Morgunblaðið - 07.05.1978, Page 28

Morgunblaðið - 07.05.1978, Page 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 MOMdK#_ KAFr/NU \\ (D c i&ú2&£ GRANI göslari H0VL£- — Segðu mcr Villi. hvað er eigin- lega í þessum hitapoka sem þú ert með þarna? Leyndarmáliú okkar hefur komizt upp! I>aú veit ég. að hann pahhi þinn færi í heilhring á grillteinin- um. sæi hann þig nú! Sálartjón f L'ingskólanámi? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Að trompa svo oft á lengri hendinni, að færri tromp verði eftir en á hinni er lagleg úrspilsað- ferð, sem kölluð er að spila öfugan blindan. Spilið í dag er dæmi um aðferð þessa. Gjafari austur, allir utan hættu. Norður S. ÁKG H. 102 Vestur T. ÁG873 Austur S. 4 L. Á98 s. 10852 H. D543 „ H. G97 T. D954 “L T. K106 '-nCHE H.AK* T. 2 L. K73 Suður er sagnhafi í sex spöðum og vestur spilar út laufdrottningu. Spilarinn tekur slaginn með kóng. Beint virðist lifígja við að trompa tvö hjörtu í borði. En hátroirpin þar þarf einnig að nota til að ná trompunum af höndum austurs og vesturs. Og sé trompað með tveim þeirrá má aðeins eitt smáspil vera með spaðatíunni. Þess vegna er betra að trompa tígla blinds á eigin hendi. í 2. slag er því tekið á tígulás og tígull síðan trompaður á hendinni. Farið inn á laufás og tígull aftur trompaður á hendinni. Tromp á gosann og fjórða tíglinum spilað frá blindum. Nú er komið á viðkvæman stað í spilinu. Eins og spilið er á austur ekki tígul, lætur sennilega hjarta, suður trompar með níu, tekur á hjartaás-kóng og trompar hjarta í borði. Fhmmti tígullinn er tromp- aður með drottningu, síðasta trompi suðurs og aðeins verður gefinn slagur á lauf. En hefði austur fylgt lit þegar fjórða tíglinum var spilað frá blindum var best að trompa með drottningu. Taka síðan á tromphá- spilin í borði og vona, að trompin skiptist 3-2. Mun betra en að trompa með níunni. Að austur eigi tíuna er jú aðeins 50% möguleiki. En sást þú, lesandi góður, villu, sem gerð var í úrvinnslu spilsins. Réttara var að taka á hjartahá- spilin tvö áður en farið var að trompa tíglana á hendinni. Hugsanlegt var að austur ætti aðeins tvö hjörtu og gæti losað sig við annað þeirra þegar fjórða tíglinum var spilað frá blindum. Þá hefði suður ekki fengið hjarta- slagina, sem voru nauðsynlegir. ©PIB —“—-|| BUS 7057 COSPER J>að var óstuð á henni kveðjukossinn! morgun. þegar hún gaf mér „Þar sem ég veit að mál þetta brennur nú á margra sinni og það í vaxandi mæli ætla ég að freista þess að hreyfa við því í von um að því verði komið á framfæri til að vekja þjóðina og ábyrga aðila til umhugsunar. Málið byggist á þessari við- kvæmu spurningu: Hversu margir einstaklingar bíða varanlegt geð- og sálartjón sem hrökklast frá Háskóla Islands eftir og í miðjum prófum þar ár hvert? I flestum deildum eru nokkurs konar „síupróf" á fyrri hluta námstímans, Sem fella út ailstóra hópa sem hefja nám, sem er vissulega nauðsynlegt svo ekki sé verið að sóa tíma í vonleysi. Síðan hefst annað tímabil í fyrri hluta námsins þar sem líka má búast við fallúrtaki. Það kann að vera réttlætanlegt að vissu marki. Nú virðist hins vegar í mjög vaxandi mæli vera gripið til þess, jafnvel þótt komið sé um og yfir mitt námstímabil, að herða enn kröf- urnar. Og þá jafnvel að fella fólk út úr skólanum fyrir fullt og allt. Það kann að hafa lagt gífurlega mikið á sig i náminu, fórnað dýrmætum tíma og fjármunum. Síðan hrundi allt ofan í grunn. Kannski fyrir geðþótta ákvarðanir nokkurra misviturra manna með fína titla. Það kunna lika að vera til menn sem skynja bezt myndug- leika sinn í því að sjá ungmenni niðurbrotið og tárfellandi standa upp frá prófborðinu vegna of þungs verkefnis. Það kynni að teljast verðugt verkefni fyrir einhvern félagsmálasérfræðing að kanna þessa spurningu sem ég varpaði fram hér í upphafi. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Guðrún Gísladé>ttir." • Deilur trúflokka „Kæri Velvakandi. Undanfarin ár hefi ég í ríkum mæli kynnt mér ýmsa trúflokka og trúarbrögð. I bréfkorni þessu vil ég þó aðeins ræða stuttlega um það sem vakti undrún mína hjá kristnum trúflokkum í garð ann- arra kristinna trúflokka eða sem við getum kallað trúflokkaríginn. Það er áberandi hvað trúflokkur líkist mjög stjórnmálaflokki. I báðum slíkum flokkum halda menn sig innan flokksins við mjög takmarkaðar túlkanir sínar á málunum. Þeirra túlkun er sú eina rétta og allir aðrir flokkar eru beinar leiðir til glötunar og langt fyrir neðan þeirra flokk. Því mætti segja að trúmál eru ævinlega stjórnmál. MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 36 — Jú. snotur kona. í mesta lagi fertug. Hefur fágaða fram- komu. — Kom hún oft? — Svona þrisvar fjórum sinnum í viku. — Vitið þér hvað húti heitir? — Ég kalla hana frú Ant- oinette. — l>ér hafið sem sagt fyrir sið að kalla fólk sínu skírnar- nafni? — Eins og ég sagði er ég ekki forvitin. — Var hún lengi í hvert sinn. — Lengi... og ekki lengi... svona eins lengi og ástæða var til. — Kannski lungann úr deg- inum? — Já stundum. En í önnur skipti stoppaði hún hara i einn eða tvo tíma. — Kom hún aldrei fyrir hádegið? — Nei. Ja. annars. það getur verið. en ekki hefur það verið oft. — Hafið þér hrimilisfang hennar? — Nei. ég hef aldrei spurt eftir því. — Hinir ieigjendurnir yðar eru konur skilst mér? — Já. hr. Louis var eini karlmaðurinn sem... — Hafði hann engin skipti við þær? — I>ér eigið við hvort hann hafi leitað á þa-r? Nei. ekkert svoleiðis. Ég sá ekki að hann hefði neinn áhuga á því. Vegna þess að hefði hann viljað... — Hann hafði sem sagt engin skipti við þær? — Jú. jú. hann spjallaði við þar. Stöku sinnum bönkuðu þær upp á hjá honum og háðu hann um eld eða sígarettu eða að lána sér hlað. — Og ekkert fleira? — Stundum spilaði hann dómínó með Lucile. — Er hún uppi? — Hún hefur verið í hurtu síðustu dagana. Það gerist oft. Hún hefur sjálfsagt hitt ein- hvern. J>að gerist alltaf öðru hverju. En gleymið nú ekki að þér lofuðuð að ég lenti ekki í neinu þrasi. Og ekki leigjendur mínir heldur. Hann sagði að hann hefði aldrei lofað neinu. — Og annars kom enginn og heimsótti hann? — Jú. það er ekkert langt síðan að það kom ein nokkrum sinnum og spurði eftir honum. — Ung stúlka? — Já. en hún fór ekki upp. Hún bað mig bara að segja að hún biði eftir honum. — Sagði hún til nafns? — Já. J>að var Monique. Ilún stóð kyrr í forstofunni og vildi ekki koma inn í dagstofuna. — Og svo hefur hann komið niður? — Já. í fyrsta skipti talaði hún hljóðlega við hann í nokkrar mínútur og fór síðan. I hin skiptin fór hann út með henni. — Og hann sagði yður ekki hver hún var? — Nei. hann spurði aðeins hvort mér fyndist hún ekki falleg. — Hvað sögðuð þér við því? — Að hún va'ri ósköp snot- ur. eins og aliar stúlkur á hennar aldri. en að hún yrði orðin alger dreki eftir nokkur ár. — Og hverjir komu fleiri? - Viljið þér alls ekki fá yður sæti? — Nei. ég vil ekki fara að bleyta þessa myndarlegu púða. - Ja. ég re.vni að halda húsinu eins snyrtilegu og mér er unnt. Já. biðum nú við. það kom ungur maður og hann sagði ekki til nafns. l>egar ég fór upp og sagði hr. Louis að hann biði niðri. fannst mér hann komast í uppnám. Hann sagði mér að vísa honum upp. Ungi maðurinn var töluverðan tíma í herberginu. — Hvað er langt síðan?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.