Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1978 bessi mynd var tekin á Djúpavogi fyrir skömmu, en það er vor í lofti á Austfjörðum þessa dagana þrátt fyrir hvíta fjailatinda. „Réttlátari dreif- ing skattbyrðinnar” — segir Matthías Á. Mathiesen fjár málaráðherra um nýju skattalögin MORGUNBLAÐIÐ sneri sér , í gærkvöldi til Matthíasar Á. Mathiesen fjármálaráðherra og leitaði umsagnar hans á af- greiðslu skattafrumvarpsins f lok Álþingisi „I þessum nýju lögum um tekju- og eignaskatt, sem samþykkt voru á Alþingi," sagði Matthías, „er að finna fjölmörg nýmæli, bæði er varðar einstaklinga og atvinnu- rekstur. Ég vonast til þess að þær jákvæðu umræður sem áttu sér stað um frumvarpið séu staðfest- ing á því að tekizt hafi að semja skattalög sem dreifi skattbyrðinni réttlátar milli skattborgaranna, enda þótt mér sé ljóst að aldrei verða samin fullkomin skattalög. Það hlýtur að undirstrika nokkuð viðhorf alþingismanna að skatta- lögin voru samþykkt mótatkvæða- laust, en unnið hefur verið að gerð þessara skattalaga af fjölmörgum aðilum um margra ára skeið.“ XJtlit fyrir að Slipp- stöðin geri við Breka „Kæmi til greina að bjóða út verkþætti,” segir Gunnar Ragnars „VIÐ ERUM að reikna út hvað kostar að koma skuttogaranum Breka í samt lag aftur,“ sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Við crum búnir að yfirfara hvað hefur eyðilagst og hvað sloppið og nú er aðeins eftir að fá verð á ýmsum tækjum sem eyðilögðust, en á fimmtudag mun þetta liggja fyrir. Það er til umræðu að við gerum við skipið en möguleikar okkar til þess eru ailt aðrir eftir að í Ijós kom að stálskemmdir eru miklu minni en rejknað hafði verið með. Við eigum allar vinnuteikningar af skipinu og í því sambandi kæmi tii greina að bjóða út ýmsa verkþætti, svo sem innréttingar og fleira, en ég reikna með að unnt yrði að gera við skipið hjá okkur á 5—6 mánuðum. Ef hægt er að dreifa verkinu á ýmsa aðila er mun auðveldara að eiga við það og 36 fyrirtæki greiða fullar „FRAMKVÆMD verkfalls Iðju hefur gengið vel í dag, reyndar eins vel og við þorðum að vona og Valdimar Svein- björnsson látinn VALDIMAR Sveinbjörnsson leikfimikennari við Mennta- skólann í Reykjavík er lát- inn. Valdimar var fæddur á Hámundarstöðum í Vopna- firði 1896. Hann nam í Kennaraskólanum og Sam- vinnuskólanum á árunum 1915-1919 en árið 1921 lauk Valdimar prófi frá íþrótta- kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn. Valdimar kenndi lengst af leikfimi við Miðbæjarskólann í Reykja- vík og síðan við Menntaskól- ann í Reykjavík frá 1929-1966. ég tel innlenda aðila fullfæra um verkið og jafnvel færari en er- lenda, það er aðeins spurningin um það hvort unnt er að fá nógu fjölmennt starfslið til þess að viðgerðin gangi eins hratt fyrir sig og mögulegt er.“ af um 200 vísitölubætur til var ætlast, en algjör þátttaka hefur verið í þessu verkfalli utan eins tilviks s.l. föstudag. Það liggur nú fyrir að 36 fyrirtæki af liðlega 200 á félagssvæðinu hafa greitt verkafólki samkvæmt samn- ingum, eða fullar vísitölubætur. Þetta eru smærri fyrirtækin, en ekki þau stóru. Um 3000 manns á Reykjavíkur svæðinu eru félagsmenn í Iðju, en ég hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna litlu fyrirtækin gcta greitt full laun en ekki þau stærri. Þetta kemur mörgum kynlega fyrir sjónir.“ Benzínskip- ið mun bíða BENSÍNSKIP það er koma mun til Reykjavíkur um miðjá næstu viku til olíufélaganna mun bíða hér þar til innflutningsbanni Verka- mannasambandsins er lokið 24. maí n.k. að sögn Vilhjálms Jóns- sonar forstjóra Olíufélagsins h.f. Veitt lausn frá úti- búi ÁTVR á ísafirði ÚTIBÚSSTJÓRA ÁTVR á ísa- firði, Jens Kristmannssyni hefur verið veitt lausn frá störfum þar Viðræður að hefj- ast milli borgar- stjórnar og hús- næðismálastjóm- ar um breytingar á lánum til kaupa á eldra húsnæði „VIÐRÆÐUR milli borgaryfir- valda og Ilúsnæðismálastjórnar ríkisins um breyttar lánareglur varðandi kaup á eldra húsnæði eru nú að hefjast,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri á hverfafundi í Breiðholti á sunnudag. „Borgarstjórn óskaði eftir því við húsnæðismálastofnunina, að hún breytti sinni lánastefnu þann- ig að gefa kost á sömu lánum til manna, sem kaupa gömul hús og hinna sem byggja ný,“ sagði borgarstjóri. „Slík breyting á að geta leyst að einhverju leyti þann vanda, sem felst í íbúafækkun í gömlu borgarhverfunum." sem hann hafði orðið uppvi's að því að fara ekki eftir settum reglum stofnunarinnar. Að sögn Jóns Kjartanssonar forstjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins hafði útibússtjórinn orðið uppvís að því að kaupa ávísanir, sem voru stofnuninni óviðkomandi. Var honum veitt lausn frá 30. júní n.k. en hann átti ótekið nokkuð af sumarfríi og er hann nú í fríi. Jón sagði að ÁTVR hefði ekki orðið fyrir fjárhagstjóni, þar sem inn- stæður reyndust vera fyrir ávísun- unum þegar þeim var framvísað. Ekki verður um frekari aðgerðir að ræða í máli þessu af hálfu ÁTVR að sögn Jóns Kjartansson- ar. Jens Kristmansson hefur til- kynnt yfirkjörstjórn á ísafirði að af persónulegum ástæðum óski hann að draga til baka framboð sitt á lista sjálfstæðismanna til bæjarstjórnarkosninganna í vor, en hann lenti í 2. sæti á listanum eftir skoðanakönnun innan full- trúaráðsins á ísafirði. Ristarbrotnaði LAUST eftir hádegi í gær varð 17 ára piltur á reiðhjóli fyrir bíl á Skúlatorgi. Hann féll í götuna og var talið að hann hefði rist- arbrotnað. r Jón Asgeirsson tónskáld: Bannar flutning á Þrymskviðu ÞJÓÐLEIKIIÚSKÓRINN hélt upp á 25 ára afmæli sitt með samsöng í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi og söng m.a. eins og stendur í efnisskrá. Lokakórinn úr Þrymskviðu eftir Jón Ás- geirsson tónskáld. Höfundur hannaði eftir tónlcikana frekari flutning á verkinu bæði í útvarp og á tónleikum sem Þjóðieikhús- kórinn mun halda í kvöld. Ástæðuna fyrir þessu banni kvað hann vera að verkið væri ekki flutt í þeirri gerð sem hann kallar lokakór óperunnar; heldur væri flutt 1. atriði 4. þáttar og síðan síðasti kórparturinn í lokaþættinum, undirleikslaust. „Eg tel svona meðferð rang- túlkun á verkinu," sagði Jón Ásgeirsson tónskáld í samtali við Mbl. í gærkvöldi," og þess vegna hef ég komið þeirri ósk á framfæri við formann kórsins og stjórnanda að verkið í þessari gerð verði fellt niður af efnisskrá kórsins." Fengu styrk úr menning arsjóði Þjóðleikhússins ÞJÓÐLEIKHÚSKÓRINN hélt tónleika í Þjóðleikhúsinu í gær- kvöldi í tilefni 25 ára afmælis kórsins. Sungin voru atriði úr ýmsum söngleikjum og óperum, sem bæði voru flutt af kór og einsöngvurum. Stjórnandi kórsins var Ragnar Björnsson, en Þjóðleikhúsið var þétt setið áheyrendum og gerðu gestir góðan róm að söng kórsins. Á tónleikunum afhenti Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri 300 þús. kr. styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins til sjóðsstofnunar til að standa undir tónleikahaldi og ferðalögum kórsins. Líkfundur Á SUNNUDAG fannst lík af karlmanni í fjöruborðinu austan- megin í Grafarvogi. Reyndist þetta vera lík Benedikts Viggós- sonar vistmanns af Kleppsspítala, sem hvarf 29. janúar s.l. Lorene Replogle látin LORENE Replogle, eiginkona Luthers I. Replogle, er var sendiherra Bandaríkjanna á íslandi frá 1969 til 1972, lézt 22. febrúar síðastliðinn í Lebanon-sjúkrahúsinu í Miami á Florida. Frú Lorene var vinsæl kona í starfi sínu hér á landi og eignaðist marga vini. Hún hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, er hún lézt 72 ára að aldri. Eftirlifandi eiginmaður hennar býr á The Carlyle, 1040, Lake Shore Drive, Chicago, Illinois 60611.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.