Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Þrír fórust vid nauðlendinguna Pcnsacola. Florida. 9. maí. AP. ÞRÍR farþegar létu lífið og þriggja er enn saknað eftir að þota bandaríska flugfélagsins Eastern Airlines nauðlenti í Escambia-flóa í gærkvöldi. Allir komust úr þotunni. sem var af Boeing-727 gerð. áður en hún sökk. en mikil þoka á slysstað tafði björgunaraðgerðir. Pjöldi farþega slasaðist í nauð- lendingunni. Talsmaður slysa- varna á sjó sagði í dag, að það hefði áreiðanlega bjargað mörgum mannslífum að dráttarbátur með pramma í eftirdragi var á siglingu skammt þar frá sem þotan lenti og sýndi skipstjóri hans mikið snar- ræði og bjargaði farþegum og áhöfn. Flugvélin, sem var á leið frá Mozile í Alabama til Pensacola, „Sonur Sáms” játar sekt sína Ncw Vork. 9. maí. Reutcr. DAVID Berkowitz, fyrrver- andi póstmaður. játaði í dag fyrir rétti að vera sekur um sex morð og að hafa kveikt í um 2000 húsum á undanförn- um árum. Dómur yfir Berko- witz verður birtur 22. maí og bíður hans að minnsta kosti 25 ára fangelsisvist. Á einu ári myrti Berkowitz, eða Sonur Sáms eins og morðinginn var að jafnaði kallaður, sex ungmenni og særði sjö til viðbótar. Morð þessi ollu mikilli skelfingu meðal íbúa New York borgar. Berkowitz játaði sekt sína þvert ofan í tilmæli lögfræðinga sinna. Hann kvaðst einnig vera „Þrumufleygur Bronx" sem á árunum 1974—1977 olli alls 2000 íkveikjum í Bronx-hverfi New York borgar. Berkowitz ólst upp í Bronx og hélt hann nákvæma dagbók yfir íkveikjur sínar. Hann varð alltaf fyrstur til að gera slökkviliði viðvart. lenti á sjónum um fimm kílómetra frá brautarendanum, en hún var í aðflugi. Hún sökk fljótlega en dýpi er aðeins 3 metrar og standa því hlutar hennar upp úr sjónum. Kekkonen: Engin kjarn- orkuvopn á Nordurlöndum Stokkhólmi. 9. maí. AP. URHO Kekkonen Finnlandsforseti blés í dag nýju lifi í 15 ára gamlar hugmyndir um að algjört bann yrði lagt við kjarnorkuvopnum á Norðurlöndum. Kekkonen lagði einnig til að Norðurlöndin hæfu sín á milli og við stórveldin umræður um takmörkun vígbún- aðar. íííÍ'; „Takmark okkar ætti að vera sérstakur samningur sem tryggði að þjóðir okkar stæðu utan við hugsanlegar afleiðingar kjarn- orkukapphlaupsins," sagði Kekkonen á ráðstefnu sænsku stofnunarinnar um alþjóðamál. Indland: Flokkur Ghandis vinnur þingsæti Nýju Dehlí, 9. maí, AP. HINN fjögurra mánaða gamli stjórnmálaflokkur Indiru Ghandis. fyrrum forsætisráð- herra Indlands. vann sitt fyrsta þingsæti í aukakosningum í dag. Kosningarnar fóru fram í hinu fjölmenna héraði Uttar Pradesh og var sigur flokks Ghandis á kostnað Janataflokksins. flokks Morarji Desai forsætisráðherra. Frambjóðandi flokks Ghandis sigraði með 35.000 atkvæða meiri- hluta í aukakosningunum, en hermt er að aðeins um helmingur 600.000 kjósenda hafi kosið. Skýringin er sögð vera almenn óánægja með sundurlyndi í Jan- ata-flokknum í héraðinu. Þetta gerðist 1976 — ísraelsmenn boða land- nám á mörgum nýjum stöðum á herteknum svæðum. 1975 — Sjónvarp leyft í Suð- ur-Afríku. 1967 — Fyrstu loftárásir Banda- ríkjamanna á orkuver í Hai- phong. 1941 — Brezka þinghúsinu eytt í mestu loftárás Þjóðverja á Lond- on — Hess kemur til Skotiands. 1940 — Chamberlain segir af sér og Churchill myndar stjórn — Þjóðverjar ráðast inn í Hoiland, Luxemborg og Belgíu. 1933 — Paraguay segir Bólivíu stríð á hendur. 1871 — Stríði Frakka og Prússa lýkur með Frankfurt-sáttmálan- um — Frakkar láta Elsass og Lothringen af hendi við Þjóð- verja. 1865 — Jefferson Davis forseti Suðurríkjanna tekinn til fanga. 1857 — Innfæddír hermenn gera uppreisn í Meerut og Sepoya-upp- reisnin á Indlandi hefsfr 1796 —Napoleon sigrar Austur- ríkismenn við Lodi á Ítalíu. 1775 — Norður-Ameríkumenn taka Ticonderoga, New York. 1774 - Loðvík XVI tekur við völdum. 1497 — Amerigo Vespucci leggur upp í fyrstu ferð sina til Nýja heimsins. Afmæli dagsins, James Bryce, brezkur lögfræðingur — sagn- fræðingur (1838-1922) — Fred Astaire, bandarískur dansari — leikari (1899-) Sir Thomas Lipt- on, brezkur íþróttamaður — kaupmaður (1850-1931). Orð dagsins, Margir halda aö þeir séu að hugsa þegar þeir eru aðeins að hagræða hleypidómum sínum — William James banda- rískur heimspekingur (1842-1910). Bretland: Kosningar ekki í bráð London. 9. maí. AP. Dennis Healy DENNIS Healy fjármálaráðherra Breta sagði í kvöid að þing- kosningar stæðu ekki fyrir dyr- um þó að stjórnin hefði beðið ósigur á þingi í gærkvöidi f atkvæðagreiðslu um tillögur hennar 1 skattamálum. Ósigur stjórnarinnar varð til þess að verðbréf féllu í verði á verðbréfa- markaði Lundúna í dag. „Stjórnin mun sjá hvað setur og fylgjast með því hve langt stjórn- arandstaðan vill ganga í því að stefna efnahagsmálum þjóðarinn- ar í hættu áður en hún íhugar að efna til kosninga," sagði Healy í viðtali við breska sjónvarpið í kvöld. Healy sagði í dag, að gerðar yrðu ráðstafanir til að ríkissjóður endurheimti þær tekjur sem hann missir vegna þess aukna skattaf- sláttar sem stjórnarandstöðu- flokkarnir stóðu saman að í þinginu. Meðal annars sagðist Healy mundu athuga að auka í staðinn söluskatt. Kjörtímabil stjórnar James Callaghans rennur út í október 1979. Rhódesía: Skæruliða leitað eftir árás á hótel Salisbury, 9. maí, Reuter. ÖRYGGISSVEITIR Rhódes- íu leituðu í skógum og fjöllum landsins í dag að hópi svartra hryðjuverka- manna, sem gengu berserks- gang í einu af aðalhótelum landsins í fyrrakvöld og drápu og særðu gesti og starfsfólk gistihússins. Tvær hvítar konur létu lífið í árás skæruliðanna sem allt í einu birtust í matsal hótelsins og hófu skothríð með vélbyssum í allar attir. ,pvær jjonu,. viðbótar og aðstoðarhótelstjórinn særðust einnig. Að lokinni skot- hríðinni í matsalnum vörpuðu skæruliðarnir handsprengju að hótelinu og skutu að því eldflaug- um. „Árásin er bæði heimskuleg og smánarleg. Skæruliðarnir vissu að í hótelinu dvaldi aldrað fólk svo til eingöngu," sagði foringi í öryggis- sveitunum í dag. Hótelið er í fjallahéruðum Rhódesíu í grennd við landamæri Mozambique. Öryggissveitir Rhódesíu telja að um 20 manna hópur svartra skæruliða hafi framið verknaðinn. Árásin er sú mesta sem svartir þjóðernissinnar hafa gert á hótel í Rhódesíu frá því þeir hófu vopnaðar aðgerðir gegn stjórninni árið 1972. Ferðamannaiðnaður landsins hefur beðið mikinn hnekki á síðustu árum vegna aðgerða skæruliðanna, segir í fréttaskeytum. fleiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. í - ^ p SENDIN AKRÝLPLASTMALNING máiningh/f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.