Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 7

Morgunblaðið - 11.05.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 7 r Fátt og smátt Gagnrýni minnihluta- flokka á stjórn borgar- mála hefur verið logn- mollan - einsömul allar götur frá upphafi kjör- tímabilisins. Það hefur verið bæði fátt og smátt, sem peir hafa haft til mála að leggja, hvort heldur sem horft er til gagnrýni á gjörðir meiri- hlutans eða tillögugerðar um einstök borgarmál- efni. Á pessu hefur lítil breyting orðið pó að nær dragi kosningum og bú- ast heföi mátt við meira lífsmarki með svefn- genglum minnihluta- flokkanna. Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi, sem skipar efsta sætið á framboös- lista Alpýðubandalags- ins, finnur sig pó eiga erindi við Reykvíkinga í rammagrein í Þjóðviljan- um sl. priðjudag. Og hvert var svo erindi borg- arfulltrúans? ■ Var pað e.t.v. að draga fram í dagsljósið stefnumark- andi ábendingu minni- hlutaflokkanna í borgar- málum? Nei, ónei. Hann var einfaldlega að viðra „hugvitsamlegt“ kosn- ingavopn, sem lýsir kannski vopnasmiðnum betur en peim, sem vopniö átti að bíta á. Sigurjón hefur pann fróð- leik fram að færa, varð- andi lóðaumsóknir, að Það sem úrslitum ráði um Það, hvort „umsókn sé tekin til greina eða ekki er nefnilega ekkert af Því sem stendur á umsókn- areyðublaðinu heldur Það sem almennt er kallaður klíkuskapur. Lóðir eru notaðar sem dúsur til aö hygla flokksgæðingum og afla atkvæða og vin- sælda." Það er reisn eða hitt Þá heldur yfir Þessari staðhæfingul Afstaða í Þjóðviljanum ein — í borg- arráöi önnur Birgir ísleifur Gunnars- son borgarstjóri svarar staðhæfingu Sigurjóns Péturssonar í Mbl. í gær. Þar segir hann: „Þetta er alveg fráleit staðhæfing, sem bezt sést á Því, að Það er mjög sjaldgæft að ágreiningur Birgir ísl. Gunnarsson. Sigurjón Pétursson. sé um lóðaúthlutanir í borgarráði. Ætla mætti að Sigurjón Pétursson myndi láta álit sitt í Ijós við afgreiðslu lóöaum- sókna í borgarráði, ef hann teldi um Míkuskap að ræða; en sannleikur- inn er sá, aö Það má telja á fingrum annarrar hand- ar Þau skipti, sem Sigur- jón Pétursson borgarfull- trúi hefur greitt atkvæði á móti tillögum lóöa- nefndar í borgarráði á Þessu kjörtímabili. Hann hefur ýmist greitt at- kvæði með tillögunum eða setið hjá við af- greiðslu Þeirra. Allt tal um klíkuskap í pessu sambandi er út í hött.“ Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi hefur sem sé ýmist greitt atkvæði með „klíkuskapnum“ eða sampykkt hann með Þögninni, Þegar mál voru til afgreiðslu í borgarráði. Andstaöa af hans hálfu gagnvart einstökum lóðaúthlutunum er hrein undantekning, Þótt litið sé til 4ra ára kjörtímabils. Engu að síöur Þykir hon- um við hæfi að koma fram í „málgagni sósial- sima, verkalýðshreyfing- ar og Þjóðfrelsis“ og gera Þessar afgreiðslur að ein- hvers konar aðalatriði í meintum „átökum“ í borgarráði nú fyrir borg- arstjórnarkosningar. Ein- hverntíma hefði slíkur málflutningur verið kall- aður örprifaráð — og Þótt sýna meir en litla mál- efnafátækt. En flest er hey í harðindum. Og út af fyrir sig fer vel á Því aö Reykvíkingar fái að sjá Þær „hetjur“ í réttu Ijósi, sem taka vilja stjórnvöl borgarinnar úr höndum núverandi meirihluta. VANTARÞIGVINNU VANTAR ÞIG FÓLK MM : Þakkir Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig, meö gjöfum, heillaskeytum, símtölum og vinalegum bréfum, á 75 ára afmæli mínu, þ. 29. apríl s.l. Guö blessi ykkur öll. Méö vinarkveöju Ólafur Albertsson, frá Hesteyri. Bogehoj 48, 2900 Hellerup, Kbhvn. Öllum þeim sem heiöruöu mig á 70 ára afmæli mínu meö heimsóknum, gjöfum, skeytum og á annan hátt færi ég innilegustu þakkir. Magnús Ingvarsson, Minna-Hofi. Þakkir Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig meö gjöfum, blómum og heillaóskum á áttræöisafmæli mínu 30. aþríl s.l. Lifiö heil. Ólafía Sigurdardóttir BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyðir vel, og er fáanlegt i 4 gerðum. Hver og einn getur fengið shampoo við sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel líka. Heildsölubirgðir. KRISTJÁNSSON HF. Ingólfsstræti 12, simar; 12800 - 14878

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.