Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 5 ÍTff?* Tónlistardag- ar á Akureyri: Iþróttaskemm- Námskeið fyrir gæóingadómara Landsamband Hestamannafélaga hefur ákveöiö aö halda dómaranámskeiö fyrir þá gæöingadóm- ara er áöur hafa lokiö prófi í þeirri grein. Gert er ráö fyrir aö hér veröi eingöngu um aö ræöa upprifjun fyrir þá sem hafa dómararéttindi og hefst náskeiöiö í félagsheimili Fáks laugardaginn 13. maí kl. 10.00 f.h. Námskeiðiö stendur í tvo daga og þátttöku ber aö tilkynna í síma 30178 og veröa þar veittar nánari upplýsingar. Stjórn Landsambands Hestamannafélaga. unni breytt í tónleikasal r UNNIÐ er af fullum krafti að undirbúningi fyrir Tónlistardaga á Akureyri, sem haldnir verða um helgina. íþróttaskemmunni er breytt í tónleikasal og þar verða lögð teppi, veggir klæddir og pallur gerður fyrir hljómsveit, auk þess sem komið verður fyrir skermum til þess að bæta hljóm- burð hússins. Æft er af kappi hjá Passíukórnum og Lúðrasveitinni og einnig eru hafnar æfingar hjá stóra kórnum sem tekur þátt í flutningi eins verkanna á blás- aratónleikunum, segir í frétt frá stjórn Tónlistardaga á Akureyri. Að þessu sinni verða á Tónlist- ardögum þrennir stórtónleikar í íþróttaskemmunni á Akureyri og er dagskráin eftirfarandi: Föstudagi Sinfóníutónleikar, þar sem Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar, en einleikari á lágfiðlu verður Unnur Sveinbjarnardóttir. Á efnisskrá verða verk eftir Richard Wagner, Béla Bartok og Ottorino Respighi. Laugardagi Blásaratónleikar, þar sem Lúðrasveit Akureyrar leikur ásamt blásurum úr Sin- fóníuhljómsveitinni og u.þ.b. 160 manna kór undir stjórn Roars Kvam. Einleikarar verða Sigurður I. Snorrason og Ole Christian Hansen. Á efnisskrá verða verk eftir Mendelsohn, Reed og Van Lijnschooten og Berlioz. Þessir tónleikar eru að því leyti sérstæðir að öll verkin á efnisskránni verða hér flutt í fyrsta sinn á íslandi. Auk þess kemur fram í lokaverk- inu, Sorgar- og sigursinfóníu Berlioz, kór þar sem félagar úr öllum kórum á Akureyri sameina krafta sína. Mun það verða stærsti kór norðan heiða, hátt á annað hundrað manns. Sunnudaguri Passíukórinn á Akureyri syngur ásamt kammer- sveit félaga úr Sinfóníuhljómsveit- inni. Einsöngvarar verða Ólöf K. Harðardóttir, Ruth Magnússon, Jón Þorsteinsson og Halldór Vil- helmsson en stjórnandi verður Roar Kvam. Á efnisskránni verða verk eftir Bach og Mozart. Leiðrétting ÞAÐ skal tekið fram, vegna fréttar frá aðalfundi Skógræktar- félags Reykjavíkur, að gróðursetn- ing trjáplantna í Elliðaárhólmum, sem hófst vorið 1951 í tilefni af 30 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hefur alla tíð verið á vegum Rafmagnsveitunnar, en plöntur fengnar úr gróðrarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi. Hafin er sala aðgöngumiða. Seldir eru miðar á einstaka hljómleika og einnig áskriftarmið- ar með nokkrum afslætti en þeir gilda á þrenna tónleika. Verð miða á hverja tónleika er 1500 krónur fyrir fullorðna, 1000 krónur fyrir börn. Áskriftarmiðar kosta 3500 fyrir fullorðna og 2000 fyrir börn og skólafólk. 1 EF ÞAÐ ER FRÉTT- W NÆMTÞÁERÞAÐÍ £ MORGUNBLAÐINU f ; úrvalið marfatnaðinum hvitasunnuhelgina ■** J ‘f-íff"'*' ; ■ ■éd 'ffZy 1 - ■' 'Jí < ■ l 1' I TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Si mi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.