímann eru oft í daufara lagi, en síðan eru sumrin mjög erfið vegna of mikilla anna. Nú vinnum við 4_5 á verkstæðinu og eins og er vantar okkur frekar starfsfólk heldur en hitt.“ — Hvaðan koma aðal- verkefnin til ykkar? „Við vinnum töluvert mik- ið fyrir Sauðkræklinga og eins gerum við töluvert við bíla frá Siglufirði. Yfir sumartímann er mikið um að ferðafólk komi hingað, og þá til að fá skyndiviðgerðir. Maður reynir að greiða götur þessa fólks eftir því sem kostur er enda getur sinna öllum, sem til okkar koma með tæki í viðgerð.“ — Nú hefur þú tekið mikinn þátt í félagslífi hér um slóðir, fer ekki mikill tími í það? Æfa tvisvar á viku „Ég hef tekið þátt í alls- konar félagslífi og þá sér- staklega í sönglífinu og er nú formaður Karlakórsins Heimis. Áður var ég í karlakórnum Feyki eða þar til kórarnir voru sameinaðir fyrir 6—8 árum síðan. I vetur höfum við reynt að æfa tvisvar í viku og höfum gert það undanfarin ár. Lengi var Árni Ingimundar- son söngstjóri hjá okkur, en fyrir tveimur árum tók Ingimar Pálsson við stjórn kórsins. Við erum alltaf með opin- berar söngskemmtanir á hverju ári og þá syngjum við alltaf í kringum Sæluviku Skagfirðinga. Nú síðast sungum við bæði í Miðgarði æfingu þurfa að aka 75 km fram og til baka eða alls 150 km á viku, því við æfum oftast tvisvar, og þegar söngskemmtanir eru fram- undan æfum við enn oftar.“ Söngáhugi fer vaxandi Er mikill söngáhugi hjá fólki í Skagafirði? „Áhuginn er mikill að mínu mati, við í Heimi æfum í félagsheimilinu Mið- garði, en kórinn á hluta í því húsi. Áhugi manna á söng hefur sízt farið dvínandi, og mér finnst hann hafa frekar farið vaxandi síðustu árin. Þá hefur það gerzt að eftir að Tónlistarskólinn tók til starfa, hefur áhugi unga fólksins á söng aukist mikið og t.d. er mikið um að ungt fólk komi nú á söngskemmt- anir til okkar. Ég er því ekkert hræddur um að söngstarfsemin legg- ist niður á næstunni, áhug- inn er það mikill, hvað sem hann helzt lengi.“ — Dregur sjónvarpið ekki úr áhuga „Við buöum gömlum fé- lögum til afmælishófsins og reyndust 100 gamlir félagar úr Feyki og Heimi á lífi. Tveir menn sem syngja nú með Heimi, þeir Björn Ólafsson frá Krithóli og Halldór Benediktsson frá Fjalli, hafa verið í kórnum frá upphafi eða í 50 ár. Þá má geta þess að Jón Björgv- insson var söngstjóri Heimis í 40 ár, og nú er hann organisti og söngstjóri við kirkjuna á Sauðárkróki. Og í afmælishófinu sungum við 7 lög eftir hann. En að ógleymdum Karla- kórnum Heimi, þá starfa ég líka í söngfélaginu Hörpu á Hofsósi og þar er einnig kona mín, Sigurlína Eiríks- dóttir. Hjá Hörpu er einnig æft tvisvar í viku, þannig að nú er maður við söngæfingar 4 kvöld í viku hverri, en maður finnur sér tíma til alls, ef maður hefur áhuga á því,“ sagði Þorvaldur að lokum. - Þ.Ó. Rætt við Þorvald Öskarsson bifvélavirkja á Sleitu- stöðum og formann Karlakórsins Heimis í Skagafirði SlllH . í Bifreiðaverksta’ðið á Sleitustiiðum. Ilér er Þorvaldur kominn í vinnugallann á verksta'ðinu. Iljónin Þorvaldur Óskarsson og Sigurlin Eiríksdóttir á Sleitustiið- um. Ljósm. Mbl.i Þórleifur Ólafsson hver maður séð sjálfan sig í að vera stopp á miðri leið í sumarfrí." — En nú býrð þú úti í miðri sveit, ertu ekki með neinn búskap ásamt bifvéla- viðgerðunum? „Nei, ég hef ekki treyst mér að fara út í neinn búskap með þessu, enda hefur alltaf verið nóg að gera í viðgerðunum. Og það má kannski segja að maður sé að hálfu leyti við að halda búskapnum hér í sveitinni gangandi með því móti að maður hugsar um og gerir við tæki. Nú þá eru víða 2—3 bílar á bæ, þannig að það þarf einnig að gera við þá. Hvað tækjabúnað bænda hér í sveit snertir, þá held ég að þeir séu vel í meðallagi búnir þeim. Sjálfir tökum við að okkur uppherzlu á fjölmörgum bílategundum og reynum að og í Höfðaborg á Hofsósi. Heimir verður 50 ára á þessu ári, og minntumst við þess 22. apríl í Miðgarði." 44 söngvarar — Hvað eru margir félag- ar í Heimi um þessar mund- ir? „I kórnum eru starfandi 44 söngvarar og það verður að segjast að það hefur gengið nokkuð vel að fá menn til að starfa í kórnum. Við höfum ekki átt við nein sérstök vandkvæði að etja, nema þá að fá vissar raddir í kórinn. Menn hafa verið ótrúlega duglegir við að sækja æfingar. T.d. eru 3 félaganna frá Sauðárkróki, en uppistaða kórfélaga eru bændur úr Skagafirði. Sem dæmi má nefna að 4 eru hér frá Sleitustöðum og þeir sem lengst þurfa að fara á fólks á félagsmálastarf- semi? „Það gerði það fyrstu árin, sem það starfaði, en það er alveg búið nú nema þá að einhverjir sérstakir þættir séu í því og þá helzt íslenzk- ir. Sjálfur undrast ég hrein- lega hvað menn leggja mikið á sig, því í nokkrum tilfell- um eiga menn vart heiman- gengt þó svo að þeir taki þátt í félagslífi af fullum krafti. Hins vegar er það staðreynd að söngur og félagsmál almennt hafa göfgandi áhrif á sólk og það er líka nauðsynlegt fyrir alla að hafa eitthvert tóm- stundastarf.“ Tveir sungið í Heimi í 50 ár — Eru örar mannabreyt- ingar í Heimi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.