Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Tóbaki fyrir 200 þús. stolið TÓBAKI fyrir um 200 þúsund krónur var stolið úr bifreið ÁTVR á föstudaginn á meðan bifreiðar- stjórinn hafði brugðið sér inn í verzlun með tóbaksvörur. Rann- sóknarlögregla ríkisins hafði upp á þjófunum og reyndust unglingar hafa verið þarna að verki. — Lífríki og lífshættir Framhald af bls. 40 gagnfræðaskólaaldri, og láta ekki sitja við hass einungis. Skefjalaust stóðlífi hefir verið hafið í tölu þjóðariþrótta með þeim afleiðingum að gjálífis- sjúkdómar nálgast hættulegan faraldur, þrátt fyrir stórstígar framfarir í læknisfræði. Há- skólar og aðrar menntastofnan- ir hafa orðið illræmd óeirðabæli og útungunarstöðvar hryðju- verkalýðs, oftar en ekki að frumkvæmi og með fullum stuðningi vinstrivilltra kennara og prófessora. Svall- og saur- lífistilhneigingar hafa verið taldar bera sérlegu uppreisnar- hugarfari gegn „kerfinu" fagran vitnisburð og til eftirbreyfni. Sjálfstraust, sjálfsagi og löngun til einstaklingsbundinnar persónusköpunar er talin bera vott um illkynjaðan alþýðu- fjandskap. Á meðan á öllu þessu gengur, fjölgar félagsfræðingum og félagsráðgjöfum eins og kanín- um — — og færast sífellt ofar í launastigum „kerfisins". XXX — Fjölbreytt Framhald af bls. 37. Verkakvennafélagsins Framsókn árið 1914, stofnun fyrsta gæslu- vallar fyrir börn við Grettisgötu í Reykjavík árið 1915. Mikið verk og fjárfrekt verður að rita heildar- sögu Kvenréttindafélags íslands í þrjá aldarfjórðunga. Ársrit KRFÍ „19. júní“, 28. árgangur er í undirbúningi og mun koma út í júnímánuði. Blaðinu hefur ávallt verið vel tekið og er upplagið 1977 nú þrotið hjá félaginu. - Bók um ein- stæðan æviferil Framhald af bls. $.1 in að heimsfræðarahlutverki hans upphaflega tilkomin fyrir tilstilli háþroskaðra meistara „handan storms og strauma". Að lokum skal þess getið, að höfundur þessarar sannarlega merku bókar, Mary Lutyens, var á löngu tímabili og er trúlega enn, einn helzti trúnaðarvinur Krishnamurti. En hún segir ekki sögu hans svo heitið geti frá eigin brjósti, heldur aðeins rengir orð- rétt og innan gæsalappa óhemju- miklar bréfaskriftir frá hrishna- murti og til hans, og milli vina hans um hann. Það leikur því varla vafi á því, eins og fyrr segir, að þarna fer ekkert á milli mála. Fjöldi af þessu fólki er ennþá ofar moldu, auk sjálfs Krishnamurtis, svo það er vissulega ekki líklegt, að hér sé hallað réttu máli. Illa svikinn er ég, ef landsmönn- um finnst ekki þessi mikla, fagra og sérstæða bók áhugavert og beinlínis heillandi lestrarefni. Og víst er hún ekki um neinn meðalmann, heldur einn þann frægasta og sérstæðasta úr okkar samtíð, þrátt fyrir öll sáru von- brigðin, sem hann olli svo mörg- um. En er unnt að dæma hann fyrir það? „Hjarta hans sló í hverju orði — blóð hans rann í hverri setningu," vitnaði séra Jakob Kristinsson eftir persónu- legt samneyti við Krishnamurti, sem sjálfur sagði m.a.: „Ég er aldrei einmana. Ég á nokkuð, sem aldrei verður frá mér tekið." Þetta „nokkuð" hefur Krishnamurti án efa öðlazt gegnum mikla andlega baráttu, sem lesanda umræddrar bóka má vel meira en gruna. Þessi háþroskaði maður hefur varið ævi sinni til þess að veita öðrum hlutdeild í því. Baldvin Þ. Kristjánsson. — Islenzka ullin Framhald af bls.43 sauðarlitum. Slíkt myndi fyrr eða síðar draga dilk á eftir sér. Yæntanlega í framhaldi af rannsóknunum á lopa og bandi, óskaði landbúnaðarráðuneytið eft- ir því, að viðskiptaráðuneytið „gerði. drög að reglum um merkingu ullargarns og vara úr íslenzkri ull, sem yrði á boðstólum innanlands". í október 1974 fékk Heimilisiðnaðarfélagið send til umsagnar „Drög að auglýsingu um merkingu ullargarns, sem selt er í smásölu“. Þessi drög voru þannig úr garði gerð, að hægur vandi yrði að ganga algerlega framhjá þeim þáttum, sem Heimilisiðnaðarfé- lagið hafði lagt megináherzlu á að fram kæmi í merkingu. Heimilis- iðnaðarfélagið sendi ráðuneytinu allnákvæma umsögn um drögin og fór þess jafnframt á leit, að það fengi að fylgjast með frekari framkvænid. Enn sjást þess engin merki, að reglur ríki um merkingu vara úr íslcnzkri ull. Það hefur alla tíð verið Heimil- isiðnaðarfélagi ísiands ljóst, að íslenzk ull er gulls ígildi. Þetta rann upp fvrir fleirum, þegar eftirspurn jókst erlendis frá eftir fatnaði úr íslenzkri ull. En í stað þess að leggja sérlega rækt við íslenzku ullina og gera tilraun til að tryggja markaðinn með ntegináherzlu á sérstæðu ágæti hennar, var farin ofangreind leið, hvers afleiðingar eru að koma í ljós þessa dagana. Menn í útlönd- um hafa nefnilega uppgötvað, að þeir geta búið til „íslenzka ull“ úr nýsjálenzkri blöndu rétt eins og Islendingar og meira að segja litað í „sauðarlitum“. En hvernig sem ullinni er blandað og hvort sem það er gert á íslandi eða í útlöndum, verður útkoman aldrei íslenzk ull. Það er staðföst sannfæring Heimilisiðnaðarfélagsins, að ís- lenzk ull sé okkur mun verðmætari en erlend ull og að hægt muni, vegna fágætra eiginleika hennar, að fá hana metna í hærri verð- flokk en verið hefur. En til þess að fá það mat viðurkennt verður að vanda ræktun og framleiðslu til hins ýtrasta. Það mun takast, ef allir, sem hlut eiga að máli, vinna saman að því markmiði í krafti sannfæringarinnar. Á hrjóstrugu eylandi verður aldrei unnt að stunda nema takmarkaða sauðfjárrækt, m.a. þess vegna ber okkur skylda til að fara vel með alia íslenzka ull og vinna hana á fjölbreyttan hátt í vönduðustu vörutegundir. I því tilliti mætti ætla, að ýmislegt myndi hægt að læra af formæör- um og -feðrum og aldagamalli hefð í íslenzkum ullariðnaði. Þó að vinnuaðstæður séu breyttar, þá er hráefnið enn hið sama. Þessi- greinargerð er send fjöl- miðlum og aðstandendum ís- lenzkrar ullar, í fyrsta lagi til að benda á þá staðreynd að frá Ileimilisiðnaðarfélagi íslands hafa á undanförnum árum marg- oft kömið athugasemdir og ábend- ingar vegna blöndunar erlendraf ullar í íslenzka og annarra váfa- samra framkvæmda í sambandi við íslenzka ull. Sú eftiröpun, sem nú á sér stað erlendis á ullariðnaði frá Islandi, kernur Heimilisiðnað- arfélaginu ekki á óvart, þó að flestir aðrir virðist koma af fjöllum, ef dæma má af umræðum um ullariðnaðinn. I öðru lagi er tilgangur þessara skrifa sá að hvetja alla hlutaðeigendur t verk- smiðjun, verkstæðum og vinnu- stofum, handprjónafólk, vefara, útflutningsaðila, stjórnvöld og síðast en ekki sízt sjálfa ræktunar- mennina, sauðfjárbændur, til að standa vörð um okkar ágætu ull, til að vinna henni þann sess sem henni ber. Reykjavík í febrúar 1978 f.h. Heimilisiðnaðarfélags íslands, Gerður Iljörleífsdóttir Sigríður Halldórsdóttir — Baldur Brjánsson Framhald af bls. 51. um sýningargesti, svo sem númer- ið á ökuskírteini viðkomandi gests." Hefur þú aldrei lagt búktal fyrir þig? „Nei, en þó keypti ég mér einu sinni búktalaradúkku. En stað- 63 reyndin er sú að til að vera góður búktalari þarf viðkomandi einnig að vera góð eftirherma. Ég hef ekki ennþá séð þann búktalara er gat látið heyrast raddir í hverju horni en ég hef séð búktalara er töluðu við dúkkur sínar. Það er minni vandi, búktalarinn" myndar orðin í hálsinum og gætir þess vandlega að hreyfa ekki varirnar eða munninn." Ætlaði að hætta Hefur aldrei hvarflað að þér að hætta? „Jú, satt bezt að segja var ég kominn á fremsta hlunn með að hætta um daginn, áður en umræð- urnar um andaskurðlækningarnar hófust. En þá vaknaði áhuginn að nýju, og nú þarf ég aðeins að koma með gott bragð til að geta haldið áfram. Töfrabrögðin taka mikinn tíma, og ef ég ætti alltaf að vera að æfa upp ný og ný brögð, væri ég fyrir löngu búinn að gefast upp. Ég hef verið frekar latur að undanförnu en nú er ég búinn að æfa upp nýtt bragð, sem ég veit ekki til að neinn annar töframaður hafi gert. Ég kveiki í dós fullri af bensíni eða öðrum álíka eldfimum vökva, með hugarorkunni einni saman, og stend um 20 metra frá dósinni. Ég er búinn að vera tvo mánuði að æfa þetta upp og vona aðeins að það fái góðar viðtökur. I næstu viku held ég til Lundúna til að kynna mér það allra nýjasta í töfrabrögðum og þegar ég kem þaðan ætti ég að vera fær í flestan sjó. Með orðinu kynna, á ég við að ég fari til að horfa á góða töframenn og sjá hvort þeir hafi eitthvað nýtt fram að færa. Ef svo er reyni ég að uppgötva hvernig galdurinn er gerður, og síðan æfi ég hann upp eins og ég tel hann vera. Þó að tveir töframenn geri sama galdurinn gera þeir hann ekki á sama hátt. Éfni og aðstæður geta verið þær sömu en aðferðirn- ar eru yfirleitt ólíkar.“ Að lokum Baldur, áttu einhver Keilræði handa ungum og upp- rennandi töframönnum? „Aðeins það að vera þolinmóðir og nenna að standa í því að æfa upp töfrabrögð. Þolinmæði þrautir vinnur allar.“ Rauði krossinn efnir til kosningagetraunar RAUÐI Kross íslands (RKÍ) er um þessar mundir að hleypa af stokkunum svonefndri kosningaget- raun sinni, en efnt er til þessarar getraunar vegna Alþingiskosninganna í ár og til þess að blása lífi í hjálparsjóð Rauða krossins. Á fundi með fréttamönn- um í gær sögðu þeir Ólafur Mixa formaður RKI og Björn Tryggvason fyrr- verandi formaður, en hann hefur haft veg og vanda að undirbúningi getraunar- innar, að getraun þessi yrði með svipuðu sniði og knatt- spyrnugetraunir. A miða, sem seldir verða í verzlunum, skrá þátttak- endur spá sína um væntan- legan þingmannafjölda hvers flokks. Miðinn kostar 500 krónur, en 20% af andvirði þeirra verður varið til vinninga. Vinningsfjárhæðin skipt- ist mest milli 50 aðila, en færri ef réttar lausnir ná ekki þeim fjölda. Berist fleiri en 50 réttar lausnir verða vinningshafarnir 50 dregnir út úr þeim. Ólafur og Björn sögðu að sérstökum kössum yrði komið upp á almannafæri svo að fólk gæti komið miðunum frá sér, en nánar verður greint frá tillögum getraunarinnar í aug- lýsingum í fjölmiðlum. Það er von stjórnar Rauða krossins að þessi getraun blási nýju lífi í hjálparsjóð samtakanna, en þeir sögðu að hann hefði að undanförnu staðið höllum fæti vegna verðbólgu og rýrnunar fastra framlaga. Hjálpar- GeiMMMIH + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓDUR Getraun fyrir Alþinqiskosninqar 25 iúni 1978 um skiptingu þingmanna milli ílokka i sex staöi. eins og greinir á stofnmiða þessum. Útfyllið báöa miðana greinilega meö bleki eöa ritvél. Stofninum ber aö skila i getraunageyma Rauöa krossins í siðasta lagi kl. 18 á kosningadaginn. Haldiö eftir hægri hluta seöilsins. Sjá aöra skilmála á bakhliö hans. Undirskrifí sendanda Fjöldi þingmanna er veröur Alþýðubandalag 11 Alþýöuflókkur _ 5 Framsóknarflokkur 17 Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 SjálfstæÖisflokkur 25 Aörir flokkar og utanflokka 0 Samtals 60 KR.500 sjóðnum er ætlað að veita skjóta hjálp þegar hörmungar dynja yfir, hér- lendis sem erlendis. 8. maí voru 150 ár liðin frá fæðingu stofnanda Rauða krossins, Henry Dunants. + RAUÐI KROSS ÍSLANDS KOSNINGAGETRAUN 1978 Færiö inn spána, rifiö frá og geymlö. i Fjöldi þingmanna •r verftur i Alþýöubandalag 11 I Alþýöuflokkur 5 Framsóknarflokkur 17 | Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 i Sjálfstæöisflokkur 25 Aörir flokkar og i utanflokka 0 i i Samtals 60 Framvisa ber þessum seöli viö næstu Rauða kross deild. ef vinningur fellur á miöann. Undirskrift við mollöku vinnings (4R. cðeo Þannig lítur kosningagetraunamiði Rauða krossins út. Útgerðarmenn — Skipstjórar Dagana 8.—12. maí veröur í Reykjavík 8 manna sendinefnd tæknimanna, vísindamanna og sölustjóra frá Krupp Atlas-Elektronik Bremen í tilefni sýningar á Atlas fiskleitartækjum og Atlas ratsjám á Grandagaröi 7 þar sem kynnt veröa tæki sem Krupp Atlas-Elektronik framleiöir. Sérstaklega vekjum viö athygli á hinum nýja Atlas Sónar 950, sem veröur einnig til sýnis. Krupp Atlas-Elektronik framleiöir traust tæki fyrir kröfuharöa fiskimenn og farmenn. Hafíð samband við okkur. Komið og sjáið sýninguna. Kristinn Gunnarsson & Co, Grandagarði 7, Reykjavík _________________________ Símar: 21811 og 11228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.