Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978' MORÐIÐ Á ALDO MORO í fangelsinu sýndu Curcio og félagar engin svipbrigði Framhald af hls. 1. Gífurle(íur mannfjöldi safnaðist saman í Róm o>í öðrum helztu hortíum á Italíu eftir að fréttist um örlötí Moros, og heildarsamtök launþena boðuðu til allsherjar- vinnustöðvunar. Um tortí ojj stræti Rómar flykktust syrtíjandi borttar- húar þúsundum saman á útifundi eða í þötjlar tíöntíur. Martíir tírétu otí báðust fyrir, en háværustu syrtíjendurnir voru þeir, sem kröf.ðust þess að dauðarefsinfí yrði á ný löt;leidd á Italíu. Fjölskyldan fráhiður sér opinber afskipti af útfiirinni Kkkja Moros otí nánustu skyld- menni komu til líkhússins í sömu niund otí jarðneskar leifar hins myrta st.jórnmálaleiðtot'a. Var haft eftir viðstöddum að ekkjan hefði kropið við börurnar of» haldið skamma stund í hönd hins látna eiftinmanns. Viðbrötfð fjölskyld- unnar við morðinu bera vott um djúpstæða beizkju, en í yfirlýsinfíu hennar í daK kom fram krafa um að hvorki hafi stjórnmálaflokkar eða ríkið minnstu afskipti af útför Moros né að lýst verði yfir þjóðarsorjí. „Fjölskyldan drepur sití í hlé í þö(ín ofj biður um þöfín" safiði í yfirlýsintíunni, otí ennfrem- ur: „Satían mun dæma líf ofí dauða Aldo Moros". Þá er því lýst yfir að í einu ok öllu verði farið að óskum Moro sjálfs í bréfi, sem nýietía barst fjöiskyldunni, en þar eru fvrirmæli um að aðeins fjölskylda hans o)í nánustu vinir verði við útförina, — entíir stjórnmálamenn ojí entíir aðilar að ríkisstjórn Ítalíu. Stolinn bíll Bifreiðin, sem líkið fannst í, er dökkrauð af tjerðinni Renault, skráð í Róm, en komið er í ljós að hér er um að ræða stolið farartæki en enn hefur slóð þess ekki verið rakin. Bifreiðin fannst á Via Michel- antielo Caetani, sem er örstutt hliðartiata í næsta náf;renni við flokksskrifstofur kristilettra demókrata, svo ot; kommúnista. Líkið var klætt sömu t;ráu jakka- Svarta örin lcngst til vinstri á miðri mynd sýnir hvar lÖKreglumaður er að opna lúguna á Rcnault-bílnum, cn eins o« sjá má á vet;farendum hefur þá á þessu aut;nabliki fæsta grunað hvað þar leyndist. enda hafa Rómarbúar harla oft orðið vitni að svipuðum athöfnum lögreglunnar undanfarnar átta vikur. (APsímamynd). fötunum, bláum sokkum, svörtum skóm ok hvítri skyrtu, ot; þet;ar Albcrto Moro. bn')ðir hins myrta stjórnmálaleiðtoga (til hægri), ásamt iiðrum a ttinttjum á lcið í líkhúsið síðdct;is í gær. (AP-símamynd). mannránið átti sér stað hinn 16. marz. Segja læknar að Moro hafi létzt mjöf; síðan honum var rænt. Ljóst var að hann hafði ekki rakað sit; í nokkra daga og nýlegir áverkar eru á líkinu, auk skotsár- anna. Lögreglan fann Renault-bif- reiðina eftir að óþekkt kona hafði hringt og tilkynnt að sprengju hefði verið komið fyrir í kyrrstæð- um bíl í næstu götu við Via Caetani. Leit samkvæmt þeirri tilvísun bar ekki árangur, en ákveðið var að leita í nágrenninu, og fannst líkið þá fljótlega. Jesúíta-prestur úr nálægri kirkju kom á staðinn nær samstundis og veitti hann hinum látna sakra- mentið. Fregnin barst eins og eldur í sinu. Hverfið er mjög fjölfarið og á fáeinum mínútum höfðu þúsundir vegfarenda safnazt saman. Svo mikill var atgangurinn að það tók lögregluna fimm klukkustundir að ryðja staðinn, en eftir líkfundinn átti lögreglan í verulegum erfiðleikum með að ná múgnum frá svo hægt væri að flytja líkið brott. Curcio og félagar ósnortnir — ríkis- stjórnin á skyndifundi Fangaverðir í Tóríno, þar sem leiðtogar „Rauðu herdeildarinnar" eru í haldi, lýstu því yfir að engin svipbrigði hafi mátt greina á andlitum Renato Curcio og félaga hans þegar þeim var tilkynnt um morðið í dag, en þeir eru meðal þeirra 13 félaga í hryðjuverkasam- tökunum, sem krafizt var í skipt- um fyrir Moro. Giulio Andreotti forsætisráð- herra kallaði ríkisstjórnina saman til skyndifundar síðdegis, og var skýrsla Cossiga innanríkisráð- herra um málið þar til umræðu. Að fundinum loknum var engin yfirlýsing birt af hálfu stjórnar- innar, og var það í samræmi við óskir fjölskyldunnar um „þögn“. Atburðarás Moromálsins IIÉR íer á eftir yfirlit um athurðarásina síðan Aldo Moro var rænt. 1 íi. marz: Hryðjuverkamenn veila Moro fyrirsát nálægt hcimili hans þegar hann fer úr kirkju til þingsins og niyrða fimm lífvorði lians. 18. mar/.i Rauðu herdeildirnar tilkynna í orðsendingu að liðs- menn þcirra hafi ramt Moro sem hafi vorið færður í „alþýðu- fangelsi". Með orðsendingunni fylgir Ijósmynd af Moro fvrir framan stjörnumerki Rauðu herdcildanna. 19. mar/.i Fyrsta áskorun Páls páfa VI um að lífi Moros verði þyrmt. 21. mar/i Stjórnin fyrirskipar ævilangt fangelsi fyrir mann- rán, scm kostar gísl lífið. 22. mar/i Stjórnin fyrirskipar „Neyðarástand" þannig að lög- reglan f:er scrstakar lcitarheim- ildir og símahleranir eru aukn- ar. 21. marzs Giovanni Picco, fyrr- verandi borgarstjóri kristilegra demókrata i Torino, sa'rist í skolárás sem Rauðu her- deildirnar segjast bera ábyrgð á. 25. marzi í annarri fréttatil- kynningu Rauðu herdcildanna segir að Moro verði leiddur fyrir „alþýðudómstól". 29. mar/i Þriðja fréttatilkynn- ingin gefin út ásanit bréfi frá Moro sem stingur í fyrstá skipti upp á „fangskiptum". 30. marz.i Kristilcgir deniókrat- ar vísa tillögu Moros á bug. I. apríL Giulio Andreotto forsa'tisráðherra skýrir frá þvt á þingi að loitin að Moro hafi lítinn árangur borið. Fjórða fréttatilkynningin birt ásamt öðru bréfi frá Moro sem biður flokkinn og fjölskyldu sína að „gera fljótt það sent sé nauðsyn- legt". 7. apriL Felice Schiavetti, forseti santbands iðnrekenda í Genúa, særist í skotárás sem Rauðu herdeildirnar segjast hafa staðið fvrir. 10. aprfli Frá því skýrt í fimmtu fréttatilkynningunni að réttar- höldin haldi áfram. 11. aprili Lorenzo Cotugno, fangavörður i réttarhöldum 15 liösntanna Rauðu herdeildanna, myrtur í árás seni samtökin segjast bera ábyrgð á. 15. aprfli Frá því skýrt í sjöttu Önnur myndin sem Rauðu herdeildirnar scndu aí Moro. fréttatilkynningunni að Moro sé „sekur" um glæpi gegn alþýð- unni og hafi verið dæmdur til dauða. 18. aprfl: Orðsending sögð vera frá Rauðu hcrdeildunum segir að Moro hafi verið tekinn af lifi og að líki hans hafi verið fleygt í fjallavatn. Víðtæk lögregluleit hefst. 20. apríh Blað fær mynd af Moro sent virðist við góða heilsu eftir þriggja daga leit lögregl- unnar að líki hans. Með fylgir krafa um að „kommúnistafang- ar“ verði látnir lausir eftir hádegi 22. apríl. 21. aprfli F'jölskylda Moros skorar á ríkisstjórnina að semja en Kristilegi demókrataflokkur- inn hvetur til þess að áskorun- inni verði vísað á bug. 22. aprfli Páll páfi VI sendir frá sér einstæða persónulega áskor- un til Rauðu herdeildanna unt að þyrma lífi Moros og segist biðja þær þess „á hnjánunt" að hann verði látinn laus án skil.vrða. Fresturinn rennur út án þess að ræningjarnir láti til sín heyra. 21. aprflt Rauðu herdeildirnar setja nýja úrslitakosti og krefj- ast þess að 13 hryðjuverka- mönnum verði sleppt úr fangelsi þar á meðal stofnanda Rauðu herdeildanna, Renato Curcio. Blað fær bréf þar sem segir: „Tíntinn er útrunninn ... tími fjöldamorða nálgast". 25. aprfli Yfirvöld gefa til- skipanir unt handtöku níu manna sem eru grunaðir um ránið á Moro. Allir mann- ræningjarnir leika enn lausum hala. 2f>. aprfli Kunnur leiðtogi kristi- legra demókrata í Róm, Girolamo Mechelli, særist í skotárás í Róm og aftur segja Rauðu herdeildirnar að þær heri ábýrgðina. 27.-aprfl: Kinn af framkvæmda- stjórum F’iats skotinn í Torino. Rauðu herdeildirnar segjast bera ábyrgðina. 29. aprfli Annað bréf berst frá Moro sem grátbjður flokkinn að semja um lífgjöf sína. 30. apríli Ríkisstjórnin, flokks- leiðtogar og Gitnanni Leone forseti fá sjö Moro-bréf til viðbótar. 3. maíi Kristilegir demókratar sýna sveigjanleika og lofa að sýna föngum „veglyndi og miskunn" ef Rauðu herdeildirn- ar sleppa Moro og hætta hryðju- verkastarfsemi. I. maíi Rauðu- herdeildirnar skjóta tvo framkvæmdastjóra ríkisfyrirtækja í fæturna eftir nótt eldsprengjuárása sem aðrir öfgahópar segjast bera ábyrð á. 5. maíi Samkvæmt fjórum samhljóða orðsendingum sem eru sagðar koma frá Rauðu herdeildunum verður dauða- dómnum gegn Moro „framf.vlgt“ af því stjórnin neitar að semja við samtökin. fi. maíi Lögreglan gerir mikla leit í Rónt og fleiri borgum og reynir á elleftu stundu að hafa uppi á Moro og ræningjunt hans. Rúmlega 20 manns handteknir en enginn þeirra stendur í beinu sambandi við hryðjuverkamenn- ina. 7. maíi Nokkur blöð skýra frá því að Moro hafi sent fjölskyldu sinni kveðjubréf þar sem hann segi að hann verði m.vrtur innan skamrns. Haft eftir sérfræðing- urn lögreglunnar að bréfið virð- ist hafa verið skrifað einni viku áður. 8. maíi Hryðjuverkamenn skjóta lækni í Mílanó í fæturna, en ekki er vitað hvort Rauðu herdeildirnar beri ábyrgðina á árásinni, hinni fimmtu á jafn- mörgum dögum. Víðtækar lög- regluaðgerðir í Róm og Genúa. 9. maíi Lík Moros finnst í baksæti bifreiðar sem hafði verið lagt í miðborg Rómar, skammt frá Piazza Venezia, mestu umferðargötu borgarinn- ar og aöalstöövum kommúnista og kristilegra demókrata. — Madonna mín Framhald af bls. 1. gegn fjandmönnum lýðræðisins og styrjöld gegn fjandmönnum alls mannkynsins, og hl.vti þessi at- burður að verða ríkisstjórnum um víða veröld hvatning til að herða baráttuna gegn svonefndum þétt- býlisskæruliðum. Franska þingið gerði hlé á fundum sínum síðdegis til að votta minningu Aldo Moros virðingu, og Gaston Deferre leiðtogi franskra jafnaðarmanna sagði: „Ofbeldi elur af sér meira ofbeldi." Leiðtogi ítalskra kommúnista, Knrico Berlinguer, hefur harðlega fordæmt morðið, og sagði hann meðal annars: „Mikill lýðræðis- leiðtogi hefur verið myrtur af skipulagðri glæpahreyfingu.“ Tító Júgóslavíuforseti lýsti því yfir í dag að morðið á Moro væri „árás á máttarstólpa lýðræðisins" um leið og hann fordæmdi ódæðið harðlega, en Tass-frét|astofan, málpípa Sovét-stjórnarinnar, skýrði frá morðinu í tveimur setningum athugasemdalaust. í kvöld var svo sýnd stutt frétta- mynd þar sem lík Moros var sýnt, og meðal annars Sagt að atburður- inn hefði vakið mikla ólgu á Ítalíu. I samúðarkveðju Carters Banda- ríkjaforseta sagði meðal annars, að Moro hefði verið „tákn menn- ingar og þeirrar þjóðfélagsgerðar sem stjórnað væri með lögumýog dauði hans væri ekki annað en þjónkun við þau glórulausu öfl sem stuðluðu að upplausn og stjórnleysi." Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, harmaði þennan atburð, en lýsti um leið yfir stuðningi Norðmanna við þá stefnu ítölsku stjórnarinnar að taka ekki upp samninga við glæpasamtök. Þá hafa fjölmargar alþjóða- stofnanir og samtök lýst hryggð sinni vegna morðsins, — til dæmis sendu heildarverkalýðssamtök í Bretlandi og FYakklandi frá sér sameiginlega orðsendingu þar sem lýst var yfir samúð og samstöðu með ítalskri alþýðu og þjóðinni í heild á örlagastundu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.