Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 19
50 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1978 Starfsvöll- ur við Öldu- selsskólann í sumar verður staríraektur starísvöllur við Öldusclsskóla. en átta slíkir vellir verða á skólalóðum í Reykjavík í sumar. Borgarstjóri gat þess í ræðu sinni. að árið 1970 hefðu verið 80 leikvellir í Reykjavík, árið 1974 voru þeir 113 og eru 134 á þessu ári að starfsvöllunum 8 meðtöldum. Gatnagerð í Breiðholti „Gatnagerð í Brciðholti á þcssu ári verður fyrst og frcmst til undirhúnings nýrra byggingahverfa við Hvammkotshóla. í Seljahverfi og f Mjóddinni." sagði borgar- stjóri í ræðu sinni. ,.Að öðru leyti verður unnið að gangstigum og gang- stéttum þannig að stfgur verður lagður milli Vesturhóla ok OrrahóIa( stígur kemur við Vesturberg nyrzt og stfgur frá Vesturbergi, milli Vesturbergs og Austurbergs. I>á verður lagður stígur frá Stekkjar bakka að Akrascli og stígur ofan Akrasels að Seljabraut. l>á verða ræktunarfram- kvæmdir á allnokkrum stöðum í hverfinu." Útboð vegna Seljaskóla innan skamms „Nú er unnið að útboði vegna Seljaskóla og mun það væntanlcga fara fram innan skamms", sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri í ræðu sinni. Nú er verið að hyggja við Ilólabrekkuskóla, i cn eini skólinn, sem segja má j að sé fullbyggður í Breiðholti, I er Fellaskóli. Sagði borgar- | tjóri að gert væri ráð fyrir I því að byggja við Breiðholts- i skóla og Ölduselsskóla líka. I>að kom fram í ræðu j borgarstjóra að hlutfall barna í á forskólaaldri af heildarfbúa- j tölu er hæst í Breiðholti, j 2.(>3%, og fer barnafjöldinn j \avandi, en í öllum öðrum rfum borgarinnar er róunin önnur og má geta 1 þess að meðaltalshlut fallið j rir alla borgina er 1,G8%. Fleiri félags- niðstöðvar í kjölfar Fellahellis „Fellahellir í Breiðholti fyrsta félagsmiðstöðin sem tekin var í notkun 1974. hefur reynzt mjög vinsæl og það svo, að horgin mun halda áfram á þessari braut," sagði borgar- stjóri í ræðu sinni. „Reyndar hefur önnur félagsmiðstöð verið tekin í notkun í Bústöð- ttm í Bústaðakirkju og í hyggingu er félagsmiðstöð í Arba jarhverfi og önnur í Vogahverfi, þar sem Reykja- j vfku.-iiorg tekur á leigu efri i ita'!) í húsnæði sem íþrótta- j íélagið Þróttur byggir." Frá heilsugæzlustöðinni sem bíður nú fullbúin í húsnæðinu við Asparfell. Heilsugæzlu- stöð er að taka til starfa „NÚ á að fara að taka í notkun heilsugæzlustöð. sem er í leiguhúsna‘ði við Asparfell," sagði borgarstjóri í ra-ðu sinni. „Fyrirhugað cr að byggja heilsuga'zlustöð í Mjóddinni. sem verður fyrir öll Breiðholts- hverfin. en sú stöð á að gcta þjónað 12.000 manns." Borgar- stjóri sagði. að þar sem bygg- ing heilsugæzlustöðvarinnar í Mjóddinni væri umfangsmikil framkvæmd hefði þótt rétt að byrja nú með hcilsugæzlustöð í leiguhúsna'ði. Ljósm. Mbl.i Kristján. værum mjög fúsir til slíks sam- starfs við íbúana um önnur svæði, til dæmis svæðið fyrir neðan Hólahverfi, ef íbúarnir myndu vilja gróðursetja en borgin legði þá til trjáplöntur og áburð. En endanlegt skipulag þarna er ekki afráðið og ég tek sérstaklega fram að það er fallið frá hugmynd- um gamla aðalskipulagsins um að hraðbraut gangi þarna uppeftir dalnum. Við vildum ekki fórna Elliðaárdalnum á altari hrað- brautarinnar, sem þarna var fyrirhuguð." Ilaraldur Eiriksson. Agnar Ólafsson og Sigfús Johnscn spurðu, hvenær áformað væri að ljúka malbikun enda Fýlshóla. „Þetta er ekki á fjárhagsáætlun þessa árs,“ sagði borgarstjóri. „En ég mun láta kanna sérstaklega þetta atriði, hvort um er að ræða einhver smáfrágangsatriði við endann á götunni, og koma því áleiðis til gatnamálastjórá." Lára Kjartansdóttir spurði, hvort Öidufeelsskóli myndi geta tekið við „öllum þeim börnum, sem eiga að sækja þar skóla næstkom- andi vetur, en um mjög mikla aukningu er að ræða.“ „Því er til að svara að það er gert ráð fyrir því að svo verði,“ sagði borgar- stjóri. Einnig spurði Lára hvort einhverra breytinga væri að vænta á íþróttakennslu barna í Öldusels- skóla næsta vetur, „eða þurfa þau að sækja hana í öðrum skólum áfram?“ „Börnin í Ölduselsskóla þurfa að sækja íþróttakennslu í aðra skóla næsta vetur og væntan- lega næstu vetur,“ sagði borgar- stjóri, „því íþróttahús er ekki á dagskrá. Næsta íþróttahús hér í þessum hverfum verður væntan- lega íþróttahúsið við Fjölbrauta- skólann, sem verður byggt í beinu áframhaldi af sundlauginni, en hluti af því mannvirki þjónar íþróttahúsi við Fjölbrautaskól- ann.“ Sigrún Indriðadóttir spurði, hvenær áætlað væri að skóladag- heimilið við Völvufell taki til starfa. „Það var verið að bjóða þetta verk út núna,“ sagði borgar- stjóri, „og samkvæmt útboðslýs- ingu er þetta um ársframkvæmd, þannig að það verður á árinu 1979, sennilega á miðju ári, sem skóla- dagheimilið verður tilbúið." Ilaraldur Baldursson spurði, hvenær yrði gengið varanlega frá Breiðholtsbrautinni, steyptir kantar o.s.frv., og einnig spurði Haraldur af hverju væru ekki stevptir kantar við malbik Stekkjarbakka, en sífellt kæmi vatn yfir götuna á mótum Stekkjarbakka og Grænastekks. „Það er ekki sérstaklega fyrirhug- að að steypa kanta við Stekkjar- bakka,“ sagði borgarstjóri. „Hins vegar er sjálfsagt að kanna málið, ef talin er þörf á því. Eg reikna varla með að á þessu ári verði lokið við varanlegan frágang á Breiðholtsbrautinni, en þess verður væntanlega ekki langt að bíða með þeim ræktunarfram- kvæmdum sem eru meðfram göt- unni að hægt verði að ganga endanlega frá umhverfinu." Erla Sveinsdóttir spurði: „Hve- nær er áætlað að úthluta lóðum undir hesthús í Seljahverfi. Hefur verið gengið frá skipulagi svæðis- ins og ákveðið hvort um verði að ræða einstaklingshús eins og í Víðidal eða stærri. Mun borgin sjálf annast úthfutun eða afsala sér henni til stjórnar hestamanna- félagsins Fáks?“ „Hesthúsahverfið verður væntanlega tilbúið seinni hluta árs 1979 eða í byrjun árs 1980,“ sagði borgarstjóri. „Þegar Jaðarselið verður framlengt mun þetta svæði verða tekið til skipu- lagningar og getur komið til úthlutunar. Eg reikna með, þó það sé ekki endanlega ákveðið, að þarna verði um einstaklingshús að ræða líkt og í Víði’dal og að borgin úthluti þeim, en ekki hestamanna- félagið Fákur, þó ekki væri nema vegna þess að Fákur á enn óbyggt í landi sem þeir þegar hafa til ráðstöfunar skammt frá Víðidal, fyrir ofan skeiðvöllinn, þar sem. Fákssvæðið er.“ Menningarmiðstöðin Sigurður Bjarnason kvaðst vilja skýra frá því að hann væri nýkominn af fundi meö formanni Fram- kvæmdanefndar, þar sem hefði komiö fram að útboð vegna menn- ingarmiðstöðvar í Breiðholti myndu hefjast innan þriggja mánaða. Sig- urður rakti það, að Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar á miðju ári 1974 hefði framkvæmdanefndin átt afgangsfé eftir byggingarfram- kvæmdir í Breiðholtshverfum, um 200 milijónir króna, og var síðan ákveðið „að færa Breiðholtsbúum það að gjöf í formi menningar- miðstöðvar, sem skyldi rísa í austur- deild Breiðholts III. Síðan hefur málið farið hægt af stað að okkar áliti, en ekki þó hægar en svo að það hefur alltaf eitthvað verið að ger- ast.“ Sigurður sagði, að nú hefðu framkvæmdanefndin og byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar samþykkt að menningarmiðstöðin verði byggð og samþykktar voru teikningar að henni. „Þessi menningarmiðstöð á vafalaust eftir að verða mesta lyftistöng fyrir allt félagslíf hér í hverfunum," sagði Sigurður og færði hann síðan borgarstjóra samþykktar teikningar að menningarmiðstöð- inni. Rúnar Steindórsson kvaðst vilja mótmæla þeim orðum borgarstjóra að Fálkabakkinn væri bara vinsæll til umferðar milli hverfanna. Sagði Rúnar mikla umferð gangandi fólks yfir Arnarbakkann og væri slysa- hættan því geysilega mikil, þar sem „mestöll umferð úr Hólahverfinu fer þarna niður.“ „Mér finnst sök sér að leyfa strætisvögnum að gana um Fálkabakkann, en aðra umferð þarf að banna,“ sagði Rúnar. Vegna ræðu Sigurðar Bjarnasonar kvaðst Rúnar „oft hafa furðað „sig“ á þessum afgangi sem framkvæmdanefndin á. Ég veit ekki betur en meiningin hafi verið að selja þau hús, sem hún byggði, á kostnaðarverði, og því sé ég ekki að hún eigi að geta átt neinn afgang fyrir menningarmiðstöð í Breiðholti III, sem auðvitað er ekki fyrir Breiðholt I, eða ég reikna ekki með því að hún verði sótt þaðan, því það er ekkert betra fyrir okkur að fara þangað en eitthvað annað.“ Borgarstjóri sagði að í menning- armiðstöðinni væri fyrirhuguð „félagsaðstaða fyrir hverfið, auk þess deild úr Borgarbókasafninu, deild sem kemur til með að þjóna öllum Breiðholtshverfunum. Það er reiknað með því að borgin taki við húsnæðinu fokheldu og ljúki við innréttingar á þeim hluta hússins." Borgarstjóri sagði, að það væri að sjálfsögðir fram- kvæmdanefndarinnar að svara f.vrir það, hvernig þetta fé væri ' tilkomið. „En ég hygg að þarna sé fyrst og fremst um að ræða andvirði fyrir sölú á ýmsum tækjum, sem framkvæmdanefndin átti, krönum og þess háttar, sem voru allmikil verðmæti auk fyrn- ingarfjár, sem safnazt hafði upp á þeim tíma, sem framkvæmdir á vegum nefndarinnar stóðu.“ borsteinn Laufdal. Jörfabakka 14, spurði, hvenær kæmi göngu- braut meðfram Arnarbakka. „Sannleikurinn er sá, að í skipu- lagi Breiðholts I og reyndar í skipulagi fleiri staða í Breiðholts- hverfunum er ekki gert ráð fyrir göngubrautum alveg meðfram götunum," sagði borgarstjóri. „Kenningin á bak við þetta skipu- lag hefur verið sú, að megingöngu straumarnir ættu að liggja inni í hverfunum sjálfum. Þess vegna eru til dæmis ekki göngustígar á skipulagi meðfram Vesturberginu, heldur á bak við fyrstu röðina af gerðishúsunum fyrir neðan. Hug- myndin er að draga fólkið frá götunum, þar sem það sé bæði þægilegra fyrir fólkið og komi í veg fyrir slysahættu. Hins vegar virðist reynslan alltaf verða sú, að menn sækja mjög í að ganga meðfram götunum, eins og til dæmis meðfram Arnarbakka. Það kann því vel að vera að það þurfi að taka þetta skipulag upp til endurskoðunar og setja þarna upp göngustíga, en skipulagið gerir hins vegar ekki ráð fyrir því og þetta er ekki á framkvæmdaáætl- un alveg að sinni.“ Vatnsleysi úr sögunni á næsta ári Einar S. Bjarnason, Krumma- hólum 6. spurði, hvort vænta mætti þess að vatnsþrýstingur á kalda vatninu kæmi til með að aukast með nýju æðinni til borgar- innar. Sagðist Einar búa á einna hæsta staðnum í borginni og vera vatnslaus í um það bil tvo tíma á dag „og þrýstingurinn á heita vatninu getur verið hættulegur, þegar farið er í sturtu“. Einar bað einnig borgarstjóra að beita sér fyrir því að á þessu ári yrði lagður göngustígur um Vesturhóla, þar sem búið væri að byrgja svo sýn um götuna, að öll umferð þar væri stórhættuleg. Loks kvaðst Einar vilja spyrja að því, hvort ekki væri hægt að fá borgina til að „ganga samhliða okkur húsfélögunum í frágangi á lóðum, þar sem borgar- lóðir liggja upp að okkar lóðum eins og er við Krummahóla." „Það vatnsleysi sem ber á hér stafar fyrst og fremst af því að rafmagn fer út,“ sagði borgar- stjóri, „þannig að þær dælur, sem eiga að þjóna þessu hverfi vinna ekki. Þær eru aðallega á tveimur stöðum, við Gvendarbrunna og dælustöðin í Brú. Nú er verið að setja upp dísilrafal i Brú, sem á að vera varastöð og fer í gang um leið og rafmagn fer út, þannig að með þeirri aðgerð er talið að um helmingur af rafmagnstruflunum, sem orsaka vatnsleysið, sé úr sögunni. En hinn helmingurinn verður ekki úr sögunni fyrr en á næsta ári, þegar Jaðarsvæðið er komið í fulla notkun og sérstök vararafstöð hefur verið byggð fyrir það svæði. Fullnaðarlausn á öryggi vatnsveitunnar hér í þessu hverfi kemur því ekki fyrr en á seinni hluta ársins 1979. Það er rétt að á beygjunni á Vesturhólum, þar sem menn hafa byggt sína bílskúra út að götunni, hefur útsýn verið mjög skert. Og ég er sammála fyrirspyrjanda um það að þarna sé slysahætta sem geri það að verkum að þarna þurfi að flýta meira en ella gerð göngustíga. Hins vegar var þessi gata þrengd frá því sem upphaf- lega var fyrirhugað til að reyna að draga úr hraða bílanna, en sann- leikurinn er sá að sú aðgerð virðist ekki ætla að hafa þann árangur, þar sem menn aka alveg jafnhratt þarna um og þótt gatan hefði ekkert verið þrengd frá upphaf- legu skipulagi. Það er sjálfsagt að við gerum það sem í okkar valdi stendur varðandi lóð borgarinnar við Krummahóla þannig að hún verði ekki til vandræða því fólki sem vill ganga frá sínum lóðum. Ég skal ræða það sérstaklega við garð- yrkjustjóra, ef íbúðaeigendur fylgdu því svo eftir." Ilrönn Steingrímsdóttir spurði hvort ráðgert væri bókasafn í Seljahverfi og ef svo væri, þá hvar. „Það er ekki gert ráð fyrir því að bókasafn rísi sérstaklega í Selja- hverfi," sagði borgarstjóri, „annað en skólabókasafn eins og nú eru farin að koma í hverjum skóla. En eins og ég gat um áðan verður útibú frá Borgarbókasafninu fyrir öll hverfin í fyrirhugaðri menn- ingarmiðstöð, sem rísa á í austur- deild Hólahverfis." Bogi Arnar Finnbogason spurði hvort vænta mætti „lagfær- ingar á hinni varasömu 90 gráða beygju á Breiðholtsbraut, þannig að götunni halli þá að minnsta kosti inn í beygjuna en ekki út úr henni, eins og nú er.“ „Það kann að vera að það sé nauðsynlegt að gera þarna einhverjar lagfæringar á,“ sagði borgarstjóri. „Ég skal koma því áleiðis til gatnamála- stjóra, en þarna eru ekki fyrirhug- aðar neinar sérstakar aðgerðir á þessu ári. En eins og kunnugt er á Reykjanesbrautin að halda áfram og verða þá þarna T-gatna- mót í framtíðinni." Stæðum fyrir stóra bfla þarf að fjölga Erling Bjarnason spurði, hvað menn gætu lengi geymt lóðir, sem þeir fá úthlutað, samanber rað- húsalóðina 15—23 (Böðvar Bjarna- son). „Borgarverkfræðingur setur mönnum yfirleitt byggingarfresti, þegar lóðaúthlutun fer fram,“ sagði borgarstjóri. „Og við höfum þessa möguleika að taka lóðir af mönnum ef þeir hlíta ekki þeim skilmálum, sem borgarverkfræð- ingur setur. Ég skal sérstaklega kanna hvort hægt er að ýta á eftir þeim lóðarhafa, sem þarna er sérstaklega tilgreindur." Einnig spurði Erling hvenær gangstígar kæmu við Fífusel, milli Fífusels 18 og raðhúsanna Fífusel 20 til 28, „en ekki er hægt að ganga frá lóðum fyrr en sá stígur kemur.“ „Þessi stígur er ekki á áætlun á þessu ári,“ sagði borgar- stjóri, „en ég vísa til þess sem ég hef áður sagt um gangstíga í hverfinu." „Verða engin sérstæði fyrir vörubíla og aðra stóra bíla fyrir til dæmis Fífusel eins og eru niðri í eldra Breiðholti við Fellin?" spurði Erling ennfremur. „Ég held að það sé nauðsynlegt að koma slíkum bílastæðum fyrir," sagði borgar- stjóri. „Reynslan sýnir að það er þörf fyrir þau og þeim verður að fjölga. Reyndar er fyrirhugað að gera það í Breiðholti III og I á þessu ári, og ég er sammála fyrirspyrjanda um það að einnig sé nauðsynlegt að setja svona stæði í Breiðholti II.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.