Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Bók um einstæðan æviferil Ég hefi að undanförnu verið að lesa mikla og fallega bók, útgefna af Bókaútgáfunni ÞJÓÐSÓGU, þýdda af Gísla Ólafssyni, í einkar smekklegum frágangi og útliti útgefandans, Hafsteins Guðmundssonar. Fyrir dæmigerða ævisagnaunn- endur eins og okkur íslendinga, hlýtur það að vera stórviðburður, þegar lífssaga svo sérstæðs og frægs manns sem Jiddu Krishnamurti kemur hér fyrir almenningssjónir. Hann var trú- lega einn mest umtalaði maður heims á sínum tíma, sérstaklega á áratugnum frá því um 1924 til 1934. Ekki veit ég, hvað ungt fólk á íslandi veit nú um þennan ein- stæða mann, Krishnamurti, en það mun mega fullyrða, að annar samtímamaður sé vart miðaldra og eldra fólki minnisstæðari, a.m.k. ekki meðal andlega sinn- aðra og leitandi manna. Er það engan veginn óeðlilegt, þar eð það gekk lengi fjöllunum hærra, og var boðað af víðfrægu fólki fullum hálsi, að í Krishnamurti ætti heimurinn von nýs messíasar — arftaka krists. Og það var ekki aðeins úti í hinum stóra heimi, sem þessi boðskapur átti fræga formælendur. Einnig hér á landi gerðust margir merkir menn til þess að glæða skilning og trú á þetta nýja „heimsljós", í einlægni og af sannfæringarkrafti byggðum á persónulegri snertingu og kynn- um við hið nýja meistaraefni, eins og t.d. séra Jakob Kristinsson og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. Þau vissu hvorki hik né efa varðandi sérleik og mikilleik Krishnamurti, og vitnuðu opinberlega um það af hita og hreinskilni svo sem þau voru þekkt fyrir. Þau ásamt Guðmundi skólaskáldi, Sig. Kristófer Péturssyni o.fl. áhuga- mönnum stofnuðu og stjórnuðu félaginu „Stjarnan í austri", sem var deild úr alþjóðlegum félags- skap til brautargengis trúnni á „endurkomu mannkynsfrelsar- ans“. „Kristur endurborinn" voru orð, sem heyrðust ósjaldan á þessum árum. Þessi boðskapur féll líka heim og saman við fyrirheit margra helztu trúarbragða heims um endurkomu æðsta meistara eða frelsara, og þrá margra beztu manna byggða á innsta hjartans grunni vegna ískyggilegs heims- ástands og þörfina fyrir hand- leiðslu úr myrkri til ljóss. Það leikur vart á tveim tungum, að hátíðlegur helgiljómi lék um nafn þessa unga manns, sem af svo mörgum og góðum var trúað, að nú væri sá, er koma skyldi samkvæmt fyrir heitum Biblíunnar o.fl. trúarbóka. Undur og stórmerki þóttu í vændum, og hver var sá, er ekki vildi verða viðbúinn? En þegar Krishnamurti var kominn á þann aldur, sem ætla mátti, að hann virkilega færi að láta að sér kveða og sinna eiginlegri köllun sinni sem nýr mannskynsfræðari, mátti margur hnípinn maðurinn víðsvegar um heim reyna það, að „skjótt hefur sól brugðið sumri". Allt í einu og mjög óvænt rís upp sjálfur sá, sem allt hafði snúizt um og tilkynnir opinberlega og af- dráttarlaust á eigin alþjóðaþingi Stjörnufélaganna, sem hann var forseti fyrir, að hann sé úr leik. Hingað, og ekki lengra, var lokaboðskapurinn til áfjáðra og heilshugar formælenda og áhang- enda! Þannig fengum við engan nýjan mannkynsfrelsara. Þetta tók að sjálfsögðu margan sárt, sem hvorki ætlaði að trúa eigin augum sínum né eyrum. Mest varð þó áfallið fyrir eina manneskju Annie Besant, þennan töfrum gædda hugsjóna- og mælskumann, sem séð hafði um uppeldi Krishnamurtis og öllum öðrum fremur boðað komu hans, ekki sízt í frægum fyrirlestrum víðsvegar um heim. „Heimsfræð- arinn og hin nýja menning" var letrað á fána hennar. En var þá Krishnamurti, þetta gáfaða og fallega ungmenni, bara venjulegur maður? Fjarri fer því. Að vísu er hann haldinn mörgum harla venjulegum mannlegum eiginleikur. Hann nýtur margs sem hver annar; tengist fögrum konum sterkum böndum, þær flykkjast í kringum hann — áhugasamur „mótorhjólagæi" er hann, fær síðar ást á bílnum sínum, iðkar íþróttir af áhuga o.fl. í hæsta máta veraldlegt. En jafnframt öllu þessu er Krishnamurti annað og meira: gæddur óvenjusterkum persónu- törfum og andlegum krafti á sínum beztu stundum. Það hafa margir merkir menn vitnað um á hinn trúverðugasta hátt, og engin ástæða til að draga það í efa. Hann er einnig dulspakur og stendur sjálfur í sambandi við æðri verur — meistara — og á sér raunar háleitt leiðtogatakmark í lífinu, þrátt fyrir allt, og sinnir því meira að segja enn þann dag í dag, hlaðinn lífskrafti, nálega 83ja ára að aldri. Hann ferðast um milli landa og þjóða og boðar kenningu sína, sem m.a. byggir á eldfornri speki: „Þekktu sjálfan þig“ — og nýrri: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa", og heilshugar tekur hann undir þessi vafalausu sann- leiksorð: „Himnaríki býr hið innra með yður“. Það er svo sem til nóg af gamalli vizku í heiminum, það sem á skortir er hæfileikinn til þess að skilja og lifa sannleikann. Til þess virðist mannkynið þurfa sí endurnýjaða hjálp. Hvernig er þá þessi nýútkomna bók um Krishnmurti? Hún er ekki um kenningar hans, heldur mann- inn sjálfan, og henni lýkur raunar 1934, þegar hann er búinn að standa full 20 ár í hlutverki hins tilkomanda, 39 ára að aldri. Hefur bókin hann til skýjanna sem goðborna veru, eða sallar hún hann niður sem einn stórbrotnasta svikara og vonbrigðamann sög- unnar? Því er fljótsvarað: Hvor- ugt! Hér er um að ræða svo blátt áfram og trúverðuga frásögn, að það hvarflar ekki að manni, að neins staðar sé hallað réttu máli. Þar fyrir skyldi enginn halda, að bókin sé dauf og bragðlaus. Þvert á móti virðist hún einmitt segja afdráttarlausan sannleikann um bæði veikar og sterkar hliðar þessa undarlega manns, sem af svo mörgum var talinn verðugur bústaður nýs Krists eða endurbor- ins, og samneyti hans við það fólk, er kemur við sögu á þessum umbrotaárum — og það er margt. Þessi saga Krishnamurtis leiðir í ljós, eins og fyrr segir, að mörgu leyti ákaflega venjulegan mann, og ekki að öllu leyti svo sérstaklega andlegan, enda sleppur jafnvel ekki hann við slúður- og jafnvel hneykslissögur. Má raunar segja, að hann öðrum þræði lifi talsvert „ljúfu lífi“. Lífsbarátta hans í venjulegum skilningi er ekki hörð. Fjárhgslega er hann borinn uppi af stórauðugu fólki, einkum kon- um, og alþjóðlegum samtökum. Búksorgir þarf ann engar að bera. Nauðþurftir allar leggjast honum upp í hendur. Hann þarf ekki að biðja neinn um neitt, en segja má, að Krishnamurti í gegnum göfugt og kærleiksríkt lífsviðhorf „leiti fyrst guðs ríkis og hans réttlætis" og því ekki nefna alveg eðlilegt samkvæmt kristnu fyrirheiti, að honum „veitist allt annað að auki“. Því ekki það? Ég undirstrika, og því má ekki gleyma, að samhliða tiltölulega venjulegu mannlífi, lifir Krishna- murti harla annarlegu lífi langt í burtu frá því „litla og lága, sem lifað er fyrir og barist á rnóti". Hann stendur bæði í beinu og óbeinu sambandi við öfl eða lískraft utanvið skynsvið okkar venjulegra manna, enda hygmynd- Framhald á bls. 63. | raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Til sölu er malbiksútlagningarvél af Barber Green gerö, vélin er í ágætu lagi og er til sýnis viö Vélaverkstæöi Keflavíkurbæjar, Vesturbraut 12. Allar nánari upplýsingar gefur yfirverkstjóri Ellert Eiríksson, Áhaldahús Keflavíkurbæjar, sími 1552. Jörð til sölu Til sölu er góö fjárjörö í S-Múl. Á jöröinni er steinsteypt fjárhús fyrir 320 fjár, ásamt hlöðu. íbúöarhús úr steini ásamt 60 fm. geymslu. Jöröin á land aö veiöiá. Uppl. í síma 20253. Notaðir vörubílar til sölu Scania 111 árgerö ‘74, ‘75 Scania 80 og 85 ‘69 og ‘70 Scania Vabis ‘76, ‘63, ‘68 Volvo 88 ‘67, ‘ 74 Volvo 86 ‘71, ‘74 Mercedes Bens 1519 og 1418 ‘65, ‘73 Mercedes Bens 1413 og 1513 ‘64, ‘73 MAN 9186 ‘68, ‘71 Bedford ‘63, ‘70 Vélatorg, Borgartúni 24, sími 28575 og 28590. I nói' j hnAi Til leigu frá 1. júní 592 fm húsnæöi miösvæöis í borginni. Lofthæö 4 m á einum fleti, húsnæöiö er einn salur en má skipta í smærri einingar. Innkeyrsludyr og 3 útidyr. Malbikuö bílastæöi aökeyrsla. Einnig 152 fm lager- húsnæöi, lofthæð 2,6 m. Innkeyrsludyr. Nánari uppl. í síma 25632, eftir kl. 20. Útboð Grindavíkurbær óskar hér meö eftir tilboöum í lagningu holræsa í Ægisgötu og Túngötu aö lengd ca. 500 m. Útboösgögn eru afhent á Verkfræöistofunni Hnit H/F, Síöumúla 34, R. gegn kr. 20.000.— skilatryggingu. Tilboðum skal skila til bæjarstjóra Grinda- víkur, Víkurbraut 42 fyrir kl. 18.00 mánu- daginn 22. maí og veröa þau þá opnuö þar aö viöstöddum bjóöendum. ÚTBOÐ Tilboö óskast í afgreiöslulínur og kantínur vegna boröstofu vistmanna og starfsfólks aö Arnarhólti. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa opnuð á sama staö fimmtud. 1. júní 1978 kl. 11 f.h. : Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Húsaviðgerð Tilboö óskast í eftirtaldar viögeröir á húseigninni Hátúni 4, Reykjavík. 1. Viögerö á þaki hússins. 2. Viðgerð á giröingu umhverfis lóö. 3. Sprunguviðgerð og þétting á útveggjum. 4. Mála húsiö aö utan. Allar nánari upplýsingar veitir formaður húsfélagsins í íbúö 3—E, sími 16143. Tilboðum sé skilaö til hans fyrir 16. maí n.k. Stjórn húsfélagsins. Skip til sölu 5.5 — 6 — 8 — 22 — 29 — 30 — 36 — 37 _ 38 — 45 — 48 — 51 — 53 — 55 — 59 — 62 — 65 — 66 — 75 — 85 — 86 — 90 — 92 — 119 tn. og einnig opnir bátar af ýmsum stæröum. Aðalskipasalan. Vesturgötu 1 7. Simar 26560 og 28888. Heimasími 51119. Nauðungaruppboð aö kröfu Ingvars Björnssonar hdl., veröa eftirtaldlr lausafjármunir seldir á nauöungaruppboöi, sem fram fer í húsakynnum Fiskverkunar Guömundar Þórarinssonar h.f., Garöi, Gullbringusýslu, miövlkudag- inn 17. maí n.k. kl. 14 humarþvottavélar, þ.e. þvottavél, flokkunarvél, og 3 garndráttarvélar, smíöaöar af Sigmund Jóhannssyni, Vestmannaeyjum. Uppboðshaldarinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð 2. og síöasta á fasteigninnl Vogageröi 24 (íbúöarhús) Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, þinglýst eign Guölaugs Aöalsteinssonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 11. maí 1978 kl. 13.20. Sýslumaóurinn í Gullbringusýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.