Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 t Hjartkær eiginmaöur minn HARALDUR OLAFSSON, lyrrverandi skipstjóri, Hralnistu Hafnarfiröi, andaöist á Landakotsspítala 8. þ.m. Ásta Ólafsson. t Faöir okkar ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi akósmiöur, lést að Hrafnistu þann 9. þ.m. Fyrir hönd barna og annarra aöstandenda Gunnpórunn Þorláksdóttir, Guömundur Þorláksson. t Eiginkona mín og móöir okkar, ÞÓRUNN INGIMUNDARDÓTTIR, frá Garðstöóum í Garði, veröur jarðsungin frá Útskálakirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 2. Markús Guðmundsson og börn. t Móöir okkar JAKOBINA ÞORDIS GUNNLAUGSDOTTIR, Jörfabakka 18, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 1.30. Blóm og kransar afbeöin, en þeim er vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Börnin. t Utför systur minnar INGVELDAR BJARGMUNDSDÓTTUR, Laugarnesvegi 114, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. maí kl. 15. Helga Bjargmundsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma, GUDNÝ BORGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Fáskrúðsfirði, Boðaslóð 20, Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá Landakirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 14.00 e.h. Friðjón Guðmundsson, Ester Friðjónsdóttir, Haukur Kristjánsson, Hörður Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, GUDFINNA ÞORVALDSDÓTTIR, sem lézt 6. maí s.l., verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. maí n.k. kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Slysavarnafélag íslands. Egill Júlíusson. t Þökkum innilega sýnda samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, HERÞRÚÐAR HERMANNSDÓTTUR, Fellsmúla 11. Hertha W. Jónsdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Ólafur Hermann Jónsson Ólafur Hreiöar Jónsson, Hörður Jónsson og barnabörn. Stefán M. Gunnarsson, Unnur Einarsdóttir, Guðríður Björnsdóttir, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Magnús Kristjánsson Ólafsvík — Minning Maöurinn minn er látinn. HELGI KJARTANSSON, fyrrverandi skipstjóri. Hildur Jónsdóttir. Fæddur 16. júlí 1918 Dáinn 22. mars 1978 Þriðjudaginn 28. mars s.l. blöktu fánar í hálfa stöng í Ólafsvík. Ólafsvíkurbúar voru að kveðja einn af sínum mætustu sonum, Magnús Kristjánsson, sjómann og útgerðarmann. Hann andaðist að heimili sínu 22. mars s.l. á sextugasta aldursári. Magnús fæddist 16. júlí í Ólafs- vík. Hann var sonur hjónanna Elísabetar Brandsdóttur og Kristjáns Kristjánssonar, smiðs og sjómanns frá Ytra-Skógarnesi, mikils smiðs og hagleiksmanns. Magnús var yngstur af sínum systkinum. Hin eru: Oliver og Jóhanna. Auk þess átti Magnús þrjá hálfbræður. Kristján faðir hans var kvæntur áður Kristínu Helgadóttur og eignuðust þau tvo syni, Guðmund vélsmíðameistara á Siglufirði og Helga vélstjóra og kennara, sem er látinn fyrir tveimur árum. Elísabet átti einn son áður en hún giftist, Sigtrygg, en hann lést 16. apríl s.l. Magnús ólst upp á erfiðum tímum í Ólafsvík. Hann hóf róðra á árabát, með föður sínum innan fermingar. Það var ekki mikið úrval vinnu á þeim tímum. Síðar fór Magnús að róa á trillubátum og síðan á stærri bátum þegar bátakostur Ólafsvíkur jókst. Hann sá þorpið sitt vaxa og blómgast og átti sinn virka þátt í því. Magnús stundaði í mörg ár síldveiðar og voru þeir bræður hann og Oliver oftast saman á bát. Það má segja að þeir hafi starfað saman alla tíð og var samvinna þeirra ávallt góð. Síðar keyptu þeir saman trillubát, síðan 17 tonna bát og 33ja tonna bát. Þeir stofnsettu fiskverkunar- stöðina Bakka, ásamt mági sínum Guðmundi Jenssyni, sem giftur er Jóhönnu systur þeirra. Allt gekk þetta vel hjá þeim með ráðdeild og dugnaði. Magnús vann við fisk- verkunina fram á síðasta dag. Hinn 26. desember 1944 giftist Magnús eftirlifandi konu sinni, Arnbjörgu Hermansdóttur frá Hellis^andi. Eignuðust þau níu börn sem öll eru á lífi og búin að stofna sín heimili. Sjö þeirra eru búsett í Ólafsvík en tvö í Reykja- vík. Nöfn þeirra eru: Gylfi, Elísa- bet, Björg, Hermann, Trausti, Steinþór, Agústa, Svanur og Krist- ín. Arnbjörg reyndist manni sín- um góð kona og var hjónaband þeirra ætíð til sóma. Magnús var oft heilsuveill og þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsum í Reykjavik. Þá reyndi oft mikið á konuna heima með barnahópinn, en hún er dugleg og mæt kona. Eg sem þessar línur rita heim- sótti Magnús oft á sjúkrahús í Reykjavík. Oft ræddum við saman og oftast barst talið að Ólafsvík. Þá var hugurinn og óskin heitust að komast heim sem fyrst. Oft var hann mikið veikur en allar raunir sínar bar hann með styrk, jafnað- argeði, æðruleysi og kjarki. Aldrei missti hann trúna á bata. En télst það ekki sigur að koma upp stórum myndarlegum og mætum barna- hópi? Barnabörnin eru orðin tuttugu og fimm. Ég vil minnast þess, hve góður Magnús var við föður minn, Magnús Kristjánsson smið, al- nafna og föðurbróður hans, sem varð háaldraður og átti heima í næsta húsi við hann. Oftast kom hann til hans á kvöldin og stytti honum stundirnar. Þeir voru góðir vinir er skildu hvor annan og höfðu alltaf um nóg að spjalla. Sama tryggðin hélst við okkur systkinin þó að nafni hans væri dáinn. Eftir að ég fluttist að vestan og kom þangað í heimsókn, var hann alltaf kominn að fagna okkur ásamt konu sinni. Það var alltaf gaman að koma til þeirra. voru einhver af börnum þeirra stödd hjá þeim. Eigum við hjónin ógleym^nlegar stundir þaðan. Við sem þekkjum Öddu eins og hún alltaf er kölluð, vitum að hún fær styrk til að vera áfram dugleg eins og hún alltaf hefir verið. Við hjónin vottum Öddu, börn- unum og systkinunum hans og barnabörnunum dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Eyjólfur A. Magnússon Halldóra Guðmunds- dóttir - Minningarorð Þriðjudaginn 2. maí lést á Landakoti Halldóra Guðmunds- dóttir, Melgerði 31, Reykjavík, eftir tveggja mánaða sjúkdóms- legu. Halldóra var fædd 19. apríl 1904 í Mýrdal, Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellssýslu. Hún var þriðja í röð ellefu barna Sigríðar Jónsdóttur frá Heggstöðum og Guðmundar Finns Guðmundssonar bónda í Mýrdal. Hún fluttist 6 ára gömul til Reykjavíkur með foreldrum sínum og bjó þar ávallt síðan. Halldóra giftist 26. mars 1928 Sveinbirni Ólafssyni verkamanni í Reykjavík. Hófu þau búskap að Laugavegi 108. Sveinbjörn var sonur Ólafs Jens Sigurðssonar, skútusjómanns í Reykjavík og konu hans Ingibjargar Svein- bjarnardóttur, sem var ættuð frá Mýrum í Borgarfirði. Halldóra missti mgnn sinn eftir stutta sambúð, en hann dó úr berklum 3. mars 1937, þá 32 ára gamall. Þau eignuðust 6 börn. Tvö þeirra dóu í bernsku. Sonur þeirra Sveinbjörn drukknaði 15 ára gamall á Viðeyjarsundi, en þrjú þeirra Ingibjörg, Haraldur og Hjördís lifa móður sína. Eftir lát manns síns bjó Hall- dóra lengi að Framnesvegi 46a, en fluttist síðan inn í Sogamýri. Arið 1951 fluttist hún ásamt syni sínum Haraldi að Melgerði 31, Reykjavík. t Eiginmaöur minn, faðir og sonur, JÓHANN ÓSKAR ÓLAFSSON, Leifsgötu 26, Reyfcjavík, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni fimmfudaginn 11. maf kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, skal bent á Hjartavernd. Diana Einarsdóttir, Ólafur Jóhannaaon, Björg Helgadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og vinsemd viö andlát og útför móöur, stjúpmóöur og tengdamóöur okkar, ELÍSABETAR M. JÓNASDÓTTUR, Jónas A. Aóalateinsson, Elín Aðalsteinsdóttir, Guóbjörg Finsen, Sigríður Aöalsteinsdóttir, Össur Aóalsteinsson, Guörún R. Eiríksdóttir, Siguröur Hallgrimsson, Ólafur Finsen, Svana Aðalsteinsson, Guörún Pálsdóttir. Þar bjuggu þau í bragga fyrstu árin, en byggðu síðar í sameiningu myndarlegt hús á lóðinni og bjó Halldóra þar til dauöadags. Halldóra starfaði um áratuga skeið í Fiskiðjuveri ríkisins, sem seinna varð Bæjarútgerð Reykja- víkur. Seinna starfaði hún m.a. hjá Júpiter og Mars og Sjófangi h.f. Hún hætti störfum 1972 af heilsu- farsástæðum, þá 68 ára gömul. Halldóra stóð af sér alla þá erfiðleika, sem að hanni steðjuðu á lífsleiðinni af stökum dugnaði og hörku. Hún var mjög vinnusöm og ráðdeildarsöm, sem sjá má af því að hún réðst í húsbyggingu á efri árum, þrátt fyrir fátækt og basl. Halldóra var reglusöm fram í fingurgóma og hvers kyns óráðsía var eitur í hennar beinum. Hún var mjög raungóð og rausnarleg þegar því var að skipta. Alltaf var hún sjálfri sér samkvæm og hrein og bein í samskiptum sínum við aðra. Hún get verið glettin og spaugsöm og hafði frábæra frá- sagnargáfu, sem hún kryddaði oft með vísum og fróðleik, því hún var minnug og vel greind. Hún átti til ótrúlega mikið ástríki og hlýju, þrátt fyrir harðnekjulegt mótlæti á lífsleiðinni. Við kveðjum nú elskulega ömmu okkar hinstu kveðju, með djúpu þakklæti fyrir þá ómældu ástúð, sem hún veitti okkur í blíðu og stríðu. Við munum minnast henn- ar með virðingu og söknuði meðan eldist aldur, því hún var heilsteypt og góð kona og tók okkur opnum örmum, hvenær sem við þurftum á að halda. Guð varðveiti hana. Barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.