Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 Skúli Sigurðsson vélstjóri: Prófkjör — lýð- ræði — Kópavogur Það, sem hvetur undirritaðan til að skrifa þessa }írein, eru þau ósköp, sem dunið hafa yfir okkur Kópavogsbúa, vegna prófkjörs sjálfstæðismanna, sem fram fór þann 4. og 5. marz síðastliðinn. Sér í lagi er það orðaval, sem 1. og 2. ntaður á lista sjálfstæðisfólks nota í greinum sínum um störf upp- stillingarnefndar Sjálfstæðis- flokksins (í henni eru 18 manns). Þar erum við víttir m.a. fyrir gerræði, siðleysi og það að hafa þverbrotið leikreglur lýðræðis, er ég mjög undrandi á hinum mæta manni Eggert Steinsen, að hann skuli skrifa, hvað þá hugsa í þessum dúr. Ég vil benda á það, að lýðræðið verður ekki haldið, né gæti það staðist, án þess að því væru settar reglur eins og prófkjörsreglur, en prófkjör eru einmitt til lýðræðis- ins vegna. I prófkjörsreglum nánar tiltekið í 11. grein. kveður svo á um prófkjör meðal annars, að sex atkvæðahæstu skuli vera í sex efstu sætunum á framboðs- lista, þó að því tilskildu, að þeir hafi hver um sig hlotið atkvæði á helmingi allra gildra atkvæða- seðla. Þá er uppstillingarnefnd heimilt í tillögu sinni, að færa frambjóðendur úr einu sæti í annað, innan framangreindra sæta, ef hún telur það nauðsynlegt vegna heildarsvips listans, eða að það sé listanum til styrktar. Hvað Guðna Stefánsson varðar, Góó hönnun er sígildhönnun Sérverslun meö listræna húsmuni Borgartún29 Sími 20640 Mikióúrval ítalskra húsgagna var það einmitt hugmynd upp- stillingarnefndar, að hann yrði í væntanlegu baráttusæti listans, 5. sæti, en við kosningarnar ‘74 vantaði Sjálfstæðisflokkinn aðeins 60 atkv. til að ná fimmta manni, en því miður telur Guðni það ekki virðingu sinni samboðið að skipa svo þýðingarmikið sæti og er það miður. Ég vil benda á, að Axel Jónsson alþm. skipaði 4. sæti listans ‘74 þrátt fyrir að fyrsta sætið væri hans þá. Um lýðræði ætti ekki að þurfa mörg orð, um það ættu þessir menn að vera vel upplýstir. Við sem styðjum og höfum starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn höfum einmitt gert það vegna þess að hann er lýðræðisflokkur. Væntan- lega eru það ekki ólýðræðisleg vinnubrögð að starfa eftir settum reglum, eða hvað? Hver er orsökin fyrir því frumhlaupi þessara manna að bjóða fram sér lista við væntanlegar bæjarstjórnarkosn- ingar, hver er í kjallara herbúða þessara manna? I efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er valinn maður í hverju rúmi, Axel Jónsson alþm., Richard Björgvinsson og Bragi Michaels- son — allt menn með mikla og dýrmæta reynslu í bæjarmálum; þá koma í 4. og 5. sæti Steinar Steinsson tæknifr. og Torfi B. Tómasson framkv.stj., báðir þessir menn eru reynslumiklir á hinum ýmsu sviðum, annar á sviði tækni, framkvæmda og skólamála, hinn á sviði félags- og íþróttamála. KÓPAVOGSBUAR. ég hvet ykkur af alhug til þess að leggja Sjálfstæðisflokknum lið í komandi kosningum, eflum uppbyggingu atvinnuveganna í Kópavogi, þá verður í kjölfar þess hægt að bæta hag okkar allra — ungra sem aldraðra. Verndum lýðræðið á öllum sviðum hins mannlega lífs. kjósum D-LISTANN í væntanleg- um kosningum 28. maí. Skúli Sigurðsson. vélstjóri. — Barnamorðin Framhald af bls. 49. alþjóðastofnanir hafist eiginlega að, en þær eru margar hverjar með útibú í Addis Abeba. Starfs- mönnum þeirra er ekið í glæsibíl- um framhjá þessum líkum, þeir komást ekki hjá að heyra skot- hvellina, en halda samt áfram í samkvæmin til að drekka viskí. En þrátt fyrir alla þessa ólýsan- legu skelfingu eru sumir tilburðir herforingjastjórnarinnar ekki alveg lausir við að vera broslegir, eins og þerar útsendarar hennar, sem flestir eru hvorki læsir né skrifandi, vísitera kirkjur borgar- innar. Þeir krefjast þess að lesið sé fyrir sig úr Biblíunni og messusiðabókum — „til hug- myndafræðilegrar glöggvunar“. Þeir fengu sérlega illan bifur á slaghörpu nokkurri, sem stendur í einni kirkjunni, og töldu sig hafa fengið fulla vissu fyrir því að þetta væri fjarskiptatæki á vegum CIA. Þegar hljóðfærinu var upplokið kom enda í ljós að það var fullt af orkennilegum vírum og þráðum. Aðeins með „rauðri ógnun'4... Þá segir höfundur: Það er almenn skoðun hér að það séu Rússar, sem þvingi Eþíópana til þessara morða á löndum sínum. Þeim er sagt aö einungis með rauðri ógnun verði viljaþrek fólks- ins brotið á bak aftur þannig að allir geti orðið kommúnistar. Sumir hafa með þessum hætti verið brotnir niður en fjölmargir aðrir hafa truflazt á geðsmunum. Við heyrum skothvelli, við heyr- um og sjáum risavöxnu rússnesku flutningavélarnar koma og fara. Pyntingarnar sem fram fara í umdæmunum eru hroðalegar. Að- ferðirnar og kerfið er í samræmi við það sem tíðkast í Aust- ur-Evrópu, einkum í Aust- ur-Þýzkalandi. Leyniþjónusta öryggislögreglunnar starfar undir forystu hershöfðingja, sem er frá Þýzka alþýðulýðveldinu, segir Hans Eerik, án þess að fara nánar út í þá sálma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.