Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAI 1978 Vinsældalistar og fréttir ðr poppheiminum... Vinsœldalistar BONEY M. tók mikið stökk upp brezka vinsældalistann í vikunni og er hljómsveitin nú kumin í 3. sætið, en var í 21. sæti. Annars er frekar lítið um breytingar á listanum, ló'gin hafa flest aðeins skipt um sæti, ef þau hafa á annað borð hreyfst úr stað. Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum, en þar eru þó þrjú ný lög á listat „Count on me" með Jefferson Starship, „Too much, too little, too late" með Johnny Mathis og Deniece Williams og „You're the one I want" með Oliviu Newton-John og John Travolta. Frá öðrum löndum er lítið að frétta og sama ládeyðan ríkir nú á vinsældaHstunum um allan heim. 10. vinsælustu liigin í l.ondon. staða þeirra í síðustu viku í sviga. 1. (1) Night fever— Bee Gees. 2. (2) Too much, too little, too late — Johnny Mathis/ Denive Williams. 3. (21) Rivers of Babylon — Boney M. * 4. (12) Automatic lover — Dee D. Jackson. 5. (5) Never let her slip away — Andrew Gold. tí. (10) Singin'in the rain — Sheilda B. Devotion. 7. (7) I wonder why — Showaddywaddy. 8. (4) lí you can't give me love -» Suzi Quatro. 9. (3) Matchstalk men and matchstalk cats and dogs — Brian og Michael. 10. (8) Follow you, follow me — Genesis. NEW YOKK. 1. (1) Night fever — Bee Gees. 2. (2) If I can't have you — Yvonne Elliman. 3. (4) The closer I get to you — Roberta Flack og Donny Hathaway. 4. (5) With- a Íittle luck — Wings. 5. (3) Can't smile without you — Barry Manilow. 6. (11) You're the one that I want — Olivia Newton John og John Travolta. 7. (7) Jack and Jill - Radyo. 8. (20) Too much, too little, too late — Johnny Mathis og Deniece Williams. 9. (8) Dust in the wind — Kansas. 10. (13) Count on me — Jefferson Starship. AMSTERDAM: 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (2) Argentina — Conquistador. 3. (3) U o, me — Luv. Mighty Sparrow og Byron 4. (4) Only a fool Lee. 5. (15) Substitute — Clout. 6. (5) Come back my love — Darts. (6) Staying alive — Bee Gees. 8. (9) Starship 109 - Mistral. 9. (10) Amor, amor — Rod Mckuen. 10. (17) Oh, heideroosje — Havenzangers. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. BONN: 1. (2) Take a chance on me — ABBA. 2. (1) Mull of Kintyre — Wings. 3. (4) Love is like oxygen — Sweet. 4. (3) For a few dollars more — Smokie. 5. (5) Don't stop the music — Bay City Rollers. 6. (6) Love is in the air — John Paul Young. 7. (7) Run around Sue — Leif Garrett. 8. (9) Free me — Uriah Heep. 9. (8) Rockin' all over the world — Status Quo. í minningu Sandy Denny 10. (10) If paradise is half as nice Stone. Rosetta HONG KONG: 1. (1) Staying alive — Bee Gees. 2. (4) Emotion — Samantha Sang. 3. (2) Before my heart finds out — Gene Cotton. 4. (3) Love is like oxygen — Sweet. 5. (7) Can't smile without you — Barry Manilow. 6. (5) Just the way you are — Billy Joel. (8) Dust in the wind — Kansas. 8. (10) Night fever - Bee Gees. 9. (16) It amazes me — John Denver. 10. (9) Love is thicker than water — Andy Gibb. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. ÞAU sorgartíöindi bárust oss til eyrna í vikunni að brezka söngkon- an Sandy Denny hefði látist af völdum höfuöáverka er hún hlaut Þegar hún datt niður stiga á heimili vinar síns. Sandy Denny var ein Þekktasta söngkona Bretlands. Söngkonan gekk á sínum yngri árum í sama skóla og Eric Clapton og Jimmy Page. Hún var pegar um tvítugt orðin vel Þekkt Þjóðlaga- söngkona, en verulega athygli vakti hún ekki fyrr en hún gekk til liðs við hljómsveitina Strawbs 1968. Hún hætti að vísu í hljómsveitinni áður en fyrsta plata hennar kom út, en 1973 kom út plata með nafninu „Sandy Denny and the Strawbs — All our own vork". í maí 1968 gekk Denny í Þjóðlaga- hljómsveitina Fairport Convention og hljóðritaði hún með hljómsveit- inni Þrjár plötur, „What we did on our holidays", „Unhalfbricking" og „Liege and lief". Allar plöturnar komu út árið 1969. Á „Unhalfbrick- ing" er lagið „Si tu dois partir" sem komst á lista meðal 10 vinsælustu laga í Bretlandi. Nákvæmlega tveimur árum eftir að hún gekk í Fairport stofnaði Denny sína eigin hljómsveit, Fotheringay. Hljómsveitin var skip- uð peim Trevor Lucas, gítar, Jerry Donahue, gítar, Pat Donaldson, bassa, og Gerry Conway, trommur. Ákvörðun Denny að hætta í Fairport olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi, pví Fairport var Þá á hátindi frægðar sinnar og langvinsælasta Þjóðlaga- rokkhljómsveitin í landinu. 1970 kom fyrsta plata Fotheringay, „Fotheringay", út og vakti hún varöskuldaða athygli. En hljóm- sveitin var ekki mjög samrýmd og leystist upp meðan verið var að Framhald á bls. 37. Af hljómplötukynningunni í Skíðaskálanum: Ekki eins grípandi tónlist og áður Eins og öllum ætti aö vera kunnugt kom brezka nýbylgju- hljómsveitin Stranglers hinqað í vikunni og hélt hér hljómleika, auk pess sem hin nýja hljómplata hljómsveitarinnar, „Black and White" var kynnt. Kynningin lór fram á miðvikudag í skíöaskálanum í Hveradölum, og var par fjoldi blaðamanna, erlendra sem inn- lendra, auk hljómsveitarmanna og fylgdarliðs Þeirra. Er Mbl. bar aö skíöaskálanum upp úr hádeginu á miövikudag voru tónlistarmennimir fjórir að skoða sig um og vöktu heitu uppspretturnar við skálann sérstaka athygli þeirra. Hópur Ijósmyndara elti þá, og voru fjórmenningarnir myndaöir í bak og fyrir. Var ekki að sjá að hljómsveitin tæki því illa, alla vega var enginn Ijósmyndari barinn og engin Ijós- myndavél eyðilögð. Eftir aö hafa sprangað um úti við góöa stund, héldu hljómlistarmenn- irnir inn í skíðaskálann og tóku að eta og drekka veitingar þær er fram voru bornar. Hljómplötunni nýju var skellt á plötuspilara og fyrr en varði ómaði nýbylgjutónlistin um skíða- skálann. Við fyrstu hlustun viröist hljómplatan vera í nokkuð öörum stíl, en fyrri plöturnar, og einkanlega er áberandi að lögin eru ekki eins grípandi. Mætti segja að tónlistin sé öllu meiri skynvillu-tónlist en áður, og skipa hljómboð sífellt hærri sess í tónlistinni. Alls eru á plötunni 12 lög, og heita þau: „Thank", „Nice'n sleazy", „Outside Tokyo", „Hey (rise of the robots)", „Sweden — all quiet on the eastern front", „Toiler on the sea", „Curfew", „Threatened", „In the shadows", ,Do you wanna", „Death and night and blood (Yukio)", og „Enough time". „NicenOsleazy hefur einnig komiö út á lítilli plötu, sem kom á markaðinn í Bretlandi fyrir skömmu. Það vakti athygli okkar aö meðan á kynningunni á plötunni stóö, gengu þrír ungir piltar um skíðaskálann og kvikmynduöu allt er þar fór fram. Til að svala fróöleiksfýsn sinni vék blaðamaöur sér aö piltunum, og bað þá að skýra frá kvikmynduninni. Piltarnir kváðust heita Sigurjón Einarsson, Magnús Jóhannsson og Magnús Jón Smith og væru þeir að gera heimildarkvikmynd um komu Stranglers til íslands. Heföu þeir fengið leyfi Stranglers sjálfra svo og allra viökomandi til að fylgjast með Stranglers meðan þeir dveldust hér á landi, og væri ætlunin að kvik- mynda alla dvöl hljómsveitarinnar hér. Sögöust þeir einnig hafa fengiö leyfi til að kvikmynda hljómleikana sjálfa, og einnig að taka þá upp á segulband. A leiöinni til Reykjavíkur var stanzað einu sinni og tónlistarmennirnir stitltu sér upp fyrir Ijósmyndatökur í hrauninu upp á Heliisheíðí. Aður en Stranglers stigu inn í skíðaskálann voru þeím afhentar íslenzkar ullarpeysur að gjöf frá íslenzkum handiönaði og fóru hljómlistarmennirnir strax í peysurnar. Piltarnir kváöust hafa mikinn áhuga á kvikmyndun, og hefðu þeir gert tilraun til aö kvikmynda handrit eftir einn þeirra. Sú tilraun gekk þó ekki betur en svo að til þeirra sást er þeir voru að bera „lík" út í bifreið eins þeirra. Varð mikið mál út af kvikmyndatökunni, en þeir urðu aö hætta viö hana að svo búnu. En nú eru ungu kvikmyndatöku- mennirnir komnir á kreik á nýjan leik, og takist þeim vel upp meö heimildarkvikmyndina er aldrei aö vita hvað bíöur þeirra. Inn / skíðaskálanum eru gestirnir nú farnir að ókyrrast og senn líður að því aö haldið sé aftur til Reykjavíkur. Stranglers á æfingu í Laugardalshöll, en þar ætla þeir að hljóðprufa hljómleikasalinn, en blaðamennirnir og aðstandendur United Artists, útgáfufélags Stranglers, halda í Hljóörita þar sem þeim veröur afhent spóla með úrvali íslenzkrar pop-tón- listar. Nú er aðeins aö bíða og sjá hvaða áhrif heimsókn erlendu gest- anna hefur haft á íslenzka tónlistar- heiminn, og hvort hann kemur til með aö njóta góös af hljómleikahaldi Stranglers og hljómplötukynning- unni. _g»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.