Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 25 Fáein minningar- orð um Hansa Faeddur 23. ágúst 1880. Dáinn 2. apríl 1978. Fullu nafi hét hann Hans Paule Jóhannessen og var færeyingur. Hann kom til Dalvíkur meö farfuglunum um 1930, en varð eftir, þegar hinir fóru — og varð staðbundinn. Í daglegu tali var hann alltaf nefndur Hansi, endar mun sú nafngift jafnan hafa þjónað þeim kröfum, sem hann gerði til reisnar og virðuleika. Stuttu eftir komuna til Dalvíkur, reisti hann í félagi við Guðmund Jónsson frá Hrafns- staðakoti, lítið steypt smáhýsi á tveim hæðum, og var sú neðri ætluð fyrir útgerðaraðstöðu. Efri hæðin varð síðan hans dvalarstað- ur lengst af. Meðan hús þetta reis af grunni, hafði Hansi vistarveru og aðhlynningu á heimili Sigfúsar Þorleifssonar útgerðarmanns, og mun það eini tíminn, sem hann bjó ekki sem einsetumaður — utan skammra tímabila, sem hann dvaldi hjá venslafólki á Akureyri, og síðast í Færeyjum. Hansi hafði stundað sjó- mennsku á færeyskum skútum, og kunni vel til slíkra starfa. Sem unglingur, var ég honum samskipa við handfæraveiðar á útilegubát- um. Mér er minnisstætt hvað hann var laginn við að draga stóru lúöurnar á fallaskiptunum norður á Sporðagrunni. Það var eins og hann réði yfir einhverjum dular- mætti, sem deiddi þessa stóru fiska til sín. Seinna skildi ég þetta betur. Færeyskir skútukarlar hafa sérstakt göngulag. Þeir stíga ölduna eftir að fast land er undir fótum, og þeir ganga vaggandi og hægum skrefum — eins og þeir bíði eftir því, að ölduhryggurinn líði hjá. Þeir eru rólyndir, og margir afburða sjómenn. Eftir að Hansi hætti sjó- mennsku, vann hann við segla- saum, og ýmis smávik við búnað og útgerð báta. Ég kom nokkrum sinnum til hans á skúrloftið, og hann sagði mér oft gamlar sögur frá sjónum. Ég spurði hann eitt sinn, hvernig honum félli einver- an. „Ég er aldrei einn“, svaraði hann — „Guð er alltaf hjá mér.“ Barnslega einlæg trú hans á forsjá og fylgd almættisins, varð honum sú lífsfylling, sem margir leita að, en finna aldrei. Biblían, sem lá oft á snjáðum stólkolli við rúmstokk- inn, varð honuni sá förunautur, sem aldrei brást. I sögu Dalvíkur verður Hansa lengi minnst í sambandi við — Saga Haldemans Framhaldafbls.il. raun og veru á þá leið, að ef Moskvu-stjórnin væri í raun og veru að hugleiða árás á Kína yrði það ekki talin góð hugmvnd í Bandaríkjunum. Þannig lék Kissinger eftir þeim leikreglum, sem Rússar ákváðu, og virtist taka mark á hótunum þeirra og hjálpa þeim að fá Peking-stjórnina til að taka hófsamari afstöðu. Hann vann sig líka með þessu í mikið álit í Peking — þar sem tillaga hans um 'að Nixon kæmi í heimsókn til Kína hafði mætt andstöðu. Loks báru Kínverjar nokkuð úr býtum — því að nú höfðu Bandaríkjamenn sagt Rússum að stilla sig. Þetta er eitt af fáum dæmum úr sögunni um að þrjú stórveldi taki þátt í þríhyrningsleik og virðast berj- ast hvert gegn öðru, en eru í raun og veru aö hjálpa hvert öðru. Þessi þríhyrningsleikur held- atburð, sem skeði þann 6. apríl 1942. Þá rak tundurdufl upp að malarkambinum framan við bú- stað hans, og veltist þar í brim- garðinum. Setuliðsmenn, sem höfðu bækistöð skammt frá — flýðu til fjalls. Hans gekk hins vegar að þessari vítisvél, og batt duflið fast við rekaviðartré, og gekk þannig frá því, að sjór náði ekki að hreyfa það. Að dómi sérfræðings, sem fenginn var til að rannsaka þetta afkvæmi stríðsvit- firringar, var tundurduflið í virku ástandi — og gat sprungið. Taldi hann líklegt, að þá hefði stór hluti af byggingum á Dalvík orðið fyrir skemmdum, og sumar hrunið til grunna. Á fundi hreppsnefndar, sem haldinn var. 2. júní 1942, er gerð eftirfarandi bókun: „Hreppsnefnd- in samþykkir að veita Hans Paule Jóhannessen kr. 1.0Q0,— fyrir snarræði og dirfsku þ. 6. apríl s.l. er tundurdufi rak á land á Dalvík.“ Þegar ég spurði Hansa hvernig hann hefði árætt, að fást við þennan voða, svaraði hann bros- andi — eins og þetta væri varla umtalsvert. „Blessaður góði — Guð getur allt.“ Þegar Hansi var á 70. aldursári fór hann á lítilli trillu til Færeyja, ásamt frænda sínum Axel. Þetta gerðist að vísu á þeim árstíma, sem sjór er að jafnaði viðráðanleg- astur á þessari leið, en mörgum mun hafa fundist það ofdirfska, að ætla þessum litla farkosti að fljóta yfir hafið. Hansi var samt á annarri skoðun. „Guð getur allt, og hann mun koma okkur á ákvörðunar- stað“, var andsvar hans við gagnrýni, og hann komst heill í höfn. Ég man vel hvernig Hansi bjó bátinn til fangabragðs við útsæ- inn. Hann bar lýsi á byrðinginn, þar til hann var mettaður af fitu, — gældi við saum og samskeyti, og strauk gömlum sigggrónum hönd- um um bönd og bita. Það var enginn perlusaumur eða glitbönd á þessari fleytu, en allt heilt og traust. — Þannig var Hansi. Hann var aldrei neinn glansmyndasafn- ari eða skrautblómadýrkandi, en sá vermireitur, sem trúin græddi í brjósti þessa manns, bar samt ein þau fegurstu blóm, sem ég á ævinni hefi séð og fundið. Hin síðari ár, sá ég þennan góðlátlega öldung oft á rjátli meðfram sjónum austan við bæ- inn. Hann var þá gjarnan að tína smásprek í eldinn til þess að fá yl ur enn áfram þótt skipt hafi verið unt leikendur. Ég er þeirrar skoðunar — og þar er svo að segja enginn sammála mér á Vesturlöndum — að stjórnirnar í Moskvu og Peking reyni nú að komast að sam- komulagi — en haldi áfram á yfirborðinu að ausa hver aðra öllum þeim svívirðingum, sem þær þekkja. Haldeman hefur minnt á, að Krentlverjar virtust einu sinni hugleiða kjarnorku- árás á Kína og hann hefur gert það á mjög viðkvæntum tíma, þegar hópur valdamanna í Peking er fylgjandi sáttum við Rússa og annar hópur virðist þeini andvígur. Andstæðingar Moskvumanna í Pekinggætu notað upplýsingar Haldemans þótt lítið sé hæft í þeini, til þess að halda því frarn, að Kínverjar ættu ekki að senyja við land, sern eitt sinn hótaði þeini kjarnorkuárás. Þess vegna hefur saga Haldentans um það sem gerðist fyrir tæpum níu árum hvaö eftir annað verið borin til baka í Moskvu með áherzluþunga. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU í sína fátæklegu vistarveru. Bakið var farið að bogna og fæturnir að bila, enda langur ævidagur. Það var þó alveg ástæðulaust að æðrast. „Guð ræður því, hvenær hann tekur mig til sín“ sagði þessi blessaði einbúi, þegar hann hvarf mér síðast í kvöldrökkrið. Hansi fór til Færeyja í ágúst-mánuði á s.l. ári, og andaðist hjá systurdóttur sinni Jönu Olsen á Hvandalsá á Suðurey. Hann var jarðsunginn á Porkeyri 9. apríl s.l. í samræmi við látlausan og einhæfan lífsferil Hansa meðal Dalvíkinga, er nú fátt, sem minnir á samfylgd hans. Það fýkur fljótt í sporin, og við tökum varla eftir því, þó gamall maður hverfi af sjónarsviðinu. Einn af hans velunnurum hér, hefur látið trilluna sína bera nafn hans. Hans hefur líklega kunnað því vel, að minnisvarðinn væri ekki rismeiri. Dalvíkingar mega gjarnan minnast hans með þakk- læti. Hansi er kominn heim, því hann hefur áunnið sér þegnrétt við eilífðarsæinn — þar sem vornóttin vakir. Þorgils Sigurðsson. Minning: Oskar Guðmundsson bifreiðastjóri í dag verður til moldar borinn Óskar Guðmundsson bifreiða- stjóri. Hann var fæddur að Kvennahóli í Klofningshreppi í Dalasýslu hinn 23. febrúar 1913. Foreldrar hans voru hjónin Elín- björg Daníelsdóttir og Guðmundur Jónsson, bóndi, sem nú eru bæði látin. Óskar varð bráðkvaddur að heimili sínu að morgni dags hinn 3. þessa mánaðar, liðlega 65 ára að aldri. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1932 og hóf störf síðla árs 1933 hjá heildverzlun Hallgríms heitins Benediktssonar og starfaði samfellt hjá því fyrirtæki um nærfellt 45 ára skeið. Óskar var frábær og dugandi starfsmaður og því er bezt er vitað, hraustleika maður. Þó mun hann hin síðari ár hafa fundið til þess veikleika, er varð honum að aldurtila, þótt hann dyldi það fyrir öðrum. Hann var að eðlsifari dulur í skapi og bar ekki tilfinningar sínar á borð fyrir hvern sem var, nema síður væri. Sumum kann, við fyrstu kynni, að hafa fundist hann á stundum hrjúfur í skapi og tilsvörum. En innst inni átti hann þýða og milda lund og kom það mjög greinilega fram gagnvart börnum. Þeim sýndi hann sitt hlýlega bros og ljúfmannlegt atlæti. Þessarar ljúfmennsku og kærleika munu barnabörn hans hafa notið í ríkum mæli. Óskar var hjálpsamur og traust- ur þeim, er hann batt tryggð við, og kom það jafnt fram við húsbændur hans fyrr og síðar sem og samstarfsfólk. Hinn 31. desember 1937 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni Kristjönu Alexandersdóttur. For- eldrar hennar voru Ólöf Bærings- dóttir og Alexander Guðjónsson, Skerðingsstöðum í Dalasýslu. Kristjana og Óskar eignuðust 3 börn. Guðmund son sinn misstu þau af slysförum í desember 1963 tæplega 18 ára að aldri og var það mikið áfall fyrir þau. Hin eru:Alla Ólöf, fædd 6. júní 1940, gift Karli Kristjáni Guðmyndssyni bifvéla- virkja og eru þau nú búsett í Luxemburg. Þau eiga 2 börn, Rósu, fædda 6. nóvember 1964 og Óskar, fæddan 25. febrúar 1972; Daníel Guðjón, bifreiðastjóri, fæddur 24. febrúar 1948, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur og eiga þau 2 börn, Kristjönu, fædda 3. desember 1966 og Þorvald, fæddan 24. nóvember 1970. Við sem með Óskari höfum Framhald á bls. 19 í síðasta hefti Newsweek Innan Rauöu Herdeildanna Misheppnaöur toppfundur í Bonn Frelsi veitt í Chile: Fréttir frá fyrstu hendi í hverri viku birtir NEWSWEEK hlutlæga frásögn af heimsfréttum og skoðanir ýmissa aðila í rökræðum án þess að taka afstöðu til stjórnmála, félagsmála eða byggðamála. Þannig mótar Newsweek á einstakan og raunhæfan hátt stefnu þeirra, sem þurfa að vita hvaða áhrif fréttirnar, hafa á heimsmálin, en ekki eingöngu innanlandsmál. Sérhvert hefti NEWSWEEK er kafli í veraldarsögunni. j Þar er skráð saga okkar heims. Newsweek ALÞJÓÐLEGT FRÉTTARIT. Saga liöandi stundar A V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.