Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAI 1978 63 Ertu efni í arkitekt? Ef til vill ertu það ckki, en samt get- ur verið. að þú liafir gaman af að búa til á blaði þitt eigið hús, ýmist á einni. tveimur eða þremur hæðum. jafnvel með geymslulofti. eins og það sem mynd- in sýnir. Við létum viljandi standa auð sum herbergin hér á myndinni. þú getur fyllt þau af húsgögnum. sett á þau glugga. loftljós og annað. sem þér finnst eiga við. Þegar þú ert búinn að því langar þig eflaust til þess að teikna upp á eigin spýtur. Síðan geturðu til gaman spreytt þig eilítmð á get- rauninni, sem einnig er hér á síðunni! 5. 6 2r .'*: ¦ Frá Rbggu, Laugalandsskóla, Holtum. „Þykir þér vænna um hann en mig?" spyr Palli lágt. Nú faðmar Malín Palla og skeytir ekkert um, hvort brúðarkjóllinn krypplast við það. „Nei, heyrðu mig nú, Palli," segir hún. „Mér finnst nú ekki hægt að líkja þessu tvennu saman. Og hvað sem gerist í heiminum verður þú alltaf hann elsku Palli minn. Skilurðu það?" Palli brosir og lætur huggast um sinn. En honum finnst samt, að systir hans hefði getað beðið í nokkur ár enn. Faðir Palla kemur inn í stofuna. Hann er kominn í veizlufötin, kjól og hvítt. En honum heföur ekki ekizt að h ýta bindið og Malín hefur ekki tíma til þess að hjálpa honum. Melker sér, að eitthvað angrar Palla, og hann spyr, hvað ami að. Palli segir, að honum þyki svo leiðinlegt, að Malín skuli flytjast að heiman. „Uss," segir Melker. „Mal- ín og Pétur setjast senni- lega að hér hjá okkur, sannaðu til." „Heldurðu það?" spyr Palli undrandi. „Já, auðvitað. Hefurðu ekki heyrt um íbúðaskort- inn í borginni? Eftir mínum útreikningi verða nýgift hjón að bíða í 200 ár eftir íbúð, svo líklega verða úr- slitin þau, að Malín og Pétur verða hér í risinu hjá okkur." „En hvað það yrði gaman.. " kallar Palli upp. í sömu andrá kemur vélbátur að litla hafnar- garðinum á Krákueyju, og mmyndarlegur ungur mað- ur í kjólfötum stekkur á land. Þarna er kominn brúðguminn, hann Pétur. Hann er kominn til þess að sækja alla fjölskylduna, og einkum þó brúðina og ætlar að flytja þau til kirkjunnar. Palli er fyrst tilbúinn og hleypur niður að höfninni. Hann segir, að Malín sé alveg að koma. Pétur sér, að Palli er ekki í sem beztu skapi, og spyr, hvort hann hlakki ekki til að fara til kirkju. „Jú-ú," svarar Palli dræmt. „Jú, ég hlakka til, og ég hef líka hugsað um það, að fyrst Malín þurfti endi- lega að gifta sig, var gott að hún vildi giftast þér." „Jæja," svarar Pétur, „svona lítur þú þá á málin. Já, ég skil vel, að þú sért ekki ánægður með að ég tek frá þér hana systur þína. En ég vona, að þú erfir það ekki við mir." „Nei, nei," segir Palli. „Mér líkar líka vel við þig, en..." Pétur klappar honum á öxlina og segir: „Þú mátt ekki segja en! Þú skalt vita, að mér finnst þú vera albezti mág- ur, sem hugsast getur." „Mágur," endurtekur Palli. „Hvaða vitleysa? Ég get ekki verið neinn mágur, ég er bara tíu ára." „Jú, það er nú líklega, hvort sem þú trúir því eða ekki," svarar Pétur. Frh. Islenzkar plötur ? Vilhjálmur Vilhjálmsson — Hana nú. D Halli og Laddi — Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. ? Lummurnar— Lummur um land allt. d Megas — Á bleikum náttkjólum. O Guömundur Guöjónsson syngur lög Sigfúsar Halldórs- sonar. ? Lonly blú bojs — Vinsælustu lögin. ? Jörundur — Jörundur slær í gegn. Þróað rock n Genesis — And Then There Were Three. d Gentle Giant — Before and after sciensce. ? Jan Akkerman — Ný. n Steve Hackett — Please do't touch. ? U.K. — Ný. D Santana — Moonflower. O War — Galaxy. Ameriskt rock ? Jackson Browne — Running on empty. ? James Taylor — JT. ? Art Garfunkel — Watermark. ? Doobie Brothers — Livin'on the fault line. O Steely Dan — Flestar. ? Fleetwood Mac — Rumours. ? Bellamy Brothers — Plain and fancy. n Neil Young — American Stars'n bars. Hard rock/ Punk P Rainbow — Long live roc'n roll. ? Judas Priest — Stained Class. d Alex Harvey band — Rock drill. ? Aerosmith — Draw the line. n Stranglers — No more heros. ? Elvis Costello — This years model. ? Buzzcocks — in a defferent kitchen. D Nick Lowe — Jesus and cool. Soul / Funk ? Earth Wind & Fire — All'n all. ? The Isley brothers — Showdown. ? The Jacsons — Goin'places. n Heatwave — Central Heating. D The Blackbirds — Action. ? The Temptations — Hear to tempt you. n The Stylistics — Wonder Woman. ? Thelma Houston — The devil in me. Jazz ? Al Di Meola — Casino. ? Maynard Ferguson — Conquistador. ? George Benson — Live in L.A. ? Billy Cobham — Heads. ? Weather Report — Flestar. ? Quincy Jones — Flestar. ? Montreux Summit — Vol. I. ? Dexter Gordon — Sophisticated Giant. Ýmsar nýjar ? Wings — London Town. O Bob Marley — Kaya. Q Billy Joel — Stranger. ? Player — Player. ? Saturday night fever — Bee Gees o.fl. SKÍFAW £auqaueq 33 &; 11508 Simdgöiu 37 a; 53762

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.