Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 VERÖLD Náttúruvernd Átroðningur í undralandi Framtíð eins sérkennilegasta staðar á jarðríki, Galapagos-eyj- anna, hefur verið rædd mikið að undanförnu. Það var hið einstaka jurtaríki og dýralíf þessara eyja, sem ('harles Darwin notaði sem uppistöðu í bók sinni „Uppruni tegundanna." Umræður þær, sem ' fram hafa farið í blöðum í Suður-Ameríku og nýlega á fund- um Menningar- og vísindastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, hafa aðallega beinzt að þeirri hættu, sem dýralífinu stafar af auknum ferðamannastraumi til eyjanna. Galapagos-eyjar eru um 900 km úti af strönd Ecuadors og eru vinsæll viðkomustaður skemmti- ferðaskipa. Náttúruverndarmenn á eyjunum gerast einnig æ meir uggandi yfir stöðugri útbreiðslu villtra dýra, sem voru upprunalaga flutt inn til eyjanna, en fjöldi þessara dýra á sumum eldfjalla- eyjanna er nú orðinn slíkur, að jafnvægíð í dýraiífinu er að fara úr ólluni skorðum. Hið sérkenni- lega sambland af alls konar Ijósbrigðum, hafi furðulegu eld- fjallaland.slagi og svo hinar sjald- gæfu dýrategundir og þá alveg sérstaklega öll skriðdýrin, sem enn hafa ekki lært að óttast manninn, — það er allt þetta, sem gerir Galapagos-eyjar að reglulegri paradís ferðamanna. Og þar sem ferðamannastraumurinn beinist til stöðugt fjarlægari staða í leit að hinu suðræna og heillandi, hafa eyjarnar komizt í tízku hjá ferðamönnum á síðustu árum. Yfirstjórn þjóðgarða í Ecuador, sem hefur umsjón með eyjunum, reynir að fara hinn gullna meðal- veg við ákvórðun fjölda ferða- manna til eyjanna. Um 90 af hundraði af eyjunum telst nú náttúruverndarsvæði, ofí sé þess gætt, að hleypa ekki fleiri en 12000 ferðamönnum til eyjanna á ári, þá geta þjáðgarðsverðir og eftirlits- bátar haft nægilegt eftirlit með ferðum manna um eyjarnar ofí komið í veg fyrir að framkoma þeirra keyri úr hófi fram, að sögn yfirvaldanna í Ecuador. En fjöldi ferðamanna náði næstum því þessu hámarki á síðasta ári, og sumir náttúruverndarmenn full- yrða, að þessi fjöldi ferðamanna sé þegar orðinn of mikill. Ecuadorbú- leiðsögumanni, sem hlotið hefur þjálfun sína á Charles Darwin- stöðinni á eyjunni Santa Cruz. En ferðamannastraumurinn á ekki vel við líf villtra dýra. Þrátt fyrir alla varúð, sem sæljónin sýna t.d. þá brjóta þau samt í sér tennurnar við að japla á dósum, sem hefur verið fleygt í sjóinn. Trjáeðlur veikjast af því að tyggja plast- flöskur undan sólolíu, og styggir fuglar fljúga upp af hreiðrum sínum, þegar þeir heyra smellina í myndavélunum, og vanrækja svo hreiðrin upp frá því, þannig að ungarnir drepast. A umliðnum árum hefur einnig verið óttast, að Ecuador kynni að gera Galapagos-eyjarnar beinlínis að nýlendu sinni. Efnahagslífið í Ecuador hefur lóngum verið held- Einstakt jurtaríki og óviðjafnanlegt dýralíf. ar leitast því við að einskorða ferðamannastrauminn við sem þrengstan hóp fyrirfólks, sem er vel loðið um lófana. Flestir þeir, sem gista eyjarnar, koma þangað á ríkmannlegum skemmtiferðaskipum frá megin- landinu, og koma því við á eyjunum án þess að tefja þar ýkja lengi. Sérhverjum ferðamanna- hópi er nú fylgt af vel kunnugum ur lasburða, — þrátt fyrir alla þá olíu, sem fannst á frumskógar- svæðunum í austurhluta landsins í upphafi þessa áratugar. Það hefur því alltaf verið viss freisting fyrir stjórnvöld Ecuadors að flytja fátæklinga frá meginlandinu og láta þá setjast að á Galapagos-eyj- um. En búferlaflutningur fólks til Galapagos-eyja hefur nú verið Framhald á bls. 47. Hinir bannfærdu Kviksetning á20.öld í Suðurafríku tíðkast Það að bann- færa menn, ef vinsamlegar og marg- endurteknar áminningar hrífa ekki. Menn eru reyndar ekki bannfærðir nema fyrir mestu sakir, og eiginlega eingöngu fyrir Dann höfuðglæp að mæla gegn aöskilnaöarstefnu ríkis- stjórnarinnar í ræðu eöa riti. Um oessar mundir eru einir 160 bannfærðir. Síðast voru nokkrir settir í bann fyrír hálfu ári, og allir fyrir Það að Þeir höföu andmælt stefnu stjórnarinnar í kynþáttamálinu opin- berlega. Einn pessara manna er dr. Beyers Neude, sem áður var prestur i Hollenzku kirkjunni í Suðurafríku og síðar yfirmaður Kristilegu stofnunar- innar svo nefndu sem nú er reyndar útlæg orðin. Dr. Naude var settur í fimm ára bann. Þetta bann er mjög víðtækt, svo að jafngildir nærri útlegð og er pó verra að sumu leyti. Hinum bannfærðu er útskúfaö líkt og líkprá- um fyrr á tímum. Ilse Naude, eiginkona dr. Naude, átti tal við blaðamenn fyrir stuttu og lýsti pví Þá fyrir peim hvernig pað er að búa viö bannfæringu yfirvalda í Suðurafríku. „Bannið hefur gerbreytt öllu lífi okkar," sagði hún. „Og pað hefur líka mikil áhrif á líf barna okkar, annarra vandamanna, vina okkar og kunn- ingja. Manninum mínum leyfist ekki leng- ur að eiga orðastað við fleiri en einn í senn. Og pað veldur sífelldum og stundum hinum ótrúlegustu vandræð- um. Ef við rekumst á kunningja okkar úti á götu verðurh við að tala við hann hvort i sínu lagi, pvi að maðurinn m.inn má aöeins eiga tal víð einn í einu. Af sömu ástæðu förum við ævinlega inn síðust og út fyrst pegar við förum til kirkju; pað er af ótta við aö lenda í hópi fólks. Vinum okkar fellur petta afar illa, sem vontegt er. Ég veit, að ýmsir petrra heímsækja okkur ekki af ótta við pað að fremja lögbrot og baka okkur frekari vandræði. Og menn vita varla lengur hvað má og hvað ekki. Þetta finnst mér verst af öllu viö bannið — Það kemur í veg fyrír allt félagslíf í bókstaflegum skilningi. Maður vill og manni er nauðsyn að geta hitt kunningja og vini, leitað til Þeirra, skipzt á skoöunum við pá, skemmt sér með Þeim. En Það er okkur meinað." Dr. Naude leyfist ekki lengur að taka til máls opinberlega, rita greinar í blöð eða láta hafa neitt eftir sér. Honum er jafnvel bannað að stíga fæti inn á ritstjórnarskrifstofur dagblaða. Hon- um er einnig bannað að koma í skóla og á vinnustaði. Hann má ekki vera á fundum, hvorki stjórnmálafundum né öðrum, hann má ekki fara úr borginni, og honum er gert aö láta lögregluna vita af sér einu sinni i viku. „Þaö er svo búið um hnútana, aö sá sem er í banni getur ekki einu sinni gleymt pví stundarkorn. Hann er minntur á Það á hverjum degi og oft á dag," segir llse Naude. Sumir hinna bannfærðu hafa misst vinnuna af Þeim sökum. Dr. Naude var sagt upp starfi fyrir fimm mánuðum og hefur hann ekki fengið annað. Honum leyfist reyndar enn að vinna prestsverk, en Þar sem hann má ekki hitta nema einn í einu er vandséð hvernig hann á að fara að pví. Auk Þess tekur bannið til prestsskaparins að því leyti, að Naude má ekki predika. Það er að taka til máls opinberlega. Þannig er honum settur stóllinn fyrir dyrnar í flestum greinum. Naude tekur banninu með æðru- leysi. „Hann er kjarkmikill maöur," segir llse kona hans. „Hann er líka jafnlyndur og próttmikill í anda, og Það kemur sér sannarlega vel nú. En síðast en ekki sízt hjálpar trúin honum......Mönnum finnst Það kannski yfirlæti — en mér er næst að halda, að maðurinn minn sé gæddur spádómsgáfu. Þegar fyrir tíu árum spáði hann peim atburðum sem nú eru orðnir hér í landi... Maðurinn minn ann föðurlandi sínu heitt, og hann gæti unnið Því mikið og vel. En nú er honum bannaö Þaö. Sök hans var sú, að hann sagði valdhöfunum Þao sem Þeir vildu ekki heyra..." — J.H.P. SERFONTEIN. Þcgar stórborgin seíur hvería útilegukonurnar inn í skot sín í sundunum milli skýjakljúfanna Borgarlíf Konurnar sem kjósa að leggjastút Jafnt þeir sem búa í Ncw York og þeir sem geta ekki hugsað sér að búa þar, hafa oft veitt því athygli, að innan borgarmark- anna fyrirfinnst mcira af smá- skrítnu íólki heldur en í nokkurri annarri borg á jarðríki. í þessu landi smáborgaranna. scm apa allt hvað eftir öðrum. er borgin hreinasta paradís fyrir sérvitr- ingai þar cr hægt að hrópa klámyrði í neðanjarðarbrautinni, fara með magnaðargaldrasæring- ar á Fimmtu tröð, liggja dauða- drukkinn á tröppum Almenn- ingsbókasafnsins, slá upp tjaldi á gangstéttinni á Fyrstu tróð and- spænis Aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, og alls cnginn, sízt af iillu lögrcglan, mundi skipta sér af því. í skjóli þessa umhverfis hafa æ fleiri kynlegir kvistir náð að skjóta rótum, og þar á meðal eru heimilislausar konur. en þeim fer stöðugt fjölgandi í New York. Þær ganga undir nafninu papp- í'rspokadömurnar, af því að þær bcra allar eigur sínar í þessum stóru pappírspokum eins og þcim. sem stórverzlanirnar láta viðskiptavinum sinum í té. Þessar konur halda til á járnbrauta- stöðvum, í lcstum neðanjarðar- brautarinnar og cinnig á tígul- steinalögðum stéttum fyrir franr an íbúðarhúsin í þeim borgar- hverfum. þar sem umburðarlynt og víðsýnt fólk býr. New Yorkbú- ar líta á konur þessar með hlýlegu afskiptaleysi og furðu- legri virðingu, og þess vegna eru þær aldrci kallaðar konur, heldur alltaf dömur. Pappírspoka-dömurnar drekka ekki, og þær hnappast ekki saman í leit að hlýju og félags- skap eins og rónarnir. Svo mánuðum skiptir halda þær sig hæði um nætur og daga á siimu slóðum í borgarhverfinu og' hverfa svo allt í einu jaín óvænt og þeim skaut upp. Þær vita upp á hár, hvenær veitingahúsin láta fleygja matarleifum í sorptunn- urnar, þar sem þær róta svo í leit að æti. Og þótt manni finnist það ekki bcinlínis skcmmtilegt. ef ein þessara pappírspokadama hcfur valið sér dyrapallinn fyrir fram- an húsið manns sem næturstað, þá þarf jafn mikinn siðferðis- styrk til að rcka hana af hó'ndum scr eins og að stugga burt voluðum flækingshundi. Flestar pappírspoka-dömur virðast vera á aldrinum milli fertugs og 65 ára. I>ær eru flestar stuttvaxnar og ólögulegar í útliti, og í augum þeirra bregður gjarnan fyrir svolitlum illkvittnisglampai jafn- vel um hásumarið vefja þær sig inn í mörg lög af fötum og troða dagblöðum inn á milli fatanna til þess að einangra sig enn betur gegn kalsaveðri. Þær Sandra Kiersky og Elyse Goldstein, tvær vísindakonur, sem eyddu fjórum mánuðum í að fylgjast með pappírspoka-dömun- um við þjóðíélagslegar rannsókn- ir á vegum Borgarháskólans í New York, tóku brátt eftir því, að því íleiri poka. sem dömurnar bæru með sér. þeim mun betur væru þær yfirlcitt í stakk búnar til þess að skrimta af í götuvist- inni. „Þetta er eins konar kapital- ista kerfi." sagði Sandra Kiersky. Þær Sandra og Elyse komust að raun um, að það eru til mismun- andi f lokkar af pappírspoka-döm- um. Fyrst ber að nefna þær, sem búa á götum úti af fúsum og frjálsum vilja, í leit að frelsi frá því helsi, sem þjóðfélagið leggur á einstaklinginn. Svo eru það þær konur, sem missa heimili sitt af því að einhver náinn ættingi þeirra eða maki andaðist, eða af því að þær gátu ekki staðið í skilum mcð húsaleiguna, og höfðu svo enga hugmynd hvert þær ættu að fara eða hvar þær gætu leitað eftir hjálp. Og loks eru það svo þessar hálfvegis pappírspoka-dömur, sem ciga systur eða bróður að, sem þær geta heimsótt við og við og farið í bað hjá. Enginn hefur hugmynd um, hve margar pappírs- poka-dömur fyrirfinnast í New York^ sumir gizka á nokkur hundruð, en aðrir álíta, að þær séu um 10.000. Faðir McVean, cinn af munkunum við klaustur- kirkju heilags Franz frá Assisi í New York, hefur varið miklum tfma í' að hjálpa pappírspoka- dömunum, og hann álítur að þessar konur séu um tvö til þrjú þúsund talsins. „Þeim hefur fjó'lgað alveg fciknarlega á allra síðustu árum," sagði hann. Það er skoðun hans, að þessi fjö'lgun útilegukvenna stórborgarinnar stafi af nokkru af því að geð- Framhald á bls. 47. Læknisráð Þaðerhelstá mánudögum sem menn kaupa ófreskjurnar ÞETTA eru ósviknar blóösugur meö Þrjár hárbeittar tennur. í Þúsundir ára hafa Þær verið í miklum metum hjá læknum. Og ef til vill munð Þið eftir Því, að kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart var alpakinn Þeim í bíómyndinni „Afríkudrottningin". Blóðtaka — sem annaöhvort var gerð með smáskuröi eöa meö pví að festa blóðiglur við líkamann — varð næstum pvi úrelt læknisráð á síðustu árum 19. aldar. En ekki pó alveg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.