Morgunblaðið - 07.05.1978, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.05.1978, Qupperneq 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 Kristján M. Baldursson: Útivist á Snæfellsjökli Ána'gðir ferðalangar að lokinni jökulgöngu. Það eru páskar. 76 manna ferðahópur frá Útivist dvelst í félafísheimilinu að Lýsirhóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Þessi hópur rúmast þar vel og þó miklu stærri væri. Meðan á dvölinni stendur er tímanum óspart varið til göngu- ofí skoðunarferðar, um ströndina „undir jökli“. Að þeím ferðum loknum er hressandi að fá sér sundsprett í Lýsuhólslaug og súpa á ðlkelduvatni sér til heilsubótar. Á kvöldin eru myndasýningar, sögur, söngur og annað til skemmtunar. h’raman af ferðinni hefur löng- unin til gönguferðar á Snæfells- jökul verið sterk. En hann hefur ekki gefið færi á slíku, umluktur þykkri skýjahuiu. Á föstudaginn langa gekk rösk- leika hópur á Helgrindur. Hreppti hann blindhríð og óð þunga snjóskafla. Gerði það menn von- daufa um hagstætt veður og færð til jökulfíönfíu. Laugardafíinn fvrir páska var veður fremur þungbúið, en létti þó til seinni hluta dags. I skoðunar- ferð um daginn minntust farar- stjórarnir á lífmafjnan frá jöklin- um. Einnig kom Bárður Snæfells- áss við sögu. Á hann hétu Snæfell- ingar oft sér til liðveislu, með góðum árangri. Árla að morgni páskadags 26. mars var kyrrðin í félagsheimilinu að Lýsuhóli snögglega rofin. Það voru raddir farastjóranna sem hljómuðu. „Góðan daginn, búið ykkur vel og sem skjótast til ferðar á Snæfellsjökul." Einskis þurfti að spyrja þegar út var litið. Jökullinn með Jökulþúfurnar við efstu brún, skartaði sínu fegursta. Það var tæplega hægt að trúa þeim umskiptum sem orðin voru á veðrinu. Hafði verið heitið á Bárð Snæfellsáss? Eða kom lífmögnun- in þarna eitthvað við sögu? Því var vitaskuld ekki gott að svara. Meir en helmingur ferðahópsins um 40 manns bjóst til fararinnar. Þó tilhlökkunin væri miki! að halda strax af stað, þá mátti ekkert gleymast sem með þurfti að taka. Nesti og góður skó- og hlífðarfatnaður. Einnig voru broddar, ísexir og kaðlar með í för. Þpir sem eftir urðu á Lýsuhóli, héldu seinna um morguninn í skoðunarferð kringum jökulinn til Ólafsvíkur. Eftir ökuferð frá Lýsuhóli að Stapafelli, hófst gönguferðin við fótskör Snæfellsássins. Leiðin lá upp mosavaxið hraun, sem runnið hefur undan hlíðum jökulsins. Um það kvísast fallegir lækir. Farið var sunnan undir Þríhyrningi, með stefnu á þá hæstu af Jökulþúfun- um, 1446 m yfir sjó. Færð var hin besta. Og engar sprungur sáust eða aðrar hindranir, enda mun minni hætta á slíku svo snemma árs, en þegar líður á sumarið. Fagurt var að líta til baka yfir. Snæfellsnesfjallgarðinn og niður að Stapafelli og Bárðarlaug. En það sem hreif alla mest var hinn bjarti og skjannahvíti jökull, með trjónandi Jökulþúfunum sér til skrauts. Nokkur glaðleg ungmenni staldra við á móts við hæsta hluta Þríhyrnings, en hann er í 1191 m hæð hæð yfir sjó. „Við eigum aðeins eftir að hækka okkur um rúmlega 250 m,“ segir einhver. Hvílík upplifun", segir ein stúlk- an, greinilega hugfangin af þessari jöklaveröld og reiknissnilld við- komandi. Nú eru flestir komnir uppundir Jökulþúfuna og fljótlega myndast troðningar í snjóinn utan í henni. Þar verður til einstigi sem allir ganga upp. Troðið af 40 manns frá Útivist á páskadag. Ef til v.ill stærsti hópur sem gengið hefur á Snæfellsjökul svo snemma árs. Það lá ekkert á niður, því jökullinn var ennþá bjartur og hreinn. Rétt eins og hann væri það aðeins fyrir okkur, meðan við nytum návistar hans. Þegar niður var komið, sást hvar dökkleit þokuslæða var farin að umvefja hæstu Jökulþúfuna. Þessi fallegi páskadagur 26. mars 1978 á Snæfellsjökli var góð afmælisgjöf til hins unga ferðafé- lags, Útivistar, sem varð þriggja ára 3 dögum fyrr. Kristján M. Baldursson. Nálgast toppinn. — Jiikulþúfurnar Ólafur Þorláks- son bóndi á Hrauni i Ölfusi: Brú yfir Olfusárós ekki hagkvæm framkvæmd Að undanförnu hefur mátt sjá þess ýmis merki að kominn er kosningahugur í menn. Væntan- legir frambjóðendur eru þá gjarn- an örlátir á loforð við kjósendur, jafnvel þótt um tiltölulega fá- menna hagsmunahópa sé að ræða. Er þá ekki ævinlega spurt um hvort verkið sé arðbært frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Við að hlusta á forystugreinar dagblaðanna 20.1. ‘78, heyrði ég að forystugrein Alþýðublaðsins sner- ist um það hve brú yfir Ölfusárós væri hagkvæmt verk, sem jafnvel gæti borgað sig á fáum árum. Séð hefi ég einnig í blaðagrein, að tjón af stóra flóðinu í vetur hefði sáralítið orðið, hefði brú verið komin yfir ósinn. Illa gengur mér nú að skilja samband á milli hruninna sjávargarða austur með ströndinni og brúar á Ölfusárós. (En svona getur einhliða áróður leiðst út í hina ólíklegustu farvegi). Lítill hagvöxtur Það er stundum sagt að hag- vöxtur sé óeðlilega lítill, miðað við fjárfestingu, líka er talið að á fjölmörgum sviðum þurfi fleiri Islendinga til að vinna sama verk, en þjóðir, sem snjallari eru en við að beina fjármagni sínu í arðbær- ar framkvæmdir. Fróðir menn telja þetta stafa m.a. af tvennu. í fyrsta lagi: íhaldssemi og tregða, eða lítill sveigjanleiki stéttarfélag- anna að laga sig eftir síbreytileg- um aðstæðum hverju sinni. Og í öðru lagi: rangar og óarðbærar fjárfestingar, bæði hjá einstakl- ingum og opinberum aðilum. Þetta gerir okkur að hálfgerðu láglauna- þjóðfélagi. Hvernig myndi t.d. bónda vegna, sem byrjaði búskap sinn á því að byggja dýrt og vandað íbúðarhús og fyllti það af rándýrum húsgögnum áður en hann byggði yfir fénað sinn eða ræktaði jörðina. Væntanlega yrði hann að eiga sæmilega digra gjaldeyrisinnstæðu ef vel ætti að fara. En snúum aftur að brúnni. Hræddur er ég um að hún geti ekki í náinni framtíð talist til hinna hagkvæmari verka frá þjóðhags- legu sjónarmiði (eða verði talin auka hagvöxtinn). í síðasta hefti Fjármálatíðinda (1977) er grein um vegamál („Vegakerfið endurbyggt") eftir Valdimar Kristinsson. Þar segir svo orðrétt um brú yfir Ölfusárós: „Hún er mikið hagsmunamál fárra, en lítið hagsmunamál þjóð- arheildarinnar." En er brúin þá svo mikið hagsmunamál fyrir þessa fáu? Aðalnotin fyrir brúna, að mér skilst, eru fiskflutningar milli Þorlákshafnar og þorpanna austan við ána. Þeir myndu styttast um rúma 30 km (þ.e. innan við 1 klst. akstur fram og aftur). Þarna munu flutt á milli u.þ.b. 5000 tonn, hámark, af fiski. Segjum svo að á hverri smálest sparaðist u.þ.b. 2000 kr. við að fara styttri leiðina, og myndi sá mismunur minnka verulega, væri öll hin venjulega leið milli þorpanna lögð varanlegu slitlagi. Áuk þess sem allur sá aksturskostnaður, sem talað er um þarna á milli, gæti verið (og er kannski) innan viðkomandi hreppa, þannig að engin króna fyrir vinnu þyrfti að tapast út úr viðkomandi sveitarfélagi fyrir akstur á fiski. Kostnaður við brúargerðina Síðasta áætlun með þessa brúar- smíð er, að hún kosti á núverandi verðlagi nær 2 milljarða. Víst er að þá upphæð má hækka upp í 2.5—8 milljarða með öllum hliðar- mannvirkjum. Fjár til þessa mannvirkis yrði væntanlega aflað með erlendum lánum eða verð- tryggðum spariskírteinum. í 30—5(f% verðbólgu eru raunveru- legir ársvextir af fé þessu nær 1 milljarður. Til þess að standa undir þessum vöxtum koma því aðeins 10—15 milljónir í spöruðum flutningskostnaði. Þarna hlýtur hvert skólabarn að sjá að þessu fé er ekki vel varið. Því hlýtur að vera hægt að verja á arðbærari hátt, vil ég nefna 2 dæmi: Vestmannaeyjakaupstaður og Þorlákshöfn, sem hafa nær 6000 íbúa, telja sig leggja árlega um 400 milljónir til ríkissjóðs af bifreiða- eign sinni, en fé hefur ekki ennþá fengist til að leggja varanlegt slitlag á svokallaðan Þrengslaveg ásamt Þorlákshafnarvegi, sem jafnan er illfær vegna mikillar umferðar, sérstaklega þungaflutn- inga. Þó hljóðar síðasta áætlun uppá aðeins rúmar 200 milljónir. Um þennan veg fara fram umtals- verðir fiskflutningar á vertíðum, sem raunar mun alveg ólöglegt af heilbrigðisástæðum. Unnið var í þessum vegi á síðastliðnu ári fyrir 25 milljónir og þá aðeins til að mjókka hann. Vestfirðingar framleiða að mig minnir a.m.k. 10—12% af út- flutningsverðmætum landsmanna, þar eru nú eftir aðstæðum þokka- legar samgöngur innan héraðs. Hinn svokallaði Djúpvegur gæti verið fær mikinn hluta ársins. En einn þröskuldur stendur í vegu fyrir því að Vestfirðingar hafi vegasamband við aðra hluta lands- ins mestan part ársins, það er Þorskafjarðarheiðin, 30—40 km langur heiðarvegur niðurgrafinn, sem verður ófær í fyrstu snjóum. Talið er að þennan vegarkafla mætti byggja upp fyrir 400—500 milljónir (verð breytist að vísu árlega), en það vantar fé. Ég tók hér tvö dæmi um framkvæmdir, sitt úr hvorum landsfjórðungi, sem ég tel skilyrð- islaust eiga að ganga fyrir brúar- gerð yfir Ölfusárós, og myndu kosta minna en nemur ársvöxtum af brúargerðinni. Auðvitað mætti nefna margfalt fleiri dæmi, eins og varanlegan veg frá þorpunum Eyrarbakka og Stokkseyri til Selfoss, og Þorlákshafnar, sem ég tel mjög aðkallandi framkvæmd, þessi þorp hafa vægast sagt búið við mjög óviðunandi vegakerfi. Niðurstöður af þessum hug- leiðingum eru þá þessar: Brúargerð yfir Ölfusárós verður mjög dýr og óarðbær framkvæmd. Raunverulegir ársvextir gætu orð- ið 1 milljarður. Það sem á móti kæmi í arði af verkinu nægði tæpast fyrir viðhaldi á mannvirkj- um. Fjölmörg miklu arðbærari verk- efni í samgöngum bíða úrlausnar. Það sem þorpunum austan við ána liggur meira á í svipinn er öruggari sjávargarðar, öruggari hafnir, betri samgöngur við aðal- vegakerfi, og fyrst og fremst, fjölbreyttara atvinnulíf á heima- slóðum. 7. mars, 1978 Ólafur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.