Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 49 Texti: Aslaug Ragnars. Madimba. sem er eitt af mörg hundruð þorpum í Norður-Angóla, sem na i v: id fallnir - sykurakrana á Kúbu? laggirnar, en Agostino Neto getur auðvitað ekki talizt annað en silkihúfa, sem Kúbanir og Sovét- menn, hinir raunverulegu valdhaf- ar í landinu, skreyta sig með. Kommúnistaríkin, undir sjálf- safjðri forystu Sovétríkjanna, hafa notfært sér til hins ýtrasta ástandið í hinum nýfrjálsu ríkjum Afríku. Þar hefur krákureglan verið í hávegum höfð — sú sitjandi sveltur en fljúgandi fær. Sovét- stjórnin hefur um langt skeið látið sér mjöfj annt um þróunarríkin svonefndu, og hefur til dæmis sett á stofn sérstakan háskóla í Moskvu — Lúmúmba-háskólann — til að uppfræða efnileg ung- menni frá þessum löndum, og árangur þessarar ástundunar er nú sem óðast að koma í ljós. Þegar svo bætist við að lýðræðisríkin í vestri hafa orðið æ tregari til að skipta sér af gangi mála í hinum nýfrjálsu ríkjum — hvort sem um er að ræða vopnasendingar eða beina hernaðaríhlutun — er ekki að undra þótt kommúnistaríkin, sem fúslega láta í té hvort tveggja, hafi árangur sem erfiði. Fyrir nokkrum vikum bárust af því fregnir, sem telja verður óvefengjanlegar , að Kúbumenn, sem um þessar mundir eru þar um 25 þúsund talsins, hafi hafið stórsókn gegn andstæðingum stjórnar Netos í Angóla. Norman Kirkham, þekktur brezkur frétta- maður, fór ásamt skæruliðum F.N.L.A. um'þær slóðir í landinu norðanverðu þar sem Kúbumenn höfðu nýverið gengið berserks- ganfí, og telur hann að í þessum átökum hafi að minnsta kosti 70 þúsund óbreyttir borgarar látið lífið. Árásir hafa verið gerðar á hundruð þorpa. Þúsundir fjöl- skyldna hafa misst heimili sín, sem hafa verið brennd til grunna, og tilheyraridi rán, ofbeldi og nauðganir hafa fy%gt í kjölfarið. Ef til vill vekja þó fregnirnar um brottflutning þúsunda unglinga Framhald á bls. 37. Þríhöfða þursinn í Eþíópíu Segja má með sanni að kúbönsku legíónirnar í Afríku séu nokkurs konar þríhöfða þurs. Raoul Castro hefur manna mest lagt af mörkum til að breyta því sem eitt sinn var fjöldi skæruliðahópa í Kúbu í fjölmennasta og full- komnasta her í Suður-Ame- ríku. Kúbanir eru um níu milljónir talsins, en sam- kvæmt nýlegum upplýsingum Institute of Strategic Studies í Lundúnum telur herinn á Kúbu nú um 150 þúsund manns. Kúbuher hefur yfir að ráða 600 nýtízku sovétsmíðuð- um brynvögnum og 220 orr- ustuflugvélum, þar af 80 til 90 MIG-þotum, en auk þess 40 eldflaugum, svo eitthvað sé nefnt af stássinu. Sá, sem sér um daglegan rekstur kúbanska herliðsins í Eþíópíu er vildarvinur Raouls, Arnaldo Ochoa hershöfðingi og aðstoðarhermálaráðherra í stjórn Fidel Castros, en hann er fertugur að aldri. Ochoa barðist á sínum tíma með Fidel og sveitum hans í Maestra-fjöllunum á Kúbu, hann var í broddi fylkingar þegar Kúbanir útkljáðu bar- áttuna um yfirráðin í Angólu og hann kom með Fidel til Eþíópíu í marz í fyrra og settist þar upp — til að skipuleggja hernaðaraðgerðir Kúbumanna í Ogaden og nú hefur honum verið falið að sjá um Erítreu, eftir að þjóð- frelsisfylkingin þar hafði eftir 17 árabaráttu náð héraðinu á sitt vald. Talið er að bækistöðvar Ochoa séu í Addis Abeba og að þær gisti jafnframt hinn eiginlegi yfirmaður hans, sovézki hershöfðinginn Vassilí Ivanovits Petrov, einn reynd- asti og áhrifamesti hernaðar- sérfræðingur Sovétríkjanna. Petrov var yfirmaður sovézku sveitanna, sem á sínum tíma stóðu í stappi við Kínverja við Ússúri-fljót. Skömmu eftir þá atburði var hann sæmdur æðstu tignarmerkjum hersins og fékk sæti í miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins. Undanfarin tvö ár hefur Petrov verið næstæðsti yfir- maður landhers Sovétríkj- anna og mun að öllum líkind- um taka við yfirstjórn hans eftir Ivan Pavlovskí, sem nú er tekinn að gamlast, svo það er engin smáræðis áherzla sem af hálfu Sovétríkjanna er lögð í framvinduna í Afríku. Arnaldo Ochoa. yfirmaður her- afla Kúhumanna í Eþi'ópi'u. sem á sínum tíma stjórnaði valdatöku MPLA í Angóla. Hver verður næsti vettvangur hans? Raoul Castro. hróðir Fidels for- seta. sem er sovétmenntaður hernaðarsérfræðingur og hefur haft úrslitaáhrif á skipulagningu kúbanska hersins. Sovézki hershöfðinginn Vassilí Petrov. sem er yfir og allt um kring í Eþíópíu þessa dagana. Jæja. hverja eigum við að frelsa næst? irnir sér að húsi, sem er við hliðina á moskunni, og veittust þar að húsmóðurinni með barsmíð. Þeir spuröu um húsbóndann ok fengu þau svör að hann væri ókominn úr vinnunni. Þá tóku þeir þrjú börn konunnar, röðuðu þeim upp við vegg og voru í þann veginn að skjóta þau þegar einn hermann- anna tók af skarið og skipaði félögum sínum að hafast ekki frekar að. Þegar fólkið í bænahús- inu fór að tínast út hafði það með sér fjölda særðra. í nálægu sjúkrahúsi var hinum særðu ekki veitt viðtaka, en því bori við að þetta væru stjórnleysingjar ojí afturhaldssinnar, sem ynnu gegn stjórn landsins. Afleiðingin varð sú, að til viðbótar þeim 25, sem féllu í moskunni, létust 10 manns síðan af sárum sínum. Og Hans Eerik heldur áfram lýsingum sínum af þessari ógnar- öld, en frásögn hans er býsna sundurlaus og viðvaningslega rit- uð, auk þess sem hún er greinilega ekki skrifuð í einu lagi, heldur jafnóðum og höfundurinn fær vitneskju um atburðina. Auk umdæmisfangelsanna eru svo stóru ríkisfangelsin, sem eru yfirfull af fólki. Á hverju kvöldi fá fangaverðirnir þar í hendur nafna- lista, og síðan er þeim í sjálfsvald sett hvernig þeir fara að því að losa sig við þá, sem þar eru nafngreindir. Sumir lifa það að sjá næsta dag renna, en aðrir eru fluttir með vörubílum á fjölfarna staði í borginni þar sem aftakan fer síðan fram fyrir opnum tjöldum. Á þennan hátt láta 100 til 150 manns lífið á hverju kvöldi. Hvenær kemur röðin að mínu barni? Blóð streymir um göturnar. Mæður eru miður sín af áhyggjum. En áhyggjur eru auðvitaö ekki rétta orðið þegar ein spurning yfirgnæfir allt annað: Hvenær kemur röðin að mínu barni, — hvenær verður líkið af því látið fyrir framan dyrnar hjá mér? Blóðið á götunum er þykkt eins og olía, og það hverfur ekki. Stundum er settur miði við eitthvað líkið þar sem segir: Því miður, þessi mistök urðu vegna rangra upplýsinga. A einum stað voru faðir, móðir og elztu börnin öll handtekin, en þrjú smábörn, öll undir sex ára aldri, skilin eftir. Nágrannarnir þora ekki að sinna þeim því að það mundi jafngilda dauðadómi. Að hjálpa þessum börnum væri undir eðlilegum kringumstæðum sjálf- sagt mannúðarverk kristins manns, en hér væri það um leið dirfskufull stjórnmálaaðgerð. Þegar við förum fram hjá Mexíkó-torginu sjáum við þrjú lík og mikið af blóði. Hjá líkunum eru . þessir venjulegu miðar, þegar við komum að kirkjunni biður fólkið í hljóði um leið og þaö snertir kirkjuveggina með vörum sínum, höndum og enni. Að guðsþjónustu lokinni segir vinur minn mér frá því að dóttir hans hafi verið tekin höndum á föstudaginn var. 300 manns var varpað í hverfisfang- elsið það kvöldið. Fólkið sat á gólfinu og ef einhverjum seig blundur á brá varð hann umsvifa- laust fyrir árás og úthrópaður sem stjórnleysingi og valdníðingur. Af þessum 300 voru að minnsta kosti 56 fjarlægðir og skotnir á götum úti. Guðsþjónusturnar í kirkjunum ættu að vera í minningu þeirra, sem allir sjá að verða ofbeldis- mönnunum að bráð á götunum, en hver þorir? Þegar ég kom frá síðdegismessu sá ég að víða hafði verið komið fyrir spjöldum með áletruninni: „Blómstri rauð ógnar- stefna" — ásamt hótun til þess húseiganda sem vogar sér að fjarlægja veggspjald. Þegja og aka milli samkvæma í glæsibílum Greinarhöfundur víkur síðan að furðulegu skeytingarleysi þeirra aðkomumanna í borginni, sem daglega verða vitni að þessum hörmungum: Fólkið hér í Eþíópíu spyr hvað Framhald á bls. 46. Menjíistu ofursti. hinn 30 árh gamli leiðtojíi herforingjastjórn- arinnar í Eþíópíu. sem far fullkomin vopn og hernaðarráð- KJiif írá Sovétríkjunum. pynt- ingameistara frá AusturÞýzka- landi ok herafla frá Kúbu. Hvers frekar getur nýfrjáls byltingar leiðtogi óskað sér til að tryggja alra'ði öreigann.a?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.