Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1978 — Rarik Framhald af bls. 2 or áætlaöur 285 milljónir króna, framkvæmdakostnaður 1977 'um- fram áætlanir var 446 milljónir króna ok hækkun kostnaðaráætl- ana ves;na Norður- og Austurlínu 1978 nemur 325 milijónum króna. Rekstrarhalli 1977 varð alls um 340 milljónir króna, en haustið 1977 fékkst 200 milljón króna rekstrarlán, þannin að eftir standa 140 milljónir o;; eru þá meðtaldir dráttarvextir ves;na vanskila- skuldar við Landsvirkjun. Aætlað- ur rekstrarhalli 1978 var 640 milljónir króna, en eftir 20% Stjaldskrárhækkun 1. febrúar si. er s;ert ráð fyrir að hann verði 235 milljónir króna. Við þá upphæð bætast svo 50 milljónir, sem er hækkun fyrrstreinds rekstrarláns vestna j;ens;isbreytins;ar. Umfram- kostnaðurinn vef;na framkvæmda 1977 skiptist svo, að 100 millj. eru ves;na byKKÖaiína, aðalles;a vegna flýtins;ar Norðurlínu ves;na hækk- unar erlends kostnaðar oj; kaup- hækkana. 100 miilj. kr. ves;na stofnlína, aðallega vej;na viðgerða á Véstmannaeyjastreng. 140 millj. kr. ves;na aðveitustöðva vej;na s;ens;isbreytins;a os; kostnaðar- hækkana frá áætlun í maí 1976, 40 millj. kr. umframkostnaður varð ves;na dieselstöðva os; 66 miilj. kr. umframkostnaður vegna heim- taus;alas;na á eldri sveitaveitum, sem ekki fékkst fé til eins os; ráð hafði verið fyrir síerf- Hækkun kostnaöaráætlana vegna Norður- oj; Austurlínu 1978 um 325 millj- ónir króna er ves;na s;ens;isbréyt- ins;a oj; almennra kostnaðarhækk- ana frá áætlanas;erð í maí 1977. Kristján kvað nauðsynles;t að ljúka la;;nins;u Austurlínu í ár, þar sem að öðrum kosti mætti nera. ráð fyrir öns;þveiti í rafmas;nsmálum Austurlands næsta vetur, os; einn- is; sas;ði Kristján nauðsynles;t að Ijúka við Norðurlínu.“ Aðrar framkvæmdir við byj;s;ðalínur verða í samræmi við fjárveitins;u þessa árs sem táknar í raun að hluta þeirra verður frestað til næsta árs. Ýmis verkefni almennra fram- kvæmda sem fyrirhus;uð voru á þessu ári hafa verið felld niður, þar sem stefnt er að því að almennar framkvæmdir ársins fari ekki út fyrir ramma fjárlas;a.“ Um úrræði til frambúðar sagði Kristján, að brýna nauðsyn bæri til, „að s;era sér s;rein fyrir því, hve mikium hluta þessara fram- kvæmda stofnunin síetur staðið undir með tekjum sínum. Það sem eftir stendur verður að telja félas;sleí;an eða bys;}iðapólitískan þátt framkvæmdanna". Þennan þátt lestKur Kristján til að fjár- ma(;naður verði með óendurkræf- um framlögum úr ríkissjóði. „Ljóst er, að hér er um mikilvæs;a stjórnmálales;a ákvörðun að ræða, en hún er að mínu mati mjös; nauðsynles; til þess að konia fjárhas; þessarar ríkisstofnunar á réttan kjöl.“ — Aðalfundur Framhald af bls. 17. atvinnuveitendur átt fundi með ríkisstjórninni í því sambandi. Verkalýðshreyfins;in krefst ÓKÍldingar efnahaj;sráðstafananna os; fullra vísitölubóta. Til að fyljda fram kröfum sínum boðaði Verka- mannasamband íslands verkfall í vinnu við útflutning, og kom það til framkvæmda um miðjan apríl nema á Suðurnesjum os; Vestfjörð- um, þar sem verkalýðsfélögin ákváðu að taka ekki þátt i útflutningsbanni. Á báðum þess- um svæðum hefur hins ves;ar verið aflað heimilda til boðunar alls- herjarverkfalla. Verkamannasambandið hefur lýst yfir því, að fleiri aðgerðir séu í undirbúnins;i m.a. oliuinnflutn- ingsbann og fleiri verkalýðsfélög, svo sem Iðjufélögin í Reykjavík og á Akureyri hafa nú efnt til dagsverkfalla. Verkamannasambandið óskaði sérviðræðna við vinnuveitendur og vísaði síðan þeirri deiiu til sátta- semjara. Vinnuveitendasambandið ákvað í framhaldi af því að visa kaupgjaldsdeilunni í heild til meðferðar sáttasemjara og var það gert 28. apríl s.l. Telja vinnuveitendur nauðsyn- legt, að vinnufriður geti ríkt í öllum atvinnugreinum og að sam- komulag megi takast við alla launþega. Vandséð er, hvernig vinnuveitendur eiga að geta boðið fram launahækkanir nú til lausn- ar þessum vinnudeilum, nema skilyrði myndist til breytinga á lögum frá 17. febrúar s.l. og reglugerð um verðbótaviðauka frá 7. marz s.l. Þarf ótvírætt atbeina ríkisvaldsins til þessa. Ætti öllum að vera ljóst, að almennar kaup- hækkanir nú umfram það, sem umsamdar áfangahækkanir og nýlegar efnahagsaðgerðir gera ráð fyrir, myndu ótvírætt leiða af sér ástand, sem ráðstöfunum í febrúar var ætlað að forða þ.e. rekstrar- stöðvunum og þar af leiðandi atvinnuleysi ásamt aukinni verð- bólgu, og myndu þá kalla fram innan fárrævikna eða mánaða enn nýjar efnahagsráðstafanir. Vinnu- veitendum ber að standa saman og forða því að svo illa fari. Á þessum aðalfundi VSI munu umræður, af eðlilegum ástæðum, eins og undanfarna áratugi, mest snúast um efnahagsmálin, en nú, meir en oftast áður, er þess brýn nauðsýn, að einstaklingar, hags- munasamtök þeirra og stjórnvöld taki höndum saman í baráttunni gegn verðbólgunni, þessari höfuð- meinsemd íslenzks efnahagslífs. Þörf er margvíslegra umbóta í hagstjórn og má í því sambandi minna á skýrslu og tillögur Verðbólgunefndarinnar. Þörf er samræmdrar efnahagsstefnu um ákvarðanir í ríkisfjármálum, pen- ingamálum, fjárfestingarmálum og launamálum. I launamálunum verður að setja umsyörð, sem miðast við þjóðartekjur og þjóðar- framleiðslu. I því efni getum við mikið lært af nágrannaþjóðum okkar, ekki sízt Bretum, sem hafa á skömmum tíma stóraukið verð- gildi gjaldmiðils síns og komizt út úr efnahagserfiðleikum með raun- hæfri stefnumörkun stjórnvalda í launamálum. En á aðalfundi heildarsamtaka vinnuveitenda þarf auk venjulegra aðalfundarstarfa jafnan að taka innri félagsmál til meðferðar. Vinnuveitendasambandið hefur á seinni árum aukist félagslegur styrkleiki meö almennari þátttöku atvinnurekenda og sérgreinasam- taka þeirra. Fjárhagslegur styrkur hefur einnig vaxið og afkoman batnað. En betur má, ef duga skal. Efla þarf verðtryggðan vinnu- deilusjóð VSÍ til varnar skærum gegn einstökum félögum og þeim til styrktar, þegar þörf krefur. Á aðalfundi VSÍ 1977 var framkvæmdastjórninni falið að láta endurskoða lög samtakanna. Tillögur til nokkurra breytinga verða lagðar fram nú, vísað til nefndar á fundinum, en síðan til ákvörðunar fundarins, en ljóst er að lagaendurskoðunin þarf að halda áfram til frekari breytinga á aðalfundi 1979. , Á þessum fundi er einnig fyrirhugað að ræða sérstaklega starfshætti VSI í nútíð og framtíð, og einnig í nefnd, sem fundurinn kýs. Er þetta í framhaldi af viðleitni framkvæmdastjórnar og framkvæmdastjóranna til þess að leita eftir skoðunum manna úr hópi atvinnurekenda á starfsemi og starfsháttum Vinnuveitenda- sambandsins. Hætt er þó við, að fjöldi óleystra verkefna verði lengst af meiri en þeirra, sem tekst að leysa, svo að næg eru verkéfnin. Mér er vel ljóst, að ég hef hér á undan orðið að láta hjá líða að minnast á margs konár merk málefni, sem áStæða væri til að ræða. En áður en ég lýk máli mínu, vil ég tjá samstarfsmönnum í fram- kvæmdastjórn, sambandsstjórn- inni, félagsmönnum öllum og starfsliði þakkir mínar fyrir trún- að og það traust, sem mér hefur verið sýnt innan Vinnuveitenda- sambandsins. Á þessum aðalfundi rennur út 3ja ára kjörtímabil mitt í sambandsstjórninni og í fram- kvæmdastjórn. Eg hef átt sæti í framkvæmdastjórninni í 20 ár, fyrstu 3 árin, sem varamaður, síðustu 7 árin sem formaður. Á þessum aðalfundi mun ég ekki biðjast undan endurkjöri til sam- bandsstjórnar, en ég mun eindreg- ið biðjast undan endurkjöri, sem formaður g til þátttöku í fram- kvæmdastjórninni. Néir kraftöar e% ga að hefja þar störf og taköast á cið in argv%,slegu verkefni, semþar er jafnan um fjallað. Ég óska þess, að jvinnuveitenda- samband IKslands megi eflast og halda áfram um langan aldur að vera vettvangur þeirra þjóðhollu starfa, sem hér þarf að vinna landi og lýð. Ég árna viðtakandi for- manni og framkvæmdastjórn gæfu og góðs gengis. — Endurgreiðir Framhald af bls. 2 vörubifreiðar, sem tollafgreiddar hefðu verið eftir að gengisbreyt- ingin var gerð og fram að útgáfu hinnar nýju reglugerðar. Væri um að ræða 5 til 10 bíla eða „fjölda, sem unnt væri'að telja á fingrum begsya handa“, eins og ráðuneytis- stjórinn tók til orða. Fréttatilkynning ráðuneytisins er svohljóðandi: „Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið í samræmi við útgáfu nýrrar reglugerðar nr. 163/1978 um innflutningsjyald af bifreiðum og bifhjólum að endurgreiða inn- heimt sdald af ökutækjum með burðarþol 6 tonn og þar yfir í tollskrárnúmerum 87.01.20, 87.02.29, 87.02.31-32, 87.02.35 og 87.02.37-38. Skilyrði endurgreiðslu er að viðkomandi ökutæki hafi verið tollafgreitt á grundvelli nýs gengis eftir að gengisskráning hófst að nýju hinn 10. febrúar s.l. Endanlegur kaupandi og skráð- ur eigandi ökutækis eða þar til bær aðili fyrir hans hönd getur sótt um endurgreiðslu til viðkom- andi innheimtumanns ríkissjóðs." — Dagvistun Framhald af bls. 32. leikskólar, Seljaborg og Hólaborg, sem eru fyrir 114 börn hvor. Á þessum árum voru endurbyggð dagheimilin Laufásborg og Hlíðar- endi og leikskólinn Tjarnarborg. Á þessu ári er 177,2 milljónum króna varið til dagvistunarstofnana og verða tekin í notkun á árinu dagheimili við Suðurhóla fyrir 68 börn, dagheimilið Vesturborg fyrir 34 börn og viðbót fyrir 25 börn við dagheimilið Dyngjuborg. Á þessu ári verður byrjað á skóladagheimili fyrir 20 börn við Völvufell, dagvistunarstofnun við Iðufell, þar sem verða 1 deild dagheimili og tvær leikskóladeild- ir, samtals fyrir 97 börn og annarri sams konar dagvistunar- stofnun við Arnarbakka. Þá gerðist það um áramótin að Reykjavíkurborg tók við rekstri dagvistunarstofnana Sumargjafar og 60 barna leikskóla, Leikfells, af húsfélagi í Æsufelli, og einnig annast Reykjavíkurborg rekstur tveggja dagvístunarstofnana stúd- enta. — Samninga- viðræðum Framhald af bls. 2 Tillögur sem fram hefðu komið hefðu að sjálfsögðu verið bornar undir það fólk sem skipar listann þrátt fyrir það álit þess, þegar hér var komið sögu, að ekki yrði aftur snúið. 2. Staðhæft er að Sigurgeir Jóns- son bæjarfógeti sé einn af aðalmönn- um þessa framboðs. Þetta er rangt. Sigurgeir hefur sjálfur gert mjög góða grein fyrir þessu máli í grein í dagblaðinu Vísi fyrir nokkru og er því óþarfi að fjölyrða um það hér. Þessi staðhæf- ing 'nefndarinnar sýnir ef til vill betur en nokkuð annað hversu léttúðlega hún fer með sannleikann. 3. Staðhæft er að Guðni Stefáns- son sem var í öðru sæti í prófkjörinu hafi gefið kost á sér í 5. sæti listans. Það sanna er að þegar nefndin skýrði honum frá niðurröðun sinni á listanum þá kvaðst hann ekki geta ráðið tillögum hennar, en taldi eðlilegt að kosið væri um það í fulltrúaráðinu hvort hann skipaði sæti það sem honum bar samkvæmt úrslitum prófkjörsins. Niðurstaða fulltrúaráðsfundarins varð sú að prófkjörið var að engu haft og því var eðlilegt að Guðni tæki sér tíma til þess að hugsa sitt ráð áður en hann tæki ákvörðun um það hvernig bregðast skyldi við. Séu rifjaðar upp niðurstöður prófkjörsins, sem var marktækt samkvæmt reglum flokksins, urðu úrslitin þau að Guðni Stefánsson var ií öðru sæti og Grétar Norðfjörð í því jfjórða. Urslit prófkjörsins féllu flokks- eigandafélaginu í Kópavogi ekki í geð og var þá ekki skirrst við að víkja því til hliðar. Það er því engin furða þótt hinum almenna kjósanda, sem hvattur var til þess að koma á kjörstað, finnist hann hafa verið hafður að ginn- ingarfífli. Þess munu engin dæmi hjá Sjálfstæðisflokknum að úrslitum prófkjörs hafi verið hafnað svo gersamlega sem hér var gert. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokk- ur hér á landi sem mest hefur haft lýðræðishugsjónina að leiðarljósi. Um þetta vitnar sú forganga sem flokkurinn hefur haft um það að velja frambjóðendur bæöi til bæjar- stjórna og alþingis með prófkjörum. Við sem stöndum að framboði sjálfstæðisfólks í Kópavogi, S-listan- um, getum ekki unað því að slíkt grundvallaratriði í stefnu Sjálf- stæðisflokksins sé fyrir borð borið. — Jón H. Bergs Framhald af bls. 2 Morgunblaðið í gær að hann hefði nú verið 20 ár í framkvæmda- stjórn Vinnuveitendasambands- ins, þar af 7 ár sem formaður. „Á þessum tíma hefi ég gegnt eril- sömu starfi i stórfyrirtæki og ég er orðinn þreyttur á að gegna svo umfangsmiklum störfum," sagði Jón og bætti því við að starfið í forystu VSÍ hefði mikið gengið út yfir frístundir sínar og fjöiskyldu. „Finnst mér rétt að nýir menn taki við, ‘ og er það fyrst og fremst ástæðan fyrir því að ég biðst undan endurkjöri." Nýr formaður Vinnuveitenda- sambandsins verður væntanlega kjörinn á fimmtudag, sem er síðasti dagur aðalfundarins. Jón sagði: „Ég sé þó ekki eftir þeim tíma, sem ég hefi varið til þessara mála og þótt ýmislegt hafi ef til vill mátt betur gera, þá hefur maður þó reynt eftir beztu getu að láta gott af sér leiða. Það má þá einnig sesya að ýmislegt hefði getað farið verr og við það getur maður þá huggað sig, þegar þetta er afstaðið," sagði Jón H. Bergs. Alþýðublaðið kem- ur ekki „Útgáfa blaðsins í athugun,” segir Benedikt Gröndal „ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur ekki frekar út í dag en í gær. og á þessari stundu vitum vió ekki neitt frekar um útkomu blaðsins næstu daga.“ sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið f gær. Benedikt bætti því við að verið væri að glíma við vanda Alþýðublaðsins og hefðu menn góðar vonir um að úr rættist. Morgunblaðið spurði Benedikt hvort nýsamþykkt lög Alþingis sem banna allan erlendan fjárstuðning til íslenzkra stjórnmálaflokka kæmi ekki illa við rekstur Alþýðublaðsins. „Eins og við skýrðum frá um s.l. áramót, þá áttum við von á styrk frá verkamannaflokkunum og hinni svo- nefndu A-pressu á hinum Norður- löndunum. Þennan styrk átti að veita okkur til bráðabirgða og þá aðeins í nokkra mánuði. Frumvarp það sem lagt var fram á Alþingi og síðan samþykkt veldur því að ekkert verður úr þessu og þá um leið Alþýðuflokknum töluverðum erfið- leikum." Benedikt var síðan spurður að því hvort missir styrksins mundi einnig bitna á Alþýðuflokknum auk Al- þýðublaðsins. Kvað hann styrkmiss- Dregið í happ- drætti Auto ’78 DREGIÐ hefur verið í happdrætti bílasýningarinnar Auto ‘78 og upp kom númer 63778. Númershafi er vinsamlega beðinn að snúa sér til skrifstofu Bílgreinasambandsins að Tjarnargötu 14. Síminn þar er 10650. Vinningurinn í happdrætt- inu er bifreið af gerðinni Mazda 323. dag inn ekki mundi bitna neitt á flokksstarfinu. „Alþyðublaðið hefur lengi átt við erfiðleika að etja og eftir er að sjá hvernig gengur. Það er ekki ákveðið hvort það hættir að koma út er líður á sumarið, en við erum með okkar dagblaðsútgáfu í athugun nú. Jafn lítil þjóð og Islendingar eru virðist ekki bera 6 dagblöð og í ört vaxandi samkeppni blaðanna bitnuðu erfið- leikarnir fyrst á okkur," sagði Benedikt að lokum. Hvalveiðar Eskimóa takmarkaðar Anchorajfe. Alaska. 0. maí. AI*. ALLAR líkur eru á því að Alaska-Eskimóar veiði ekki jafn marga hvali og alþjóðahvalveiði- nefndin leyfði þeim að veiða undan ströndum Alaska í ár. að því er handariskur emba'ttismað- ur skýrði frá í dag. Embaettismaðurinn sagði, að Eskimóarnir hefðu nú aðeins veitt niu af 12 hvölum sem þeir höfðu heimild til að veiða wg þar sem ísa er tekið að leysa þverra líkurnar á frekari veiöum að sinni, því að hvalurinn þarf ekki að treysta lengur á opnar vakir með strönd- um fram. Alþjóðahvalveiðinefndin setti Eskimóunum þessar takmarkanir þar sem talið er að svo illa sé komið fyrir þeirri hvaltegund, sem Eskimóar veiða mest, að henni sé hætt við útrýmingu. Eskimóarnir mótmæltu takmörkunum á sínum tíma, en stjórnvöld hafa nú heitið þeim aðstoð og að þeir þurfi ekki að óttast bjargarle.vsi. út í Vortónleikar í Þjóð- kirkjmmi í Hafnarfirði TÓNLISTARSKÓLI Ilafnarfjarð- ar eínir til vortónleika annað kvöld 1 þjóðkirkjunni klukkan 18.00. segir í frétt frá skólanum. Nemendur úr öllum deildum skólans, forskóla, almennri tón- listardeild og framhaldsdeild ásamt lúðrasveit skólans munu koma fram. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Vivaldi, Clementi, Mozart, Schumann, Elgar, Bartok og Debussy. Starf skólans hefur verið öflugt í vetur. Fjöldi nemenda jókst um 40% s.l. haust og stunduðu 240 nemendur nám við skólann í vetur. Kennarar skólans eru 17, þar af 6 fastráðnir, að meðtöldum skóla- stjóra sem er Páll Gröndal. Skólanum verður slitið 19. maí n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.