Morgunblaðið - 10.05.1978, Page 1

Morgunblaðið - 10.05.1978, Page 1
64 SIÐUR 95. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 11 byssukúlur í blóði drifnu og hlekkjuðu líki Aldo Moros „Enga þjóðarsorg og algjöra þögn” er krafa Mor o-fj ölsky ldunn ar Róm — 9. maí. AP — Reuter. DJÚP sorg, ótti og reiði voru ríkjandi um gjörvalla Ítalíu í dag þegar ljóst varð að fimmtíu og fimm daga óvissa um örlög Aldo Moros, forsætisráðherra, var á enda, en kl. hálfeitt að íslenzkum tíma fannst sund- urskotið lík hans, blóði drifið, í hnipri undir rauðu brekáni í sendiferðabifreið í miðri Rómaborg. Alls hafði „Rauða herdeildin“ skotið 11 vélbyssuskotum í hnakka og brjóst fórnarlambsins, en lfkið var hlekkjað á höndum og fótum þegar það fannst. Ekki er ljóst hversu lengi Moro hafði verið látinn, en Eleonora. ekkja Moros, í fylgd með Giovanni syni sínum. á leið í likhúsið þar sem krufning fór fram síðdegis í gær. (AP-símamynd). líkur benda til þess að hann hafi verið skotinn í dagrenn- ingu í morgun. Þá fannst gamalt skotsár, sem ígerð hafði komizt í, á líkinu, og er fullvíst talið að þann áverka hafi Moro hlotið í skothríðinni þegar honum var rænt og fimm lífverðir hans stráféllu í kúlnaregni hryðjuverkaliða „Rauðu her- deildarinnar“. Líkur benda til þess að Moro hafi verið skotinn í fylgsni mannræn- ingjanna en síðan hafi hann verið dreginn drjúgan spöl að bflnum, og hafi þar verið yfir graslendi og sand að fara. Skotsérfræðingar hafa lýst því yfir að Moro hafi verið skotinn með tékk- neskri „Scorpion“-vélbyssu, — þeirri hinni sömu, sem banamenn Fransesco Coco dómara í Genúa notuðu á sínum tíma. ,,, „„ Framhald a bls. 12 Þetta var aðkoman þegar löKrenlan svipti rauða teppinu ofan af hrúgaldinu í í elzta borgarhverfinu í Róm í gærdag. litla sendiferðabílnum (AP-símamynd). „Madonna mín, þetta eru morðingjar - morðingjar Hryggð og fordæming eru viðbrögðin víða um heim ÞJÓÐARLEIÐTOGAR um I Forseti Ítalíu, Giovanni Leone, um víða veröld hafa fordæmt morðið á Aldo Moro, hinum virta stjórnmálamanni, sem fimm sinnum hefur myndað ríkisstjórn á Ítalíu og til skamms tíma var helzt tal- inn koma til greina sem næsti forseti landsins. Meðal þeirra, sem lýst hafa hryggð sinni og fordæmingu, eru Carter Bandaríkjaforseti, Elísabet Englandsdrottning og Tító Júgóslavíuforseti, en andvarp almúgakonu sem grét í mannþrönginni í miðborg Rómar í dag, lýsir glöggt þeim tilfinningum, sem þessi atburður hefur rótað upp> „Madonna mín, þetta eru morðingjar.“ sem búizt var við að Aldo Moro taeki við af í desember næstkom- andi, sagði er honum voru fluttar fregnirnar, að liðsmenn „Rauðu herdeildarinnar" væru „skepnur, sem re.vndu að kasta skykkju hugsjóna og stjórnmála“ á glæp- inn, og tilgangur þeirra væri tortíming og dauði. Þegar Páll páfi fékk að vita hvernig komið var dró hann sig þegar í hlé og baðst fyrir stundum saman í einkakapellu sinni í Vatíkaninu. . , ... Aukautgaía blaðs Páfagarðs kom út síðdegis, en hingað til hefur aldrei verið um slíka útgáfu að ræða nema þegar boðað hefur verið kjör nýs páfa, og talsmaður þessa höfuðs kaþólsku kirkjunnar bar þau skilaboð að páfinn væri þess ekki umkominn að tjá með orðum hryggð sína og mæðu vegna andláts Moros. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim, sem þrívegis sendi frá sér áskorun um að lífi Moros yrði þyrmt, sagði að morðið væri grimmdarverk, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að SÞ bæri nú að gera róttækar ráðstafanir til að halda aftur af hryðjuverkamönnum. í sarna streng tók Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, sem sagði að með þessu glæpaverki hefði enn einu sinni sannazt að baráttan við hryðjuverkamenn væri styrjöld Framhald á bls. 12 Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: „Fannst hann hlyti ad búa yfir mikl- um innri styrk” ..I ÞAU fáu skipti. sem ég hitti Aldo Moro. kom hann mér fyrir sjónir sem ákaflega geðþekkur maður. óvenjulega hlédra'gur og ha'verskur í framgöngu. en ósjálf- Anna Ólafsdóttir í Róm: „Fólk er yfírkomið af angist” „FÓLK er greinilega yfirkomið af angist,“ sagði Anna Ólafsdóttir, kona Ililmars Kristjónssonar starfsmanns FAO í Róm, þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gærkvöldi, „enda þótt flestir hafi greinilega búizt við að svona mundi fara. Andstaða og mótmæli hafa auðvitað aldrei verið kröftugri og það er enginn sem finnur svo skelfilegu framferði minnstu málsba'tur. Þegar ljóst varð að Moro hafði verið myrtur hófst fjögurra klukkustunda samfelld sjónvarpsdagskrá þar sem fréttir voru fluttar jafnharðan. ásamt viðtölum við fólk og ýmsum upplýsingum um málið, og hér er auðvitað ekki talað um annað í svipinn,“ sagði Anna. „Núna síðustu dagana fyrir þennan skelfilega atburð var eins og umtalið væri farið að minnka, og jafnvel heyrðust unglingar hafa það í flimtingum, að nafnið Moro þýðir „ég dey“, og notuðu það sem kveðju, en það þarf varla að taka það fram að slíkar raddir heyrast ekki nú, þegar almenningur er harmi sleginn," hélt hún áfram. „Það er allt útlit fyrir að vinna liggi áfram niðri á ýmsum stöðum á morgun, en ýmsir eru nú farnir að velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi atburður hafi á bæjarstjórnarkosningarnar, sem sums staðar verða haldnar á sunnudaginn. Síðan Craxi, leiðtogi sósíalista, lýsti þeirri skoðun sinni að semja bæri við mannræningjana, — sem auðvitað hefði óhjákvæmilega þýtt að sakamenn hefðu verið látnir lausir — hefur hann og flokkur hans orðið fyrir verulegu aðkasti og það er fyrirsjáanlegt að það hafi einhver áhrif á úrslit þessara kosninga," sagði Anna Olafsdóttir í lok samtalsins. rátt fannst manni að hann hlyti að búa yfir miklum innri styrk." sagöi Geir Ilallgrímsson forsa>tis- ráðherra þegar Morgunblaðið raddi við hann í gær eftir að frétzt hafði um örlög Aldo Moros. fvrrum forsætisráðherra Ítalíu. „Enda þótt lýðræðisöflin í Evr- ópu hafi náð traustari fótfestu á undanförnum árum, eins og sjá má á Spáni, í Portúgal-og Grikklandi, hefur fámennum minnihlutahóp- um bæði fyrr og síðar tekizt að stofna lýðræðinu í hættu. Þessir hópar una ekki sínu hlutskipti, heldur ætla þeir með nýjum ógnaraðgerðum að stjórna frarn- vindu mála. Lýðræðissinnar hljóta að búa sig undir að mæta þessari hættu, svo að meirihlutastjórn með virðingu fyrir rétti minni- hlutans fái notið sín, og mikilvæg- asti þátturinn í því er skilningur almennings og fordæming á verknaði eins og tnorðið á Aldo Moro er,“ sagði forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.