Morgunblaðið - 11.05.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 11.05.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 11 Verndun gamalla húsa Miðbæjarskólinn REYKVÍKINGAR hafa vafa- laust veitt því athygli að unnið hefur verið að viðgerð á Mið- bæjarskólanum gamla. húsið verið járnklætt að nýju og gluggar bættir. Mörgum Reyk- víkingum þykir vænt um þetta hús. enda gengu þar öll börn í bænum í skóla frá því húsið var reist 1898 og fram til 1930. þegar Austurbæjarskólinn tók til starfa, og eftir það stór hluti barnanna í bænum fram til 1969. er Menntaskólinn við Tjörnina fékk húsið og var í því til 1976. En síðan hafa Námsflokkar Reykjavíkur ver- ið þar til húsa og er unnið að því að þar verði miðstöð full- orðinsfræðslu í borginni f framtíðinni. Þetta veglega gamla skólahús hefur borgin nú samþykkt að vernda með friðlýsingu, þannig að það haldi áfram að standa óbreytt að utan og prýða um- hverfi Tjarnarinnar. Húsið er járnvarið timburhús, tvær hæð- ir og kjallari. Það er mjög veglegt, bæði að utan og innan, hátt til lofts og skólastofur bjartar, gangar breiðir og stiga- hús mörg. Veggir hafa á seinni árum verið klæddir tréplötum og listum og virðist allt vera í góðu standi, segir í úttekt minjavarðar á húsinu vegna friðlýsingarinnar. Norðan við húsið er hlaðinn steingarður upp að húsinu, en að sunnan- verðu er lítill trjágarður. Skólahúsið var reist árið 1898 á lóð úr Utnorðurvelli, sem keypt hafði verið af Eiriki Briem árið áður. Var það fyrsta húsið, sem reist var austanvert við Tjörnina. Knud Ziemsen borgarstjóri segir í bók sinni þar sem hann ræðir um merki- leg tímamót í byggingarsögu bæjarins, þegar torfbæirnir hurfu og farið var að byggja reisulegri hús: „Árið 1901 eru íbúarnir rösklega tvöfalt fleiri en 1880, en íbúðarhúsin um 70 færri. Hús Miðbæjarskólans var fjögurra ára, þegar ég byrjaði að mæla bæinn. Sú bygging þótti ekkert smásmíði. Guð- mundur Björnsson sagði að það væri góðs viti, að Reykvíkingar hefðu þor og þrek til þess að reisa skólahús handa börnum Miðbæjarskólinn hefur um 80 ára skeið haft stóru hlutverki að gegna í horginni. Nú hefur borgarstjórn samþykkt að vernda húsið með friðlýsingu. Þad var hugsað hátt, er Miðbæ jarskólinn var byggður sínum fyrir 80 þúsund krónur. En hann lét þessa brýningu fylgja: „Við verðum að hugsa hátt og hugsa lengra en upp að Skólavörðu.“ Tildrög þess að nýr barnaskóli var reistur, voru þau að skóla- húsið, sem reist hafði verið á lóð hins gamla og vígt 1883, þar sem lögreglustöðin gamla var á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis, var orðið of lítið, og jukust þrengslin með hverju árinu. Var mikið um það rætt í bæjarstjórn og 1898 voru menn orðnir á eitt sáttir um það að ekki þýddi annað en reisa nýtt skólahús miklu stærra. „Ekki leist ráðandi mönnum á að byggja húsið úr steini," segir í bók Árna Óla um gömlu Reykjavík. „Þeir voru hræddir um að steinhús mundi geta hrunið í miklum jarðskjálfta. Voru mönnum enn í fersku minni hinir miklu jarðskjálftar 1896, og þótt ekkert tjón yrði af þeim hér í bæ, voru menn sannfærðir um að timburhús mundu þola jarðskjálfta betur en steinhús. Þessi er ástæðan til þess að Miðbæjarskólinn var byggður úr timbri." I fyrstu voru aðeins aðalhús og norður- álma ásamt leikfimihúsi, en 1907 var suðurálmu bætt við og löngu síðar eða 1944 var byggð hæð ofan á leikfimihúsið. Barnaskólinn var vígður 10. október með hátíðlegri athöfn, sem fram fór í leikfimisal skólans að viðstöddum lands- höfðingja, amtmanni, rektor lærða skólans, bæjarfulltrúum, skólanefndarmönnum, auk kennara skólans og um 300 skólabörnum og miklu fjöl- menni bæjarbúa. Komst fjöldi manns ekki inn. Miðbæjarskólahúsið hefur gegnt margvíslegu hlutverki auk kennslu í borginni. Þar mun meðal annars hafa verið haldin árið 1907 ein veglegasta veizla á vegum opinberra aðila, er Frið- rik konupgur 8. kom til landsins ásamt 40 dönskum ríkisþing- mönnum, en Hannes Hafstein stóð fyrir móttökum. Þá var aðalveizlan í nýjum sal í Mið- bæjarbarnaskólanum. Hafði verið fenginn danskur dans- meistari hingað áður til að kenna m.a. nýjustu dansana og konur skautuðu allar og voru í hvítum kyrtlum, en þjónustu- stúlkur í upphlut með hvítar svuntur og skyrtur, sem eftir það komust í tísku. En í Miðbæjarskólaportinu voru haldnir síðar margir og miklir útifundir við ýmis tækifæri. Og kosningar fara jafnan fram í Miðbæjarbarnaskólahúsinu. Miðbæjarskólinn er sem sagt merkileg bygging, bæði sögulega og byggingarsögulega, og hefur gegnt stóru hlutverki í borginni í nær 80 ár. ík) sjá |kh) nijjasta l HCH.. isaiaTíf Iú Tækni - eða tískunýj ungar, það nýjasta í læknisfræði eða leiklist, það sem skiptir máli í vísindum eða viðskiptum. Það er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast - þú finnur það í Bandaríkj unum - þar sem hlutimir gerast, New York er mikil miðstöð hvers kyns lista, þar eiga sér stað stórviðburðir og stefnumótim í málaralist, leiklist og tónlist svo dæmi séu nefnd. Frá New York er ferðin greið. Þaðan er stutt í sól og sjó suður á Flórida — eða í snjó í Colorado. Svo er einfaldlega hægt að láta sér líða vel við að skoða hríngiðu fjölbreytilegs mannlífs. New York — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. ggggf16 Lonuim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.