Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIf), MIÐVIKUDAGUR^IO. MAÍ 1978 11 scni reyndu aö láta líta út fyrir, aö Moskvu-stjórnin kynni að vura rciðubúin til að fyrirskipa árás í því skyni að þurrka út kjarnorkumannvirki Kínverja, ef Bandaríkjamenn væru fúsir til að láta seni þeir tækju ekki eftir því. Til þess að koma þessari skoðun á framfæri var haft samband við marna aðila og efnt til marnra funda on þetta var allt sanian ttreiniletía skipulasjt vandlega oj; vísvitandi í Moskvu. En allt var þetta þannit; Kert, að allt bendir til þess að allt annað hafi vakað fyrir Rússum en það sem útsendarar þeirra létu í veðri vaka. MarKar leyniþjónustur á X'esturlöndum tóku mark á bendinjíunum frá Moskvu <>k spáðu því, að sovézk kjarnorkuárás á Kína væri yfirvofandi — ein bandarísk ley n iþj ó n ust ust of n u n gekk meira að sejya svo lanttt að halda því frani, að árásin yrði tierð iiinan sex mánaða. Það sem raunverulefía vakti fyrir Kreml- vei'jum var hinns vejjar að hræða Kínverja — sem höfðu sýnt töluverða vanstillint;u — þannit; að þeir sýndu meiri á b\ i'tíðart i I f i n ni nku . Rau nar tóku Kínverjar fljótletia niark á bendintítinni og sýndu meiri stillinttu. hai það sem fvrir Kissintier vakti — ok það niundu bæði aðdáendur hans ok andstæðint;- ar viðurkenna — tfötur hafa verið jafnvel ennþá slóttut;ra en það sem fvrir Rússum vakti. Sjálfur er ét; þeirrar skoðunar, að hann hafi ekki trúað því í alvöru að Sovétríkin væru í þann veginn að ráðast á Kína — en enj;u að síður heimilaði hann Richard Helms, þáverandi yfir- manni • leyniþjónustunnar, að senda opinbera vísbendint;u aftur til Moskvu. Skilaboð Helms — sem hefðu auðvitað líka heyrzt í Pekint; — voru í Framhald á bls. 25. Á Fríkirkjuvegi 3 stendur eitt af þeim húsum við Tjörnina, sem borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að vernda með B-frið- lýsingu. eða að utan. Þar er nú Innkaupastofnun Rcykjavíkurborg- ar til húsa og er húsið mjög vel nýtt og hefur þegar verið gert við það. llúsið er 75 ára gamalt. Sigurður Thoroddsen yfirkennari keypti lóð- ina 1898 úr sunnanverðum Út- norðurvelli af Sigurði Briem. Hann lét reisa þar hús ári seinna og var það notað fyrir hesthús. geymslu- hús og haðhús. Húsið sem nú stendur lét Sigurður byggja árið 1904 og bjó þar lengi ásamt fjölskyldu. Var húsið í eigu fjöl- skyldunnar til 1956. er Vinnuveit- endasamband íslands eignaðist það. Árið 1968 keypti Reykjavíkurborg húsið og lagfærði það. Ilúsið er járnvarið timburhús. kjallari. ein hæð og ris með porti scgir í úttekt minjavarðar á húsinu. Svölum á SV-horni hefur verið lokað. en þar voru upphaflcga tröppur úr garðinum og hafa þær gefið húsinu sérstakan svip. Her bergjaskipan á efri hæð hefur verið breytt og þar settur þakgluggi. Frágangur að innan hefur ekki tekið mið af gerð hússins. Á lóðinni er bílastæði, á bak við húsið, en garður fyrir sunnan og vestan. Philip prins, hertogi af Edinborg: Ég trúi því Verndun gamalla húsa Borgin frídar gamalt hús við Tjörnina Ég tel, að hugmyndafræðing- ar okkar á sviði stjórnmála og efnahagsmála séu undir svo sterkum áhrifum af árangri nútíma tækni, að þeim verði það á að halda, að stjórnkerfi manna gætu starfað jafn vel og örugglega og vél. Þeir gera ráð fyrir, að menn þurfi aðeins skynsamleg stjórnkerfi með nauðsynlegum umboðum, og þá sé allt í lagi. Þegar þeir síðan verða óhjákvæmilega fyrir von- brigðum, gera þeir ráö fyrir, að gallinn sé fólginn í ónógu eftirliti. Síðan beita þeir strangara eftirliti og verða forviða yfir því að ástandið versni enn. Aðalatriðið er þrátt fyrir allt ekki vitið í vélfræðinni eða tæknifræðinni heldur skilningsrík þekking á mann- legu eðli. Hvað vill, hvað þarf maður- inn? Ég gerði ráð fyrir , að mikill fjöldi fólks að minnsta kosti meti það mikils að mega vera óháður, vera ábyrgur fyrir umönnun og uppeldi barna sinna og finna, að þeirra eigið erfiði geri þeim það kleift að sjá fyrir sér í ellinni. Það vill lifa í réttlátu og heiðarlegu þjóð- félagi, þar sem lög eru virt, og það vill stuðla að því, að það sé svo, með hvaða móti sem er. Ef okkar líffræðilega kerfi hefur einhvern einn stóran ókost, þá er hann sá, að við fæðingu eru öll börn algerir óvitar. Þau kunna að hafa sínar eðlisávísanir og sína hæfileika, en þau hafa alls enga reynslu og alls enga þekkingu. Jafnvel það virðist ekki það fólk gera sér ljóst, sem er í nánara sambandi við tölvur en mannkynið. Unga kynslóðin í dag er hin alfyrsta, sem elst upp í algjör- lega vélvæddu þjóðfélagi, sem býr yfir ómælanlega miklu meiri vísindalegri þekkingu en nokkurt annað fyrr á tímum. Hin félagslegu viðbrögð gagn- vart þessu nýja tæknilega og andlega umhverfi eru enn ekki að fullu ljós, og ég held, að við þurfum margar kynslóðir til að laga okkur að hinum nýju aðstæðum. Maðurinn hefur uppgötvað hvernig hann getur framleitt hin flóknustu vélkerfi og stjórn- að þeirn, en hann verður þó fyrst og fremst að bæta sjálfs- stjórn sína og skilning á sínu eigin eðli. — svá — Saga Haldemans um árás á Kína H.R. Haldeman talar urn stafla af kjarnorkusprengjum í frásögn sinni af árum sínum með Nixon. Orðið stafli kemur upp um hann og er lygi, en með nokkurri hagkvæmni ætti að vera hægt að grafast fyrir um hvernig þessi lygi er til komin. Tilraun til þess að komast að sannleikanum í málinu hefur mikla þýðingu nú um þessar mundir vegna þess að valda- mennirnir í Kreml hafa stigið það óvenjulega skref að birta í flýti margar yfirlýsingar til þess að vísa staðhæfingum Haldemans á bug. V'enjulega hirða ráðamenn- irnir í Kreml ekki um að bera opinberlega til baka allar þær fréttir, sem birtast nær daglega í heimsblöðunum um meintar fyrirætlanir þeirra og ráðagerð- ir. Að þessu sinni brugðust þeir -.hins vegar skjótt við til þess að vísa á bug frétt, sem varðar enga af núverandi fyrirætlunum þeirra heldur meinta ráðagerð sem þeir eru sagðir hafa haft á prjónunum um árás á Kína fyrir tæpum níu árum. Auðvitað hafa þeir tekið sögu Haldemans alvarlega með hliðsjón af hápólitískum hagsmunum. En hverjir eru þeir? Áöur en unnt er að reyna að fá svar við þeirri spurningu verður að reyna að ganga úr skugga uni að hve miklu leyti saga Haldemans er rétt, ef nokkuð er þá hæft í henni. Hann þakkar Nixon fyrir að hafa bjargað heimsfriðnum í „hættu- legasta uppgjöri, sem þessi þjóð hefur nokkru sinni staðið and- spænis“. Hann segir að Rússar hafi nokkrum sinnum leitað hófanna hjá Bandaríkjamönn- um í því skyni að fá þá til þátttöku í skyndiárás á Kína og sent síðan á árinu 1969 kjarn- orkuvopnuð herfylki til svæðis í um þriggja kílómetra fjarlægð frá kínversku landamærunum og hótað að ráðast á kjarnorku- ver Kínverja. En Nixon og Kissinger tókst með brögðum að fá Krentlverja til að óttast að Bandaríkjamenn og Kínverjar kynni að taka höndum saman gegn Rússum og þetta varð til þess að Rússar kölluðu burtu herlið sitt. Eða það segir Haldeman. Nú víkur sögunni að kjarn- orkusprengjustafla þeini, sem Haldentan talar um — eða réttara sagt þeim „hundruðum sovézkra kjarnaodda, sem var raðað í stafla“ meðfram kín- versku landamærunum og sáust á bandarískum lofjmyndum. Því miður er Haldeman ekki trú- verðugur af því Rússar stafla ekki upp kjarnaoddunt sínunt þar sem þeir sjást úr lofti heldur koma þeim fyrir í traust- um neða nj arðargeymslum. Að því er varðar þá staðhæf- ingu hans að Kremlverjar hafi hvað eftir annað boðið Banda- ríkjamönnum að taka þátt í „fyrirbyggjandi" árás á Kína með Rússum, þá leynist í henni það mikið sannleikskorn, þótt það sé mótsagnakennt, að það sannar að hún er lygi. Aðgerðir Rússa á þessu sviði fóru frarn á tvennum vígstöðvum: þeir not- uðu bæði diplómatískar leiðir og leyniþjónustuna. Á hinum diplómatísku víg- stöðvum lögðu sovézkir fulltrúar í SALT-viðræðunum til við fulltrúa Bandaríkjanna, að löndin gerðu með sér samning, sem yrði beint gegn hugsanleg- um aðgerðum einhvers þriðja kjarnorkuveldis. Kína var ekki nefnt á nafn, en það sem fyrir Rússuni vakti lá í augum uppi. Rússar lögðu til, að ef þeir eða Bandaríkjamenn fréttu um ein- eftir VICTOR ZORZA hverjar ráðagerðir um „ögr- andi" aðgerðir eða árás annars kjarnorku veldis skyldu þeir gera sameiginlegar ráðstafanir til aö afstýra slíkum aðgerðum. En ef það reyndist of seint skyldu þeir grípa til santeigin- legra hefndarráðstafana til aö refsa sökudólgnum samkvæmt sovézku tillögunni. Fljótt á litið virðist þetta keimlíkt því ^sem Haldentan talar um — en ekki nógu líkt til þess að saga hans virðist trú- verðug. Moskvustjórnin lagði ekki til að Bandaríkjamenn tækju á þeirri stundu þátt í santeiginlegum aðgerðum gegn Kína eins og Haldeman segir; hún stakk upp á forntlegum santningi þess efnis, að ríkin kæntu frant sameiginlega í vissuni tilteknum tilfellum, sent virtust fjarlægur möguleiki meira að segja þá, þótt rnenn beittu hugmyndaflugi sínu. Bandaríkin flýttu sér að vísa sovézku tilhögunni á bug. Moskvu-stjórnin notar venju- lega sovézku leyniþjónustuna til að dreifa villandi upplýsingum til Vesturlanda, ef þess gerist þörf, og í þessu tilfelli voru notaðir sovézkir útsendarar, Haldcman ásamt Nixon, Kissinger og Ehrlichman í San Clemente 1969.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.