Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAI 1978 lista sprang Ef tir Arna Johnsen Spjallað við Jónda listmálara og bónda í Lambey Sjálfsmynd listamannsins og bóndans. Eyjar úr Fljótshlíðinni. „Meira upp úr dósagerð en listsköpun,> Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Hann er bóndi, hefur 14 kýr, liðlega 200 ær og slanjíur af hrossum, en jafnframt er hann listmál- ari og auglýsingateiknari. M.a. hefur hann hannað jógúrtdósirnar, en í mynd- listinni er hann þó þekktari fyrir málverk sín, sérstak- lega á Suðurlandi. Hann merkir málverkin með galunafni sínu, Jóndi, en heitir á fullu Jón Kristins- son, Lanbey í Fljótshlíð. „Ég hef það gott, það er vor í lofti og þá er ekki hægt að kvarta,“ sagði hann í stuttu spjalli, „maður málar annað slagið, en það er mikið af sýningum og veseni framundan. Land- búnaðarsýningin á Selfossi í ágúst tekur nú þegar mikið af tfma manns. Ég er með mörg járn í eldinum fyrir Búnaðarsamband Suður- lands, myndgerð og ýmis- legt í því formi varðandi grasrækt, þróun landbúnað- ar og ýmislegt fleira. Þetta verða bæði myndir og línu- rit og skipulagning á upp- setningu tækja og sfðan á gamanið að standa frá 11.—21. ágúst, stærsta sýn- ing sem verið hefur á íslandi. Það er ýmislegt verið að gera og maður verður að gri'pa f þetta á milli atriða og á kvöldin. Nú er ég einmitt að Ijúka við að teikna í skopmyndastíl verðandi stúdenta á Laugar- vatni og kennara þeirra. Þeir plötuðu mig út í þetta, en það er gaman að kynnast unga fólkinu. Maður þekkir Jóndi hefur gert portretmyndir af mörgum kunnum mönnum. þessa tóna frá skólaárunum í MA. Viðfangsefnin í málverk- inu? Ég mála aðallega eftir pöntunum, það er fullt herbergi sem bi'ður núna, ég hef ekki undan.Það verður li'till tími til þess að mála það sem manni dettur í hug. Fólk langar í eitthvað sér- stakt og maður verður að gera það þegar það biður þótt það sé leiðinlegt að mála slíkt að mestu í stað þess að fást við það sem mann langar meira til að mála. Þetta eru portrett- myndir, landslag, hestar, bæir og allt mögulegt, sem fólk vill gjarnan færa vin- um sínum og það getur jú verið skemmtilegt einnig að fást við slíkt. Svo hef ég verið í um- Við nokkrar mynda sinna á sýningu á Hellu. búðunum talsvert einnig í gegn um árin. Er núna að ganga frá útliti á nýjum tegundum af jógúrt, sveskju- og kaffijógúrt. Það er nú þannig að maður hefur meira upp úr dósa- gerðinni en listsköpuninni í málverkinu. Allt sem kemur nálægt auglýsingum gefur meira af sér, en maður reynir að miðla þessu þann- ig að banli sé gagn og gaman af. Það fer mikill tími í búskapinn þegar börnin eru öll í skóla, það munar um minna þegar þeirra vinnukraftur leggst til, en við eigum 8 talsins. Svo er það einn dagur í viku við kennslu í Gagnfræða- skólanum á Hvolsvelli, svona til þess að kynnast unga fólkinu og halda sér á þeirri öld sem er að líða.“ Gömul kona í Fljótshlíðinni. Gamall bær. VILTU BENZÍNA FSJLÁ TT? Magnafslátt eða afsláttarkort? — Hvorugt. Við bjóðum LUNENITION. Afsláttarkort og LUMENITION hafa það sameiginlegt að lækka benzínkostnaðinn, en LUMENITION bætir auk þess( gang vélarinnar og stórlækkar reksturskostnaðinn. Sönnun? Yfir 3400 bilar aka með LUMENITION á íslandi i dag og f jölgar stöðugt. Verktakar og opinberar stofnanir eru i auknum mæli að breyta yfir í LUMENITION með sparnað og rekstrarhagkvæmni í huga. LUMENITION er ekki bara transistorkveikja — hún er eina platinulausa transistQrkveikjan með photocellu- stýringu sem boðin hefur verið á íslenzkum markaði, og þar af leiðandi er sprengitíminn alltaf jafn nákvæmur, án tillits til kveikjuslits. Viltu raunverulega benzínaf slátt? Fáðu þér þá LUMENITION! ájBBði toS «éa» HABERG h£ Skeifunni 3e*Simi 3*33*45 Þjóðarbókhlaða Tilboð óskast í að steypa sökkla og botnplötu, steypumagn 1140 rúmm Verkinu skal aö fullu lokiö 1. sept 1978. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000- kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuö á sama staö miðvikudaginn 23. maí, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 , SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.